Tíminn - 23.01.1983, Qupperneq 25
SUNNUDAGUR 23. JÁNÚÁR 1983
99Böðvar hefur óvanalega
mikla kvenvitund...”
■ Bödvar bregður á leik við kettlingana hennar Kötlu.
■ „Líklega hefði ég átt að verða nunna eins og Guðrún Osvífursdóttir."
— segir Helga um eiginmann sinn
þú vissir hvað mig langaði ailtaf til að
læra.“ Hana hafði langað til að fara í
Kvennaskólann á Blönduósi, en það
þóttu víst óþarfa kröfur.
Þó mér hafi oft þótt það óþægilegt þá,
þegar amma var að koma og vekja mig
í skólann, þegar ég vildi „sofa yfir mig“,
er ég henni mjög þakklát nú. Og fyrir
hönd hennar sárnar mér þegar fólk er
að kvarta undan skólaskyldu eða of
miklum námskröfum. Það eru forrétt-
indi að fá að læra, og kannski meira að
segja einn megintilgangurinn með lífinu.
Ég heid líka að kvenfrelsisumræðan hafi
fengið svo góðan hljómgrunn hjá mér
vegna margs sem amma var að segja
mér. Sumir haldá að konur úr borgara-
stétt hafi ekki þurft að dýfa hendi í kalt
vatn og fengið allt sem þær vildu. En
það er ekki rétt."
„Ég dáðist að hugrekki
þeirra kvenna sem þorðu
að spyrja“
„Ég var hins vegar komin um þrítugt
þegar ég vaknaði fyrir alvöru til vitundar
um stöðu kvenna, og það var með
kvenfrelsishreyfingunni nýju. Ég tók
engan þátt í stofnun Rauðsokkahreyf-
ingarinnar, en ég fylgdist.vel með og var
mjögspennt fyrir henni. Sumarvinkonur
mínar voru í henni en ég var eitthvað
svo. óörugg með sjálfa mig og fannst ég
ekki hafa neitt til málanna að leggja. Það
hvatti mig heldur enginn til þátttöku, og
ég var of frumkvæðislaus til að drífa mig
ein. Löngu seinna fór ég á fund og fannst
hópurinn lokaður. Allar konurnar þekkt-
ust sem voru þarna og mér fannst ég
utanveltu. Ég hef heyrt konur kvarta um
það sama í sambandi við Kvennafram-
boðið núna. mörgum finnst að þær nái
ekki sambandi vegna þess að hóparnir
séu lokaðir og klíkumyndanir í hreyfing-
unni.
En ég leit mjög upp til þeirra kvenna
sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna.
Ég var t.d. einu sinni á sýningu á Hvað
er í blýhólknum eftir Svövu Jakobsdótt-
ur og voru umræður á eftir sýningunni.
Ég nran eftir því hvað ég dáðist þá að
hugrekki þeirra kvenná sem þorðu að
spyrja. Ég þorði aldrei að segja orð,
samt var ég komin með háskólapróf og
búin að eignast tvö börn."
- Hvað lærðirðu í háskólanum?
„Ég var í íslensku og tók kandidats-
próf um leið og Böðvar vorið 1969. Eftir
stúdentspróf vann ég á Iögfræðiskrifstofu
í tvö ár, en mig langaði til að halda áfram
að læra. Reyndar langaði mig mest í
sálfræði, en ég komst ekki til útlanda
vegna þess að ég var þá komin með eitt
barn. Ég valdi því íslenskuna, sem þá
var alltaf kölluð norræna, vegna þcss að
ég hef alltaf haft gaman af bókmcnntum
og líka af því að pabbi er íslenskufræð-
ingur. Það hafði líka mjög mikil áhrif á
mig þegar ég fór í Kefiavíkurgönguna
1960, að við Gamla-Garð kom inn í
rútuna hópur norrænustúdenta. Mér
fannst að þarna kæmu' Fjölnismenn
endurbornir.
- Hvað fannst þér svo um námiö?
„Ég var í háskólanum í átta ár og
skildi afskaplega lítið af því sem fram
fór fyrstu fimm árin. Ég reyndi bara að
læra sem mest utanbókársog það tókst -
ég fékk ágætar einkunnir!
Kennslan fór eingöngu fram í fyrirlestr-
■um. Maður lærði þá svo utanbókar.
Umræður fóru fram meðal stúdentanna
eingöngu utan kennslustunda, flestir
þeirra voru strákar og þeir vildu ekkert
hafa með okkur stelpurnar að gera í
sínum hópum. Af einhverjum ástæðum
datt okkur ekki í huga að mynda hóp
sjálfar, við vorum fáar og mjögómeðvit-
aðar. Þetta var áður en allt gerðist."
Kynntist kvennabók-
menntum í Bergen
„Að loknu námi gerðist ég kennari við
háskólann sem lektor í íslensku fyrir
erlenda stúdenta. Ég kenndi þar í 3 ár.
Mig langaði þó alltaf til útlanda og svo
urðu vandamál í einkalífinu til þess að
ég dreif mig sem sendikennari til
Bergen, ein með tvö börn, og kcnndi
íslensku í háskólanum þar. Upphaflega
stóð til að vera þar í ár og ég fékk árslcyfi
frá háskólanum hér, en svo ákvað ég að
segja upp stöðunni við háskólann hér og
var í Bergen í 6 ár alls.
Ég hafði mjög góðan tíma í Bergen
og fór loks að átta mig á hlutunum, sá
hvernig hægt er að tengja líf sitt við
fræðin.
- Var það eitthvað sérstakt sem kom
þér á sporið?
Ég man ekki eftir neinu sérstöku.
Aðalatriðið er að sjá hvernig farið er
með konur. Sú hugmyndafræði sem er
óljós í veruleikanum fær form í bók-
menntum og birtist þar í hnotskurn svo
það er hægt að benda á hana, afhjúpa
hana og læra á henni. Maður byrjar á
því að gera uppreisn, sýna fram á
ranglætið og sigrast á því. Ut úr þessari
upprctsn vex síðan uppbyggiiegra sjón-
armið. í stað gagnrýni er hægt að snúa
sér að því að fjalla um það verðmætamat
og þau gildi sem koma fram í bók-
menntum eftir konur, sýna hvernig þær
hugsa og hvað þær hafa fram að færa.
Þú spurðir mig hvað feminismi sé.
Feminismi cr ekki það að rífa niður öll
viðtekin gildi heldur það að viðurkenna
ber menningu kvcnna sem er og hcfur
verið öðruvísi en karla.
í kvennabaráttunni hafa tvö sjónarm-
ið verið ríkjandi, annars vegar það að
konur eigi að afneita menningu sinni og
lífi sínu og verða eins og karlmenn.
Þetta jafnréttissjónarmið er beinlínis
hættulegt því það leiðir til þess að
karlmenn komast til valda á þcim fáu
sviðum þar sem konur hafa þó haft
einhver völd áður. Janfréttið er alltaf
verið að sýna með því að koma körlum
að á kvennasviðum, en það er alveg
óþarfi því þeir hafa hvort eð er völdin.
Þetta sjónarmið er nú orðið úrclt. Hins
vegar er svo það sjónarmið sem skiptir
máli, að reynsla kvenna fái að njóta sín
og sé tekin gild þar sem málunum er
ráðið.“
- Hvernig voru viðbriigðin við „fræöi-
kvensku“ þinni?
„Ég er ekki hrifin af orðinu „fræði-
kvenska," vcgna þcss að „fræði-
mennska" á jafnt við um konur og karla.
Konur eru líka menn, alveg eins og
„bókmenntir" eigi jafnt við um karla-
bókmenntir og kvennabókmenntir.
Ég byrjaði á því að rannsaka kvenlýs-
ingar og athuga þær og það urðu
náttúrlega ekki allir hrifnir af því,
A.m.k. tveir karlrithöfundar, þeir Ind-
riði G. og Jökull sneru í hefndarskyni út
úr nafninu mínu í sögurn eftir sig, cins
og ég væri ómerk bara vegna þess eins.
Vésteinn Lúðvíksson skrifaði grein í
Tímarit Máls og menningar, sem ég las
aldrci alveg til enda. Allir þrír sameinast
um að líta ekki á mig sem fræðimann og
mæta mér á þeim vettvangi, hcldur sem
brenglaða konu. Hjá einum er ég svo
Ijót að enginn karlmaður vill líta við
mér, hjá öðrum er ég látin vera
hómósexúel og með skegg, og sá þriðji
kemst að þeirri niðurstöðu að ég hljóti
að hafa óheilbrigða afstöðu til kynlífs!
Það er eins og karlmenn geti ekki séð
konur öðruvísi en kynverur, þeir rugla
saman félagslegum og líffræðilegum
atriðum.
Mér hefur aldrei verið svarað á
málefnalcgan liátt, í rauninni hefur
aldrei verið við mig rætt. Ég svara
þessum dylgjum að sjálfsögðu ekki, ég
er bókmenntafræðingur og skrifa á þeim
forsendum og þarf ekki að gera grein
fyrir öðru.
Ég hef hins vegar stundum saknað
þess að hafa ekki fengið meiri stuðning
í kvennabókmenntafræðilegri umræðu,
mig hefur oft langað til þess að einhver
tæki upp fyrir mig hanskann, en fólk
hefur sjálfsagt ekki talið sig nógu vcl
undirbúið til þess. Undantekning frá
þessu eru nemendur mínir í báskólanum
núna á síðustu misserum. Áhugasamara
tölk um kvennabókmenntir þekki ég
ekki.“
- Hvaö eru kvennabókincnntir?
„Kvennabókmcnntir eru bókmenntir
eftir konur frá hvaða tíma scm cr og um
hvaða cfni sem cr. Hugtakið eða orðið
„kvennabókmenntir" er aðeins hægt að
nota fræðilega og í andstæðri merkingu
við bókmenntir karla. Það er rangt að
líta á kvennabókmcnntir sem andstæðu
bókmennta eins og iðulega er gert hér,
t.d. í ritdómum blaðanna. Hér er oft
talað um rithöfunda og kvenrithöfunda,
bókmenntir og kvennabókmenntir, sem
cr ekki liægt, vegna þess að bókmenntir
eru bæði cftir karla og konur- karlabók-
menntir eru eftir karla og kvennabók-
menntir eru eftir konur. Barnabók-
menntahugtakið er svo öðruvísi
myndað, því að þar er um að ræða bækur
eftir konur og karla fyrir börn.“
- Hvaö er verið að rannsuka í kvennu-
ibóknienntum?
„Við rannsóknir á kvennabók-
mcnntum er það fyrst og fremst formið
sem er athugað, þ.e. hvernig konur
skrifa og hvort það geti verið að þærskrifi
öðruvísi cn karlar og hin viðurkennda
bókmenntahefð sem þeir bera uppi.“
Karlarnir leggja allan
heiminn undir - konurnar
halda sig innandyra
„í þessum rannsóknum hefur meðal
annars komið fram að það er áberandi
munur á sviðssetningu í bókmenntum
kvenna og karla, í bókum eftir karla er
sviðsetningin meira úti og heimurinn
lagður undir, en í bókum kvenna er
Sjá næstu síðu