Tíminn - 18.02.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 18.02.1983, Qupperneq 1
Hvaö segja þeir um meðaltekjur og láglaunafólk? — bls. 2 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 18. febrúar 1983 39. tölublað - 67. árgangur LÖGREGLURANNSÚKNAR KRAFIST A MÁLEFNUM FR HAFNARINNAR — ríkissaksóknari hefur nú málid til umfjöllunar Einn stjórnarmanna Fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli hefur krafíst lögreglurannsóknar á mái- efnum hennar. Hallvarður Einvarðsson rannsóknar- lögreglustjóri ríkisins stað- festi þetta í samtali við Tímann og sagði: „Annan þessa mánaðar barst embætti rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins erindi frá einum stjórnarmanna Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli þar sem hann fer þess á leit við RLR að fram fari lögreglurannsókn á tiltekn- um málefnum starfsmanna Frí- hafnarinnar og Fríhafnarinnar sjálfrar. Erindið var samstundis sent ríkissaksóknara til nánari ákvörðunar um að hverju rann- sókn yrði bcint. Svar hefurekki borist þaðan ennþá". Þórður Björnsson ríkissak- sóknari sagði í samtali við Tím- ann að þetta mál væri enn óaf- greitt af þeirra hálfu, þar sem tiltölulega stutt væri síðan þcir fengu það. Hann gat ekki sagt til um hvenær ákvörðun myndi liggja fyrir. Guðmundur Karl Jónsson for- stjóri Fríhafnarinnar sagði í sam- tali við blaðamann Tímans að hann ræddi ekki þau mál framar við blaðið vegna fyrri skrifa þess um málefni Fríhafnarinnar. -FRI SJÓR ALLT í KRINGUM LANDIÐ FREKAR KALDUR — en ekki hætta á mikl- um hafís í vetur og vor ■I rannsóknarlciðöngrum á Bjarna Sæmundssyni og Arna Friðrikssyni í janúar og febrúar í vetur var ástand sjávar á miðunum í kring um landið kannað. Að sögn Svend Aage Malmberg, haffræðings, voru rannsóknirn- ar í vetur minni en oft áður, en þær munu þó gefa upplýsingar um ástand sjávar á miðunum í stórum dráttum. Rekís norðvestur af Vestfjörðum. Myndin er tekin í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum Svend Aagc Malmberg, er sjór- inn allt í kringum land frekar ENGIN BREYT- ING A KOSN- INGALÖGUM NÚ Framkvæmd næstu kosninga eins og verid hefur, segir Steingrímur Hermannsson Útreikningar á nýja og gamla vísitölukerfinu: ÓVERULEGUR MUNUR A Ahrifum a kaupmátt — en nýja kerfið dregur úr verð- hólgunni um 5-6% ■ Ekki er nú gert ráð jyrir neinum breytingum á kosn- ingalögunum fyrir þær kosn- ingar sem í hönd fara í apríl n.k. Framkvæmd þeirravcrður því hagað eins og verið hefur í undanförnum kosningum. Að sögn Stcingríms Her- mannssonar er nú gert ráð fyrir að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni, sem séu tiltölulega mjögeinfald- ar. Með því fylgi síðan grcinar- gerð þar sem gerð sé grein fyrir því hvernig hugmyndin er aö kosningalögunum verði breytt og með greinargcrðinni fylgi frumdrög að frumvarpi þl nýrra kosningalaga - sem fyrst og fremst yrði til upplýsinga um það hvernig það frumvarp gæti litið út. -HEI ■ Samkvæmt útreikningum, sem gerðar voru af Þjóðhags- stofnun við undirhúning nýja viðmiðunarkerfisins, er alls óvíst að kaupmáttur niuni nokkuð minnka á þessu ári þótt nýja kerflð verði tekið upp. Hins vegar er útlit fyrir aö þetta nýja kerfi myndi draga úr verðbólg- unni uin 5-6% á árinu. í þessum útreikningum er samkvæmt heimildum Tímans annars vegar miðað við óbreytt vísitölukerfi en hins vegar nýja grundvöllinn, sem lagður var fram í frumvarpsformi á þingi fyrir skömmu. Tekið er fram, að hér sé um lauslega áætlun að ræða. Bcnt er á að bæði kcrfin muni hafa mjög svipuð áhrif á kaupmáttinn, og jafnframt, að þegar frá líði verði munurinn óverulegur. Þannig mcgi gera ráð fyrir, að ekki yrði merkjan- legur munur á þessum kerfum á árinu 1984 hvað þetta snertir. Hins vegar mun nýja kerfið draga úr verðbólgunni um 5- 6%. I þeim útreikningum, sem gera ráð fyrir að kaupmáttur rýrni um 0.5-1 % meira með nýja kerf- inu en því gamla, er ekki tekið tillit til þeirra áhrifa, sem nýja viðmiðunarkerfið mun hafa í þá átt að auka atvinnuöryggið í landinu. Ekki er heldur tekið mið af því, að samkvæmt nýja kerfinu munu hækkanir á öpin- berri þjónustu koma síðar en áður, sem koma muni launafólki til góða. -ESJ. kaldur í vetur, bæöi hlýi sjórinn fyrir sunnan og vestan land og kaldi sjórinn fyrir norðan og austan. Á Selvogsbanka er hitinn 5-6,5 gráður, sem er lægra en oftast áður s.l. 10 ár. Út af Faxaflóa og Breiðafirði liggja engar mæling- ar fyrir, en mælingar úti af Vest- fjörðum sýna hlýsjóinn með hita- stigi allt að 5 gráðum. Út af Kögri féllu mælingar niðurvegna veðurs, en ntælingar fyrir Noröurlandi sýna 0-1,5 gráðu sjávarhita, sem mun vera kalt, en þó ekki einsdæmi miðað við árstíma. Sömu sögu er að segja um miðin út af Austfjörðum, þar sem sjávarhiti er 1-2 gráður. Kalda tungan djúpt úti af Norð-austur landi, þ.e. Austur- íslandsstraumur, teygir sig í vet- ur langt suður og austur í haf, en hitastigið sem er lægst -0,8 gráður, bendir ekki til að hafís komi úrþeirri átt í veturogvor. Um framvinduna síðar í vetur og vor vildi Svend Aage ekkert fullyrða. En samkvæmt reynslu taldi hann, að ætla mætti, að sjór verði áfram fremur svalur við landið, en innstreynti hlýsjávar gæti þó orðið í vor. Einnig virðist hætta á miklum hafís við landið ekki vera fyrir hendi að dæma eftir ástandi sjávar í kalda sjónum djúpt austur með Norðurlandi. -Sjó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.