Tíminn - 18.02.1983, Page 3

Tíminn - 18.02.1983, Page 3
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 3 fréttir Ummæli Hjörleifs um afleidingar álsamningsins fra 1975: „VEUIR VÍSVITANDI ÓHAGSTÆTT TÍMABIL” — segir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri ■ „Iðnaðarráðherra velur þarna visvil- andi tímabil sem gcrir samanburðinn óhagstæðan. Að auki getur hann ekki um skattainneign, sem óneitanlega getur verið okkur mjög í hag, þótt erfitt sé að gera grein fyrir því að svo stöddu", sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri i samtali við Tímann í gær. Á Alþingi í fyrradag hélt Hjörlcifur Guttormsson, orkuráðherra, því fram að samningarnir um stækkun álversins, sem gerðir voru 1975 og fólu í sér breytingar á orkuverði og skatta- greiðslum ÍSAL. hafi lcitt til þess, að skattalækkun fyrirtækisins hafi numið um 30 milljónum króna umfram þaðsem hækkun raforkuverðs gaf af sér. Miðaði hann þá við tímabilið 1975 til 1980. ..Ef samanburðurinn er gcrður frá árinu 1975 til 1982 kemur þetta mikið hagstæðar út fyrir okkur. Síðustu tvö árin hefur samningurinn verið okkur mjög hagstæður og cf þau eru tekin með, er útkoman hagstæð um á milli 6 og 7 milljónir dollara. Einnig ber að taka fram, að á móti því sem skattarnir hefðu verið hærri sam- kvæmt gamla samningnum. hefði komið jafnhá eða jafnvel hærri upphæð skatta, sem ISAL á hjá ríkissjóði. Þetta hefur Hjörleifur viðurkennt í blaðaviðtali. Þar segir hann að vísu að ekki sé víst að ísal muni eiga þessa skattainneign, en það er annað mál sem að ég vil ekki fullyrða neitt um," sagði Jóhannes Nordal. -Sjó Með fúllkomnustu þyrlum nútfmans — Frakkar kenna hér skipulagningu fullkomnustu þyrluþjónustu sem völ er á ■ Tvær franskar þyrlur, af gerðinni Punia 330, eru nú í flugskýli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þær eru hingaö koninar fyrir tilstilli franskra yfirvalda, sem buðu Íslendingum þær til afnota í um mánaðartíma í tilraunaskyni. Að sögn Péturs Einarssonar, varallug- málastjóra, er hér um að ræða með fullkomnustu þyrlum nútímans. Meðal annars er hægt að búa þær ísvarnarbún- aði og er önnur þyrlan sem hingað er komin þannig útbúin. Venjulegur far- flugshraði er 120 hnútar á klukkustund og flugþol er um fjórar klukkustundir. Um borð er venjulcga 3-4 manna áhöfn og farþegar geta verið allt að 20. Lengd vélarinnar er 18,15 metrar, hæð 5,14 metrar, án blaða 3,50 metrar. „Tilgangurinn mcð dvöl frönsku þyrl- anna hér á landi er að kanna og jafnframt sýna hvers fullkominn þyrlufloti er mcgnugur. Því miður hefur okkur ís- lendingum verið ofviða að gera tilraun af þessu tagi á eigin spýtur, til þess er fjárhagur of knappur. Rausnarlegt boð franskra yfirvalda gerir okkur nú klcyft að skipuleggja þyrluþjónustu sem er til jafns við það áreiðanlegasta sem þekkist," sagði Pétur Einarsson, vara- flugmálastjóri, á blaðamannafundi í ■ Eini kostnaðurinn sem íslendingar bera af komu þyrlanna hingað er eldsneytiskostnaður og laun áhafnar. Upphæðin má ekki fara upp fyrir 300 þúsund krónur. Tímamynd Árni. tlugskýli Landhelgisgæslunnar í gær. ekki til umræðu að Islcndingar festu þaðckkcrtskilyrðiaðFrakkannahálfu. Ennfremur sagði Pétur að það væri kaup á þyrlu af þcssari gcrö enda væri -Sjó UTVARP MH HÓFST í GÆR ■ Svonefndir „Lagningardagar" hófust í Menntaskólanum í Hamrahlíð í fyrra- dag. „Lagningardagar" eru starfs og skemmtidagar nemenda og verður ekk- ert kennt þessa daga. Meðal efnis á þessum dögum verða t.d. ýmsar uppá- komur, sýningar, kvikmyndir eða um- ræður. Til nýjungar á þessum dögum verður að telja útvarpsrekstur, og það var þessi útvarpsrekstur sem fréttamenn ákváðu að kynna sér nánar. Útsending hefst klukkan tíu á morgnana og stendur eitthvað fram eftirkvöldi. Menntaskólinn á flest öll tækin nema sendinn, sem er frá Pósti og síma. Ýmsir þættir verða þarna á dagskrá, svo sem jass þáttur, punkþáttur og aðrir tónlistarþættir og einnig ýmis viðtöl. Það eru 6 hressir strákar sem sjá um útsendingar en það eru margir sem hafa lagt til efni. Þess má geta að skólasjóður ber allan kostnað af þessu fyrirtæki. Fréttamenn vilja ein- dregið benda fólki á að kveikja á útvarpstækjunum klukkan tíu fyrir há- degi næstu morgna ogstilla á 91,5 M,Mz á FM bylgju. DJ og SKK ■ Þulir M.H. útvarpsins. ■ „Óneitanlega er þetta geysilega spennandi“, sagði Ingileif Örnólfsdóttir, stjórnandi nýs útibús Samvinnubankans scm opnað var í gærmorgun við Höföabakka 9 í Reykjavík. Ennþá er jafnréttið ekki lengra komið en svo, að tíðindum þykir sæta þegar rekstur slikrar stofnunar er eingöngu í höndum kvenna - en ásamt Ingileif vinna þama Guðrún Yrsa Sigurðardóttir (t.v.) og Kristbjörg Sigurfinnsdóttir (t.h.) „Þetta er bara eins og bankinn eigi fimmtugsafmæli“ sögðu þær þegar blómin voru enn að berast rétt fvrir lokun í gær, þar á meðal mörg pottablóm sem þær voru ánægðar yfir. Ingileif sagði þetta nýja útibú fyrst og fremst stofnaö til að bæta bankaþjónustu hjá þeim mikla fjölda fólks sem vinnur í fyrirtækjum þama í kring. En einnig ætti það að vera þægilegt fyrir þá sem búa þar í nágrenninu og t.d. Mosfellinga. Kvað hún ótrúlega marga hafa notað sér þá þjónustu strax á þessum fyrsta degi - fleiri en hún hafði búist við fyrirfram. Tímamynd Róbert/HEI FUF félag stofnad ■ í kvöld verður stofnfundur Fé- lags ungra framsóknarmanna á Ak- ureyri. Að sögn Áskels ÞórLssonar, framkvæmdastjóra Sambands ungra framsóknarinannu, er þetta annaö FUF félagið sem stofnaö er eftir árainótin. Stoínfundurinn veröur í Strand- götu 31, uppi, og hefst hann klukkan 20. Finnur Ingólfsson. formaðurSUF kemur á fundinn ásamt Áskeli og munu þeir félagar ávarpa fundar- menn. „Aö sögn er það eitt af markmiöum SUF aö efla Framsókn- arflokkinn og félag eins og það sem á að stofna á Akureyri er áfangi á þeirri lcið", sagöi Áskell í samtali við Tímann. Þess má geta aö aldurshá- mark í FUF lélögunt er 35 ár en yngstir mega féiagarnir vera 14 ára gamlir. Jard= skjálfta- kippur ■ Jarðskjálftakippur, sem mældist 4.5 stig á Richterkvaröa, fannst í Grímsey í gær. Að sögn Stcinunnar Sigurbjörnsdóttur. útibússtjóra í eynni, ntunu ekki allir hafa oröið varir við skjálítann, en upptök hans munu hafa verið skamntt frá eynni. Töldu menn sig Iteyra þrumur. nokkru áöur en skjálftinn kont. Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur á sunnudag ■ Kammcrsvsit Reykjavtkur heldur 3. tónleika sína á þessu starfsári i Bústaðakirkju nk. sunnudag 20. febrúar kl. 17. Leikin veröa verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, föður hans, Leopold og nokkra samtímamenn, Michael Haydn, K.D. von Dittcrs- dorf og Antonio Salieri, sem Peter Sehaffcr hcfur gert ódauðlegan í lcikriti sínu „Amadcus", sem sýnt var í Þjóðlcikhúsinu á síöasta ári. Tónskáld þessi voru samferða í tíma og rúmi, lifðu og hrærðust við ólíkt hlutskipti cn þó sama umhverfi og tíðaranda, sömdu tónvcrk sín við sömu kröfur hlustcnda en hlutu ólík- an sess í sögunni. Á tönlcikunum verða m.a. leikin Adagio KV 410 og Adagio KV 580a þar sem Mozart notar bassethorn með ensku horni og fagotti. Ummæli Ragnars Hall- dórssonar um óselda vatnsorku: Kommuvilla tífaldad verd- mæti hennar ■ Meinleg kommuviila slæddist inn í fullyrðingu sent tekin var upp úr setningarræðu Ragnars S. Halldórs- sonar, formanns Verslunarráðs íslands, og birt tneð skýringum hans í Tímanum í gær. Villan gerði hvorki meirané minna en að tífalda verðmæti vatnsorku sem Ragnar sagði að myndi renna óseld til sjávar á næstu árum; gerði 400 milljónir dollara úr 40 milijón- unt. „Það var kannski fullmikið sagt að Hrauneyjarfossvirkjun væri óþörf. Hitt er annað mál að í kerfinu verður á næstu árum mikil orka, sem ekki cr scld. Samkvæint upplýsingum frá Orkustofnun eru það um 800 gíga- wattstundir á ári og það nokkuð svipað því sem Hrauneyjarfossvirkj- un getur framleitt," sagði Rag'nar í samtali við Tímann. -Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.