Tíminn - 18.02.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 18.02.1983, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 7 „Sætasti strákurinn í Ameríku” ■ Hann John Stamos átti aðeins að koma fram í fimm skipti í framhaldssjónvarps- þáttunum „General Hospital“, sem eru mjög vinsxlir í Banda- ríkjunum núna. Þar hafa kom- ið fram ungir menn eins og Tony Geary og Rick Spring- field (ungur læknir í þáttunum) og orðið geysivinsælir og feng- ið mörg tilboð og fest sig í sessi sem kvikmyndaleikarar. En þeirra frægð var ekkert á við það stjörnuskot sem skaust upp á frægðarhimininn, þegar John Stamos kom fram í GH. Bréfunum rigndi yfir stjórn- endur þáttanna og hringingar á sjónvarpsstöðina trufluðu símaborðið. „Hann - þessi nýi - John Stamos er áreiðanlega sætasti strákurinn í Ameríku“, var yfírleitt aðalinnihald bréf- anna og hringinganna. Auðvitað var farið að grennslast fyrir um þennan unga mann til að kynna hann í blöðum, en hann var lítið fyrir að trana sér fram: „Ég hef aldrei veríð ástfanginn í al- vöru,“ sagði hann „bara í kvikmynd, en ég á marga góða kunningja og vini, stráka og stelpur, og er mikið í músík. Spila aðallega á trommu með vínum mínum, þegar þeir eru að mússísera. Fjölskyldan mín býr rétt hjá Hollywood, og þangað fer ég eins oft og ég get. Ég er hálfsmeykur við þessi læti, þetta kom allt svo skyndilega. Ég á bágt með að trúa því að ég sé að verða frægur, en alla vega vilja þeir hjá GH ekki sleppa mér nuna.svo ég verð í fleiri en þessum fimm þáttum, sem ég upphaflega átti að koma fram í“, sagði þessi ungi maður, sem kallaður hefur verið „Sætasti strákurinn í Ameríku". ■ John Stamos. Nú standa honum allar dyr opnar í Hollywood, og það var Pctur Guðjónsson, scm verið hcfur með námskeið gcgn streitu fyrir stjórnendur fyrirtækja sem var brautryðjand- inn hérna. Pað var hins vegar Argentínu- niaður. Síló að nafni, sem er upphafsmaður að þessari hreyf- ingu og fyrsta skrefið var þegar hann flútti ræðuna ..Lækning þjáningarinnar" undir fjalli nokkru í Argentínu. Eftir það tók tíu manna hópur að starfa eftir kenningum Síló. sem breiðst hafa út til 46 landa. Nei. ég veit ekki hver heildar- tala félaga er hér á Íslandi, en þó er vitaö hver fjöldinn er á hinum ýmsu stigum. En ég get sagt þér aðþátttakan hefurmikiðaukist. Samkoman á mánudag er haldin undir kjörorðinu ..Mánu- dagur til mikils," og þannig erum við að mótmæla gamla orðtakinu „Mánudagur til mæðu. Petta er upphafið að nýrri sókn hjá okkur. Meginþráðurinn í okkar kenningum er að vinna bug á öllu ofbeldi í hvaða mynd scm það birtist og einnig teljum við að sambandsleysi milli fólks og við sig sjálft sé undirrót ofbeldis. Við höfum verið að koma upp hverfamiðstöðvum. þarsem fólk gctur komið og unnið að verk- cfnum saman, - til dæmis gefið út hverfisblöð og unnið að öðrum verkefnum, sem að hverf- inu lúta. Þanniggeturþað kynnst og tengst, enda cr markmiðið einnig að við viljum fá fólk til að líta á hvert annað sem menn cn. ekki hluti. Þessar hverfamið- stöðvar hafa tekið til starfa á Skólavörðustíg, Vesturgötu, í Kópavogi og uppi í Breiðholti. Þá erum við með fundarstað í Ármúla. Starfið í Samhygð hefur gcrt mikið fvrir mig sjálfa. - ég hcf lært margt um sjálfa mig og cr farin að hugsa minna um hvað ég get fengið frá öðrum, cn hugsa þess meira um það hvað ég geti unnið fyrir heildina og fyrir aðra. Ég hef fengið nýjan skilning á lífinu og veit nú aö við fæðumst ekki í heiminn án nokkurs tilgangs. erlent yfirlit ■ Sharon og Lili kona hans við brottför hans úr varnarmálaráðu neytinu. Haukarnir hafa styrkzt í ríkisstjórn Begins Arens og Sharon geta orðid keppinautar ■ Arens og Rut, dóttir hans. ÞAÐ verður ekki haft af Begin forsætisráðherra ísraels, að hann er klókur stjórnmálamaður. Hvað eftir annað hefur hann leikið sér að Bandaríkjaforseta eins og köttur að mús. Viðbrögð Begins við Kahan- skýrslunni svonefndu eru nýtt dæmi um klókindi hans. í skýrsl- unni er komizt að þeirri niður- stöðu, að Sharon varnarmála- ráðherra beri óbeint ábyrgð á fjöldamorðunum, sem voru framin í Beirút í september. Honum beri því að segja af sér embætti varnarmálaráðherra en ella verði Begin að svipta hann embættinu. Allir eða nær allir ráðherrarnir í stjórn Begins, nema hann sjálf- ur og Sharon, voru samþykkir þessari niðurstöðu. Begin gat því ekki annað en látið undan. Hann vék Sharon úr embætti varnarmálaráðherra, en lét hann halda áfram sem ráð- herra, án sérstakrar stjórnar- deildar. Sumir fréttaskýrendur túlka þetta á þann veg, að Sharon verði eins konar varamaður Beg- ins eða varaforsætisráðherra, þótt hann fái ekki þann titil. Einnig sé líklegt, að Begin feli honum að hafa óbeint umsjón með landnámi Gyðinga á vestur- bakkanum svoncfnda. Sé síðari tilgátan rétt, má búast við að landnámi Gyðinga á vesturbakkanum verði hraðað, en samkvæmt tillögum, sem Re- agan forseti bar fram sem sátta- grundvöll á síðastl. hausti, átti að hætta frekara landnámi Gyð- inga á vesturbakkanum. a.m.k. að sinni. í stað Sharons sem varnar- málaráðherra hefur Moshe Arens, sem var sendiherra Isra- els í Washington, verið skipaður í það embætti. Hann er talinn engu minni haukur en Sharon. Óneitanlega virðist staða haukanna í stjórn Begins hafa styrkzt við þessar breytingar. Þetta virðist síður en svo hafa veikt Begin á þingi. Þrjár van- trauststillögur, sem bornar höfðu verið fram, voru felldar á þingi í fyrradag, allar með 64 atkvæðum gegn 56. Þegar Begin myndaði stjórn að nýju eftir síðustu þingkosn- ingar, hafði hann aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi. MOSHE ARENS, sem hefur tekið við embætti varnarmála- ráðherra, er 57 ára að aldri, fæddur í Kaunas í Lithauen 27. desember 1925. Móðir hans var tannlæknir, en faðir hans verzl- unarmaður, sem hafði viðskipti við Bandaríkin og fór því margar verzlunarferðir þangað. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, fluttist hann og fjöl- skylda hans til Bandaríkjanna, en hann átti þá orðið verulegar eigur þar. Moshe Arens var skráður í bandaríska hcrinnn nokkru fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og naut þjálfurnar í herdeild, sem ætlað var að taka þátt í innrás í Japan. Til þessarar inn- rásar kom ekki. Þegar innbyrðis styrjöld Gyð- inga og Araba hófst í Palestínu 1948 hélt Arens þangað gegn ráðum föður síns. Eftir komuna til Palestínu, gekk Arens í skæruliðafélags- skap Gyðinga Irgun Iwai Leumi, sem var undir forustu Begins. Arens vann í þjónustu hennar til 1951 og fór m.a. til Norður-Afr- íku og Evrópu til að afla henni liðs. Árið 1951 sneri hann til Bandaríkjanna aftur og stundaði fyrst nám við Massachusetts In- stitute of Technology og síðar við California Institute of Tec- hnology. Hann lauk þar prófi sem flugvélaverkfræðingur og vann sem slíkur í Bandaríkjun- um um skcið. Hugur hans stefndi enn til ísraels, og hélt hann þangað, þegar ísraelsstjórn bauð honum prófessorsstöðu við tækniháskól- ann þar. Jafnframt vann hanri sem sérfræðingur hjá flugvéla- verksmiðju þar, ísrael Aircraft Industries. Arens var kosinn á þing, þegar flokkur Bcgins vann kosninga- sigur sinn 1977. Hann hafnaði því að verða ráðherra, en féllst á að verða formaður utanríkis- nefndar þingsins. Begin bauð honum embætti varnarmálaráðherra, þegar Ezcr Weizman lét af því starfi vegna ósamkomulags við Begin fyrir tveimur og hálfu ári. Arens hafn- aði því og bar því við, að hann hefði verið á rhoti Camp David- samkomulaginu. Hann væri einnig andvígur þvt' að afhenda Egyptum allan Sinai-skagann. Eftir þessa neitun Arens, hlaut Sharon fyrst varnarmálaráð- herraembættið. í ársbyrjun 1982 féllst Arcns á að verða sendi- herra ísraels í Washington. Þótt Arcns sé mikill harðlínu- maður og ákafur fylgismaður Begins, er hann betur séður af Bandaríkjamönnum en Sharon. Sharon hefur notað flest tækifæri til að reka hornin í Bandaríkja- menn. Það hefur Arens síður gert og hann er m.a. sagður hafa lagt til að gengið yrði til móts við til- lögur Reagans á þann hátt, að frekara landnámi Gyðinga á vesturbakkanum yrði frestað í tvo til þrjá mánuði meðan verið væri að reyna að ná samkomulagi um þær. Því var algerlega hafnað af Sharon og féllst Begin á neitun hans. ARIEL SHARON er þremur árum yngri en Arens, fæddur 1928 í Palestínu, en þangað höfðu foreldrar hans flutzt frá Rússlandi eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Hann var rétt tvítugur, þegar styrjöldin hófst milli Gyð- inga og Araba í Palestínu. Þar vann hann sér orð fyrir hetjulega framgöngu. Hann særðist hættu- lcga, en hélt strax á vígvöllinn eftir að hann var gróinn sára sinna. Eftir að styrjöldinni lauk með sigri Gyðinga og Ísraelsríki komst á laggirnar, tök Sharon að sér forystu skæruliðasveitar, sem hafði það verkefni að útrýma skæruliðum Araba. Þessi 'sveit Sharons greip oft til illræmdra hernaðaraðgerða. Þannig réöist hún 14. októbcr 1953 á landamæraþorpið Ouibya í Jórdaníu og sprengdi í loft upp 39 íbúðarhús, auk skólahúss. Að árás þcssari lokinni lágu lík 69 Araba í rústunum og voru mcðal þeirra lík allmargra kvenna og barna. Sharon vann sér mikla hcr- frægð í sexdagastríðinu 1967, þcgar herdeild hans króaði inni margfalt fjölmennara herlið Eg- ypta á Sinaiskaga. Enn meiri frægð vann hann sér í styrjöldinni 1973, þegar herdcild hans tókst að brjótast yfir Suezskurðinn og ógnaði næst öllum her Egypta með innikró- un. Á milli styrjaldanna lagði Sharon stund á laganám og lauk prófi með góðum vitnisburði. Fyrir kosningarnar 1977 stofnaði hann sinn eigin flokk og náði kjöri, cn alls fékk flokkur hans tvö þingsæti. Begin þurfti á stuðningi hans að halda til að geta myndað stjórn. Sharon vildi í staðinn fá cmbætti varnarmálaráðherra. Því ncitaði Begin en fól honum í staðinn embætti landbúnaðar- ráðherra. Það reyndist örlaga- ríkt, því að Sharon beitti sér fyrir stórauknu landnámi Gyð- inga á vesturbakkanum. Sharon fékk svo embætti varnarmálaráðherra, þegar Weizman lét af því. Sharon not- aði sér aðstöðu sína sem varnar- málaráðherra til innrásar í Lí- banon. Orðrómur hermir, að Jórdanía sé næst á blaði hjá honum. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að þeir Arens og Sharon eigi eftir að verða keppinautar. Beg- in er 68 ára og heilsuveill. Sharon vill vafalítið verða eftirmaður hans, ef til kæmi. Arens gæti þó orðið keppinautur hans og senni- lega myndi Begin kjósa hann heldur sem eftirmann sinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.