Tíminn - 18.02.1983, Page 8

Tíminn - 18.02.1983, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Utgefandi: Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjön Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn , skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Óbyggdir og Alþingi ■ Morgunblaðið birti athyglisverða forustugrein daginn eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu höfðu setið hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi um bráða birgðalögin margnefndu eftir að hafa barizt þrotlaust gegn þeim í sex mánuöi. Af eðlilegum ástæðum vildu ritstjórar Morgunblaðsins ekki ræða neitt um þessa atkvæðagreiðslu í forustugrein blaðsins, heldur gripu til þess ráðs að beina huga sínum í allt aðra átt. Fyrirsögn forustugreinar blaðsins var: Mannaferðir í óbyggðum, og fjallaði hún einkum um íslandsrallið, sem fyrirhugað er hér á komandi sumri. Það var áreiðanlega rétt ráðið af ritstjórum Mbl. að helga forustugrein sína frekar íslandsrallinu en atkvæðagreiðslunni á Alþingi eftir hin sögulegu endalok á sex mánaða baráttu Sjálfstæðisflokksins. Vissulega var mikil þörf á því fyrir aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins að finna sér eitthvað annað umtalsefni en sérstæðustu atkvæðagreiðslu í þingsögunni. Þetta er annars allgott dæmi um, hvaða vandræði ríkja hjá þeim, sem eiga að halda uppi málflutningi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn um þessar mundir. Trútt formanni Sjálfstæðisflokks- ins og þingflokksformanni hamrar Morgunblaðið á því flesta daga, að núverandi ríkisstjórn hafi flest illa gert og hafi ekki lélegri ríkisstjórn setið að völdum í þessu landi. Óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins taka hins vegar ekkert mark á þessum málflutningi. í prófkjörunum á Vesturlandi og í Norðurlandi vestra, hafa þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson lagt stjórnarandstæðinga auð- veldlega að velli. Ekki bendir þetta til þess, að óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins taki mikið niark á málflutningi formanna Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðinu. Staðreyndin er sú, að það verður stöðugt ljósara, að stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum hefur haldið uppi ábyrgðarlausri og neikvæðri stjórnarandstöðu, sem torveldað hefur nauðsynlegar og aðkallandi aðgeröir, eins og bezt má ráða af baráttunni gegn bráðabirgðalögunum. Þetta má vel ráða af niðurstöðum síðustu skoðanakönnun- ar DV. Þótt ekki megi leggja of mikið upp úr slíkum könnunum, er þessi niðurstaða eigi að síður vísbending unt, að hin neikvæðu vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins hrekurfólk frá honum í stórum stíl. Þetta finna ritstjórar Morgunblaðs- ins. Þess vegna er þeim það hugarléttir að skrifa frekar um íslandsrall og óbyggðir en vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Svikabrigzl Þjóðviljinn segir frá því í fyrradag (16. febrúar), að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gefið ærið dökka lýsingu á samstarfs- mönnum Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn á fundi með verkamönnum í Sundaskála. Samkvæmt frásögn Þjóðviljans fórust Ólafi efnislega orð á þessa leið: „Á árinu 1982 hefðu þessi öfl hins vegar verið með stöðugar árásartilraunir á kjör launafólks. Ekkert af loforð- um þeim, sem Framsóknarmenn og fylgismenn Gunnars Thoroddsen hefðu gefið í efnahagsmálum, hefði verið efnt - Steingrímur hefði svikið í sjávarútvegsmálum, Pálmi í landbúnaðarmálum, Tómas í verðlagsmálum, o.s.frv. Þeir vildu ganga þá göngu eina að skerða kjörin. Og nú hefði þeim bæst liðsauki: forsætisráðherrann Gunnar Thoroddsen byndi nú með þeim kjaraskerðingarbaggann.“ Menn, sem eru kunnugir Ólafi, telja að með þessum svikabrigzlum hafi það verið ætlun hans að veikja stöðu Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds, þar sem þeir hafi látið bjóða sér öll þessi svik og setið áfram hinir rólegustu í ríkisstjórninni. P.P skrifað og skrafað Síamstvíburar ■ „Sérhver einstaklingur, og sérhver hópur einstak- linga, getur sótt um aðild að Bandalagi jafnaðarmanna til miðstjórnar, til þess að vinna að framgangi allra stefnu- mála Bandalagsins, einstakra málefna þess eða annarra stefnumála, sem nú eru ekki nefnd í drögum að málefna- grundvelli." „Alþýðubandalagið á að samanstanda af sjálfstæðum félögum, aðildarhópum og samtökum einstaklinga, sem geta jafnt verið bundin hags- munum, málefnum eða svæðum. Einstaklingar geta átt margfalda aðild að banda- laginu. Aðildareiningum bandalagsins verður í sjálfs- vald sett að ganga skemur eða lengra í málflutningi en samþykktir stofnana Al- þýðubandalagsins segja um.“ Fyrri tilvitnunin er úr drögum að málefnagrund- velli Bandalags jafnaðar- manna og hin síðari úr „Op- inni hugmyndaskrá um nýtt skipulag Alþýðubandalags- ins“, sem gefin var út í fyrradag. Það er greinilegt að hugs- uðir Alþýðubandalagsins, sem setið hafa með sveittan skallann við að finna upp- nýja hugmyndafræði, hafa annað hvort gengið í smiðju Vilmundar um hvernig fólk með ólíkar stjórnmála- skoðanir getur starfað saman í einum flokki eða að Vil- mundur og djúphugsuðirnir hafa sömu fyrirmynd. í báð- um tilvikum er um að ræða „regnhlífarsamtök" þar sem fólk með alls kyns baráttumál og sérþarfir getur myndað breiðfylkingu á stjórnmála- sviðinu undir einum hatti þótt áhuga- og áherslumálin séu mismunandi. Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins kynnti hugmyndirnar að nýju skipu- lagi flokksins og segir Þjóð- viljinn meðal annars um efnið: „I yfirlýsingunni sem birt var í gær er lýst hinum miklu skilum sem nú eru að verða í þjóðmálabaráttu í okkar heimshluta og slegið föstu að þau knýi á um ný vinnubrögð. Liður í því er m.a. að opna Alþýðubanda- lagið ekki eingöngu fyrir svæðisbundnum flokksfé- lögum heldur einnig t.a.m. fyrir áhugahópum um friðar- mál, umhverfismál, landbún- að o.s.frv. eða t.d. hópum verkamanna, byggingarsam- vinnufélögum og róttækum útgáfufélögum. Einnigerlagt til að allir iélagar í Alþýðu- bandalaginu sem eru í for- ystu- og trúnaðarstörfum í félagasamtökum eins og verkalýðsfélögum, sam- vinnufélögum, menningar- félögum og áhugamannafé- lögum hafi fulltrúaréttindi á þingi Alþýðubandalagsins.“ Farið vel fornar dyggðir Hér er vel boðið. Þannig gætu sóknarnefndarfor- menn, forsetar Kiwanis- klúbba og kraftlyftingarfé- laga orðið gildir fulltrúar á þingum Alþýðubandalags- ins, svo að einhverjir séu nefndir. En hugmyndirnar sem skipulagsnefnd setur fram er að laga Alþýðu- bandalagið að fjölbreyttara þjóðfélagi og að hverfa frá miðstýringu og innhverfu flokksstarfi, segir formaður nefndarinnar. Það erorðinn langurvegur frá Kommúnistaflokknum sáluga og sellukerfinu í þá frjálslyndu undraveröld sem arftakarnir eru að skapa. Þau samtök sem Vilmund- ur og skipulagsnefnd Al- þýðubandalagsins dreymir um að bregða regnhlífum sínum yfir minna öllu meira á átthagafélögen stjórnmála- flokka. En átthagafélögin þrífast, eins og kunnugt er, hvergi nema fjarri átthögun- um. Það er engu líkara en að regnhlífasamtökin bæði ætli að firra sig allri stjórnmála- þátttöku. Stjórnmálaflokkar eru myndaðir af fólki sem hefur svipaða skoðun á þjóð- félagsuppbyggingu og lífssýn fyrirleitt en ekki um þröng áhugasvið eins og hesta- mennsku eða olíufélög. í málefnagrundvelli Bandalags jafnaðarmanna er tekið fram að Bandalagið sé ekki einn flokkurinn enn heldur banda- lag gegn flokkunum. Skipu- lagsnefnd Alþýðubandalags- ins gengur ekki svona langt en nái hugmyndirnar um opna flokkinn fram getur nýja hugmyndafræðin orðið bandalag gegn Alþýðu- bandalagi. Ef hugmyndasmiðirnir stilla strengi sína saman gæti komið upp sú staða að Al- þýðubandalagið gengi í Bandalag jafnaðarmanna eða öfugt. Það er að minnsta kosti fræðilegur möguleiki. Um stefnumörkun og sam- heldni í slíkum söfnuði verð- ur ekki spáð að sinni. Samræming krafta Guðsteinn Þengilsson læknir skrifar grein í Mbl. um áfengisvandamálið og lýkur henni með þessum orðum: „Það er deginum ljósara hve brýnt það er, að allir aðilar, sem fást við meðferð drykkjusjúkra, samræmi krafta sína, en efni ekki til togstreitu sín á milli, þótt viðhorf geti verið lítið eitt mismunandi. Slík heimska bitnar fyrst og fremst á þeim sem á að bjarga, sjúklingun- um sjálfum. Einnig finnst mér að enn þyrfti að aukast skilningur milli þeirra, sem vinna fyrst og fremt að með- ferð og mannúðarstörfum meðal drykkjusjúkra og hinna, sem fyrst og fremst vinna við að koma í veg fyrir drykkjusýki. Á þetta finnst mér enn verulega skorta, því hér er aðeins um að ræða tvær hliðar á sama máli. Það gildir um alla sjúkdóma, að lækning og meðferð þeirra, sem hafa fengið hann, skiptir ákaflega miklu máli, en engu að síður er um það vert að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjúkdóminn og útbreiðslu hans í samfé- laginu. Slíkt er enn betri lækningaaðferð þar sem henni verður við komið. Ef unnt væri að samræma og sameina krafta allra þeirra, sem gera sér ljósa hættuna sem stafar af áfengisneyslu og þeim vímugjöfum öðrum, sem í kjölfar hennar sigla, og ef hægt væri að komast hjá því að toga sitt í hvora áttina, er áreiðanlegt að stórsigur á „mestu meinsemd aldarinn- ar“ er skammt undan.“ qq starkadur skrifar Kimmtudtfgur 17. fihruar IVK.3 t>J(M)VIIJI\N - S1I)A J Hjörleifur Guttormsson á alþingi í gær: ísland tapaði 1,7 miljón dala á endurskoðun 1975 Fyrirsögnin í Þjóðviljanum.. Almálið utan dagskrár á Alþingi: Hjörleifur gagnrýnir samning Gunnars Thoroddsens frá 1975 og glcðin hjá Morgunhlaðsmönnum Áróðursbomban sem sprakk í höndum iðnaðarráðherra ■ SENNILEGA þarf að leita lengi að ómcrkilegri áróðurs- brögðum en þeim, sem Hjörlcifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, greip til á Alþingi í fyrradag til að sverta Gunnar Thoroddscn, forsætisráðherra, seni dvelur crlendis í opinbcr- um erinduin og gat því ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þinginu. Þar koin iðnaðarráðherra með fullyrðingu, sein best er lýst með því að vitna i fyrirsögn í Þjóðviljanum í gær: „Hjörleifur Guttormsson á Alþingi i gær: Island tapaði 1.7 milljón dala á cndurskoöun 1975“. Jóhannes Nordal, Scölabankastjóri, upplýsti alþjóð um hvaða talnaleikjum iðnaöarráðherra hefði þarna beitt til þess að koma höggi á forsætisráöherrann: hann sleppti sem sagt árunum 1981 og 1982 út úr myndinni! Iðnaðarráðherra verður svo sjálfur að jáfa þetta í viðtali við Dagblaðið í gær: „Ráðherra sagði í morgun að með þessum tveim árum hefði í heild, 1975-1982, orðið um 6 milljón dollara liagur af breyttuni samningum"! Boinban var sprungin og innihaldið, sem ætlast var til að sletti út GunnarThoroddsen, kaffærði iðnaðarráðherra sjálfan. Því miður er þetta ómerkilega áróðursbragð dæmigert fyrir það, hvernig iðnaðarráðhcrra liefur haldið á álmálinu Islcnd- ingum til stórtjóns. Hann virðist hins vegar ekkert hafa lært af engin mistökum; forherðist aðeins og dúndrar áróðurs- bombuni í allar áttir, en gætir þess ckki, að þær springa i höndum hans og hitta því aðeins hann sjálfan fyrir. Hvernig væri að góðhjartaðir menn í þingflokki Alþýðuhandalagsins lciddu iðnaðarráðherra, flokksbróður sínum, fyrir sjónir, hversu eynidarlegt sjónarspil hann er orðinn, áður en hann vcldur sjálfum sér og - vegna embættis síns - landsmönnum frekara tjóni? ÁSAKANIR Hjörleifs Guttormssonar á forsætisráðherra og þau falsrök, sein hann notaði vísvitandi til að koma höggi á Gunnar Thoroddsen fjarstaddan vöktu sýnilcga óstjórnlegan fögnuð á einum bæ; hjá Morgunblaðinu. „Hjörleifur gagnrýn- ir samning Gunnars Thoroddsens frá 1975“ segir í stórri fyrirsögn í Morgunhlaðinu! Það var aðalatriðið, að hinn vondi Gunnar var skammaður. Að vísu hefur það, sem frá Hjörleifi hcfur komið í álmálinu, ekki þótt stórisannleikur á Morgun- blaöinu fram að þessu, en nú var lljörlcifur bara góður að þeirra áliti - al' því hann réðist að Gunnari Thoroddsen! Já það er hátt risið á stjórnmálunum þessa dagana. Ásakanir Hjörleifs á Gunnar Thoroddsen cru auðvitað aðeins ein af mörguin kosningabombum, sem Alþýðubanda- lagið er að reyna að varpa frá sér þessa dagana, en með siöppum árangri það sem af er. Vafalaust er þetta hugsað til að styrkja hina sanntrúuðu, sem telja allt heilagan sannleika sem frá forystumönnum tlokksins kemur þótt staðrevndirnar, sem við blasa, sýni allt annað. Þetta er dæmigert um það, hvernig Alþýðubandalagsmenn meðhöndla stundum sann- leikann í hinni pólitísku baráttu; þeim staðreyndum, sem ekki passa í kram pólitísks áróðurs, er hreinlega sleppt til að fá út þá mynd, seni foringjarnir vilja sýna. Hætt er hins vegar við, að þeim verði hált á slíkuin áróðursbrögðum til lcngdar, því auðvitaö fer fólk að átta sig á þeim og tekur þar af leiðandi yfirlýsingum þcirra meö enn aukinni varúð í framtíöinni. - Starkaður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.