Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 2
1X2 1X2 1X2 25. leikvika - leikir 19. febr. 1983 Vinningsröð: 2X2 - 12X-1X1 - 11X 1. vinningur: 12 réttir - 96.550,- 19785 62324(?6i)+ 95738(6/n) 2. vinningur: 11 réttir -kr. 1.852,- 13 19743 47735+ 65283+ 75722+ 91943+ 100432 3383+ 20906 49850 65543 76988 91945 75243(3+ 7935 41154+ 60196 69558 77380 92683 9666 41350+ 60427 69668 77508 93305 9712 41885+ 61531 70129+ 78414 94878 9951 41987 63144 71735+ 80269+ 95026 10976 42841 63279 72770 90013+ 96762 15564 45093 63645 73609+ 90698+ 96921 + 19397 46011 63789+ 74967+ 90990 97794 Kærufrestur er til 14. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn °g fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Ný ungversk píanó Flestir hafa heyrt ungverska rapsodíu - en fáir hérlendis hafa heyrt hljóminn í ungversku Uhl- mann píanóunum. Þessi hljómmiklu gæöahljóö- færi eru tilvalin í skóla og sali auk heimahúsa. Á einnig rakatæki fyrir píanó og orgel s. 35054 Haraldur Sigfússon. TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn og . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa: Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra við heimahjúkrun. Staðan er laus í 1 ár. Heilsuverndarnám/heilsugæzlunám æskilegt. • Stöður hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun. Bæði er um fullt starf og hlutastarf að ræða, dagvaktir og síðdegisvaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 2 24 00. • Staða félagsráðgjafa við áfengisvarnadeild. Afleysingar u.þ.b. 4 mánuði frá miðjum marz. Æskileg reynsla í meðferð áfeng- isvandamála. Upplýsingar gefur deildarstjóri áfengisvarnadeidlar í síma 8 23 99. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu heilsuverndarstöðvar- innar. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 5. marz 1983. VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK sími 54491. „HP-KONNUNIN FULL AF AÐFERÐARVILUIM” segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans ■ „Ég held að það eina sem þessar skoðanakannanir gefa ótvírætt til kynna, sé að nú er komið nýtt afl í stjórnmálum, Bandalag jafnaðarmanna, sem á tölu- verðu fylgi að fagna,“ sagði Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísinda- deild Háskóla Islands, þegar Tíminn innti hann álits á skoðanakönnunum Helgarpóstsins og DV, sem báðar voru birtar í blöðunum í vikunni sem leið. „Helgarpóstskönnunin er full af að- ferðarfræðivillum, og að því leyti mun verri en DV-könnunin að úrtakið er skekkt og svörin of mikið flokkuð ef tillit er tekið til framkvæmdarinnar. Einnig gefa Helgarpóstsmenn til kynna að könnunin sé mun betur gerð og mark- tækari heldur en raun ber vitni. DV-menn fara hins vegar hægar í sakirnar og þrátt fyrir minna úrtak, 600 manns á móti 1400 hjá HP, verður að telja könnun þeirra mun skárri. Vegna þess m.a. að hún er ekki eins mikið flokkuð niður - í henni er ekki talað um fylgi flokkanna í einstökum kjördæm- um,“ sagði Þórólfur. Sem dæmi um áreiðanleika HP- könnunarinnar, nefndi Þórólfur að mið- að við 99 prósent öryggismörk, eins og eðlilegt er að ganga út frá væri hægt að lesa út úr henni að fylgi Framsóknar- flokksins á landsvísu var einhvers staðar á milli 8,3% og 14,9% (útk. HP. 11,6%). í Reykjavík sagði Þórólfur að könnunin gæfi til kynna að fylgi Framóknar yrði á bilinu 2,6 til 10,6%, sem þýðir 0 til tveir þingmenn, (útk. HP6,6%). Efsamskon- ar öryggismörk eru sett á fylgi Fram sóknar á Reykjanesi veðrur það á bilinu 4,1% til 17,3% (útk. HP 10,7%). „Fleiri dæmi er í rauninni erfitt að taka í sambandi við fylgi Framsóknar- flokksins," sagði Þórólfur, „því það er hreinlega út í bláinn að brjóta könnunina svona mikið niður úti á landi og útkoman því alveg ómarktæk.“ Einnig nefndi hann að í þessum út- reikningum sínum hefði hann gengið út frá að könnunin væri í alla staði rétt frmkvæmd, sem hún alls ekki var, því í úrtakinu vantaði dreifbýlisfólk. „Annar agnúi á HP-könnuninni var, að í henni koma aðeins fram prósentu-, tölur. Ef fjöldatölur hefðu verið látnar| fylgja með býst ég við að enn betur hefði komið í ljós hversu fáránlegt er að flokka úrtakið svona mikið niður.“ Ef 99 prósent öryggismörk eru sett á skoðanakönnun DV og fylgi Framsókn- arflokksins á landsvísu enn tekið sem dæmi, en hann fékk 22,1 prósent, kemur í ljós að það verður einhversstaðar á bilinu 16,3% til 27,9% prósent. Þórólfur sagðist ekki sjá neinar aðferðarfræði- skekkjur í DV könnuninni, en hins vegar drægi það óneitanlega úr áreiðan- leik hennar hversu margirvoru óákveðn- ir eða vildu ekki svara. „Skýringing á því getur legið í aðferð- inni sem beitt er við áð safna gögnum. það hefur sýnt sig erlendis að ef fólk getur gengið út frá því sem vísu, að ekki er hægt að rekja svör þess, er það mikið fúsara til svara. Þetta á j afnvel enn frekar við í fámenninu hér á íslandi," sagði Þórólfur. - Telur þú ástæðu til að gera kröfur um vísindalegri aðferðir við gerð skoð- anakannana um Iandsmál? „Ég held að ekki sé í sjálfu sér hægt að amast við því þótt dagblöð geri skoðanakannanir lesendum sínum til skemmtunar. En vandamálið er að kann- anirnar hafa áhrif sem erfitt er að slá máli á og blöðin gera ekki nægilega grein fyrir göllum og ætlast til að fólk taki útkomuna sem heilagan sannleika. Mér finnst eðlilegt að hér verði gerðar stórar kannanir, þar sem gerðar verða fyllstu kröfur um rétt vinnubrögð, sem alls ekki útiloka að litlar kannanir, dagblaða eða einhverra annarra fylgi með,“ sagði Þórólfur. - Sjó. Akvördun Verdlagsráös í fargjaldamálum SVR: „Undrumst endur- teknar ofsóknir” segir Davíd Oddsson, borgarstjóri ■ „Reykjavíkurborg fordæmir þá til- raun, sem gerð er af opinberum aðilum til að brjóta niður almenningsvagnasam- göngur í borginni og lýsir yfir undrun á endurteknum ofsóknum stofnunar, sem lýtur pólitísku forræði ríkisvaldsins, í garð höfuðborgarinnar," segir Davíð Oddsson, borgarstjóri, í frétt sem hann sendi frá sér í gær í kjölfar ákvörðunar verðlagsráðs um að heimila borginni 25 prósent hækkun á fargjöldum Strætis- vagna Reykjavíkur gegn því að sala afsláttarmiða verði hafin á nýjan leik eigi síðar en fyrsta mars n.k. Ella kveðst stofnunin grípa til viðeigandi aðgerða. í frétt Davíðs segir, að samþykkt verðlagsráðs, sem gerð var 9. febrúar, hafi aldrei verið tilkynnt borgaryfirvöld- um. „Þvert á móti neitaði verðlagsstjóri embættismönnum borgarinnar um afrit af fundargerð og hefur hún ekki borist Iðnnemasam- bandid ræður framkvæmda- stjóra ■ Tryggvi Agnarsson, lögfræðingur, var valinn úr hópi átta umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Iðnnemasam- bandsins. Tók hann við því 16. febrúar s.l. Tryggvi lauk laganámi fyrir tæpu ári og hefur hann síðan unnið sjálfstætt að lögfræðistörfum í Reykjavík. „Ráðning þessi er í samræmi við áætlanir nýkjörinnar stjórnar Iðnnema- sambandsins um breytingar og endur- skipulagningu á starfsemi allrar iðn- nemahreyfingarinnar, sem miða að stór- felldri aukningu starfseminnar, betri tengslum iðnnema og samtakanna og auknu starfi félagasamtaka innan vé- banda Iðnnemasambandsins," segir í frétt um ráðninguna frá stjórn Iðnnema- sambandsins. - Sjó. fyrr en í dag. Vitað er, að verðlagsráð hélt fund 21. febrúar. Ekki hefur komið fram, að þar hafi verið gerð ályktun um málefni S. V. R., að minnsta kosti hefur slíkt ekki verið tilkynnt borgaryfirvöldum." Þá segir í fréttinni að ekki sé í verkahring „verðlagsyfirvalda“ að á- kveða hallarekstur SVR í því skyni að falsa verðbótavísitöluna í landinu. „Verðlagsstofnun hefur marg-sýnt og sannað, að hún kýs að starfa ekki eftii” þeim lögum, sem um stofnunina gilda.“ Loks er vakin athygli á því, að verð- lagsstjóri hafi látið að því liggja í sjónvarpsþætti, að taprekstur SVR mætti rekja að hluta til afsláttarfar- gjalda, sem borgaryfirvöld hafi sjálf tekið ákvörðun um. Verði þau ummæli ekki öðru vísi skilin en svo, að það sé á valdi borgaryfirvalda að fella niður slík fargjöld, og hafi það verið gert í kjölfar lögbannsaðgerða að kröfu verðlags- stjóra. -Sjó Myndarlegt kynningarrit um íslenska kvikmyndagerð ■ Kvikmyndasjóður hefur í samvinnu við Kvikmyndasafnið gefið út kynning- arrit á ensku um íslensk kvikmyndamál og nefnist ritið „Icelandic Films 1980- 1983“. í ritinu eru kynntar allar leiknu kvikmyndirnar, sem gerðar hafa verið frá stofnun Kvikmyndasjóðs. Kynntar eru leiknar myndir, sem eru í framleiðslu og væntanlega verða frumsýndar á þessu ári. Þá er gerð grein fyrir nokkrum heimildakvikmyndum, sem gerðar hafa verið á síðastliðnum áratug. í ritinu eru upplýsingar um 30 kvikmyndagerðarfyr- irtæki og 10 kvikmyndastofnanir og samtök. Knútur Hallsson, formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs og Kvik- myndasafns ritar inngang, Guðlaugur Bergmundsson blaðamaður skrifar um stöðu tslenskrar kvikmyndagerðar á síðustu árum, Erlendur Sveinsson for- stöðumaður tekur saman stutt ágrip íslenskrar kvikmyndasögu og ritar um stöðu íslenskrar heimildamyndagerðar um þessar mundir. Ritið er ríkulega myndskreytt. Enska þýðingu ritsins annaðist Maur- een Thomas, Gunnar Trausti Guð- björnsson sá um útlit og framkvæmd tæknivinnu, ritstjórn var í höndum Guð- laugs Bergmundssonar og Erlends Sveinssonar. Ritið er gefið út á kostnað Kvikmyndasjóðs. Fyrirhugað er að dreifa kynningarrit- inu á kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem haldin verður í þessum mánuði, og á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og víðar. í sambandi við Cannes hátíðina hefur verið rætt um að samræma kápur kynningarrita Norðurlandaþjóðanna. í ráði er að gefa út kynningarrit um íslenskar kvikmyndir á eins til tveggja ára fresti í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.