Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983. 9 á vettvangi dagsins ■ Búnaðarþing selt á mánudagsmorguninn; Ásgeir Bjarnason í ræðustóli Tímamynd: GE framleiðenda og einnig með gjald á innfiutt fóður. Að lokum minni ég á það sem alltaf hefur verið og er meginstefna Búnaðarþings og Búnaðarfélags íslands í þessum málum: 1. Byggð verði viðhaldið í öllum megin- atriðum. 2. Búvöruframleiðsla fullnægi jafnan innanlandsþörf, leggi til iðnaðarhrá- efni og beinist að útflutningi þegar viðunandi verðlag næst erlendis. 3. Tekjur og félagsleg aðstaða sveita- fólks sé sambærilegt við það, sem aðrir landsmenn njóta. Það er komin nokkur reynsla á kvóta- kerfið og það á sinn þátt í því að aðlaga búvöruframleiðsluna markaðsmögu- leikum innanlands og utan. En það þarf að endurskoða það kerfi, eins og raunar að verið er að gera hjá nefnd þeirri sem fjallar um svæðakvótann. Fylgjast þarf vel með þar sem byggðin stendur höllum víða óeðlilega mikil. Það er fljótt að síga á ógæfuhliðina í öllum rekstri, ef skuldir fara að aukast og að baki þeirra liggur ekki arðbær fjárfesting. Á þessu sviði hefur orðið veruleg breyting með til- komu verðtryggðra lána. Arðsemi er ekki alltaf gefin fyrirfram og því verður oft að taka áhættu og ekki síst í nýjum búgreinum. Samkvæmt búreikningum kemur einnig fram að á síðasta áratug hefur bústærð kúabúa aukist um 50%, sem er sennilega hærra en landsmeðaltal. Afkoma þeirra sem stunda mjólkur- framleiðslu er tiltölulega góð, en þeir sem' lifa af sauðfjárrækt hafa lakari afkomu. Bilið á milli þessara tveggja búgreina hefur breikkað verulega, eink- um síðustu 3 árin, enda hafa sauðfjárbú- inaðeins stækkað um 10% síðasta ára- tuginn. Vandamálin virðast því mun meiri á sauðfjárbúum, en kúabúum og isvörur, eins og minka- og refaskinn. Fullyrt er að við getum staðist sam- keppni við aðrar þjóðir í framleiðslu loðskinna. Hér á landi eru nú 86 refa- og minkabú, með 4300 refalæður og 6500 minkalæður. Lauslegar athuganir benda til þess, að „nettó“ gjaldeyrisöflun á ársverk í refa- rækt miðað við verðlag nú, sé nokkru meiri en í sjávarútvegi. í þessum athug- unum er ekki tekið tillit til stofnkostnað- ar í erlendum gjaldeyri, en hann mun vera refaræktinni í vil. Vel rekið minka- bú mun ekki síður duga vel til gjaldeyr- isöflunar heldur en refabú. Kornræktin var prófuð á allmörgum stöðum í Rangárvallasýslu og V-Skaft. og gafst hún vonum framar, þótt sumar- veðrátta væri ekki hagstæð. Grasfræræktin gengur vel með fræ af vallarsveifgrasi og nokkuð vel af tún- vingli. Þá hefur verið mikið að því unnið Landbúnadur hefur miklu hlutverki að gegna fyrir þjóðina — setningarræda Ásgeirs Bjarnasonar á Búnaöarþingi FYRRI HLUTI ■ ísland er land eldfjalla og ísa, en það er ekki síður land fengsælla fiskimiða, kjarnmikils gróðurs, kraftmikilla fossa og vellandi hvera. Náttúruöflin og válynd veður minna á sig með ýmsum hætti og valda þá stundum miklum tjónum og erfiðleikum. Þessa er líka skemmst að minnast á þessu ári - veturinn var á tímabili allerfiður, einkum frá jólum og út janúarmánuð. Snjóþyngsli voru mikil og umhleypingasöm veðrátta. Miklir vatnavextir í janúar ollu manntjóni margvíslegri eyðileggingu og erfið- leikum. Tíðarfarið ræður oft miklu um afkomu fólks bæði til lands og sjávar. Árið sem leið var ekki sérlega hagstætt landbúnaði, hvorki að því er veðurfar snerti eða verðlagsþróun. Vorið var kalt og þurrviðrasamt. Grasspretta varð víða í seinna lagi. Heyskapur með minna móti og veturinn hefur verið gjafafrekur. Verðlagsþróunin hefur ekki verið landbúnaðinum hagstæð. Verðáraforku frá Rafmagnsveitu ríkisins hefur t.d. á sl. 3 árum hækkað um 800%. Rekstrar- vörur til landbúnaðar hækkuðu mikið árinu er leið, t.d. hækkaði áburður um 60%, en nú er talað um að hann þurfi að hækka í vor um 120%, nema því aðeins að til komi sérstakar ráðstafanir. Það er mikið talað um viðskiptakreppu, sem ekki er óeðlilegt, þar sem kreppuástand ríkir í okkar viðskiptalöndum og afla- brestur hefur orðið innanlands, samfara mikilli verðþenslu. Útflutningstekjur hafa því dregist saman, en innflutningur ekki. Fluttar voru inn 10.000 bifreiðar 1981 og jafnmargar 1982. Fleira mætti nefna þessu líkt, ýmis fyrirtæki eru byggð upp fyrir erlent lánsfé og þar á ofan rekin með erlendum lántökum, eins og t.d. Áburðarverksmiðjan. Inn- lent rekstrarfjármagn hefur ekki fengist að láni í öllum tilvikum, það er ekki laust í bönkum, því þarfir þjóðarinnar eru miklar og margvíslegar. Hér á landi hafa framfarir á mörgum sviðum verið örar síðustu áratugina og mikil uppbygging átt sér stað til að efla atvinnulíf þjóðar- innar. Við stöndum því betur að vígi nú en áður, til að hægja á ferðinni, á meðan við söfnum í „sarpinn“, grynnum á erlendum skuldum og hagræðum hlutun- um, hver hjá sér og sameiginlega. Bændastéttin er framsýn. Þegar að því dró að framleiðsla hefðbundinna bú- vara var meir en nóg fyrir innanlands- þarfir og ekki fyrirsjáanlegir arðvænlegir markaðir erlendis. þá fóru bændasam- tökin fram á lagaheimildir til að geta takmarkað framleiðsluna og miða hana við þarfir þjóðarinnar og þann útflutning sem óhjákvæmilegur var. Öll hafa mál þessi tekið sinn tíma og skoðuð aftur og aftur og margkynnt og rædd á bænda- fundum og við ráðamenn þjóðarinnar. Alltaf hefur það komið upp annað slagið, að ekkert væri gert í markaðsmál- um. Það hlyti að vera hægt, ef að væri unnið að selja dilkakjöt fyrir gott verð erlendis. Búnaðarþing hefur árlega haft mál þessi til athugunar og árið 1976 ályktaði þingið að nauðsynlegt væri að beita skipulagsaðgerðum til að auka hagkvæmni búvöruframleiðslu bæði í einstökum landshlutum og landinu öllu, svo að sem best nýttust kostir hverrar jarðar og markaðsskilyrði á hverjum stað, en byggð haldist órofin. Árið 1977 lagði stjórn Búnaðarfélags íslands til við Búnaðarþing að það mælti með því að eftirgreindir aðilar skipuðu menn í svo- kallaða markaðsnefnd sem inni að mark- aðsmálum búvara. Landbúnaðarráðu- neytið, Stéttarsamband bænda, Sam- band íslenskra samvinnufélaga, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og Búnaðar- félag íslands.Markaðsnefnd þessi hefur starfað alla tíð síðan. Nefndin hefur notað hvert tækifæri til að kynna búvörur okkar og afla markaða þar sem þess hefur verið kostur. Nýsjálendingar eru harðir keppínautar og niðurgreiddar búvörur í Efnahagsbandalagsríkjum bæta ekki um fyrir okkur, svo það er við ramman reip að draga. Þá minni ég einnig á samþykktir Búnaðarþings 1978 um skipum sjö- manna nefndar sem átti að semja frum- varp til laga um kvótakerfi og gjald á innfluttar fóðurvörur. Nefndin skilaði áliti fljótt og vel og var frumvarp hennar lagt fram á Alþingi 1978. Heimildir voru teknar inn í Framleiðsluráðslögin 1979 og '80 um kvótakerfi það sem nú er farið eftir í endanlegri verðlagningu búvara til fæti og ekki síður hjá þeim sem eru að hefja búskap. Kynslóðaskiptin á bújörð- um eru mörgum erfið, cn á því byggist landbúnaðurinn í framtíðinni að vel takist til í þeim efnum. Hvað segja búreikningar um afkomu bænda. Á síðasta áratug batnaði afkoma bænda, eins og annarra stétta í þjóðfé- laginu. Það er álitið að rauntekjur hafi hækkað á því tímabili um 25-30%. Sé litið til upphafs og loka þess áratugs hafa tekjur bænda samkvæmt búreikningum hækkað svipað. Á hinn bóginn er breyti- leiki í afkomu bænda á þessum áratug. Þar sker sig úr árið 1976 með mjög lágar tekjur en árið 1978 með mjög háar tekjur enda tíðarfar gott og framleiðslan var það mikil, að markaðurinn tók ekki við henni. Samdráttur var því óum- flýjanlegur í hefðbundnum búgreinum. Með minnkandi framleiðslu og þar með minni umsvifum fer ekki hjá því að um tekjuskerðingu verður að ræða, en hve mikil hún er fer eftir því á hvern hátt bændur bregðast við slíkum samdrætti í framleiðslu. Búreikningar sýna að grundvöllur fyrir hagkvæmum rekstri í bæði sauðfjárrækt og nautgriparækt byggist fyrst og fremst á mjög góðu og miklu heimafengnu fóðri og nýtingu náttúruauðæfa landsins. Notkun á er- lendum rekstrarvörum eins og kjarn- fóðri og vélum ber að stilla í hóf ef bændum á að takast að halda svipuðum tekjum með minni framleiðslu en áður. Búreikningar sýna ennfremur að þó dregið hafi úr framkvæmdum hjá bænd- um síðustu árin að þá sé skuldaaukning þar þarf sérstaklega að leita leiða til hagkvæmari rekstrar. Að því er varðar aðrar búgreinar og framleiðslu þeirra t.d. kjúklinga, eggog svínakjöt, þá virðist þar ekki vera rými fyrir aukna framleiðslu nema á einstaka stað. Sama máli gegnir með gróðurhúsa- rækt og kartöfluframleiðslu. Hrossarækt og arðvænlegir möguleikar hennar eru ekki ýkja miklir eins og stcndur. Hvorki til útflutnings né innanlands. Búreikningar 1981 sýna að meðalfjöl- skyldutekjur hækkuðu frá árinu áður um 40%. En á sama tíma hækkaði fram- leiðslukostnaður um 70%. Kúabúin komu betur út cn blönduð bú og sauð- fjárbú voru með lakasta útkomu. Skuldaaukning varð meiri en eignaaukn- ing á árinu. Sala landbúnaðarafurða var mjög góð á innanlandsmarkaði árið sem leið. Margt bendir þó til þess að afkoma bænda fari versnandi. Samhliða því scm takmörkuð er fram- leiðsla á mjólk og kjöti, hefur mikið verið unnið að því að finna nýjar bú- greinar og ný verkefni í dreifbýli, sem hægt er að stunda og lifa af og á þann hátt að mæta tckjuskerðingu. Kaupfélög og aðrir sláturleyfishafar vinna nú meir úr kjöti en áður og selja unnar kjötvörur. Þetta eykur atvinnu heimafyrir. Fram- tíðarmöguleikar eru hér miklir í refa- og minkarækt og byggjast þeir ekki síst á því að fóður er hér í háum gæðaflokki og ódýrt. 94-96% af því gæti verið innlent, einkum fiski-ogsláturúrgangur. Það er mikilsvirði að geta breytt þessum úrgangsvörum í verðmætar gjaldeyr- að nýta hlunnindin betur en áður. Auka axlarvarp og dúntekju, nýta fisk- veiðar í vötnum á réttan hátt, koma upp laxeldisstöðvum við sjó og nýta ýmis önnur hlunnindi betur, svo sem rekavið, sem er til margra hluta nýtur. Félag ferðaþjónustu bænda vinnur markvisst að því að skipuleggja þjón- ustustarfsemi stna. Þeim fjölgar líka sem notfæra sér bændagestrisni, einkum þar sem stutt er að fara í sundlaug, hægt að skreppa á hestbak og veiða í ám og vötnum. Af framangreindu sést að augu manna eru smásaman að opnast fyrir ýmsum nýjungum, sem gcfa þarf gaum og styrkja með ráðum og dáð. Bændastéttin hefur sýnt það í verki að hún vill leysa vandamál sín, en jafnframt er það henn- ar trú og von, að áfram vcrði staðið við lögboðnar greiðslur af hálfu þess opin- bera. íslenska þjóðin berst í bökkum fjár- hagslega - gjaldeyrislega - það cr því mikils virði fyrir hana að hafa traustan landbúnað. Verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar er núna sem næst 3,1 milljarður króna. Hvar gætum við tekið gjaldeyri til að kaupa þessar búvörur fyrir þjóðina, ef ekki væri landbúnaður hér sem sparar gjaldeyri? Hvergi. Við fengjum hann ekki úr sjávarafurðum, ekki heldur úr iðnaðinum og tæplega dettur nokkrum í hug að taka gjaldeyris- lán fyrir daglegri fæðu. Landbúnaðurinn hefur því miklu hlutverki að gegna fyrir íslensku þjóðina. Hann er fyrst og fremst gjaldeyrissparandi og veitir einnig oft á tíðum talsverðan gjaldeyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.