Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 3
fréttir Framsóknarflokkurinn vildi auka niðurgreiðslur til að lækka vísitöluna um 5 stig: „HAAR VERDBÆTI £ ■■ UR K0MA HELST £ HATEKJUMONNUN 1T1L G0BA” ■ Þingflokkur framsóknarmanna gerði svofellda ályktun á fundi sínum s.l. mánudag: „Þar sem nú eru horfur á að frumvarp til laga um nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun nái ekki frani að ganga fyrir 1. niars n.k. samþykkir þingflokkur Framsóknarflokksins að fela formanni flokksins að bera fram tillögu i ríkisstjórninni um að niðurgreiðslur verði nú þegar auknar þannig að framfærsluvísitala lækki um 5 stig. Jafnframt beri ríkisstjórnin fram frumvarp á Alþingi um að sú niðurgreiðsla hafi áhrif á verðbótahækkun launa 1. mars n.k. og verði leitað eftir samþykkt Alþingis nú þegar.“ Þessa ályktun lagði Steingrímur Her- mannsson fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Um viðtökur málsins sagði hann í viðtali við Tímann í gær: Eins og þarna kemur fram veldur það okkur ■ „Við komum austur eftir að Haf- rannsóknastofnun hafði mælt 45 þús- und tonn af loðnu á svæðinu milli Ingólfshöfðu og Hornafjarðar og þá urðum við varir við mikla loðnu mikið austar sem hefur ekkert verið inní í mælingunni,“ sagði Eggert Þorfinns- son skipstjóri á Hilmi SU í samtali við Tímann í gær, en hann telur að Haf- rannsóknastofnunin bafi verulega van- mælt þá loðnu sem> nú gangi til hrygn- ingar. Loðnan sem við fundum fy rir aust- an var á Berufjarðarsvæðinu þar sem við höfum aldei getað veitt loðnu vegna þess að hún er yfirleitt svo dreifð á þessum slóðum. En nú var þarna um mikla loðnu að ræða. Þetta var á stóru svæði og urðu allir varir við þetta, trollin komu alveg loðin upp. Nú telur Hafrannsóknastofnun að hún hafi mælt 245 þúsund tonn að þessu sinni en teiur að 400 þúsund tonn þurfi að vera til staðar svo að hægt sé að mæla með vciðum miðað við stofn- miklum vonbrigðum að ekki skuli nást fram þcssi breyting á viðmiðunarkerf- inu. Ég leyfi mér að fullyrða að sam- þykkt þess mundi valda mjög lítilli kaupmáttarskerðingu eins og fram hefur inn eigi möguleika á að ná fyrri styrk. Þama er um talsvert breitt bil að ræða, tclur þú að 150 þúsund tonn geti verið fyrir austan sem ekki hafi verið mæld? Mér er ekkert ósennilcgt að það magn væri þama á ferðinni og mikið meira en það en við getum auðvitað ekkert sagt ákveðið um það núna. Hins vegar hefur stofnunin aldrei talað um svona mikið magn til hrygningar fyrr en núna síðustu árin. Við höfum ekki trú á að það þurfi svona mikið magn af loðnu að hrygna. Þessi loðna sem nú er að ganga suður fyrir er frá árinu 1980 og þá minnir mig að fiski- fræðingar hafi talið að 35 þúsund tonn væru í göngunni suður fyrir land það árið. Finnst þér að stofnunin cigi að fara aftur á stúfana og mæla? „Þeir breyta ekkert sínum mæl- ingum úr þessu, það erbara ansi mikið mál að láta þetta synda hjá núna þegar allt of mikil sókn er í þorskstofninn, og mjög iítill þorskur sem gengur á miðin. JGK komið í tölum Þjóðhagsstofnunar, þær yrðu vart mælanlegar, en mundi draga úr verðbólgu um 5-6 af hundraði á ári og yrði varanleg lagfæring á viðmiðunar- kerfinu. - Mér finnst afstaða sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu nánast óskiljanleg. Þeir hafa spurt um málið hvað eftir annað í þingsölum í vetur og ég liélt að þeir væru fylgjandi slíkum lagfæringum. En þetta sýnir hve reikulir þeir eru og lítt á þá að treysta í efnahagsmálum. - Eftir að þetta er orðið ljóst finnst okkur að eitthvað verði að gera til að hægja á þeirri verðbólguöldu sem yfir ge'ngur. Nú liggur fyrir að vcrðbótavísi- tala mun hækka um 14-15 af hundraði 1. mars. Með tillögu framsóknarmanna stefn um við að því að koma henni niður fyrir 10 af hundraði og það er náttúrlega Ijóst að það yrði allt annað að ráða við vandann fyrir nýja ríkisstjórn sem að sjálfsögðu verður mynduð eftir kosning- ar ef eitthvað í þessa áttina er gert. - Við höfum að sjálfsögðu rætt þetta í ríkisstjórninni fyrr, ég hreyfði þessu máli í janúar og það var rætt ítarlcga fyrir um það bil 10 dögum, en Alþýðu- bandalagið hefur lagst gegn þessu. Virð- ist svo að þcgar nú eru að nálgast kosningar að Alþýðubandalagið vilji hvorki hreyfa legg né lið til að draga úr verðbólguöldunni. Því er borið við að forysta launþega sé þessu mjög andsnú- in. Satt að segja undrar það mig þegar ég held að öllum sé orðið Ijóst að svona hækkun á verðbótum kemur fyrst og fremst þeim sem hæstar.hafa tekjurnar til góða. Það er nánast verið að vernda þá. Þessu fylgir náttúrlega hækkun á öllu verðlagi og engir bera neitt úr býtum nema helst þeir sem fá flestar krónur, sem sagt hátekjumennirnir. Þetta var rætt í ríkisstjórninni í gær- morgun og enn var sania afstaðan hjá alþýðubandalagsmönnunum." - Væntanlega helur tjármálaráðherra orðið fyrir svöruin þar sem hér er um aö ■ Steingrímur Hermannsson. ræða tillögu um niðurgreiðsiur. Hvernig tók hann í málið? „Fyrst og fremst er borið við að ekki sé gert ráð fyrir þessu á fjárlögum. En staðrcyndin er náttúrlega sú aö útgjöld ríkisins aukast mjög með hverjum hund- raðshluta sem laun hækka svo að þarna kæmi verulegur sparnaður á móti. Þá liefur í öðru lagi verið sagt að þetta sé svo mikil niðurgreiðsla að niðurgrciðslur á landbúnaðarafurðum yrðu þar mcð óeðlilega miklar. Þetta er áreiðanlega á misskilningi byggt því að aðeins sú hækkun sem af hækkun á landbúnaðar- afurðum leiðir nú og síðast er svipuð og . hér er verið að tala umi Staðrcyndin er sú að niðurgreiðslur hafa ekkert vcrið auknar undanfarin tvö misscri. í raun og veru erum við komnir langt frá því ákvæði stjórnarsáttmálans sem segir að niðurgreiðslum skuli haldiö í svipuðu hlutfalli og var er stjórnin settist að völdum. 1 þriðja lagi er þvf borið við að þetta komi rnjög seint fram. Það er að vísu rétt aö þetta kcmur allseint fram cnda gcrðum við okkur vonir um að vísitölufrumvarpið fengi framgang og þá hefðum við sætt okkur við það eitt enda hefði þá skapast mánaðar svigrúm til aðgeröa. Hins vegar er það staðreynd að þetta hefur áður verið gert jafnvel seinna. T.d. var svipuð aðgerð ákveðin 30. nóv. 1978, daginn áður en greiða átti verðbæt- urnar. Nokkrum árum þar áður var svipuð aðgerö framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. Vitanlega er út af fyrir sig ckkert því til fyrirstöðu að fresta útreikningi á þessum fram á helgina og láta tölvurnar vinna yfir helgina ef menn á annað borð vilja. Mér sýnast því allar mótbárur heldur léttvægar. - Út af fyrir sig má segja að niður- greiðslur séu ekki annað en frestun á þessum vanda til að hægja á verðbólgu- hraðanum. Það þarf að gera miklu róttækari aðgerðir. Hins vegar virðist hvorki Alþýðubandalagið né stjórnar- andstaða vera fáanleg til þess nú skömmu fyrir kosningar. Því lítum við framsóknarmenn nánast á niður- greiöslur sem neyðarúrræði." - Sjálfsagt verður þetta kölluö tillaga um kjaraskerðingu af hálfu framsókn- armanna í áróðri, en er hér eingöngu um launahækkun að ræða og er ekki vafa- samt að kalla aðgerðir sem þessar ávallt skerðingar á launuin eingöngu? „Jú. í fyrsta lagi er verð á landbúnað- arvörum lækkað sem þessu nemur, þannig að það kemur fram bein lækkun á landbúnaðarafurðum gegn þeirri minni hækkun vcröbóta sem um ræðirog þá er um leið dregið úröðrum hækkunum, svo scm hækkunum á fiskvcrði og náttúrlega annarri hækkun á búvöruverði því að launaliður bóndans vcrður lægri. Það er öllum Ijóst að í kjölfar slíkra hækkana scm hér um ræðir fylgja hækk- anir á öllu vöruverði. Staðreyndin er sú að þegar á hefur verið tekið og dregið úr vcrðbólgunni einsogárið 1981 varíraun kaupmáttaraukning fram yfir það sem menn gerðu ráð fyrir. í öllum þessum útreikningum cr aö mínu viti vanmetið hvaða áhrif vcrðbólgan sjálf hefur til kaupmáttarskerðingar. En þauáhriferu mjög mikil eins og hvcr einasti maður finnur. Forsætisráðhcrra og lélagar hans í ríkisstjórninni hafa stutt eindregið að niöurgreiðslur verði auknar sem síðasta vígið gegn verðbólguholskeflu sem fullar vcrðbætur munu hafa í för nreð sér.„ OÓ Eggert Þorfinnssori skipstjóri á Hilmi SU: „Mikið magn af lodnu sem ekki var með í mælingu” Sennilega um sömu lodnuna að ræða segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur ■ „Ég er ínjög hræddur um aö þarna sé um að ræða sömu loönuna og við mælduin út af Austfjörðum í janúar," sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur í gær þegar Timinn bar undir hann ummæfi Eggerts Þorfitmssonar skipstjóra, en Hjálmar stjórnaði loðnuleit á vcgum Hafrannsóknastofn- unarínnar fyrr í vetur. „Við mældum loðnugönguna út af Austfjörðum í lok janúar og var hún þá öll sunnan við og austur frá Gerpi og ekki sjáanleg nein hrygningarloðna norðar þá. Þegar við gerðum þessa mælingu þá var meirihlutinn af göng- unni á svæöinu frá utanvcrðu Reyðar- fjarðardjúpi og vcstur að Hvalbak, en einnig var nokkuð af loðnu dýpra gða utan við landgrunnskantinn þar. Árni Friðriksson fylgdist með þessari göngu vestur með Suðausturlandi og þeir mældu hana aftur um 10. febrúar og þá á svæðinu frá Ingólfshöfða austur að Hvalbak og fengu mjög svipaða niðurstöður og við höfðum fengið 10 dögum áður á Austfjarðarsvæðinu. Við höfum svo reiknað þetta nánar og komist að því að um sé að ræða 245 þúsund tonn af loðnu. Meiriparturinn af þeirri loðnu er nú væntanlega komin að og vestur fyrir Eyjar en eitthypð kanna að vera eftir og það er væntan- lcga sú loðna sem Eggert hefur verið að horfa á. Ég get ekki annað en stólað á mínar mælingar og get því ekki verið sammála Eggert um að þarna sé að ræða verulegt magn. En það eru hugs- anlegar skekkjur í þessu eins og öðrum mannanna verkum. Hins vegar eru þessi 245 þúsund topn langt undir þeim mörkum sem við teljum að þurfi að miða við til að hægt sé að mæla með veiðum. Ég lield að menn verði að hafa það í huga að okkur ber brýn nauðsyn til þess að koma loðnustofnin- um aftur í það horf scm hann var áður en hann lenti í þessari lægð sem hann er í nú. Við þurfum á stónim hrygning- arstofni að halda ef við ætlum að Hafa verulegar nytjar af honum í framtíð- inni.“ -JGK Þvottavélin ALDA sem þvær og þurrkar UMBOÐSMENN REYKJAVlK: KÓPASKER: Vörumarkaóurinn hf., Kf. N-Þingeylnga, AKRANES: ÞÓRSHÖFN: Þóróur Hjálmsson, Kf. Langnesinga, BORGARNES: VOPNAFJÖRÐUR: Kf. Borgflrólnga, GRUNDARFJOROUR: Kf. Vopnfiróinga, EGILSSTAÐIR: Guóni Halfgrlmsson, STYKKfSHOLMUR: Kf. Héróasbúa, SEYÐISFJÖRÐUR: Húsió, Stálbúöin, PATREKSFJÖROUR: REYOARFJÖROUR: Rafbúó Jónasar Þórs, Kf. Hóraösbúa, FLATEYRf: ESKIFJÖRÐUR: Grelpur Guðbiartsson, Pöntunarfélag Eskfirðlnga ÍSAFJÖRÐUR: FÁSKRUOSFJÖRÐUR: Straumur hf., BOLUNGARVÍK: Jón Fr. Einarsson, Verzl. Merkúr, HÖFN: K.A.S.K., VlK: BLÖNDUÖS: Kf. Húnvetninga, Kf. Skaftfellinga, SAUÐÁRKROKUR: ÞYKKVIBÆR: Radlo og sjónvarpsþjónustan Fr. Friðriksson, SIGLUFJÖRÐUR: HÉLLA: Gestur Fanndal, Mosfell sf., ÓLAFSFJÖROUR: SELFOSS: Raftækjavinnustofan, G.A. Böðvarsson, AKUREYRI: VESTMANNAEYJAR: Akurvlk hf., HÚSAVlK: Grlmur og Árni, Kjarni sf., GRINDAVÍK Verzl. Báran, KEFLAVÍK: Stapafell hf.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.