Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuö 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið, 18. febrúar 1983. {Dð W Utboð Tilboö óskast í tvær loftpressur fyrir Borgarspítalann. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirltjuvegi 3 — Sími 25800 Staða útibússtjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar á Húsavík er laus til umsóknar. Háskólamenntun í líffræði æskileg. Umsóknir sendist forstjóra Hafrannsóknarstofn- unarinnar Skúlagötu 4 Reykjavík fyrir 15. apríl n.k. Frá í Reykjavík Hér með er skorað á alla þá, sem enn hafa ekki staðið skil á skipulagsgjaldi af nýbyggingum í Reykjavík með gjalddaga á árinu 1982, að gera full skil nú þegar til Tollstjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19, og ekki síðar en einum mánuði eftir dagsetningu greiðsluáskorunar þessarar. Að öðrum kosti verður krafist nauðung- arsölu á umræddum nýbyggingum til lúkningar gjaldföllnu skipulags- gjaldi, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, samkvæmt heimild í lögum nr. 49 1951, sbr. 35. gr. laga nr. 19 1964. Reykjavík 17. febrúar 1983. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á sjötugsafmælinu með heimsóknum, gjöfum, skeyt- um eða með öðrum hætti. Guð blessi ykkur öll Lifið heil Kristinn Óiafsson Hænuvík. t Við færum öllum þeim alúðarþakkir, sem veitt hafa okkur hlýhug við fráfall Hermanns Guðbrandssonar delldarstjóra hjá Sjúkrasamlagi Reykjavfkur, Njorvasundi 37, og sýnt hafa honum vináttu á Iffsferli hans. Sérstakar þakkir til Sjúkrasamlags Reýkjavíkur sem veitti honum sérstaka viðurkenningu fyrir unnin störf. * Ennfremur til lækna og hjúkrunarfólks gjörgæsludeildar Landakotsspítala og starfsfólks Blóðbankans. Oddný Þórarinsdóttir, Jenný Guðbrandsdóttir Sigríður Hermannsdóttir, Kristján Favre, Sigrún Favre, Stefán Hermannsson, Hraf nhildur Gunnarsdóttir Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför Sigríðar Stefánsdóttur Sérstakar þakkirtil alls starfsfólks á Dvalarheimilinu Lundi,Hellu. Ása Guðmundsdóttir Gunnar Guðjónsson Gyða Guðmundsdóttir Jón Baldvinsson og barnabörn. Tollstjóranum fréttir ■ Hluti þeirra sem unnu að bekkja- og stólaframleiðslunni á vinnuhelginni. Kennarar,foreldrar og nemendur Digranesskóla: Smíðuðu um áttatíu sæti, töfl og spil ■ Sköpunargleðin fékk að njóta sín í föndurstofunni - bæði hjá þeim yngri og eldri. ■ Um áttatíu ný sæti í anddyri Digra- nesskóla voru smíðuð af foreldrum, kennurum og nemendum skólans á vinnuhelgi sem foreldra- og kennara- félag Digranesskóla efndi til fyrir nokkru. Vart er vafi áða þar hafa sparast miklar fjárhæðir miðað við að sætin hefðu verið keypt tilbúin. „Það er gefið mál að kostnaðurinn er ekki nema brot af því, ef þetta hefði verið keypt“, sagði Stella Guðmunds- dóttir, skólastjóri sem við spurðum um þessa vinnuhelgi. „Það er þó kannski ekki aðalatriðið að hafa sparað stórfé. í fyrsta lagi hefðum við aldrei fengið fjárveitingu fyrir þessu. En það sem ég tel þó mikilvægast af öllu eru tengslin milli heimila og skóla. Það er svo gaman að sjá foreldra og börn koma hér saman í skólann til að vinna að einhverju skemmtilegu. Já, þátttaka var góð og sérstaklega duglegt fólk sem mætti hér til að vinna, jafnt konur sem karlar og mikill hópur nemenda. Unnið var af fullum krafti frá kl. 9.00 til 18.00 á laugardeginum og aftur frá kl. 9.00 til 17.00 á sunnudeginum. Sex vinnustofur voru settar upp, m.a. föndurstofa fyrir yngstu börnin og spilastofa ef þau yrðu KÁIFT i HVOftU „Hálft í hvoru” skemmtir Héraðsbúum á morgun ■ Næstkomandi fimmtudagskvöld, 24. febrúar, verður söngskemmtun í sal Menntaskólans á Egilsstöðum. Hljómsveitin „Hálft í hvoru" skemmtir með fjölbreyttum söng og hljóðfæra- ieik. Hluti sveitarinnar kom á „opna viku“ menntaskólans sl. vetur og vakti sú heimsókn mikla hrifningu. Þeir sem skipa „Hálft í hvoru" eru Gísli Helgason, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Eyjólfur Kristjánsson. Ingi Gunn- ar Jóhannsson og Örvar Aðalsteins- son. Nú er fitjað upp á þeirri nýbreytni í starfi menningarsamtakanna er standa að samkomuhaldi með öðrum aðilum til eflingar menningarlífi á Héraði. Það er von Menntaskólans á Egilsstöðum og menningarsamtakanna að Héraðs- búar kunni vel að meta þetta framtak og fjölmcnni á þessa einstæðu skemmtun, sem haldin verður í sal menntaskólans og hefst klukkan 21.00. (Frá Menningarsainlökum Héraðsbúa og Menntaskólanum á Egilsstöðum). leið. 12 ára nemendur sáu síðan um að smyrja flatbrauð sem þau seldu ásamt mjólkurvörum", sagði Stella. Af fyrrefndum 80 sætum eru 56 í þriggja sæta bekkjum. Miðsætin eru svo haganlega útbúin að þau eru ýmisskonar spil og töfl í leiðinni - skák, milla, Lúdó, slönguspil og svo framvegis, sem máluð eru á miðspjöld- in beggja vegna. f kassanum undir plötunni er síðan annar kassi fyrir spilapeningana, skákmennina og ann- að sem til þarf. Hin 24 sætin eru kollar sem búnir voru til úr pappahólkum frá Kassagerðinni. Auk stóla og bekkja voru einnig smíðuð skilrúm til að hólfa á milli. Fram til þessa sagði Stella enga aðstöðu hafa verið fyrir nemendur að setjast niður í þessu anddyri skólans, en nú væri það orðið ákaflega notaiegt. í þennan skóla komi t.d. nemendur ofan að Vatnsenda sem oft þurfi að bíða langtímum saman eftir skólabíln- um, einnig séu nemendur sem koma t.d. langar leiðir í leikfimitíma og oft bíði nemendur í hádeginu. Auk þess kvað Stella skólann ávallt opnaðan klukkan hálf átta á morgnana. Nú geti nemendur í slíkum tilvikum haft eitthvað við að vera meðan þau bfða. „Já krakkarnir voru greinilega mjög hrifin af þeirri breytingu sem þarna varð. T.d. heyrði ég á sunnudeginum að krakkar voru að ræða um hvenær mundi verða opnað á mánudags- morgninum - hvort þau gætu kannski komið klukkan 7 til þess að byrja að spila. Þau skilja líka að þama var verið að gerða eitthvað fyrir þau og finna að þeim er treyst fyrir því að „ganga almennilega um og sjá um þessi töfl og spil sjálf“, sagði Stella. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem unnið hefur verið í slíkri samvinnu í Digranesskóla. Fyrir jólin í fyrra sagði Stellta alla bekki hafa verið boðaða til vinnu tvo laugardag. Þá hafi m.a. verið saumaðar sessur, sem skreyttar voru með tauþrykki, til að hafa á gólfinu í skólastofunum auk ýmislegs annars. Siðasta vor var svo unnið í lóð skólans - hún m.a. máluð, útbúin girðing fyrir græðlinga, settar niður trjáplöntur og bætt við leiktækjum. -HEI ■ Með hugviti, lagni og góðum vilja má oft gera skemmtilcga hluti fyrir lítið fé. Þessir skemmtUegu kollar eru gerðir úr pappahólkum frá Kassagerðinni. Hólkarnir voru sagaðir niður, pússaðir og málaðir og síðan skreyttu nemendur þa fjölbreyttum listaverkum með vatnslitum. Að lokum var sniðinn tU svampur innan í þá og áklæði fest þar ofaná með heftibyssu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.