Tíminn - 23.02.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 23.02.1983, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR1983. umsjón: B.St. og K.L. ■ Hinir sívinsælu Marx-bræður auk þess, sem hann hafi flýtt fyrír dauða Grouchos með þvi að leggja fyrír hann drög að erfðaskrá fáum mánuðum áður en hann dó. Sumir velta því fyrir sér, hvort betra hefði verið ef lögfræðingurinn hefði beðið þar til eftir lát Grouchos! En Erín setur ekki fyrir sig slíka smámuni. Reyndar eru smámunir ekki til í hennar orðabók. Þannig gerír hún skaðabótakröfur upp á 20 mill- jarðar króna, auk 20 milljón króna sektar, sem hún krefst að bankinn greiði. Ekki eru það allir, sem bera Erin illa söguna. Sumir þakka henni það, að Groucho auð- naðist að verða heiðraður með Óskarsverðlaunum á gamals aldri og bæta því við, að hann hefði ekki orðið svona lang- lífur, ef hennar hefði ekki notið við. Einn formælenda Erín er bróðir Grouchos, Zeppo, sem lét hlýleg orð falla í hennar garð skömmu eftir lát Grouc- hos. Það leiddi til þess, segir sagan, að fjölskyldan meinaði Zeppo aðgang að jarðarför- inni! En þrátt fyrir gauraganginn og leiðindin, sem fyigja þessum málarekstri, eru þeir til, sem hafa svo óbifanlega trú á kímnigáfu Grouchos, að búast megi við að hann sitji einhvers staðar á silfurskýi og brosi í kampinn yfir öllu saman. að því að það heyrir til algerra undantekninga að feðrum sé dæmt forræði. Setjum nú svo að réttur feðra og mæðra væri jafn samkvæmt lögum myndi það ekki valda óheyrilegri togstreitu ef dómstól- ar ættu í hverju tilviki að kveða upp úrskurð um það hvort móð- irín eða faðirinn sé betur fallið til uppeldis bamanna? „Þetta er ekki bara spurning um rétt föðurins og móðurinnar. Þetta er líka spurning um vilja barnanna og þau eiga að hafa eitthvað um það að segja hvoru foreldranna þau vilja fylgja. í mínu tilfelli vildu börnin fylgja mér og ég var reiðubúinn til að taka að mér umsjón þeirra og forræði. En ég fékk það ekki af því að ég er karlmaður. Ég var kallaður til viðtals hjá sálfræð- ingi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og þar var mér sagt hreint út að þar sem ég væri karlmaður væru mínir möguleik- ar ekki neinir. Mér fannst sér- staklega athyglisvert að ég var kallaður í viðtalið einn en konan var látin hafa börnin með sér í viðtalinu. Hvers vegna var mér ekki gefinn kostur á því sama? Ég hefði talið eðlilegt að við foreldrarnir hefðum verið kölluð fyrir sitt í hvoru lagi og börnin sér til að hægt væri að fá upp þeirra álit eða tilfinningar án pressu frá öðru hvoru foreldr- anna. En dómurinn féll á þeim forsendum að í fyrsta lagi væri eðlilegt að börnin fylgdu tveim systkinum sínum af fyrra hjóna- bandi móðurinnar og í öðru lagi væri hún talin hæf móðir, en það var hins vegar ekkert gefið út á það hvort ég væri hæfur faðir eða ekki. Þetta er sem sagt sagt mín reynsla, sem er ástæðan fyrir því að ég berst fyrir stofnun þessa félags, ég get ekki talað um reynslu annarra, það verða aðrir að gera sjálfir, en ég held að mín reynsla sé alveg dæmigerð fyrir afgreiðslu svona mála. Þó að karlmenn gangi ekki með börnin og fæði þau ekki þá bera þeir í brjósti tilfinningar til þeirra alveg jafnt á við móður- ina, og við viljum hafa jafnræði á við konur í þessum málum sem öðrum.“ JGK ■ CLAUDE Cheysson utan- ríkisráðherra Frakka hefur verið í opinberri heimsókn í Moskvu undanfarna daga. Þessari heim- sókn hans hefur verið veitt veru- leg athygli sökum þess, að þetta er í fyrsta sinn síðan Mitterrand varð forseti, að svo háttsettur franskur stjórnmálamaður gistir Moskvu. Mitterrand hefur farið sér miklu hægar í því að hafa náin stjórnmálaskipti við Moskvu en fyrirrennari hans, Giscard d’Estaing . Þeir Brésnjef og Giscard hittust nokkrum sinnum, en seinast í Varsjá 1980, þegar Giscard fór þangað óvænt og skyndilega, tæpu hálfu ári eftir að Rússar sendu her inn í Afganistan. Giscard mun hafa gert sér vonir um, að hann gæti haft áhrif á Brésnjef í Afganistanmálinu. Þetta reyndust tálvonir. Var- sjárfundurinn átti þátt í að veikja stöðu Giscards í kosningabarátt- unni, sem var framundan. Mitterrand hefur látið þetta verða sér til varnaðar. Hann vill ekki heldur fá það orð á sig, að ■ Hvaða boðskap fékk Andropov frá Mitterrand? Undanskilja Sovétrlkin frönsku eldflaugarnar? Cheysson fékk vinsamlegar móttökur íMoskvu ■ Claude Cheysson lætur vel af Moskvuförinni hann láti undan frönskum kommúnistum í utanríkismál- um, þótt hann hafi samvinnu við þá um önnur mál og fjórir kommúnistar sitji í ríkisstjórn hans. Mitterrand hefur hins vegar talið rangt að láta þessa gætni sína hafa áhrif á verzlun og viðskipti Sovétríkjanna og Frakklands. Hann sýndi það í sambandi við tilraunir Reagans til að stöðva framkvæmdir við gas- leiðsluna, sem á að flytja mikið magn af gasi frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Mitterrandvirð- ist þeirrar skoðunar, að aukin verzlun og menningarleg sam- skipti verði að undirbúa jarðveg- inn fyrir bætta stjórnmálalega sambúð. í samræmi við þetta hefur verzlun milli landanna aukizt síðan Mitterrand kom til valda. Eitt aðalatriðið, sem Cheysson mun hafa lagt áherzlu á í þessu sambandi, er að viðskiptin verði aukin til hags fyrir báðar þjóðirn- ar. ÞAÐ mátti telj'a víst, að í viðræðum þeirra Cheyssons og Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, myndi eldflauga- málið bera á góma, og þá ekki sízt það tilboð Andropovs, að Rússar hefðu ekki fleiri eldflaug- ar í Evrópu en sem svaraði samanlögðum eldflaugastyrk Frakka og Breta. Það hefur vakið athygli, að í ræðu, sem Gromyko hélt í veizlu, sem hann hélt til heiðurs Cheysson, fór hann framhjá því að nefna þetta tilboð. í ræðunni hafnaði Gromyko einu sinni enn núllstefnu Reag- ans. Hann taldi það markmið R^agans með henni að koma í veg fyrir samkomulag, svo að Bandaríkin gætu komið upp meðaldrægum eldflaugum í Ev- rópu. Því myndu Sovétríkin svara með því að auka kjarn- orkuvopnastyrk sinn þar. Um takmörkun kjarnavopna í Evrópu fórust Gromyko orð á þessa leið: „Hvað varðar takmörkun kjarnorkuvopna í Evrópu, þá bjóða Sovétríkin einfalda og réttláta lausn. Eins og Juri V. Andropov sagði, viljum við ekki eiga í Evrópu einni eldflaug meira, ekki einni flugvél meira en Nató. Við erum fylgjandi jafnvægi á því lægsta stigi, sem mögulegt er, en jafnvægi um- fram allt.“ Þessi ummæli hafa vakið at- hygli vegna þess, að Gromyko talar um, að Sovétríkin vilji ekki hafa meiri kjarnorkuvopnastyrk í Evrópu en Nató. Frakkar hafa jafnan lagt áherzlu á, að kjarn- orkuvopn þeirra tilheyrðu ekki Nató á neinn hátt og því ætti ekki að draga þau inn í viðræður risaveldanna í Genf um tak- mörkun meðaldrægra eldflauga. Þessa stefnu frönsku stjórnar- innar áréttaði Cheysson mjög rækilega, þegar hann svaraði ræðu Gromykos. Hann lýsti svo því, að Frakkar myndu fagna því innilega, ef samkomulag næðist í viðræðum risaveldanna í Genf um takmörkun meðal- drægra eldflauga í Evrópu. Af þessum orðaskiptum þeirra Gromykos og Cheyssons draga ýmsir fréttaskýrendur þá álykt- un, að Rússar muni geta fallið frá því að draga frönsku eld- flaugarnar inn í viðræðurnar í Genf. Þeir muni í lokin láta sér nægja að jafnvægi verði milli eldflauga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. í útdrætti, sem rússneskirfjöl- miðlar birtu úr ræðu Cheyssons, var haft eftir honum það, sem hann hafði sagt um eldflaugar Frakka, og að þeir teldu að þær ættu ekki að teljast með eld- flaugum Nató. Flestönnurveiga- mestu atriðin voru einnig til- greind, en þó sleppt því, sem hann sagði um Afganistan og Pólland, því að í þeim orðum hans mátti finna vissa gagnrýni í garð Sovétríkjanna. MEÐAL þeirra atriða, sem þeir Gromyko og Cheysson lögðu báðir áherzlu á, var nauð- syn þess, að Madridfundurinn næði samkomulagi um að kölluð yrði saman ráðstefna, sem fjall- aði um afvopnunarmál í Evrópu. Það gæti orðið gagnlegur áfangi til að ná samkomulagi um tak- mörkun og samdrátt vígbúnaðar þar. Líklegt þykir, að viðræður þeirra Gromykos og Cheyssons hafi snúizt að verulegu leyti um samvinnu ríkjanna á sviði við- skipta, vísinda og tæknimála. Rússar leggja mikið kapp á aukna samvinnu á sviði vísinda og tækni. í sambandi við heimsókn Cheyssons til Moskvu var undir- ritaður samningur um samvinnu ríkjanna á sviði vísinda og verk- fræði á næstu 10 árum. Gromyko fór fögrum orðum um þennan samning. Áður en Cheysson sneri heim- leiðis átti hann viðræður við Andropov. Cheysson færði hon- um sérstaka orðsendingu frá Mitterrand, en ekki hefur enn verið skýrt frá efni hennar. Þeir Gromyko og Andropov hafa bersýnilega gert sér far um að gera för Cheyssons sem bezta og lagt ágreiningsefni sem mest til hliðar. Sennilega mun för Cheyssons því heldur stuðla að bættri sambúð ríkjanna. Líklegt er þó, að Mitterrand fylgi áfram j hinni varfærnu stefnu sinni,’ a.m.k. um sinn eða þangað til að áþreifanlegri árangur kemur í ljós. Þórarinn ri Þórarinsson, ritstjóri, skrífar itfl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.