Tíminn - 23.02.1983, Page 6

Tíminn - 23.02.1983, Page 6
6______________ í spegli tímans MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983. ■ Lárus Ýmir Óskarsson, sem Svíar binda miklar vonir við sænskri kvikmyndagerð til lianda. Gagnrýnendur hafa hrósað mynd hans, „Andra dansen", óspart, en nú er eftir að sjá, hvort almenningur tekur henni eins vel. Aðalhlutverk í myndinni leika þær Lisa Hugoson og Kim Anderzon, en í baksætinu má sjá Sigurð Sigurjónsson. íslenskur leikstjóri helsta von Svía í kvikmyndagerd ■ Kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, „Andra dansen", hefur hlotið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. I Aftonbladet 14. febrúar si. birtist viðtal við hann, sem Jan Olov Andcrsson hefur tekið og ber yfirskriftina: ”Vonir sænskrar kvikmyndagerðar bundnar við íslending." Hér á eftir fara glefsur úr því. 1 upphafi greinarinnar víkur Jan-Olov að því, hversu góða dóma myndin hafi fengið. Einn gagnrýnandi hafi m.a.s. gengið svo langt, að segja á þá leið, að loks hefðu komið fram sænskir töfrar. I'ylíir honum þetta merkileg umsögn, þegar haft er í huga, að leikstjóri og höfundur myndarinnar er alls ekki sænskur, hcldur ís- lenskur! Talið berst að söguþræði myndarinnar, sem þykir í rýr- ara lagi. Lárus segir það með vilja gert. - Mér finnst kvik- myndin eiga að hafa leyfi til að lifa í sínum eigin heimi, hún á ekki alltaf að þurfa að vera í tengslum við raunveruleikann. Vilji maður koma einhverjum boðskap á framfæri, eru aðrir miðlar heppilegri, t.d. dag- blöðin, segir Lárus og lætur í það skína að Svíar geri þær kvikmyndir, sem þeir eigi skilið. Hann lætur að því liggja, að eftirstöðvar frá 1968 ráði of miklu enn þann dag í sænsku menningarlífi, en þá hafi nýtnisjónarmið verið fært yfir á listasviðin. Það átti stöðugt að vera að uppfræða fólk, sá sem meira vissi átti að miðla hinum síður lærðu af þekkingu sinni. En nú segir Lárus finna breytingu liggja í loftinu. Sem vísbendingu um þessa breytingu nefnir Lárus þá staðreynd, að fjárveitingar fengust til geröar „Andra dansen“, sem er gcrsneydd, því að hafa nokkurn boðskap fram að færa. Myndin sýnir tvær konur á ferð með bíl um Svíþjóð. Þær hitta hið aðskilj- anlegasta fólk, á ferðalagi sínu, þ.á.m. nokkra nauðgara, Ekki vill Lárus þó meina, að hann sé að lýsa í myndinni skoðun- um sínum á Svíþjóð og sænsku þjóðlífi. Fyrirsér hafi vakað að setja fram stemmningar og hann segir sig og handritahö- fundinn, Lars Lundholm, hafa rætt um hana sem fcrðalag í innra og ytra landslagi og fjalli hún einfaldlega um tvær konur, sem notfæra sér hvor aðra. „Andra dansen“ er tekin í svart/hvítu og kostaði ekki nema tvær og hálfa milljón sænskra króna, eða þriðjung af verði venjulegrar sænskrar kvikmyndar. Ekki vill Lárus taka undir það, að það hafi verið til að halda kostnaðinum niðri, sem hann gerði myndina í svart/hvítu. - Eg valdi þessa aðferð til að ná fram ákveðinni stemmningu í myndinni, segir hann. - Reyndar býst ég við, að hún hefði verið ódýrari í lit, bætir hann við. En þó að dómar gagnrýn- enda séu allir á einn veg og þeir hrósi myndinni í hástert, stend- ur hún þó og fellur fyrst og fremst með undirtektum al- mennings. ■ Hinum vinsælu gamanleik- urum Marx-bræðrum var eink- «>jir lagið að gera allt vel vitlaust í kvikmyndunum sínum, en kunnugir segja, að það hafi þó verið barnaleikur, miðað við þau ósköp, sem nú ganga á í Kaliforníu, vegna erfðaskrár Grouchos Marx. Enn þann dag í dag, 5 árum eftir dauða Grouchos, sem þá var orðinn 86 ára, eru erf- ingjarnir í hávaðarifrildi um þær ríflega 46 milljónir króna, ■ Síðustu 7 ár ævinnar bjó Groucho Marx með Erin Flemming. Enn þann dag í dag, 5 árum eftir dauða hans, eru erfingjar hans í hávaðarifrildi Réttarhöld í Kaliforníu vekja athygli: RIFIST UM REYTUR GROUCHOS sem honum hafði tekist að nurla saman á langri, vinnu- samri og sparsamri ævi. Ein aðalpersónan í togstreit- unni er 42 ára gömul fyrrver- andi Shakespeare-leikkona, Erin Flemming, sem bjó með Groucho síðustu 7 æviár hans. Hún hefur nú verið sökuð um að hafa haft út úr gamla inann- inum yfir 4 milljónir króna og til þess á hún að hafa keypt bíla og tvö hús, auk annars. Ákær- andinn í þessu máli er hvorki meira né minna en sjálfur „Bank of America“ og gerir hann kröfu um að Erin skili þessum fjármunum, auk þess sem hún verði dæmd í margra milljón dollara sekt. Vegna þessa máls fara nú fram miklar vitnaleiðslur. Þar hefur m.a. borið vitni fyrrum kokkur á heimili Grouchos. Hann ber Erin Flemming ekki vel söguna, segir hana hafa verið grófyrtan harðstjóra, sem neyddi Groucho til að koma fram, eftir að hann var oðinn svo veikur, að hann var í rauninni ekki vinnufær. Ann- ar starfsmaður á heimilinu seg- ir Erin hafa hótað að drepa gamla manninn, nema því að- eins hann ættleiddi hana. Einn bróðursonur Grouc- hos, sonur Harpos, hefur gefið skrautlegar lýsingar á því, hvernig Erin hafi haldið jafn- aldra félögum sínum villtar veislur fram á morgun, en aumingja Groucho hafi fundist sem hann væri útundan, þar sem hann vildi fara snemma að sofa. En Erin Flemming er greini- lega kona með bein í nefinu, það er ekki nóg með að hún hafi neitað öllum ákærum, heldur hefur hún hafið mál gegn bankanum á móti fyrir að hafa valdið henni andlegum óþægindum með þessum, svo og fyrrí, réttarhöldum. Hún er svo tilþrífamikil í vitnastúk- unni, að hvað eftir annað hefur dómarinn fundið sig tilknúinn að setja ofan í við hana. Hún hefur m.a. sagt að lögfræð- ingur bankans sé geðveikur, viðtal dagsins Fyrirhuguð stofnun Félags forræðislausra feðra: „NÚ MA HEITA IÍTI- LOKAÐ FYRIR FÖDUR AÐ FÁ FORRÆÐI” — rætt við Grétar Jónasson, einn af hvatamönnum félagsstofnunarinnar ■ „Eins og iöggjöfin er nú má heita útilokað fyrir föður að fá fo' æði fyrir börnuin sínum, •:«>? vþeim tilvikum að móðirin ykkýuyjúklipgur <eða af ;ii: ástæðum tálin algeétega óhæf til að annast forræði harn- anna. Það er ekki tekið með í reikninginn hvort faðirinn sé hæfur eða hæfari, en konan móð urrétturinn er alger í þessum segir Grétar Jónasson sölumaður, er, hann er einn af hvatamönnum að stofnun nýs félgsskapar, Félags forræðis- lausra feðra, en stofnfundur hef- ur verið boðaður laugardaginn. 19. mars n.k. Eru margir sem hafa gefið sig fram sem stofnfélagar? „Ekki nógu margir ennþá vildi ég segja, það er reyndar stutt síðan undirbúningur hófst. Þetta byrjaði raunar nú fyrir skömmu með blaðagrein sem ég skrifaði um málið, og það hafa gefið sig fram nú þegar eitthvað um 20 manns sem vilja gera eitthvað í þessu máli og reka það áfram.“ Og hvert verður markmið þessa félags? Markmiðið er að ná fram jafn- ræði milli karla og kvenna í þessum málum. Ég hef lent í því persónulega sjálfur að við skiln- að var ekki tekið neitt tillit til mín varðandi forræði barnanna. Ég hafði söniu ntöguleika og móðirin, en af gainalii hefð var henni dæmt forræði yfir báðum börnunum. Og mitt mál er ekki undantekning heldur er það regla að svona sé dæmt þegar mál af þessu tagi koma upp. Þú þarft ekki annað en að kynna þér opinberar skýrslur til að komast ■ Grétar Jónasson. Tímamynd Ámi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.