Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 8
8 Utgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn , skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Tilhugalíf ■ Efalítiö er, hvaða ljóðlínur hafa snortið viðkvæma hugi íslendinga mest á þessari öld. Það eru ljóðlínur Jóns Helgasonar um melgrasskúfinn harða hjá Köldukvísl. • Jurtir hafa þann undramátt að geta runnið upp á hinum ólíklegustu stöðum. Ekkert hrífur hugann meira en að sjá jurtir og blóm, þar sem þeirra er sízt von. Eitt hefur enn meiri lífsvilja og lífsþrótt en jurtirnar. Það er tilhugalífið. Þótt jarðvegurinn sé hinn harðasti og kaldasti getur einhvers konar tilhugalíf fest þar rætur. Jafnvel á sjálfu Alþingi eru ýms dæmi um þetta. Eitt slíkra ævintýra er að gerast þar um þessar mundir. Síðan kjördæmamálið kom þar á dagskrá síðastliðið haust hefur myndazt um það samstaða milli nokkurra forustumanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalags- ins, sem nú er orðið að fullkomnu tilhugalífi. Þetta hefur komið vel í ljós í sambandi við vísitölufrum- varp forsætisráðherra. Alþýðubandalagið snerist strax hart gegn því, en lengi vel var ekki vitað um afstöðu þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu. Hann bar að venju kápuna á báðum öxlum þangað til Geir Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu á laugar- daginn var. Hann taldi frumvarpið óhæft með öllu. Þar með voru dagar þess ráðnir, þar sem það gat ekki komizt fram nema með stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Hér birtist opinberlega það tilhugalíf, sem hefur verið í sköpun á Alþingi í vetur. Ávöxtur þess verður nú þegar sá, að laun munu hækka um 15% í næstu viku. Bæði Álþýðubandalagið og Stjálfstæðisflokkurinn ætlast til að launþegar meti þetta við sig. Það getur hins vegar breytzt, þegar í ljós kemur,- að hér er aðeins á ferðinni ein af hinum stóru holskeflum verðbólgunnar, sem brátt mun gera þessa launahækkun að engu og meira en það hjá þeim launalægstu. Mikil hætta er líka á, að þessi holskefla verði veikbyggðustu atvinnu- fyrirtækjunum að falli með tilheyrandi atvinnuleysi. Það er ekki nýtt að tilhugalíf geti haft miklar afleiðingar. En tilhugalífið mun halda áfram. Næsta ráðagerð hjá umræddum leiðtogum Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins er sú, að kjördæmamálið verði afgreitt á fáum dögum án þess að þjóðinni verði gefinn nokkur umsagnar- tími, og síðan verði kosið í síðasta lagi 23. aprík Ný kjörið þing verði kvatt saman í byrjun maí og hafi eingöngu það verkefni að samþykkja kjördæmamálið endanlega. Síðan verði þing rofið og kosið í síðari hluta júní. Allan þennan tíma verði raunhæfar aðgerðir látnar bíða og sennilega verði vanmáttugri stjórn Gunnars Thor- oddsen lofað að hanga. Ný verðbólguholskefla mun þá skella yfir 1. júní. Sagt er að Geir Hallgrímsson hafi í fyrstu verið ósamþykkur þeirri ráðagerð að láta stjórn Gunnars lafa svona lengi, en einn gegn Alþýðubandalagsmaður hafi hvíslað í eyru hans, að eftir seinni kosningarnar gæti hann komið og sagt: Nú get ég. Já, nú get ég. Það verður vafalítið tekið á verðbólgunni með föstum og ákveðnum tökum og alvarlegu augnaráði, þegar Geir Hallgrímsson fer að glíma við hana eftir júníkosningarnar með tilstyrk Guðrúnar Helgadóttur og Guðmundar J. Það má með sanni segja, að það er ekki neitt ómerkilegt tilhugalíf, sem verið hefur að þróast á Alþingi að undanförnu. Árið 1983 ætlar að verða merkisár í íslenzkri sögu. Tölvustjórnarskráin, tvennar þingkosningar og tilhugalíf Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks munu setja svip á það. Eftirminnilegast verður þá sennilega efnahagsundrið, sem fæðast mun af þessu öllu saman. Þ.Þ. MIÐVIKUDAGIJR 23. FEBRliAR 1983. skrifad og skrafað tölufrumvarpinu Aðstoðarmaður fjármálaráðherra vill „fastan skerð- ingarfrádrátt í stað nýrra frá- dráttarliða” Tvískinnungur ■ Alþýðubandalagsmenn hafa snúist öndverðir gegn frumvarpi forsætisráðherra um nýjan viðmiðunargrund- völl 'fyrir laun. í þingsölum og í málgagni sínu básúna þeir að inntak frumvarpsins sé ekkert annað en kjara- skerðingar og ganga þeir svo langt að láta að því liggja að þeir muni segja sig úr ríkis- stjórninni ef frumvarpið verður samþykkt. Allir viðurkenna samt að núverandi vísitölugrund- völlur sé brenglaður og löngu úr sér genginn og þurfi úrbóta við. Enda er sannleikurinn sá að kerfi þetta lögbindur og spennir upp verðbólgu og skerðir með því kjörin jafnt og þétt og einkum verða þeir sem lægst hafa launin illa úti í því sjónarspili öllu. Andstað- an gegn lagfæringunum gengur svo langt að félags- málarráðherra hélt því blá- kalt fram á þingi í síðustu viku að nýja viðmiðunarkerf- ið mundi skerða kjörin um 8%. Sama kvöld skýrði, fjármálráðherra frá því í sjónvarpi að 8% minnkun þjóðarframleiðslu mundi óhjákvæmilega koma niður á launþegum og kjör þeirra versna um 8% í samræmi við það. Nýja viðmiðunarkerfið er ekki hugsað sem kjaraskerð- ing heldur að koma lagi á þann óskapnað sem ijúver- andi kerfi leiðir af sér í efnahagsmálum og verð- bólguþróun. Það sem helst vakir fyrir þeim þingmönnum sem beita sér gegn lagfær- ingunum er að frumvarpið nái ekki fram að ganga til að verðbótaútreikningar verði gerðir næst 1. apríl í stað 1. mars, en í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að verð- bætur á laun verði greiddar þrisvar sinnum á ári í stað fjórum sinnum eins og nú ,er. Það má engan styggja rétt fyrir kosningar. Alþýðubandalagið tók þátt í gerð þessa frumvarps sem það leggst nú svo hatramlega gegn og var samþykkt megin- efni þess þótt nokkur mein- ingarmunur væri um einstök atriði. Sammála um meginatriði Alþýðublaðið fjallar um þetta afstöðu að vera bæði með og á móti og segir: „Eins og kunnugt er hafa ráðherrar og þingmenn Al- þýðubandalagsins þóst vera eindregið á móti vísitölu- frumvarpi forsætisráðherra, .þrátt fyrir það að aðstoðar- maður fjármálaráðherra, Pröstur Ólafsson, starfaði frá upphafi með nefnd þeirri sem undirbjó frumvarpið. í nefndinni voru auk Þrastar Ólafssonar þeir Halldór Ás- grímsson og Pórður Friðjóns- son. Meiri hluti nefndarinnar skilaði áliti, þar sem fram komu þau meginatriði, sem nú er að finna í frumvarpi forsætisráðherra. Þröstur Ólafsson skilaði hins vegar séráliti, sem greindist aðeins frá áliti hinna tveggja í tveim- ur atriðum. Um öll önnur atriði var í meginatriðum samkomulag í nefndinni. Þau tvö atriðið sem Þröstur Ólafsson var ekki sammála hinum nefndarmönnum um voru eftirtalin: í fyrsta lagi taldi hann, að fresta bæri að koma á fjögurra mánaða vísi- tölukerfi um einn mánuð, þannig að verðbætur greidd- ust 1. mars 1983 samkvæmt gamla kerfinu, en síðan yrði fjögurra mánaða verðbóta- kerfi tekið upp. Þannig er það ljóst að fulltrúi Alþýðu- bandalagsins var sammála þeirri kerfisbreytingu, að lengja bæri verðbótatímabil- ið. Eini ágreiningurinn var um hvenær ætti að taka upp nýja kerfið, fyrir eða eftir kosningar. í öðru lagi lagði Þröstur það til, að í stað nýrra frá- dráttarliða yrði tekinn upp fastur frádráttur. Nýr frá- dráttarliður, sem er í vísitölu- frumvarpinu, er sérstakur orkufrádráttur; en búvöru- frádráttur og meðferð áfeng- is- og tóbaksverðbreytinga helst óbreytt. Þar að auki er gert ráð fyrir því að sú grundvallarbreyting eigi sér stað, að óbeinir skattar og niðurgreiðslur hverfi úr vísi- tölunni. Samkvæmt þessu vill aðstoðarmaður fjármálaráð- herra taka upp fasta skerð- ingarfrádrætti í stað þessara skerðinga, sem meirihluti nefndarinnar leggur til. Þarna er bitamunur en ekki fjár. Af framansögðu er því ljóst að aðstoðarmaður fjár- málaráðherra hefur í megin- atriðum verið sammála meirihluta nefndarinnar, þó að Alþýðubandalagið hafi nú tekið upp þá stefnu að vera á móti frumvarpinu.“ Kjarabót eða verðbólga? Mál þetta er enn til með- ferðar í þinginu og horfir þunglega að það nái fram að ganga. Forsætisráðherra lét svo um mælt að hann hefði vænst þess að sjálfstæðis- menn í stjórnarandstöðu sýndu sáttavilja og vinna að veigamiklu máli með flokks- bræðrum sínum í stjórn og lagt málinu lið. En svo er að sjá sem sjálfstæðismenn kæri sig ekkert um að liðka fyrir málinu og bendir flest til þess að það muni daga uppi. En þegar upp er staðið hlýtur maður að spyrja hverj- ir það eru sem berjast á móti svokölluðum kjaraskerðing-1 um. Allir viðurkenna að nú- verandi kerfi sé skaðlegt og mjög verðbólgumyndandi en þegar fara á að hrófla við því leika þingmenn sér að því að hafa hausavíxl á hlutunum og vilja ekkert til vinna að færa málin til betri vegar og þykjast einkum bera hag launþega fýrir brjósti. En það er tími til kominn að menn fari að átta sig á því að verðbætur á laun eru ekki launahækkanir, eins og oft er látið í veðri vaka heldur að- eins viðurkenning á tilteknu verðbólgustigi sem þegar var náð áður en verðbæturnar eru borgaðar út. starkaður skrifar Ræður stef na VSÍ í vísitölu- málinu eftir kosningarnar? SAMSPIL Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins á þingi verður sýnilega til þess, að engin breyting verður gerð á vísitölukerfinu fyrir kosningar. Það verður því fyrst eftir kosningar - jafnvel eftir að þessir tveir flokkar eru búnir að knýja fram tvennar kosningar - sem tekið verður á vísitölumál- unum og öðrum efnahagsmálum, sem þó krefjast skjótrar úrlausnar. Alþýðubandalagið mun leggja á það áherslu, að með þessu hafl veriö komið í veg fyrir kjaraskerðingu - þótt það sé alrangt. Hversu rangt það er munu landsmenn hins vegar fyrst flnna til að öllum kosningunum loknum, þegar vísitölukerfinu verður breytt í samræmi við vilja næstu ríkisstjórnar. Enginn skal búast við því að þær breytingar verði launafólki frekar í hag en það frumvarp, sem forsætisráð- herra lagði fyrir þingið og fer í glatkistu óafgreiddra þingmála. Nei, ef að líkum lætur verður þar gripið mun fastari tökum á vísitölumálunum. I.aunafólk mun þá enn einu sinni sjá í minnkandi kaupmætti hvað það þýðir, þegar Alþýðubanda- lagið fer af stað með slagorðið „kosningar eru kjarabarátta". Það verður hins vegar orðið of seint til að breyta gangi mála nema launþegar átti sig á þessu fyrir kosningar. A kjördegi hafa þeir valdið; eftir kjördag eru það þingmennirnir, sem kosnir hafa verið, sem ráða ferðinni án þess að spyrja almenning. ÞAÐ kom skýrt fram í umræðum um málið á þingi,að sjálfstæðisþingmenn vilja ganga mun lengra í breytingum á vísitölukerfinu. Og margt bendir til þess að þeir verði aðilar að næstu ríkisstjórn og ráði þar með að umtalsverðu leyti ferðinni í þessu efni. Þeir verkalýðsforingjar, sem nú hafa lagst gegn breyttu vísitölukerfi í samræmi við frumvarp forsætisráðherra, munu því að einum eða tvennum kosningum loknum fá yfir sig frumvarp, sem vafalaust mun mjög bera svipmót að viðhorfum þeim, sem einn hinna sterku manna í næsta þingflokki sjálfstæðismanna - Þorsteinn Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins - hefur barist fyrir síðustu árin. Þeir, sem nú hafna hóflegum og sanngjörnum breytingum á vísitölukerfinu, munu í því tilviki fá kerfisbreytingu í anda Vinnuveitendasambansins yfir sig í staðinn. Þannig fer oft fyrir skammsýnum mönnum, að þeir skilja ekki sinn vitjunartíma og kalla yfir umbjóðendur sína hörmungar sem hægt væri að komast hjá. Kannski verkalýðsforingjarnir í Alþýðubandalaginu reyni að hugga sig við þá vinsemd, sem komin er á milli foringja þess flokks og Geirsarms Sjálfstæðisflokksins á þingi. Þar kemst vart hnífurinn á milli þessa dagana, hvort sem um er að ræða afgreiðslu vísitölumálsins eða kjördæmamálsins eða ákvarðanir um framtíðarþróun svo sem eins og hvenær kjósa eigi aftur til þess að tryggja örugglega að flokksformaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður Alþýðubanda- lagsins komist aftur inn á þing, ef þeir ná ekki kjöri í aprflkosningunum. Hvað þessi vinátta boðar upp á framtíðina skal ósagt látið, en rétt að benda á, að alls er óvíst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi neitt með Alþýðubandalagið að gera eftir kosningar þótt blíðlega sé látið nú. Þar liggur nær af hálfu Sjálfstæðisflokksins að leita til málefnalegra samherja sinna í Alþýðuflokki og Vilmundarbandalagi. Og þá mun ekki standa á því, að stefna Vinnuveitendasambandsins í vísitölu- málum verði í meginatriðum ofaná á þingi. - Starkaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.