Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 20
Opiö vírka daga 9-19, Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag abriel z' HÖGGDEYFAR H _ - , # __. , , ■ Hamarshofða 1 QJvarahlutir sími365io. „VERÐUGSRAÐ TEKUR ÞA AKVÖRMIN SENI ÞAD VHT — segir Gísli G. ísleifsson, lögmaður verðlagsstofnunar ■ „Það er hluti af hámarks- verðákvörðun verðlagsráðs, að tekjuuukning SVR verði 25 af hundraði eins og annarra, en ekki að hún verði, eins og komið hefur fram, fyrir böm allt að 60 af hundraöi með því að hxtta sölu afsláttarmiða,“ sagði Gísli G. ísleifsson, lögmaður verð- lagsstofnunar. - Er það á valdsviði verðlags- ráðs að taka afsiáttarmiðana með í myndina þótt þeir séu til jkomnir fyrir ákvörðun borgar- yfirvalda sjálfra? „Verðalagsráði er heimilt að Itaka þá ákvörðun sem það vill um hámarksverð eins og gert er í þessu tilfelli. Það sem gerist er einfaldlega það að ákvörðun er tekin um að meðaltalshækkun verði 25 af hundraði," sagði Gísli. - En er ekki ástæða til að krefjast lögbanns núna eins og gert var í janúar er ekki alveg eins að farið af hálfu borgaryfir- valda? „Um það verður enginn ákvörðun tekin fyrr en eftir 1. mars. Við höfum enn ekki fengið svar við erindinu. Ef það verður á þá leið að ekki verður farið að tilmælum okkar kemurtilgreina að kæra og krefjast lögbanns. Jafnvel hvort tveggja,“ sagði Gísli. -Sjó Frestaö að kröfu VSÍ ■ Töf á útreikningi verð- bóta fyrir 1. mars á fundi Kauplagsnefndar í gter varð m.a. vegna þcss að Vinnu- veitendasambandið hafði far- ið fram á að beöið yrði eftir því hvor bráðabirgðalögin verði ekki afgreidd frá AI- þingi, þannig að ekki þurfi að koma til ágreinings um túlk- un á ákvæði bráðabirgðalag- anna um helmingun verð- bóta, samkvæmt öruggum heimildum Tímans úr her- búðum VSÍ. Fundi Kauplagsncfndar í gær var frcstað um einn sól- arhring. þannig að annar fundur verður í dag, hvort sem þessu máli verður þá frestað áfram eða málið af- greitt. - HEI. Frystihúsið lokað — togararnir sigla „STÖNDUM EKKI í ÞVÍ AÐ REKA HÚSIÐ MEÐ TAPI” — segir Þórarinn Gud- brandsson, forstjóri ísstöðvarinnar í Garði ■ „Við höfum ekki starfrækt frystihúsið frá áramótum og telj- um okkur sem einstaklingu ekki geta staðið í því að reka það með tapi - höfum raunar heldur enga pcninga til þess. Við höfum eng- an bæjarsjóð, horgarsjóö, Byggðasjóð eða aðra sjóði til að ganga í, svo við getum bara ekki spilað með. Við reynum því að sneiða hjá því að vera að vinna mikið“, sagði Þórarinn Guð- brandsson, framkvæmdastjóri ísstöðvarinnar í Garöi. Þrír togarar fyrirtækisins - Erlingur, Sveinborg og Ingólfur - hafa því sigit með mest allan afla sinn frá áramótum, að sögn Þórarins. Aðspurður kvað Þórarinn allt óráðið um breytingu á þessu ástandi. „En það er ekki í mínum huga, að setja frysting- una í gang á næstunni. Með svipuðu systemi og núna, þegar lánafyrrrgreiðsla er í lágmarki °g Byggðasjóður virðist ekki op- inn neinum nema Sambandshús- um eða einhverju tengt því, þá hefur maður ekkcrt að gera í þessu. Einstaklingar eru því að hrökklast úr þcssu smátt og smátt - og við erum einstaklingar. Við reynum bara að sneiða hjá frek- ari fjárhagsörðugleikum", sagði IÞórarinn. Þeir eigendur ísstöðv- arinnar starfrækja hins vegar saltfiskvinnslu ennþá. En bæði hjá þeim og öðrum fyrir tækjum í Garði sagði Þorsteinn mega segja að væri lágmarksvinna. „f kringum okkur er engin yfir- vinna - hvað þá næturvinna og því fólki sem við höfum haft frá Keflavík hefur fækkað mjög“. Spurður hvort það væri ekki líka tap, að láta stórt atvinnu- fyrirtæki (þar sem unnið hafa 50-70 manns) standa ónotað, svaraði Þorsteinn: „Það er skárri kostur". ■ Flokkaeining er ekki það sem mest hefur einkennt stjómmála- starf að undanförnu, innan þings sem utan. Upphlaup flokksmanna hafa verið tíð og mikið hefur reynt á forystuhæfileika flokksformanna og samningalipurð. Svo er að sjá sem félagsmálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins þurfi að beita fortölulistinni á þessari mynd, þar sem hann ræðir við Guðrúnu Helgadóttur, alþingismann. (Tímamynd: Arni.) SEÐLABANKINN HÆTTIR AÐ ENDURKAUPA SKREIÐARLAN Bragi Eiríksson kannar nú markadshorfur í Nfgeríu ■ Vegna mikillar óvissu um markaðsmál skreiðar hefur Seðlabankinn ekki endurkeypt afurðalán vegna nýrrar fram- leiðslu skreiðar það sem af er þessu ári. I samtali sem blaðið átti í gær við Hannes Hall, framkvæmdastjóra Samlags skrciðarverkenda kom fram að samlagið er nú að skoða stöðuna á grundvelli þessara nýju við- horfa, en þetta kemur illa við framleiðendur, þar sem jafnan er ekki um annaö að ræða en verka nokkurn hluta afla sem að landi berst í skrcið. „Okkur er tjáð að bankinn muni endurskoða afstöðu sína, ef samningar nást um eitthvert verulegt magn í Nígeríu, en fulltrúi okkar, Bragi Eiríksson. fór til Nígeríu í síðustu viku og er nú að athuga málin þar,“ sagði Hannes Hall. Hann kvað útilokað að segja hvenær fréttir bærust um árangur af ferð Braga. Venja er að innflutningsleyfi á skreið séu gefin út hokkru eftir áramót af yfirvöldum í Nígeríu en ekkert hefur heyrst af slíkum leyfum enn. Sagði Hannes að samkeppnin við Norðmenn gerði stöðuna einnig erfiðari, en þeir hafa jafnan fengið betri samn- inga þótt þeir segist selja á hinu opinbera verði, sem margir hafa efast um. Nú mun áætlað að til séu í landinu um 250 þúsund pakkar af skreið að sögn Hannesar, en salan á síðasta ári nam aðeins 80 þúsund pökkum, svo mikillar breytingar er þörf í sölumálum, ef vel ætti að vera, sagði Hannes Hall. í frétt frá Seðlabanka íslands í gær er tekið fram að allar upplýsingar sem fyrir liggja bendi til þess að ekki megi vænta þess að um verulegan útflutning verði að ræða á yfirstandandi ári og jafnvel þótt útflutningur yrði svipaður og á síðasta ári, væri það ekki neiria lítill hluti þeirra birgða sem fyrirliggjandi eru. * - AM. dropar Sonur fylgir ■ Sjálfsagt hafa einhverjir barnlausir gripið tækifæriö, þcgar þeir sáu auglýsinguna hérna, sem birtist í DV í gær, því með eins manns rúnii og nýju rúmteppi fylgir nefnilega „sonur“. A sama stað var barnarúm til sölu, en ekki sást af auglýsingunni hvort bam mundi einnig fylgja með þeim kaupum. Farið að gulna ■ Kunnur lögregluþjónn í Keykjavík, sem oft þótti ann- ars hugar, var á eftirliLsferð með félögum sínum í lögreglubíln- um og sat liann við stýrið. Við gatnamót í miðbænum varð lög- regluþjóninum það á að hann ók yfir gatnamótin á rauðu Ijósi, án þess að nokkur sæi honunt liregða. Félagar mannsins urðu hvumsa og spurðu hverju þetta sætti, - að aka móti rauðu Ijósi á iögreglubflnum. Þá áttaði lögregluþjónninn sig strax, en vildi samt gefa einhverja skýringu á mistökun- „Mér sýndist Ijósið vera far- ið að gulna,“ sagði hann. Hugmynda- auðgi bygginga- nefndarinnar ■ Bæjarblaðið á Akranesi skýrði frá miklu hugmynda- flugi byggingarnefndar í bænum, sem hefur m.a. það hlutverk að velja nöfn á götur Elns mpnna rúm með synL selst meö rúmteppi, sem nýtt. Elnmg bamarúm handa 3—6 ára. Uppl. í slma 78633 eftir kl. 18. og segir: I fundargerö þeirrar nefnd- ar frá 20. janúar sl. mátti sjá að fjallað hafði verið um nafngift á miðbæjarsvæðið nýja. Meiri- hluti nefndar ieysti málið á einfaldan hátt og lagí til að svæðið yrði látið heita Miðbær. Einn nefndarmanna, Sigurjón Hannesson, hcfur þó ekki ver- ið alveg sáttur við það heiti, því hann lagði til að efnt yrði til samkeppni um nafn á svæðið. I framhaldi af þessari frjóu nafngift byggingarncfndar geta menn þá væntanlega átt von á því að næsta nýja gata sem nafn hlýtur hér á Skaga verði einfaldlega látin heita Gata...“ Krummi ... ...sá í fyrirsögn í blaði i gær: „Ungir fulltrúar fengu ekki aðgang" og er þar átt við Norðurlandaráðsfundinn í Osló. Kannski Norðmenn viti ekki að ári aldraðra er lokið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.