Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 12
■ í dag á Húseigendaféiag Reykjavík-' ur 60 ára afmæli. Við stofnun var því gefið nafnið Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur, en á árinu 1951 var því gefið núverandi nafn. Frá upphafi hefur tilgangur félagsins verið sá sami, en hann er eins og segir í 1. gr. laga þess, „að stuðla að því að fasteignir í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur verði sem tryggust eign, og hafa vakandi auga með öllum samþykktum og lögum, er snerta fasteignir í Reykja- vík, og út kunna að verða gcfin af bæjarstjórn eða Alþingi." Hagsmunasamtök íbúðar- og húseigenda Framan af var félagið fyrst og fremst ■ Stjórn og framkvæmdastjóri Húseigendafélags Reykjavíkur. Talið frá vinstri: Sigurður Helgi Guðjónsson, frkv.stj., dr. Páll Sigurðsson, Sveinn Jónsson, varaform, Páll S. Pálsson, formaður, Alfreð Guðmundsson og dr. Pétur Blöndal. Húseigendafélag Reykjavíkur 60 ára: Mörg ný verkefni á döfinni hagsmunafélag leigusala í Reykjavík, þá var mikið um leiguhúsnæði í borginni, en á síðustu áratugum hefur félagið þró- ast í þá átt að verða almenn hagsmuna- samtök íbúðar- og húseigenda í Reykja- vík. U.þ.b. 85% íbúðarhúsnæðis á íslandi mun vera í sjálfseign, en aftur á móti ekki nema tiltölulega fáir einstakl- ingar, sem eiga meira húsnæði en það, sem þeir búa í, og fáir stunda útleigu húsnæðis að staðaldri. Undanfarin ár hefur starfsemi félags- ins einkum verið tvíþætt. Annars vegar að gæta hagsmuna hús- og íbúðareig- enda á sem flestum sviðum. Má þar nefna afskipti af setningu og efni ýmiss konar löggjafar í þeim efnum, s.s. húsa- leigulög, lög um fjölbýlishús, lög um brunatryggingar, skattalöggjöf. Einnig hefur félagið látið til sín taka önnur mál, t.d. brunamálefni, skipulagsmálefni, hitaveitu Reykjavíkur, fasteignamat í Reykjavik, vísitölu húsnæðiskostnaðar o.fl. Hins vegar hefur félagið annast upp- lýsingamiðlun til félaga sinna, ráðgjöfog leiðbeiningastarfsemi og mun þar vera um að ræða umfangsmestu ráðgjöf um almenning, sem þekkist hér á landi. Hún er veitt félagsmönnum endurgjaldslaust. Sem dæmi um það, hversu mikil þörf er fyrir slíka ráðgjöf, má nefna, að á síðasta ári leituðu á 6. hundrað aðilar til lögfræðings, og er það þó ekki nema hluti þeirra, er til skrifstofu félagsins leita. Margir fá úrlausn án þess, að til lögfræðings þurfi að leita, en skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti 11A er opin daglega kl. 17-18.30. Frítekjumörk eignarskatts verði hækkuð Nú hefur Húseigendafélagið ýms ný- mæli á döfinni. Það hefur hug á að fylkja hús- og íbúðareigendum saman, hvar í pólitískum flokki, sem þeirstanda, til að standa gegn því að hið opinbera gangi gegndarlaust á rétt hús- og íbúðareig- enda. Er þar m.a. bent á óhóflega skattheimtu, sem dregið hafi úr framtaki einstaklinga til að koma sér upp eigin húsnæði. Bendir félagið á, að brýnt sé að frítekjumörk eignaskatts verði hækkuð a.m.k. til samræmis við hækkun á fasteignamati húsnæðis, en sem kunnugt er var það hækkað um allt að 78% á sl. ári, en almenn skattvísitala aðeins um 50%. Fetta misræmi hefur í för með sér fyrirsjáanlega stórhækkun á eigna- sköttum, auk þess sem fjöldi fasteigrta- eigenda, sem áður þurftu ekki að greiða eignaskatt, verða nú að gera það, þótt eignir þeirra hafi ekki aukist. Þá gerir félagið kröfu um að lögum um erfðafjárskatt verði breytt í það horf, að skattþrep hækki nú og framvegis í sam- ræmi við hækkun fasteignamats. Leyfa ætti greiðslu erfðafjárskatts með afborg- unum á nokkrum tíma, þegar ekki eru peningar í dánarbúi, heldur kannski aðeins ein íbúð, sem eftirlifandi maki þarf að búa í. Þá vill félagið að lögum um húsaleigu- samninga verði breytt, þannig að eftir- sóknarvert verði fyrir húseigendur að leigja út frá sér húsnæði. En nú er svo komið, að húsaleiga er almennt of lág og gefur miklu lélegri arð af því fjármagni, sem bundið er í húsnæðinu, heldur en verðtryggðir innlánsreikningar og spari- skírteini ríkissjóðs. Vegna þess ástands, mikillar skattlagningar og hárra vaxta, hefur komið í Ijós á síðustu tveim árum, að leiguhúsnæði er í þann veginn að hverfa af markaði í Reykjavík. Margir leigusalar hafa gripið til þess ráðs að taka mið af vísitölu húsnæðiskostnað- ar, þegar þeir hafa reynt að færa húsa- leiguna til samræmis við verðbólguþró- unina í þjóðfélaginu. Þessa vísitölu segja forráðamenn Húseigendafélags Reykja- víkur allsendis óraunhæfa til þessara nota. Þessi vísitla var tekin upp 1968 og þá ætluð til að meta húsnæðiskostnað launþega, en allsekkisem leiguvísitala. Borgarstjórn bjóði út lögboönar tryggingar fasteigna Félagið telur nauðsynlegt að borgar- stjórn Reykjavíkur bjóði út lögboðnar tryggingar fasteigna í Reykjavík, eins og fyrir er mælt í lögum, en láti ekki Húsatryggingar Reykjavíkur sitja einar um hituna, enda eru þeirra iðgjöld ekki lægri en hjá öðrum félögum, sem stunda brunatryggingar. Gjöld til Húsatrygg- inga Reykjavíkur eru lögboðin og inn- heimt með öðrum sköttum húseigenda í Reykjavík. Þá mótmælir félagið því, að Húsa- tryggingamar taki þátt í kostnaði við rekstur slökkviliðs Reykjavikur, en tryggingamar hafa staðið straum af 25% kostnaði við það, þar sem rekstur þess eigi lögum samkvæmt alfarið að vera á kostnað sveitarfélagsins sem slíks. í skýrslu, sem Pétur Blöndal hefur tekið saman fyrir Húseigendafélagið um ráðstöfun tékna af brunatryggingum í Reykjavik, vitnar hann til laga um Húsatryggingarnar, þar sem tekið er fram, að tekjur þær, sem bæjarstjórn kann að hafa af starfsemi þeirra, skuli leggja í sjóð til eflingar brunavörnum og tryggingarstarfsemk og lækkunar á iðgjöldum. En: „Ekkert hefur verið gert til eflingar burnavarna hjá þeim, sem iðgjald greiða, t.d. með niðurgeiðslu á handslökkvitækjum og úðunarkerfum, ókeypis eða ódýrri uppsetningu á reyk- skynjurum, fræðslustarfsemi o.s.frv.“ Vegna lítillar bmnahættu í Reykjavík, hafa því safnast digrir sjóðir, sem um síðustu áramót svöruðu til tvöfaldra iðgjalda síðasta árs. Þessi sjóður hefur verið ávaxtaður óverðtryggt þar til á síðasta ári, að ákveðið var að greiða verðbætur og 1% vexti á hann. Kemst Pétur að þeirri niðurstöðu, að eins og Húsatryggingar Rekjavíkur eru reknar í dag, sé hagnaðurinn af rekstri þeirra í reynd ekkert annað en aukaskattur á húseigendur, sem enginn lagastafur er fyrir. Félagsmenn í Húseigendafélagi Reykjavíkur eru nú rúmlega 2.500 talsins, en félagið ráðgerir að hefja öfluga söfnun nýrra félaga. Árgjald er 200 kr. Félagið hyggst gefa út veglegt rit í tilefni afmælisins. Einnig hyggst það taka upp útgáfu blaðs, sem yrði tengiiið- ur milli stjórnar félagsins og almennra félagsmanna, og umræðuvettvangur, en öll útgáfa hefur legið niðri hjá félaginu um skeið. Páskasmekkur Efni: 1 hnotablátt.afgangarafgrænu, gulu og appelsínurauðu bómullar- garni. Heklunúl: nr. 3 1/2 eða 4 Heklfesta; 9 fastalykkjur og 10 um- ferðir = 5x5 cm. Hcklið fastalykkjurn- ar undir báða þræðina. Snúið viö cftir umferðina mcð 1 lauslykkju. ■ Fitjið upp með bláu garni 44 laus- lykkjur og hcklið fastalykkjur fram og tilbaka í 12 umferðir (fyrsta umferð byrjar í aðra lauslykkju) Skiljið nú eftir 10 fastalykkjur óheklaðar öðmm megin fyrir hálsmál og heklið fram og aftur með fastalykkjum eins og áður í 14 umferðir. Fitjið upp 10 nýjar laus- lykkjur i hálsmálið og haldið úfram að hekla áfram 12 umferðir yfir allar lykkjurnar. Slítið garniö frá. Kanturinn meðfram: Fyrsta umferð: (appelsínurautt garn) x 1 föst lykkja, 1 laus lykkja, farið yfir 1 Ivkkju. Endur- takið frá x. í hornununt er Iteklað 1 fl. + 1 II . + 1 fl. í sömu lykkju. 2. umferð: (grænt garn) x 1 fl. í II!, 1 II . Endurtakið frá x og heklið 2 11. í 11. í hornunum. Bandiö um hálsinn: (blátt garn). Fitjið upp 45 II. snúið við og heklið I 1 saman í hverja lykkju. Saumið bandið í hálsmálið. Kjúklingurinn: Búkur: Fitjið upp mcð gulu garni 4 II og hekiið þær saman í hring. 1. umferð: 6 fl. um hringinn. 2. umferð: 2 fl. í hverja 1. + 12 fl. 3. umferð: Aukið mcð jöfnu millibili í 18 fl. 4. umferð: Aukið upp í 24 fl. Höfuðiö: Fitjið upp og heklið eins og búkinn í 3 umferðir. Goggur: (appelsínurautt garn). Fitjið upp 6 II., snúið og byrjið að hekla í 2. lykkju frá nálinni: Sláið nú upp á einu sinni og dragið í gegnum öll böndin, (hálfstuðull) alls 5 sinnum, fitjið upp 6 nýjar lauslykkjur, snúið við, 5. hst. Fætur: (appelstnurautt garn) Fitjið upp 16 II., snúið og byrjið að hckla í aöra lykkju frá nálinni: Hst, 1 satnan 10 hst. 1 sm, 1 sm, hst. Vængir (appelsínurautt garn). Fitjið upp 12 11. snúið og byrjið að hekla í aðra lykkju frá nálinni: 1 sm. 1 fl. hst lykkju, hst. 1 fl. 1 sm. í lykkjurnarsem eftir eru. Saumið kjúklinginn saman, eins og myndin sýnir, og saumið á hann svart auga. Það má líka nota trépcrlu í augað cf vill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.