Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983. 5 Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 @ 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00 F.v. Jón Guðmundsson, Leifur Kr. Jóhannesson, Friðrik Sigurjónsson og Birkir Friðbertsson. Tímamynd Árni. það er mikil þörf fyrir þetta starf og það má segja að þessi tillaga sé fram komin í tengslum við það. Hvernig hafa tilraunir undanfarinna ára til að draga úr offramleiðslu gengið? Það virðist hafa náðst verulegur árang- ur í framleiðslustjórnun. Formaður Stéttarsambands bænda flutti erindi á Búnaðarþinginu í morgun og þar kom fram að mjólkurframleiðslan er nálægt því að vera í jafnvægi við eftirspurnina innanlands. Framleiðsla umfram neyslu var um 3% og það er varla unnt að komast mikið neðar ef tryggt á að vera að ekki verði skortur á mjólkurvörum. Þá er einnig Ijóst að það hefur náðst veru- legur árangur í því að jafna framleiðslunni milli árstíða, en það hefur oft verið mikið vandamál hversu mikill munur hefur verið á mjólkurframleiðslu frá einni árstíð til annarrar. Smjörbirgðir í land- inu nú svo dæmi sé tekið eru tæplega 200 tonn. 1 heild eru nú minnstu smjörbirgðir í landinu sem hér hafa verið um langa hríð. Hvaða áhrif hefur þessi minnkun framleiðslu haft á afkomu bænda? „Formaður Búnaðarfélagsins sagði í setningarræðu sinni að afkoman væri misjöfn og ætli það sé ekki kjarni málsins. Afkoma bænda er afar misjöfn. Best er hún hjá kúabændum, þá hjá þeim sem hafa blönduð bú." Þeir fjórmenningar voru þó sammála um að þessi samanburður sé ekki ein- hlítur. Þegar afkoma kúabúa og sauð- fjárbúa sé borin saman séu gjarnan tekin til viðmiðunar misstór bú, kúabúin séu gjarna með mun fleiri ærgildi en sauð- fjárbúin. „Hvað framleiðslu nautakjöts varðar þá hefur hún verið mjög hæfileg síðasta árið, framleiðslan hefur selst strax og það hefur ekki verið skortur á nauta- kjöti. Hitt er annað að hér cinsog annars staðar er vandratað meðalhófið. Það er vitað að töluvert uppeldi geldneyta á-sér stað nú og sennilega á nautakjötsfram- leiðslan eftir að vaxa töluvert á næstunni. Það er þess vcgna ákveðin hætta á offramleiðslu þar. Einhver framleiðslustjórnun þarf að vera stöðugt í gangi og upplýsingar þurfa að vera til staðar um þarfirnar á mark- aðnum, en það verður að haga fram- leiðslustjórnuninni á þann veg að hun hindri ekki framfarir í landbúnaðinum. að íramleiðslutakmarkanir kyrki hann ekki. Hérþarf að vera til staðarákveðinn sveigjanleiki, þannig að takmarkanir á cinu sviði leiði til framfara á öðru. Það eru allir sámmála um að það þart' að leggja höfuðáherslu á hinn hagræna þátt landbúnaðarmálanna. Við framleiðum nóg af landbúnaðarvörum í dag." Hvað um þessar svokölluðu nýju bú- greinar? Þeir félagar eru sammála um að grund- völlur loðdýraræktar sé fyrir hendi og ekki ástæða til svartsýni varðandi þá búgrein þrátt fyrir verðfall á skinnum að undanförnu, sem landbúnaðarráðherra greindi frá í ræðu sinni við upphaf Búnaðarþings. Hvað eggjaframleiðsluna snertir þá sé svo að sjá að þar sé komið í nokkuð óefni vegna allt of mikillar framleiðslu. Leifur Jóhannesson kvaðst þeirrar skoðunar að ekki rættist úr í þeim efnum fyrr en eggjaframleiðendur hefðu stofnað með sér sölusamtök eins og tíðkast í öðrum greinum. Að lokum beindum við þeirri spurn- ingu til Leifs og Jóns Guðmundssonar sem nú sitja sitt fyrsta búnaðarþing hvernig þinghaldið kæmi þeim fyrir sjónir. Þeir sögðu að störf þingsins væru svo skammt á veg komin enn að þeir gætu vart kveðið upp ncinn dóm þar um, en þeim virtist sem mál fengju góða og rækilega umfjöllun. JGK Hornsóti ýmsum stær&um. Stóll mebbáumlót- ssss* veika. Sótasettmeonau-^^— ... ve| meb tarin notub sotasett Athugiö. Vjö W . sann. sem gre wo notuð húsgogn tii soi Höfum emmg nolu gjörnu verði. SEDRUSHÚSGÖGN, Súðavogi 32, s. 84047. ■ Þegar blaðamaður Tímans leit við á Búnaðarþingi á Hótel Sögu síðdegis í gær stóðu yfir nefndafundir. Að sögn Ásgeirs Bjarnasonar formanns Búnaðar- félags Islands og forseta Búnaðarþings hafa þegar verið lögð fram 30 mál og er þeim vísað til nefnda umrxðulaust. Nefndirnar fjalla síðan um viðkomandi mál og kalla fyrir sig sérfróða menn til upplýsingar áður en það er lagt fyrir þingið á ný. Reiknað er með að Búnað- arþing standi í 10 daga. Við litum inn á fund einnar þingnefnd- arinnar, allsherjarnefndar, en í henni eiga sæti Egill Bjarnason ráðunautur úr Skagafirði, formaður, sem varfjarstadd- ur, Birkir Friðbertsson frá Birkihlíð Súgandafirði, sem er ritari nefndarinnar, Leifur Kr. Jóhannesson ráðunautur Stykkishólmi, Jón Guðmundsson Ós- landi Skagafirði og Sigurjón Friðriksson Ytri Hlíð Vopnafirði. Þeir féllust á að svara nokkrum spurningum blaðsins um viðfangsefni nefndarinnar og horfurnar í landbúnaðinum um þessar mundir. „Við erum nú svo nýbyrjaðir nefndar- störfum að okkur hefur varla gefist tóm til að kynna okkur þau mál sem liggja fyrir nefndinni, en mörg þeirra eru yfirgripsmikil og þurfa mikillar athugun- ar við. En þó er óhætt að geta strax eins máls sem líklega er lang stærst af þeim sem komið hafa á okkar borð að þessu sinni en það er erindi um landnýtingu, búfjárframleiðslu og gerð jarðabókar. Hér er um að ræða verkefni sem tekur fjölda ára að framkvæma en í erindinu er gert ráð fyrir að þessu verki verði lokið fyrir næstu aldamót. Hvað felst í þessari áætlun? Það felst í henni að gerð yrðu gróður- kort yfir hverja jörð á landinu fyrir sig auk heimalanda og afrétta. Að því loknu yrði síðan unnt að skipuleggja nýtingu landgæðanna, þegar möguleikar hverrar jarðar liggja fyrir. Það er áreiðanlegt að það yrði mjög hagkvæmt bæði fyrir ábúendur og fyrir landið að þessari áætlun yrði hrint í framkvæmd. Þá ætti að verða næg þekking fyrir hendi til að komið yrði í veg fyrir ofnýtingu landsins. Eitthvað hefur verið unnið að gróð- urkortagerð áður, nær hún aðallega til hálendissvæða? „Já, það eru einkum afréttirnir sem hafa verið kortlagðir á þennan hátt en samt ekki eingöngu. En í þessari áætlun er gert ráð fyrir að allt landið sé kortlagt og að því Ijúki fyrir aldamótin. Hvort það tekst er önnur saga og það er ekki ennþá hægt að segja neitt um það hvort þessi tillaga fær afgreiðslu á þessu þingi. Nú er starfandi hjá Búnaðarfélagi íslands sérstakur landnýtingarráðunaut- ur sem er nýtt ráðunautsembætti og hefur ekki verið til nema í 2-3 ár. En fréttir Litið við á nefndarfundi á Búnaðarþingi: FRAMLEIÐSLUSTJÓRNUM UNDANFAR- INNA ARA HEFUR TEKtST VB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.