Tíminn - 06.03.1983, Page 2

Tíminn - 06.03.1983, Page 2
2 Ítmitro SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 ■ Á aöeins fimm dögum seldist upp í allar sumarferðirnar hjá Samvinnuferð- um/Landsýn, til Hollands í fimm stjörnu sumarhúsabúðirnar, Eemhof, sem eru staðsettar í nágrenni Amsterdam þó svo að bætt hafi verið við húsum. Enn er þó hægt að fá bókað í ferðir í apríl, ss. stuttar fjölskylduferðir, þar sem hægt er að sameina vikudvöl í þessum lúxusbústöðum í Eemhof og bílaleiguferð um Holland og jafnvel fleiri lönd. Má í því sambandi sérstak- lega nefna vikuferð sem hefst 15. april, en þar inní er sumardagurinn fyrsti, þannig að í slíka ferð þyrftu aðeins að fara fjórir vinnudagar. Hér á landi er nú staddur Tom Tielro- oy, fulltrúi hollenska fyrirtækisins sem á . þessar búðir, ásamt sjö öðrum, en fyrir- tækið heitir 5-Stcrren Sporthuis Centrum, og í eigu þess eru hvorki meira né minna en 4 þúsund sumarhús, sem er reyndar ekki réttnefni, því hér er um heilsárshús að ræða sem eru að fullu nýtt allt árið, og að sögn Tielrooy, þá næst á ársgrundvelli heildarnýting húsanna sem svarar 95%, sem hlýtur að teljast ein- staklega gott. „Bjóda upp á allt sem hugurinn girnist.“ Faraldsfóturinn falaðist eftir því við Tielrooy að hann veitti Tímalesendum einhverjar upplýsingar um þá aðstöðu A faralds- fæti Umsjón Agnes Bragadóftir og í öllum húsunum, (Samvinnuferðir/ Landsýn bjóða upp á tvenns konar gistingu, annað hvort í hjónabústöðum, þar sem geta rúmast 3, eða stórum bústöðum sem rúma allt að 8 manns) er litasjónvarp og vídeókerfi Eemhof, sem sendir út vinsælt efni með ensku tali daglega. Eldhúsin eru fullkomlega út- búin, baðherbergin eru bæði með sturtu og baðkari, og vel útbúnar svalir eru á húsunum. Það er rétt að geta þess einnig, að mikið og fallegt skóglendi er í einungis 15 kílómetra fjarlægð frá bústaðasvæðinu, auk þess sem stutt ertil bæjarins Almere og borgarinnar Amers- foort. Nú, einu gleymdi ég, sem ég hygg að sé mjög þýðingarmikið í augum Islend- inga, sem ekki fá allt of mikið af sólinni, ■ Sundlaugin, innilaug, sem tcngist útilaug, með rennibraut, og öllu sem hægt er að óska sér, virðist vera hreint ævintýri. Fimm stjörnu sumarhúsin í Hollandi •Sannkölluð paradís’ sem Sporthuis Centrum býður gestum sínum upp á í Eemhof, þó svo að lesendur sem kunna að hrífast af upplýs- ingunum, verði að bíða í a.m.k. eitt ár, eftir að fá tækifæri til þess að heimsækja Holland í þcim erindagjörðum að dvelj- ast í einu húsanna í eigu fyrirtækisins, þar sem fullbókað er í hús þau sem Samvinnuferðir/Landsýn hefur til ráð- stöfunar á sumri komanda, eins og áður segir, að undanskildum apríl mánuði. „Það eru tæpast nokkrar ýkjur, að fullyrða að sumarhúsasvæðin sem við bjóðum upp á, í tilviki Samvinnuferða/ Landsýnar, Eemhofsvæðið, bjóði upp á allt það sem hugurinn getur girnst því Eemhof er sannkölluð paradís. Þegar fulltrúar Samvinnuferða höfðu samband við okkur í september sl. vildu þeir kynna sér sumardvalarhús í Hollandi, því þeir vildu færa út kvíarnar, en eins og þið vitið, hafa þeir boðið upp á dvöl í sumarhúsum í Danmörku. Ég sýndi þeim þá eitt sumardvalarsvæði okkar í Suður-Hollandi, en þar sem Samvinnu- ferðir vildu fá afnot af húsum nú næsta sumar, þá kom það svæði ekki til greina, því allt var fullbókað. Suðursvæðið hent- aði ekki heldur, þar sem það liggur ekki nógu nærri Amsterdam. Við völdum því Eemhof, sem liggur miðsvæðis í Hol- landi, en þaðan er ca. 45 mínútna akstur til Amsterdam." - Hvað er það helsta sem þið bjóðið upp á, á Eemhof-sumarhúsasvæðinu? „Ja, ég hygg að þú getir vart nefnt mér nokkurn hlut, sem við bjóðum ekki uppá, og ég er þá alls ekki að raupa eða gorta, heldur að segja frá staðreyndum. Svo ég nefni þér aðeins örfá atriði, þá er fyrst til að nefna sundlaugina í Eemhof, sem er engu lík. Hún eryfirbyggð, en þó> þannig að hún tengist útilaug. Hitabelt- isgróður eins og hávaxin pálmatré gera höllina einstaklega aðlaðandi. Sundlaug- in er með öldugangi, sem eykur enn á þá tilfinningu að maður sé staddur á strönd í sólarlandi. Þar er einnig séstök barna- laug. Á laugarbökkunum getur þú fund- ið hvaðeiná sem hugurinn girnist, ss. sólbekki, sauna, nuddpotta og hitaveggi auk ótal leiktækja fyrir börn og full- orðna. Auðvitað getur þú fengið hvers konar veitingar einnig í sundhöllinni, sem er í raun sannkölluð höll. Þá vil ég nefna þér aðstöðuna til íþróttaiðkana og leikja. Það er hægt að fara á sjóskíði, leigja sér brimbretti, árabáta, seglbáta, leika tennis, reiðhjól eða fara í útreiðatúr. Ég veit ekki hvar ég á að stansa í þessari upptalningu, en verð þó að nefna tennisvellina, bowling- ■ Sumarhúsin eru einkar smekkleg og búin öllum hugsanlegum þægindum höllina, barnaleikvellina, þar sem er barnagæsla, barnaleikskólann þar sem menr.taðir kennarar annast börnin (3,ára til 12 ára) mini-golf, hjólabátar og veiði- möguleikar í síkjunum.“ „Þótt þetta sé suinardvalar- þorp, þá eru möguleikarnir þeir sömu og í stórborg.“ - Þetta hljómar mjög vel, en hvað með aðföng og veitingar, - þarf að nálgast slíkt alla leið til Amsterdam? „Nei, síður en svo! Þó þetta sé aðeins þorp, þá er boðið upp á hverskonar þjónustu, sem þú heldur kannski að finnist bara í stórborg. Sameiginleg þjónusta í Eemhof samanstendur m.a. af móttöku- og upplýsingamiðstöð, mat- vöruverslunum, veitingastöðum, skyndi- bitastöðum, áfengisverslun, bar, lyfja- verslun, barnagæslu, diskóteki, hár- greiðslustofu o.fl. o.fl. Sumarhúsin sjálf eru einstaklega falleg, enda ný. í setustofunni er arinn, Í y 1 ■ Bistro, toppveitingastaður í Ecmhof, er mjög huggulega innréttaður og að sögn Tielrooy, er maturinn þar mjög Ijúffengur. ■ Tom Tielrooy, fulltrúi hollenska fyrirtækisins 5 Sterren Sporthuis Centrum. Tímamynd - G.E. eða hvað? Það er sérstakt tæki sem ég ætlaði að segja þér frá, sem við köllum „sólarfallbyssu“ en það tæki vinnur svip- að og sólarbekkirnir svokölluðu, það er aðeins mörgum sinnum fljótvirkara, og með öllu hættulaust. Það tekur ekki lengri tíma en hálftíma í tækinu, sólar- fallbyssunni, að verða fallega brúnn! í alvöru talað, þá eru þetta engar ýkjur,“ segir Tielrooy, þegar hann sér vantrúar- svipinn á umsjónarmanni Faraldsfótar. Tielrooy bætir því að lokum við, að á svæðinu Eemhof séu fimm mismunandi veitingastaðir, allt frá skyndibitastöðum, uppí toppveitingastaði, þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hjá Samvinnuferðum/Landsýn fékk Faraldsfótur þær upplýsingar, að um það bil 2000 íslendingar, eða liðlega það, munu heimsækja Eemhof í sumar, og annað eins eða næstum því, fer í sumarhús í Danmörku. Það verða því um 4000 'manns sem dveljast á vegum ferðaskrifstofunnar í sumarhúsum á erlendri grund í sumar. Á skrifstofunni fengust einnig þær upplýsingar að verðið í sumarhúsin í Hollandi er sambærilegt við verðið í Danmörku. þannig að verð í tveggja vikna ferð til Hollands, fyrir hjón með tvö börn gæti verið í kringum 32 þúsund krónur. Að iokum er rétt að geta þess, því hér er um kynningu á ferðanýjung að ræða, að íslenskir fararstjórar verða staðsettir í Eemhof allan tímann sem íslendingar dveljast þar, og verða skipulagðarskoð- unarferðir tynr þá, bæði til Amsterdam og víðar, en Tielrooy sagðist vera þess fullviss, að fjölskyldufólk sem dveldist á Eemhofsvæðinu, myndi njóta þess svo í ríkum mæli að vera þar, og notfæra sér alla þá möguleika sem í boði væru, að ekki yrði mikil þátttaka í slíkar ferðir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.