Tíminn - 06.03.1983, Síða 7

Tíminn - 06.03.1983, Síða 7
SUNNUDAGUR 6. MARS1983 hræðslu eða öðrum slíkum annarlegum ástæðum látið undan falla að færa þetta í letur, enda ekki ætlað til birtingar almenningi eða yfirvöldum. Ekki varðveist í munnmælum En jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að samtíma söguriturum hafi af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láðst að færa atburðina í letur þá er með öllu óhugs- andi annað en þeir hefðu haldist í munnmæium og frásögnum með þjóð- inni og þannig komið fram hjá síðari höfundum og sagnariturum, t.d. Espól- ín, eða þó sérstaklega Jóni Halldórssyni í Hítardal, einhverjum mesta sagnfræð- ingi íslendinga fyrr og síðar, en hann hefur skrifað allmikið um Bjelke og þ.á.m. um Kópavogsfundinn. Hvorugur þeirra, né aðrir síðari tíma höfundar, minnast þess einu orði að Bjelke hafi beitt íslendinga ofbeldi á Kópavogs- þingi. Hafa ber í huga að auk eiðmanna var mikill fjöldi viðstaddur í Kópavogi þenn- an dag, sjálfsagt í allt um eða yfir tvö hundruð manns, og væru það í sannleika sagt býsn mikil og ef enginn þeirra hefði orðið var eða heyrt frá sagt ógnunum þeim og ofbeldisverkum sem þarna áttu að hafa verið höfð í frammi. Að mati Sigurðar Ólasonar eru bréf- sneplar Árna Magnússonar helst til létt- vægir á metunum gagnvart sönnunar- þunga ofanrakinna staðreynda. Til frekari áréttingar vekur hann at- hygli á fleiri atriðum, m.a. afstöðu Jóns forseta Sigurðssonar til heimildagildis þeirra. Jón forseti taldi ekki byggjandi á sneplunum Ganga verður út frá því að Jón forseti hafi þekkt sneplana, en af einhverjum ástæðum ekki talið á þeim byggjandi. Þegar Hannes Þorsteinsson ristjóri „gróf fram“ þessi gögn á sínum tíma var látið svo sem um allsendis nýja „uppgötvun" hafi verið að ræða. En það fær vitanlega ekki staðist því að gögnin voru í hand- ritasafni Jóns forseta (JSig. 64 Fol. í Landsbókasafni) Hvorki í bók sinni Om Islands Statsretlige Forhold sem mjög fjallaði um Kópavogseiðana og gildi þeirra, - né síðari ritum og ritgerðum minnist Jón einu orði á ofbeldi og • ógnanir á Kópavogsþingi, né heldur ber hann það fram nokkru sinni að eiðarnir hafi verið ógildir fyrir nauðung. Gagnrýni hans er byggð á allt öðrum forsendum. Það sem meira er: Jón fer vinsamlegum orðumum Bjelke höfuðs- mann sem hann mundi auðvitað ekki hafa gert ef hann tryði því að sagan á sneplum Árna Magnússonar væri á rökum reist. Hvers vegna kom Bjelke með hermenn? Nú vaknar sú spurning hvers vegna Bjelke höfuðsmaður kom hingað til lands á herskipi og hvað hann ætlaðist fyrir með því að setja hermenn á land. Gat það verið til annars en að sýna íslendingum í tvo heimana, jafnvei þótt beinar ógnanir hafi ekki verið hafðar í frammi? Fyrst er til þess að taka að vitaskuld hlaut Bjelke að ferðast á herskipi til landsins, hann var yfirflotaforingi ríkis- ins og helsti trúnaðarmaður konungs. Annar farkostur hefði ekki sómt tign hans og embætti. I annan stað er þess að geta að venja var og er enn að slíkir yfirmenn hafi með sér lífvörð eða annað viðeigandi fygldarlið við opinber tæki- færi til þess að auglýsa tign sína og veldi, og oft er þá skothríð viðhöfð til hátíðar- brigða. Að sjálfsögðu þarf slíkt engan veginn að standa í sambandi við ógnun eða ofbeldisfyrirætlanir. í þessu tilviki liggur heldur ekkert fyrir um það að aðrir hermenn hafi verið til staðar við Kópavogsþingstað en þeir sem sýsluðu um fallbyssur og tilheyrandi skothríð, og máttu þingmenn vita að það var í viðhafnarskyni en ekki ofbeldis. Ekki verður heldur séð af heimildum að skothríðin hafi komið illa við íslendinga. Yeisla í kjölfar ofbeldis? Þess er og að geta að Bjelke hafði haft mikla aðdrætti til veisluhalda fyrir þing- Éigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford Perkins L. Rover D. M.Ferguson Zetor Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080 ■ - Árni Magnússon handritasafnari. Enda þótt bréfsneplarnir um ofbeldishótanir í Kópavogi 1662 kunni að vera með hans hendi er ekki víst að treysti megi frásögninni. NÝIR KAUPENDUR menn sem ekki kemur vel heim við það að honum hafi verið ofbeldi í huga. í Fitjaannál segir: „Síðan var þeim öllum (þ.e. fundarmönnum) haldin ypparleg veisla; stóð langt fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum og skotum af feldstykkjunum 3 í senn, og þar til með skotum svarað af kóngsins skipi sem lá á Seylunni. Þá gengu rachett- ur og fýrverk af um nóttina." Er það nú alls kostar trúlegt að svo stoltir menn og vandir að virðingu sinni sem Árni lögmaður Oddsson og Brynj- ólfur biskup Sveinsson hefðu haft geð í sér til þess að sitja viðhafnarveislu hjá Bjelke eftir að hafa á sama degi sætt af honum ógnunum og auðmýkingu af því tagi sem fram er haldið? Og með þeim aðrir leiðtogar íslendinga, Gísli Þorláks- son biskup, Vísi-Gísli Magnússon, Hall- grímur Pétursson og yfirleitt allur blómi og kjarni landsmanna á þeirri öld? Er mark takandi á Árna? Nú munu menn væntanlega vitna til Árna Magnússonar prófessors og hand- ritasafnara sem ábyrgðarmanns þessarar sögu. „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi“, segir þar. En jafnvel þótt bréfsneplarnir séu með hans rithönd (ef svo er - það er alis ekki fullsannað) það er hvort tveggja að hann gat ekkert um þessa hluti borið af eigin raun, og hinsvegar allt mjög óljóst eða jafnvel grunsamlegt um heimildir hans eða heimildarmenn. Sjálfur virðist hann auk þess ekki hafa lagt mikið upp úr þessu, enda getur hann þessarar sögu hvergi í ritum sínum. Eða hvers vegna hefur hann látið bréfsnepla þessa verða viðskila öðrum samtíning sínum um Bessastaðamenn? Annars er Árni Magn- ússon ekki ýkja umtalsfrómur í skrifum sínum, og aðdróttanir í garð Bjelke um sjóðþurrð í einu rita hans eru nú úr lausu lofti gripnar. Ríkjandi söguskýring þarfnast endurskoðunar Beinar heimildir um Kópavogsfund eru af skornum skammti, og verður því mjög að býggja á ágiskunum og líkum þegar saga hans er rakin. Staðhæfingar manna eins og Jóns Dúasonar og Jóns Þorlákssonar fyrr á öldinni um að Danir hafi falsað og stungið undan skjölum varðandi Kópavogsfund eru ekki á rökum reistar, enda nefna þeir ekkert máli sínu til stuðnings. Þau gögn sem til eru varðveitt um fundinn benda til þess að hann hafi farið friðsamlega fram. Hið eina sem gengur í aðra átt eru sneplarnir sem kenndir eru við Árna Magnússon en þegar saga þeirra er höfð í huga og hitt að um tilurð þeirra veit enginn neitt, verður að vísa þeim á bug sem heimild- um í þessu máli. Niðurstaðan er sú að hin ríkjandi sögu- skýring Kópavogsfundarins 1662 þarfn- ist endurskoðunar. Sigurður Ólason hef- ur leitt að því rök að allt hafi þar farið fram með skaplegum friði og góðu samkomulagi, og menn skilið sáttir að kalla, enda hafi fslendingum tekist að bægja hættunni frá og tryggja það að Alþingi og innlent þjóðfélagsvald héldist áfram, svo sem líka varð reyndin. -GM hringiðu# BLADIÐ q KEMUR UM HÆ SÍMI 86300 BÆNDUR Það er kraftur í kögglunum í íslenska kjarnfóðrinu Verð: Graskögglar kr. 5.300.- tonnið Hestakögglar kr. 4.600.-tonnið Við tökum þátt í flutningskostnaði þegar vegalengd frá verksmiðju til kaupanda er yfir 50 km. • Leitið nánari upplýsinga í verksmiðjunum. ú J'. / l\ GRASKÖGGLA- FÓÐUR & FR F STÓRÓLFSVALLAR VERKSYIIÐJAN GÚNNARSHOLH BÚIÐ FLATEY Sími 99-5089. Hvolhrcppi. Mvrurhrcppi. Sími 99-8163. Sími 97-8592. Á / ' A ,7\v

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.