Tíminn - 06.03.1983, Síða 10
10
SUNNUDAGUR 6. MARS1983
Æskýlos:
Oresteia (Agamemnon, Sáttafórn, Hollvættir)
Þýðandi: Helgi Hálfdanarson
Leikhljóð: Þorkell Sigurbjörnsson
Dansar, hreyfíngar: Marjo Kuusela
Lýsing: Ámi Baldvinsson
Búningar: Helga Bjömsson
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Leikstjórí: Sveinn Einarsson
■ Sveinn Einarsson varð fyrstur íslendinga til að
setja hér á svið grískan harmleik; það var Antígóna
eftir Sófókles sem sýnd var í Iðnó fyrir margt löngu.
Því er ekki illa við hæfi að hann leiti á sömu mið,
nú þegar hann er að láta af embætti Þjóðleikhús-
stjóra eftir viðburðarík ár, og viðfangsefnið er
ekkert smáræði, sjálf Oresteia. Grand exit getur
vart verið meira grand, ef - vel að merkja -
sæmilega tekst til. 2500 ára gamall þríleikur og enn
viðurkenndur sem eitt mikilfenglegasta verk saman-
lagðra leikbókmenntanna. Móti þvílíkum orðstír er
hætt við að menn fái glýju í augun, ellegar þá að
þeir telji leikinn ekkert erindi eiga við okkar
samtíma; hér er komið tækifæri til að kynnast
Oresteiu af eigin raun.
Efni þessa eina þríleiks sem varðveist hefur í
heilu lagi mun ýmsum vera kunnugt. Agamemnon
konungur í Argos snýr heim frá Trójuborg eftir að
hafa lagt hana í eyði ásamt öðrum foringjum
Akkea, en heima bíður hans eiginkonan Klítemnes-
tra. Hún á harma að hefna vegna þess að er
Agamemnon var á leið í stríðið tíu árum fyrr þurfti
hann að fórna dóttur sinni, Ífígeníu, til þess að fá
byr fyrir flotann. Þetta hefur Klítemnestra ekki
fyrirgefið og bruggar hún Agamemnon banaráð í
kompaníi við friðil sinn, Ægistos, en þau skötuhjú
höfðu farið með öll völd í Argos í fjarveru
konungsins. Er Agamemnon reynist hafa i farangri
sínum ambáttina Kassöndru, sem er dóttir Príams,
Trójukóngs, og nú frilla sigurvegarans, er það
púnkturinn yfir i-ið. Agamemnon er myrtur, sem
og Kassandra. En ekki er þá öll sagan sögð. Blóð
Agamemnons kallar á hefnd og hefur guðinn
Appollon kjörið son hans, Orestes, til verksins.
Orestes hefur verið í útlegð en snýr heim, myrðir
móður sína og Ægistos, en verður síðan að leggja á
flótta undan Refsinornunum, fulltrúum hinna eldri
goðmagna Grikklands. Appollon sendir hann til
Aþenu systur sinnar og hinn fyrsti réttur er settur,
málið útkljáð með kviðdómi og tilheyrandi.
Eitthvað fyrir alla í Oresteiu!
Oresteia er, eins og flestir hinna forngrísku
harmleikja, ákaflega margþætt verk. Bölvun sú sem
hvílir á húsi Atreifs, föður Agamemnons, og allt
það persónudrama sem af henni hlýst er mest
áberandi, en undir niðri eru önnur öfl að verki.
Verkið speglar til að mynda mjög vel þá þróun sem
var að verða í trúarlífi og trúarhugmyndum Grikkja
um þetta leyti, er hinir gömlu og frumstæðu
goðkraftar voru á undanhaldi en Seifur á góðri leið
með að þróast í eins konar alföður, að vísu með
hyski sitt sér við hlið. Það mun líklega vekja athygli
ýmissa að í verki sínu kyngreinir Æskýlos þessa
andstæðinga mjög ákveðið. Hinir upprunalegu og
frumstæðu kraftar, en til þeirra teljast Refsinornirn-
ar sem fyrr sagði, eru kvenkyns, en Seifur og það
dót allt saman reiknast vera karlkyns, eða hefur í það
minnsta karlkyns eiginleika - eins og glöggt kemur
fram í réttarhaldinu í lokin. Sjálf Pallas Aþena
afneitar kynferði sínu, enda er hún ekki af konu
fædd; stökk alsköpuð úr höfði föður síns, eins og
alkunna er. Þetta sýnir að vísu að staða konunnar
var fjarska lítils metin í Grikklandi Æskýlosar, en
gefur einnig til kynna eldri og dýpri andstæður, frá
því konur yrktu jörðina og höfðu náið samband við
gogmögn hennar, en með uppgangi karlmanna
komu aðrir og öðruvísi guðir.
Þannig að í Oresteiu má sem hægast finna merki
um árekstur kynjanna, þó slíkt hafi nú að líkindum
verið Æskýlos fjarri. En ekki nóg með það. Í
verkinu má líka þefa uppi stéttabaráttuna í landi
Akkea, því oftsinnis er vikið að rétti og skyldum
kónga, en einkum ótta þeirra við þegna sína og
hugsanlega uppreisn. í leikgerðinni sem Þjóð-
leikhúsið sýnir nú verður ekki ýkja mikið úr þessum-
þætti en hann er til staðar. Guðfræðilegar vangavelt-
ur Æskýlosar um samband guða og manna eru
sömuleiðis frægar, og náttúrlega hugleiðingar hans
úm glæp og refsingu í lokin, um réttlætið og hvernig
því verði best framfylgt. Þá er ótalinn sjálfur
skáldskapurinn, en Æskýlos er enn í hópi mestu
skálda, og þó að sjálf persónusköpunin hafi varla
verið honum efst í huga við samningu þríleiksins
sýnir hann áhorfendum samt beinustu leið inn í
sálartetur mannsins; og hversu lítið hefur ekki
breyst, þrátt fyrir allt, skulum við segja.
Sem sagt; eitthvað fyrir alla í Oresteiu! Vitanlega
er-erfitt, ef ekki ómögulegt, að leggja jafna áherslu
á alla þá þætti sem saman mynda þetta stórmerki-
lega leikrit, og ég tala nú ekki um ef grípa hefur
þurft til styttingar eins og í þessu tilfelli. Það má
raunar heita óhjákvæmilegt ef ekki á að ofbjóða
bakhluta leikhúsgesta. í leikgerð Sveins Einarsson-
ar sýnist mér cinkum lögð áhersla á tvennt. Annars
vegar er réttarhaldið í lokin og þær samsvaranir sem
það kann að hafa við nútímann, og hins vegar eru
persónuleg átök kóngafólksins í Argos, þar sem
hefndarskyldan er umfram allt - alveg eins og í
íslendingasögunum okkar. Við þennan part ieiksins ■
langar mig að gera eina athugasemd, sem snertir
guðina.
Þáttur guðanna
Synd Agamemnons í leiksýningu Þjóðleikhússins
er ein og aðeins ein. Hann myrti dóttur sína, annað
hvort af einskærum hernaðarmetnaði eða af því að
hann mat kröfur hersins um aðgerðir meira en líf
sinna nánustu, nema hvort tveggja sé. Klítemnestra
drepur hann vegna þess að engin móðir getur horft
upp á barn sitt drepið án þess að hafast að, eða
hefna ódæðisins. En þetta er ekki svona einfalt. Er
Agamcmnon hélt af stað til Tróju til þess að ná aftur
konu bróður síns var hann beinlínis að hlýða
skipunum Seifs yfirguðs, það er sagt berum orðum,
og Seifur vissi vel hvað myndi hljótast af. Þegar
gyðjan Artemis kyrrsetti flotann í Ális var hún því
að setja sig upp á móti sjálfum Seifi, og það er
sérsaklega eftirtektarvert að í leikriti sínu sleppir
Æskýlos hinni hefðbundnu skýringu goðsögunnar á
andstöðu Artemis við Agamemnon; nefnilega að
konungurinn hefði drepið einn af uppáhalds
hjörtum hennar. Samkvæmt leikriti Æskýlosar er
það því fyrst og síðast ætlun Artemis að koma í veg
fyrir blóðbaðið sem hún veit að er yfirvofandi, eða
leikhúsinu. Réttarhaldið snemma í leiknum var
leikið í nútímafötum til að sýna áhorfendum að
Oresteia er ekki rykfallinn fomgripur og varpa fram
þeirri spurningu hvort eitthvað hefði í rauninni
breyst, en í því fannst mér felast ákveðið vanmat á
leikhúsgestum. Að mínu áliti hefði átt að láta
umræddum leikhúsgestum sjálfum eftir að finna
það út. En úr því þessi leið var valin hefði að minnsta
kosti þurft að fylgja henni betur eftir síðar í
leikritinu. Það var ekki gert nema með diskó-dansi
Refsinornanna, en það trix þótti mér óleyfilega
einfeldningslegt. Að láta Refsinornirnar dansa
diskó-dans lyktar af einhverjum hugmyndum um
Hrun Vesturlanda, spillingu og hnigrtun á okkar
tímum, eða ég fæ að minnsta kosti ekki skilið
hvernig á öðruvísi að skýra þetta uppátæki.
Þetta voru sem sé aðfinnslur. Burtséð frá þeim er
hægðarleikur að hrósa mörgu í þessari sýningu upp
í hástert og það skal nú gert. Leikgerð Sveins er
fjarska vandlega unnin og leikræn með ágætum, og
hið sama má í rauninni segja um uppsetningu hans.
Hann hefur valið þá leið að byrja ekki á hinu mjög
svo fræga upphafi Agamemnons með varðmannin-
um í turninum, heldur hefst sýningin á fyrsta atriði
þriðja leikritsins. Þetta kemur svolítið á óvart, en
tekst prýðilega á sviðinu. Satt að segja er þetta
upphaf Oresteiu í Þjóðleikhúsinu hér um bil
magnaðasta atriði sem ég hef ennþá séð á íslensku
Grand
Exit
Sveins
Einarssonar
— Þjóðleikhúsið sýnir
Oresteiu eftir Æskýlos
alla vega reyna rækilega á þolrifin í Agamemnon,
svo hann komist ekki sjálfur hjá þeirri þjáningu er
hann vill leiða yfir aðra. Agamemnon valdi sem
kunnugt er að hlýða boði Seifs og ef til þess þurfti
dótturmorð, þá það. Þeir Atreifssynir fara í stríðið
ásamt lautinöntum sínum og allt gengur eftir,
sérhvert heimili í Grikklandi - að ekki sé minnst á
Tróju og bandamenn þeirrar borgar - fær að
kynnast sorginni þegar aska hinna fagurbrynhosuðu'
vígamanna er færð heim til greftrunar. Agamemnon
verður hataður sem maðurinn er veður í blóði.
Þegar Klítemnestra vegur síðan Agamemnon í
lauginni er hún í þessum skilningi ekki aðeins að
hefna sinnar eigin dóttur, heldur einnig allra þeirra
sem fallið höfðu í styrjöldinni sem háð var út af
lauslátri konu. Klítemnestra gefur til kynna að hún
sé ekki annað en verkfæri Refsinornanna sem
heimti blóð Arnarkonunganna Agamemnons og
Menelásar. Þeir gerðu sem fyrr segir ekki annað en
að fylgja boði Seifs, en nú hafa guðirnir snúið við
þeim baki. Á heimleiðinni frá Tróju skellur hefndin
á Menelás sem týnist í hafi, en Agamemnon kemst
heim - til að hitta þar fyrir Klítemnestru. Flestum
stöðum þar sem fjallað er um málin frá þessum
sjónarhól er sleppt í leikgerð Sveins Einarssonar,
og það þykir mér bagalegt því þar með er dregið úr
mikilvægi sjálfrar grunnhugmyndar harmleiksins;
að maðurinn sé lítið annað en verkfæri guðanna,
örlaganna, og hann megi ekki sköpum renna.
Það er að sönnu skiljanlegt að svona skuli á
málum haldið. Einhvers staðar hefur orðið að draga
mörkin og líklega er það hárrétt athugað hjá Sveini
að persónudramað, þar sem mennirnir taka sjálfir
og óstuddir sínar hroðalegu ákvarðanir, muni
vænlegra til að höfða til okkar nútímamanna en sú
útgáfa sem gerir mennina að leiksoppum guðanna.
Refsinornir stíga diskó-dans
Sveinn setur líka augljóst samasem-merki milli
tíma Oresteiu og okkar tíma með því að láta
leikarana klæðast nútímafötum um hríð og Refsi-
nornirnar dansa diskó-dans. Þetta er oft gert, að
stíl- eða staðfæra hina grísku harmleiki upp á
samtímann með þessum eða ekki ósvipuðum hætti.
Slíkt hefur stundum tekist ágætlega, en aftur á móti
þótti mér ekki koma heim og saman hvernig þessu
var blandað við hefðbundna uppsetningu í Þjóð-
lciksviði; öldungis frábærlega útfært. Svo er raunar
um mörg fleiri atriði þessarar sýningar; þau eru
nostursamlega unnin, en mestu skiptir að þau öðlast
ósvikið líf á sviðinu. Margir ímynda sér líklega að
grískir harmleikir séu afar þung og jafnvel leiðinleg
stykki, en það er svo fjarri því á þessari sýningu.
Hún er lifandi frá upphafi til enda. Með þessari
uppfærslu þykir mér Sveinn Einarsson hafa unnið
töluvert afrek, og til marks um það má hafa
meðhöndlun hans á kórnum. Kórinn er oft og tíðum
næsta þunglamalegur í sýningum á grískum harm-
leikjum, en öll vandamál í sambandi við hann hefur
Sveinn leyst mjög snyrtilega, svo að þetta framand-
lega verkfæri leikur í höndum hans. Sveinn lætur
kórinn í Agamemnon og Hollvættum bera grímur,
sem verður ansi áhrifaríkt, sér í lagi í tilviki
Refsinornanna, en þær grímur gerði Helga
Björnsson.
Þetta hefur Heiga þótt gaman
Það hefur greinilega ekkert verið til sparað til að
gera þessa uppsetningu hið allra best úr garði.
Grand exit skal það vera, og er. Marjo Kuusela
hefur verið kölluð frá Finnlandi til að semja dansa
og hreyfingar, en hún er sennilega kunnust hér á
landi fyrir balletta sína um Sölku Völku og
Tófuskinnið. Ekki reynir ýkja mikið á hæfni hennar
hér, en hún leysir verk sín óaðfinnanlega. Ég hef til
að mynda grun um að hinar áhrifamiklu hreyfingar
Refsinornanna séu að mestu hennar verk.
HeJga Björnsson hefur undanfarin misseri
nokkrum sinnum gert búninga fyrir Þjóðleikhúsið,
en hún starfar annars við tískuhönnun í Parísar-
borg. Búningar hennar í Oresteiu eru mikið lista-
verk; hún hefur vitanlega tekið mið af heimildum
um klæðaburð frá tíma leiksins en ekki bundið sig
við gamlar myndir - búningar hennar eru eitt af því
sem best er gert í sýningunni.
Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar var praktísk
og vel gerð eins og hans er von og vísa, ekki mjög
afgerandi. Eitt skildi ég ekki í sambandi við hana;
hvað hún var að gera þarna, þessi risastóra mynd af
fæðingu Afródítu (sem nú er reyndar talið að sé
Hera í baði). Ekki var Afródíta dýrkuð í Argos, svo
mikið er víst, og Hera ekki að ráði heldur. Kannski
hún hafi átt að minna á þátt Afródítu í að koma
þessu öllu af stað, með fegurðarsamkeppninni
frægu?
Tónlist var veigamikill þáttur í flutningi grísku
harmleikjanna en því miður er fátt vitað um hvernig
sú tónlist var. Tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar er
fornleg og mögnuð, og gæðir sýninguna miklu
drama. Árni Baldvinsson hafði umsjón með lýsing-
unni, hnitmiðaðri og oft magnaðri.
Ég hef ekki haft tækifæri til að skoða þýðingu
Helga Hálfdanarsonar en ofan frá sviðinu hljómaði
hún aldeilis vel. Málið allt afar mikilfenglegt eins
og vera ber, en þó ekki óþarflega tyrfið. Helgi er
alltaf Helgi; þetta hefur honum áreiðanlega þótt
gaman að fást við.
Enn einn sigur Helgu Bachmann
Rúmlega fjörutíu manns taka þátt í sýningunni,
í stórum og smáum hlutverkum. Ætli séu ekki
flestallir leikarar Þjóðleikhússins samankomnir á
sviðinu þarna í lokin? Þar hefur mátt halda vel á
spöðunum! Hjalti Rögnvaldsson er ákaflega góður
í hlutverki Oretesar, sem gefur þríleiknum nafn;
honum tekst að gefa sannferðuga mynd af þessum
unga manni sem neyddur er til að drýgja hræðilegan
verknað. Stjarna sýningarinnar er nú samt sem áður
Helga Bachmann. Helga sýnir okkur fyrst og fremst
hina mannlegu, ó svo mannlegu þætti í persónu
drottningarinnar Klítemnestru, og á frumsýning-
unni fór ekki milli mála að leikur hennar hæfði í
mark. Helga hefur á síðustu árum gengið í
endurnýjun lífdaga sem leikkona, og túlkun hennar
á Klítemnestru var enn einn sigurinn. Arnar
Jónsson var pottþéttur eins og venjulega, mjög svo
mikilúðlegur í hlutverki Appollons en varla reyndi
þetta hlutverk mjög á hann. Róbert Arnfinnsson
var Agamemnon; hann gerði hlutverkinu góð skil
en einhvern veginn hefði ég ímyndað mér mann
nýkominn úr tíu ára stríði svolítið öðruvísi. Anna
Kristín Arngrímsdóttir var í hlutverki Kassöndru,
hinnar kvöldu ambáttar, og tókst að lýsa hjálpar-
leysi hennar; þó hún hafi að sönnu verið helst til
hávaðasöm. Hákon Waage náði ekki að leggja
nægilega dýpti í Ægistos, sem sér í lagi kom í ljós í
hinum mikilvæga atriði er Ægistos lýsir fyrir
kórnum örlögum föður síns. Helga Jónsdóttir var
ágætlega sannfærandi í hlutverki Elektru, systur
Orestesar, en reyndi að mínum dómi um of að fara
með textann eins og hann væri bara eðlilegt mál.
Þórhallur Sigurðsson fór mjög skemmtilega með
kómískt hlutverk þræls Ægistosar, og sama má
segja um Guðrúnu Stephensen sem lék fóstru
Orestesar. Sigrún Björnsdóttir var akkúrat ekki
éins og ég hafði hugsað mér Pallas Aþenu; það er
vísast ekki við hana að sakast. Bessi Bjarnason lék
varðmanninn í turnininum; gerði það vel en ein-
hvern veginn varð þetta atriði ekki eins sterkt og
það getur vafalaust verið. Árni Blandon var kannski
óþarflega glaðlegur sendiboði; Jón Gunnarsson
hins vegar mjög fyrirverðarlítill Píaldes. Bríet
Héðinsdóttir var mjög góð völva Appollons í
upphafsatriðinu. Þá eru ótalin nokkur ungmenni
sem léku hermenn, ambáttir og réttarþjóna - og svo
kórarnir þrír.
Þjóðin fari í leikhúsið sitt
Kór öldunga í Argos var skipaður mörgum helstu
stórmeisturum Þjóðleikhússins: Rúrik Haraldssyni,
Árna Tryggvasyni, Baldvin Halldórssyni, Erlingi
Gíslasyni, Gunnari Eyjólfssyni og Helga Skúlasyni.
Árangurinn náttúrlega þannig að ekki verður að
fundið. Kór ambáttanna í Sáttafórn var aðeins
skipaður þremur konum; þeim Herdísi Þorvalds-
dóttur, Bryndísi Pétursdóttur og Guðbjörgu Þor-
bjarnardóttur. Þær komu mjög vel til skila hatri
kvennanna á húsbændum sínum er þær eggjuðu
Orestes til dáða. Svo er loks hinn fyrirferðarmikli
kór Refsinornanna; stórskemmtilegur og yndis-
legur. Þar var Kristbjörg Kjeld reffilegur fyrirliði en
annars var kórinn skipaður þeim Eddu Þórarins-
dóttur, Jóhönnu Norðfjörð, Lilju Guðrúnu Þor-
valdsdóttur, Sigríði Þorvaldsdóttur, Steinunni Jó-
hannesdóttur, Svanhildi Jóhannesdóttur, Tinnu
Gunnlaugsdóttur, Þórunni Magneu Magnúsdóttur
og Bríeti. Ég hélt ákveðið með þeim í réttarhöldun-
um í lokin! - og fannst lítið leggjast fyrir þær þegar
Æskýlos þurfti að koma á framfæri própaganda
fyrir Aþenuborg.
Hvíslarinn Auður Guðmundsdóttir stóð sig vel.
Að lokum legg ég til að þjóðin fari nú á næstunni
í leikhúsið sitt og sjái Oresteiu. Þetta leikrit á
ýmislcgt vantalað við okkur, þrátt fyrir háan aldur,
og umfram allt er það stórkostlegt listaverk í
fyrirtaks uppsetningu.