Tíminn - 06.03.1983, Page 12
12
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983
erlend hringekja
Fundu Rómverjar Brasilíu
1600 árum á undan Portugölum?
Fornleifafræðingar leita rómversks skips undan strönd Ríó
CARTHAGE
■ Er hugsanlcgt að Rómverjar hinir
fornu hafi komið til Brasilíu meira en
1600 árum á undan Portúgölum? Robert
Marx, fornleifafræðingur og
neðansjávarkönnuður frá Flórída,
svarar þcssari spruningu játandi. Hann
telur sig hafa fundið leifar rómversks
skips grafnar í sandi og eðju utan við
strönd Rio de Janeiro, aðeins um einn
og hálfan km. frá flugvelli borgarinnar.
Áhugi Marx á málinu kviknaði þegar
hann frétti að tveir kafarar sem voru að
hreinsa fiskinet sem höfðu flækst hefðu
fundið tvo fornrómverska vasa.
Sérfræðingar frá Smithsonian
stofnuninni og Amherst College í
Bandaríkjunum hafa rannsakað vasana
og komist að þeirri niðurstöðu að þeir
séu frá annarri öld cftir Krists burð.
Sérfræðingarnir telja líklegt að vasarnir
séu upprunnir í hinni fornrómversku
borg Karþagó í Norður-Afríku, skammt
þar frá sem Túnis stendur nú.
Eftir að kafararnir fundu vasana
hefur Marx kannað svæðið sjálfur og
fundið þar viðarleifar og fleiri vasa.
Hávasar þessir, sem hafa tvö eyru og
eru þrjú fet á hæð, voru notaðir til að
bera í vín og ýmiss konar matvæli.
Augljóst er að skip sem hefur ætlað
að sigla lengi hefur orðið að hafa marga
slíka vasa um borð til að geyma matvæli
í. Vitað er að Rómverjar sigldu til
glæpamanna
finnast
á háalofti
■ Nýlega fundust fimmtíu gipshöfuð
frá öndverðri nítjándu öld upp á
háalofti Dundee safnsins'á Irlandi.
I því safni má m.a. finna mót af höfði
frú Margucritee Golfred (t.h. á'
myndinni) sem tekin varaf lífi um 1825
fyrir að hafa myrt hvcrn ciginmann sinn
á fætur öðrum með því að hclla sjóðandi
blýi í eyru þeirra.
Hin höfuðin í safninu sýna andlit
ýmissa skálka -líkræningja, morðingja,
falsara og annarra glæpamanna. Að
öllum líkindum hafa afsteypurnar af
höfðum sakamannanna verið gcrðar
vegna mikils áhuga á höfuðlagsfræði -
sem hélt því fram að pcrsónulciki
Kanaríeyja og Grænhöfðaeyja, og ein
skýringin á fundinum úti fyrir strönd
Ríó er að skip sem var á leið til eyjanna
hafi hrakist af leið vegna vinds og borist
alla leið til Brasilíu.
Þess er aftur á móti að geta að ekki
er óalgengt að rómverskir hávasar hafi
verið fluttir á milli landa á síðari tímum.
í Bandaríkjunum hafa fundist forngripir
sem þangað bárust mörgum öldum eftir
að þeir voru gerðir, og eins eru dæmi
um að forngripum hafi verið komið fyrir
í blekkingarskyni.
Marx hefur nú fengið leyfi stjórnvalda
í Brasilíu til að hefja ítarlega rannsókn
á svæðinu þar sem vasarnir fundust, og
nýtur í því efni aðstoðar National
Geographic Society o.fl. aðila. Nokkrir
áhrifamenn og fornleifafræðingar í
Brasilíu hafa látið í ljósi óánægju með
þessar tiltektir. Sennilega óttast þeir að
sögunni um að þjóðhetjan Pedró
Alvares Cabral hafi fundið Brasilíu á
16. öld kunni að verða hnekkt.
CAf.'ARY
ISLANDS"
Prevailíng ■
? winds I
SOUTH w
AMERICA
■ Teikning úr breska blaðinu The
Sunday Times sem sýnir hvernig forn-
rómverskt skip hefði getað hrakist undan
vindi frá Grænhöfða- eða Kanaríeyjum
og til Brasilíu.
Syndin er lævís og tipur
■ Nokkur gipshöfðanna sem fundust á háalofti Dundee-safnsins.
manna réðist af því hvernig höfuð þeirra
væru löguð. Sú kcnning var mjög vinsæl
á nítjándu öldinni og jafnvel tekin
alvarlega af ýmsum virtum
fræðimönnum.
Dundee-höfuðin voru svo tekin af
sýningarskránni í byrjun
tuttugustualdarinnar er nýjar kenningar
í vísindum hröktu höfuðlagsfræðin út í
ystu myrkur. Afsteypunum var þá
komið fyrir í skáp upp á háalofti
safnsins, svo sem fyrr greinir, og síðar
var bókaskápur settur framan við hann.
Safnið uppgötvaðist svo á nýjan leik
fyrir um það bil tveimur mánuðum,
þakið ryki og öðrum óhreinindum.
■ Flestir Bretar trúa enn á syndina og
nær þriðjungur þeirra trúir á helvíti og
djöfulinn, samkvæmt umfangsmestu
rannsókn sem gerð hefur verið á
viðhorfum almennings á vesturlöndum.
Bretar hafa strangari
siðgæðismælikvarða en aðrir
Evrópubúar, sérstaklega að því er
varðar kynlíf undir lögaldri, fjársvik og
það að eigna sér fundið fé. En þeir taka
aftur á móti léttar á líknardrápum og
því er menn gleyma að tilkynna að þeir
Nýutkomm bók um kynlíf fyrir krakka veldur fjaðrafoki:
EIGA KYXLÍFSPOSTULARNIR
AÐ LÁTA BÖRNIN í FRIÐI?
■ Nýútkomin bók utn kyrilíf lyrir
krakka (The Playbook lor Kinds ahout
Sex eltir Joani Blank og Mareia Ou-
ackenbush) hefur valdið miklu fjaðr'a-
foki t Bretlandi upp á síðkastið. Hún
er ætlud börnunt yngri en tíu ára.er í
formi lita og leik bókar. og á að kynna
börnunum hugmyndina um kynlíf setn
líkamlega nautn.
Af ásettu ráði tengja höfundar
bókarinnar kynlífið ekki fæðingum
barna en lesendurnir eru hvattir til að
tcikna eigin kynfæri, skrifa um þ.ið
Vólk sem þeir gætu hugsað sér hafa
mök við í framtíðinni og sýnt er
hvernig sjálfsfróun fer fram. Alyson
Corner barnasálfræðingur segir í ný-
legri grein í Sunday Timcs Review að
Sheba Collective, sem gefur bókina út
„til að hvetja til heilbrigðs viðhorfs til
líkamans og kynlífsins frá byrjun"
þurli vart að undrast að hala vakið
rciði Mary Whitchouse, en Mary þessi
er einn kunnasti og atkvæðamesti sið-
ferðispostuli Breta.
Andúó Mary -Whitehouse gefur
hlutum þó ekki gæöastimpilinn sjálf-
krafa og Alyson Corner segist vissu-
lega ekki kæra sig um að gefa níu ára
göntlu barni þcssa bók, þó hún gæti
reynst'ýmsum unglingum notadrjúg.
Níu ára born eru cinfaldlega ckki
tilbúin. Kynþroski þeirra cr ekki haf-
inn og þau eiga mjög crfitt nteð að
skilja hugmyndina um samfarir. Að
reyna að örva hugsanir barna á þessum
alilri um kyrtlíf er að ýta þeim upp á
næsta þrep þroskans áður en þau eru
tilbúin og slíkt getur verið jafn óheil-
■ Ein blaðsiðan í bókinni og ekki sú umdeildasta.
brigt og bæling.
Augljóslega eru ákveönir þættir
kynlífs þess eðlis að fullorðnir geta
þurft að útskýra þá fyrir börnum - eins
og t.d. hvernig börnin verða til - en
aðra þætti er betra að láta börnin sjálf
um að uppgötva. Sjáifsfróun ereinn at'
þeim. Það ferli uppgötvana er mikil-
vægt þroska þeirra sem sjálfstæöra
einstaklinga og getur haft í för með sér
ánægju sem futlórðnir ættu ekki að
svipta þau.
Níu ára börn vilja líka gjarnan eiga
skoðanir-sínar út af fyrir sig og þv| er
hætt viðaðþau svari þeim spurningum.
sem þeim er i bókinni ætlað að svara, á
þann veg sem þau ætla að fullorðnir
óski. Kynferðisleg upplýsing er betur
komin í höndum foreldra sem .geta
svarað því sem barnið spyr sjálft um i
sttið þess að vonast til þess að á næstu
síðu muni bókin svara.
Kynlífi er einnig betur lýst í tilfinn-
ingalegu samhengi. Þessi bók talar um
líkamlega örvun en tcngir hana ekki
tilfinningalegu sambandi. Þess í stað
er barniö hvatt til þess að ímynda sér
mök við einhverjar tilbúnar persónur.
Oröið „ást" keniur aðcins einu sinni
fyrir í bókinni.
Það getur oft verið góð hugmynd að
„forðast ónauðsynlega dulúð og rang-
færslur eins og útgefendurnir vonast
til með bókinni, en slíkt heppnast ekki
alltaf með því aö tejja upp staðreynd-
irnar eintómar. í huga barnsins gcta
nýir atburðir. eins og fæðing systkina
upphaf , skólagöngu, flutningur
o.s.frv., öðlast gífurlegt mikilvægi.
Það má undirbúa börnin á marga vegu
til að takast á við þessa atburði, en
vélræn handbók hjálpar ekki endilega.
Rangfærslur og dulúð verða alltaf
þættir í heimi barna og leitinni að
jafnvægi milli sakleysis og bráðþroska
ætti börnunum að vera eitthvað eftir
skilið til að uppgötva og takast á við
sjálf. Sé þetta gcrt á umburðarlyndan
hátt er ólíklegt aö börnin yerði bæld.
Ætlun höfundanna með bókinni er
vafalaust af hinu góða en nálgun
viðfangsefnisins er röng. Bökin hentar
miklu fremur foreldrum. scm eru
dauðhræddir um að bæla börn sín. en
börnunum sjálfum. Flest níu ára börn
scm fengju bókina í hendur yröu
vafalaust yfír sig feimin og slík feimni
brýst oft út í óstöðvandi flissi. eða
þeim gæti þótt bókin ósköpejnfaldlcga
afskaplega leiðinleg; en þau færu á-
reiðanlega ekki inn í næsta herbergi til
þess að teikna kynfæri sín.
Höíundarnir segja að bókin sé ætluö
„stelpum og strákum með líkama sem
enn séu ckki byrjaðir að breytast í
fullorðinslíkama." En það eru hugir
þeirra ekki lieldur.
hafi ekið á kyrrstæða bíla.
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem
hófst árið 1978 í níu vestrænum löndum,
sýna að trúin á syndina er mest á
Norður-írlandi (91%) og minnst í
Danmörku (29%). Meira en helmingi
fleiri Ameríkanar en Evrópubúar trúa
á helvíti og djöfulinn.
Jafnvel 15% guðleysingja trúa á
syndina og fjögur prósent þeirra trúa á
djöfulinn.
Stuttur útdráttur úr niðurstöðum
rannsóknarinnar, sem gefnar verða út í
bók með haustinu, birtist nýlega í
vikublaði rómversk-kaþólskra manna,
The Tablet, og sýnir hann að 78%
Evrópubúa álíta að í sérhverri
manneskju búi bæði góð og ill öfl.
írar líta mannkynið björtustu
augunum 34% þeirra telja fólk gott að
upplagi. Sambærileg tala fyrir Frakka,
sem eru hvað svartsýnastir á
mannkynið, er fimm prósent.
Flestir Evrópumenn viðurkenna að
þeir iðrist stundum einhverra gerða
sinna sem þeir telji rangar. ítalir og
Danir kveljast mest af slíkri iðrun,
Frakkar og Belgar minnst. Hinir ríku
iðrast meir en þeir fátæku.
í þessari rannsókn kannaði
alþjóðlegur hópur fræðimanna
hugmyndir vesturlandabúa um
„syndir". Boðorðin tíu eru enn
háttskrifuð fyrir utan þau sem fjalla um
sunnudaginn og heiðranir.
Morð eru álitin stærstu syndirnar, því
næst þjófnaðir og lítilsvirðing við
foreldra. Bretar skipa hórdómi og
framhjáhöldum hærra á syndalistann en
nokkur önnur þjóð.
Flestir þeirra sem spurðir voru töldu
mikilvægast að rækta heiðarleika tbeð
börnum sínum. Einungis Bretar settu
góða siði í annað sæti, hinar þjóðirnar
kusu umburðarlyndi og virðingu fyrir
öðru fólki næst á eftir heiðarleikanum.
Ríkt fólk er ólíklegra til að trúa á
syndina en fátækt fólk og Hægri sinnar
hafa bjartara viðhörf til mannlegs eðlis
en vinstrisinnar.
Ströngustu foreldrana var að finna
meðal trúaðra og kirkjurækinna manna
og vinstri sinnaðir foreldrar eru ekki
eins strangir og þeir hægri sinnuðu.
Tekjulágir foreldrar aga börn sín meir
en auðugri foreldrar
Prófessor Jan Kerkhofs,
Jesuítaprestur við Louvain háskólann í
Belgíu, sem er stjórnandi
rannsóknarinnar, sagði að hátt í tvö
þúsund manns hefðu verið spurðir í
hverju landi, og enn væri verið að vinna
úr svörunum. Okkur er ekki kunnugt
um að þessi forvitnilega rannsókn hafi
náð til íslands.