Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 18 Wmmm leigupennar í útlöndum ■ Ég lýsti í síðasta Stokkhólmsbréfi samtíð Bellmans, frelsisskeiðinu. í þann tíma grasseraði drykkjuskapur og vændi, brask, frímúrerí, valdarán og styrjaldir; Svíar skriðu fyrir öllu sem var franskt, en skáldskapurinn var reyrður í spenni- treyju fornbókmenntastælingarinnar. Kóngur, aðalsmenn og borgarastétt tog- uðust á um völdin í Svíþjóð, alltaf auðvitað á kostnað bænda og öreigalýðs. í þessari grein segi ég dálítið nánar frá Bellman og höfuðverki hans, Pistlum eða Postulabréfum Fredmans. Ævi Skáldið Carl Michael Bellman fæddist í febrúar árið 1740 í Maria Brunnsgránd númer 24 á Söder. Bellmansnafnið er' komið frá þýskum skraddara frá Bremen, sem var langafi skáldsins. Móð- urfólk hans var ættað úr Dölunum og móðurafinn prestur í Maríukirkju á Söder. Bellman ólst upp í því hverfi og var Sokkhólmsbúi fram í fingurgóma. Faðir hans var embættismaður, og stóð til að koma Carli Michael einnig á þá braut, enda var hann elstur margra systkina. Honum var fenginn ágætur einkakennari, sem var vei að sér í bókmenntum, og kenndi hann honum m.a. latínu og frönsku. Tæplega átján ára gamall fékk strákur vinnu í Seðla- bankanum, sem hét þá Riksens stánders bank og var, að ég held, til húsa við Járntorgið í Gamla stan. Petta var reynsluráðning, nánast í greiðaskyni, og kaupið lágt eftir því. Bellman hélst ekki lengi þarna, heldur lagði hann leið sína til Uppsala haustið 1758 þar sem hann hugðist stunda háskólanám. En það varð endasleppur skólaferill, og hefur UM POSTULABREF fræðimönnum ekki tekist að sýna fram á að skáldið hafi mætt í einn einasta tíma. Aftur á móti eru til skjöl sent sanna botnlausa vankunnáttu hans í reikningi. Bellman hætti í Uppsölum fyrir jól. Prófessorar þarna studdu Húfuflokkinn, en Bellman hneigðist snemma að stefnu Hattaflokksins og var að því skapi hallur undir Frakka. Þetta voru umrótstímar og starfsmenn með fast kaup áttu ekki sjö dagana sæla. Stjórnvöld hringluðu með verð gjald- miðilsins og ýmist voru mánaðalaunþeg- ar vel efnaðir eða sárfátækir. Foreldrar Bellmans, sem dóu 1765, fóru illa út úr kreppunni eins og margir fleiri. Sjálfur lifði hann hátt eins og siður var ungra skrifstofumanna í Stokkhólmi á þessunt tíma, og ekki var hann smeykur við að taka lán. Að því rak að Bellman varð svo hundeltur af „björnum", eins og rukkar- ar voru kallaðir þá, að hann varð að flýja til Noregs árið 1763, lýsa yfir gjaldþroti og sækja um sérsakt leyfisbréf til að fá að koma aftur. Hann fékk leyfið. Það var ekki sjaldgæft að menn flýðu til Noregs í líkum erindum. En það var víst greinilegt alla tíð að fjármál voru ekki sterk hlið hjá skáldinu. Árið 1764 fékk Bellman vinnu (aftur gegnum klíku auðvitað) hjá Handiðnað- arskrifstofunni. Húfumenn náðu völdum í landinu ári síðar og var skrifstofan lögð niður fyrir atbeina þeirra. Árið 1768 fékk Bellman vinnu á aðaltollskrifstof- unni, varð ritari þar og hafði föst laun, þótt lág væru. Þarna vann skáldið í fjögur ár, en þá var þessi skrifstofa einnig lögð niður. Bellman var ungur þegar hann skrifaði fyrstu verk sín. Hann gerði m.a. þýðing- ar og smákvæði fyrir og um tvítugt. Biblíuskopstælingar hans vöktu athygli, t.d. Gamli Nói, sem allir íslendingar kannast við (í vondri þýðingu reyndar). Árið 1768 hafði hann byrjað að semja Postulabréf Fredmans, sem gerðu nafn hans fljótlega frægt á krám bæjarins. Gústav 3. tók sér einveldi árið 1772, en hann var sérstakur vinur skálda og listamanna. Sjálfur hélt hann uppi leik- listarstarfsemi við hirð sína, leikstýrði og lék, og á seinni hluta valdaskeiðsins skrifaði hann leikrit, - með aðstoð ágætra rithöfunda, reyndar. Gústav kóngupveitti Bellman persónulega dálít- inn styrk, og kom hann því til leiðar að Bellman fengi stöðu við Konunglega happdrættið. Sú staða var bitlingur (eins og svo margar stöður virðast hafa verið á þessum tíma!), og sást skáldið ekki í vinnunni nema dálítið í janúar árið 1777, að því er heimildir herma. Síðustu æviárin var Bellman fátækur, enda var verndari hans Gústav 3. myrtur árið 1793. í rauninni hefur ein aðal tekjulind skáldsins verið alls konar smágjafir frá efnamönnum, sem hann greiddi oft fyrir með kveðskap og söng. Bellman var sjálfur veitull, drakk mikið og át, auk þess sem hann sá fyrir konu og þrem börnum. En á síðari hluta ævinnar mun drykkja skáldsins hafa farið nokkuð úr hömlu, og hefur það átt nokkra sök á fátækt hans. Hann lést aðeins fimmtíu og fimm ára gamall. Verk Bellman skrifaði mikið um dagana. Það voru til dæmis sálmar (sbr. sálma- kver hans Zions Högtid), fjöldamörg tækifæriskvæði til vina og kunningja og nokkur smáleikrit, sem ekki þykja mjög merkileg. Postulabréf Fredmans er safn 82ja kvæða, sem kom út árið 1790; ári síðar komu út Söngvar Fredmans. Um þetta leyti fékk skáldið loks nokkra viðurkenningu, eftir að bæjarbúar höfðu sungið og lært kvæði hans árum saman, en hástéttin hafði haft hann fyrir einka- trúð í partíum. Árið 1786 hafði Gústav 3. stofnað Sænsku akademíuna. Postul- abréfin voru valin besta skáldverk ársins 1790 af Akademíunni, og fékk höfund- urinn viðurkenningu fyrir það (sem hann ku reyndar ekki hafa kippt sér mikið upp við). En vissir meðlimir þessarar lærðu samkundu voru mjög andvígir veiting- unni því Bellman þótti ófínt skáld. Honum var lagt til lasts að yrkja um óvirðulegt fólk, þ.e.a.s. hórur ogdrykkju- ræfla. Árið 1772, rétt áður en Gústav tók sér einveldi, birti Bellman lofkvæði um hann. Sama dag og valdaránið var framið söng skáldið þessa konungsskál sína á götum úti, og almenningur lærði það eftir honum og söng fyrir einvaldinn, sem frétti svo um nafn höfundarins. Fullkomin óreiða hafði ríkt í efnahag og stjórnmálum landsins, svo að margir voru fegnir röggsemi konungs, þótt ófáir yrðu líka aftur til þess að snúa við honum baki, sérstaklega eftir tilgangslít- inn hernað hans á hendur Rússum, sem endaði með sneypulegum friðarsamningi í Anjala. En Bellman og nokkrir fleiri, t.d. myndlistarmaðurinn Sergel og skáldin Leopold og Kellgren, vorudygg- ir stuðningsmenn einvaldsins alveg fram á þann dag er hann féll fyrir hendi Ancarströms eftir 20 ára einvaldstíð. Annað kvæði Bellmans, Fjáriln vingad syns i Haga, er einnig konungslof, en það var ort undir lok gústavíanska tímans, þegar kóngur átti undir högg að sækja. Listamennirnir áttu þessum sér- kennilega þjóðhöfðingja margan greiða að gjalda. Konungurinn reyndi eins og kollegar hans að hrifsa völd frá aðlinum. En honum tókst ekki að gera það bandalag við borgarastéttina, sem var nauðsynlegt til að slíkt mundi takast. Segja má að Bellman hafi heyrt til stétt lægri embættismanna. Konungstryggð hans má eflaust skýra út frá því, auk hinsf hve Gústav var vilhallur bókmenntum, - jafnvel af nýstárlegra taginu. Þekktastir þættir í kvæðum Bellmans eru bakkusardýrkun hans og freyjublót. í Postulabréfunum er grunnhugmyndin eins konar frímúrararegla Bakkusar, þar sem Fredman, hirðúrmakari, sem endaði í göturæsinu vegna drykkju- hneigðar og misheppnaðs hjónabands, er æðstiprestur og reglumeistari. Fred- man þessi var reyndar til, og hann andaðist rétt um það leyti sem Bellman ■fór að yrkja um Reglu Bakkusar. Fleiri af persónum Postulabréfa Fredmans eiga sér raunverulegar fyrirmyndir, en þær eru auðvitað lagðar til eftir þörfum kveðskaparins, eins og gengur. Annað mikilvægt einkenni þessara kvæða er að þau ganga út frá postula- bréfum Nýja testamentisins, - bréfum Páls postula til Galateumanna, Kórintu- manna o.s.frv. Þannig heldur Bellman hér áfram skopstælingum sínum á skáld- skaparefnum Biblíunnar, en slíkar stæl- ingar voru algengar á þessari öld upplýs- ingarinnar, ýmist vegna þess að trúleysi var algengt eða vegna þess að menn fundi að hin helga bók hafði bókmennta- legt gildi. En þessi rammi, Regla Bakk- usar og boðskapur heilags Fredmans í postulagervinu, kemur mismikið fram í kvæðunum, stundum hverfur hann næst- um því alveg, svo að þau kvæði geta staðið ein án tilvísunar til launhelga Bakkusarbræðra. Önnur áberandi einkenni þessa kveð- skapar eru t.d. tilvísanir til klassískra bókmennta og grískrar goðafræði. Hór- urnar og gengilbeinurnar eru nefndar nýmfur, gyðjur, Klóris og þar fram eftir götunum. Nú skyldi maður ætla að þetta hafi gert kveðskap Bellmans bóklegan og óaðgengilegan. En 18. aldarmenn þekktu þessa hluti (og Biblíuna) betur en við gerum nú. Bellman og sumir aðrir höfundar upplýsingarinnar tóku þessar guðlegu verur ekki allar eins hátíðlega og áður hafði verið. Nói var frá fornu fari verndari vínviðarins, eins og Bell- man gengur út frá í Gamla Nóa. Hinum íhaldssamari þótti að sjálfsögðu hneyksl- anlegt að gól sauðdrukkinna danshljóm- sveita og fiðlusarg föður Bergs væri bendlað við hörpu Appóllós, svo dæmi sé tekið. Slíkt var ekki við hæfi. Með því að blanda saman goðafræði, rónum, biblíuminnum og vændiskonum í einn graut vísaði Bellman raunsæisskáldum 19. aldarinnar veginn. Rætt hefur verið um raunsæi hjá Bellman. Þetta raunsæi kemur fram í þjóðlífslýsingum hans. Samtímamenn Ámi Sigurjóitsson C*! skrifar frá Stokkhólmi É>\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.