Tíminn - 06.03.1983, Síða 25

Tíminn - 06.03.1983, Síða 25
stjórastarfi mínu hér á sumrin segi ég Itölum stundum þessa sögu og þeim hlýnaralltafum hjartaræturnar, ensegja að þetta gæti ekki gerst lengur. Ég kom svo heim árið 1949 og hef aðallega stundað kennslu síðan, en einn- ig verið bókavörður á Landsbókasafninu frá 1956 og fararstjóri innanlands á sumrin.“ - Þú hefur líka skrifað lciklistargagn- rýni? „Já, ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og skrifaði leiklistargagnrýni í Tímann um nokkurt skeið. Ég hætti því síðan vegna anna við kennslu og bókavarðar- starfið en ekki vegna þess að ég hefði misst áhuga á leiklistinni." - Hvernig var gagnrýni þinni tekið? „Ég þótti strangur dómari og harður í horn að taka enda voru vinsældirnar á meðal leikhússfólksins eftir því. Ég er sammála Bernhard Shaw þegar hann sagði að „fyrsta og eina ást leikara er hann sjálfur," þó ég eigi fullt af góðum vinum meðal leikara. Annars eru leikar- ar ekki einir um að vera sjálfmiðaðir og sjálfselskir. ■ í kennslustund í Málaskóla Halldórs. Valtýsdóttir og Róbert Arnfinnsson ekk- ért síðri en starfsfélagar þeirra erlendis og í stöku atriðum voru þau jafnvel betri. Aukahlutverkin voru hins vegar betur leikin í London og París. sælli en franska. Sjálfsagt stafar það af auknum ferðum Islendinga til Spánar og Ítalíu, en auk þess er franskan mun erfiðari fyrir íslendinga, sérstaklega vegna framburðarins. Það er miklu auð- veldara að bera fram spænsku og ítölsku því að mörg hljóð í þeim málum eru skyld íslenskum. Það gerir íslendingum ennfremur auðveldara fyrir hvað mál- fræðin okkar er flókin, ef íslendingar kunna sína málfræði þá veitist þeim tungúmálanámið léttara. Nemendur skólans eru á öllum aldri, sá elsti sem var 76 ára lærði ítölsku í fjögur ár og gekk mjög vel.“ - Heldurðu að námshæfnin minnki ekkert með aldrinum? „Minnið minnkar með aldrinum, en skilningurinn verður kannski meiri þannig að menn geta verið fljótari að skilja og grípa reglurnar en gleyma svo aftur á móti orðunum. En þetta er mjög einstaklingsbundið. Við förum líka inn á bókmenntirnar í tungumálanáminu, og nú er t.d. sá hópur sem lengst er kominn í ítölsku að fara að lesa bókina „Maður“, eftir hina frægu ítölsku blaðakonu Oriana Fallaci. Alræði meðalmennskunnar Úr því að við erum að ræða hér um Offramleiðsluvandamál í íslenskri leikritun Við fórum þó að sjá Jómfrú Ragnheiði um daginn, sem er mjög vel gerð og góð sýning. Reyndar sáum við líka Garð- veislu sem að mínu mati er ekki sýning- arhæft verk og fyrir neðan virðingu Þjóðleikhússins að sýna það. Boðskapur höfundar um Adama og Evur hittir ekki í mark, enda er textinn flatur og litlaus. Hér áður fyrr vildu leikhúsin helst ekki líta við nýjum verkum eftir íslenska höfunda. Nú er öldin önnur, alit innlent þykir gott og fagurt og nú er svo komið að við eigum við offramleiðsluvandamál að etja í þessum efnum. Afkastamestu ■ Þessi mynd af húsi þeirra hjóna að Miðstræti 7 var tekin veturinn 1910. Eins og sjá má heldur húsið upprunalegu útliti sínu. ■ „Mér hefur oft fundist að karlmenn komi fram við okkur eins og við komum fram við þá...“ Að mínu áliti á gagnrýnandinn að vera einlægur eins og barn„ ef maður skrifar ekki eins og út úr hjartanu þá á maður ekkert að vera að því. Hálfsann- leikur er eitur í mínum beinum og gagnrýnandinn á ekki að skrifa útfrá því sjónarmiði að dómar hans falli í góðan jarðveg." - Hvað finnst þér um leiklistargagn- rýnina sem nú er skrifuð? „Ég fylgist nú svo lítið meðTeikhúslíf- inu núna að ég get ekki dæmt um það. Ég fékk mig fullsaddan af leikhúsi og núna er ég feginn að þurfa ekki að fara í leikhús. Annars finnst mér Jón Viðar Jónsson bæði rökfastur og ritfær. Það gat stundum orðið ansi mikið um leikhúsferðir eins og einhverju sinni þegar við sáum „Hver er hræddur við Viriginiu Woolf“ í London, París og Reykjavík sömu vikuna. En það merki- lega var að okkur þóttu íslensku leikar- arnir í aðalhlutverkunum, þau Helga leikskáldin semja kannski tvö leikrit á ári. Henrik Ibsen lét hins vegar nægja að skrifa eitt leikrit á tveimur árum og var leikskáldskapur þó hans eina starf. Annars ætla ég ekki að fara að gerast leiklistargagnrýnandi Tímans aftur, nema þá ég fái greitt fyrir,“ segir Halldór og hlær við. - En hefur þingmannssonurinn aldrei skipt sér af pólitík? „Nei, ég segi eins og Sigurður Guð- mundsson skólameistari sagði umsjálfan sig: „Ég er pólitískt viðrini". Ég hef aldrei verið flokksbundinn og verð það heldur aldrei. Auðvitað hef ég mínar pólitísku skoðanir, en þær eru ekki bundnar við neinn flokk og ég læt þær ekki uppi. Það sakar þó ekki að geta þess að ég tel Ólaf Jóhannesson langfærasta og heilsteyptasta stjórnmálamann, sem íslendingar hafa eignast um langt skeið og má líta á þetta sem eins konar afmæliskveðju til hans.“ - Hvcmig er starfsemi Málaskóla Halldórs háttað? „Þetta er kvöldskóli og ég kcnni langmest sjálfur en auk mín kenna svona 3-5 kennarar einum flokki eða svo. Við leggjum áherslu á fámenna flokka til að hverog einn fái meiri athygli og þjálfun í að tala auk þess sem við kennum að sjálfsögðu allar riauðsynlegar málfræði- reglur“. - Hafa Islendingar mikinn áhuga á að læra erlend tungumál? „Já, tvímælalaust og það stafar af því að það eru svo sárafáir sem skilja íslensku að við neyðumst til að læra erlend mál. Fólk hefur almennt mestan áhuga á að læra ensku en þetta gengur þó dálítið í sveiflum. Núna eru spænska og ítalska mjög vinsæl mál, miklu vin- skólamál, langar mig til að minnast svolítið á grunnskólalöggjöfina og skóla- rannsóknirnar. Grunnskólalagapostul- arnir og skólarannsóknamennirnir virð- ast flestir vera boðberar meðalmennsku og lágkúru. Með grunnskólalögunum var komið á alræði meðalmennsku. Eng- inn má skara fram úr. Blátt bann er lagt við því að skapa hollan metnað meðal nemenda. Með einkunnir er farið eins og mannsmorð. Þeir skólarannsóknamenn sem vilja ganga lengst í vitleysunni, telja að leiðréttingar kennara sé ómakleg árás eða gagnrýni á foreldra nemenda. Menn sem hugsá svona gera sig seka um árás á heilbrigða skynsemi. Mér er spurn til hvers skólar og kennarar séu eigin- lega. Fyrirmyndin að grunnskólalögun- um var sótt til Svía. Nú er svo komið að mörgum sænskum stúdentum er synjað um skólavist í háskólum bæði í Frakkl- andi og Þýskalandi og eingöngu sökum slælegs undirbúnings og ófullnægjandi leiðsagnar eða tilsagnar. í þættinum, íslenskt mál fjallaði Jón Aðaisteinn Jóns- son nýlega um íslenskukennslu á ákaf- lega greinargóðan og skeleggan hátt. Það var sannarlega kominn tími til þess að vekja máls á þessu ófremdarástandi. Ég hef heyrt á skotspónum að Svíar séu að gefast upp á sínu eigin kennslukerfi, er varðar grunnskóla. Þeir virðast vera að hallast á þá skoðun að grunnskólarnir séu ekki reistir á traustum grunni." - Þú skrifaðir mjög skorinorða grein um þýðingar í Morgunblaðið fyrir skömmu. „Ef það stendur skrifað að verk hafi verið þýtt á íslensku eða verið íslenskað þá ber þýðandanum að virða frumtext- ann, vera honum eins trúr og frekast er unnt. Stundum er þó ekki hægt að þýða eftir frumtextanum og þá verður maður að ímynda sér hvað fslendingar myndu segja við þær kringumstæður sem textinn lýsir, eða ákveðið atvik. Þórarinn Björnsson skólameistari sem þýddi Jó- hann Kristófer snilldarlega sagði: „Þegar ég var að þýða þetta verk ímyndaði ég mér að ég væri að tala við sveitunga mína norður við Víkingavatn og ég vildi tala við þá á þeirra eigin máli.“ Þýðendur sem endursegja í stað þess að þýða, sigla undir fölsku flaggi. Ef menn kjósa fremur að endursegja en þýða, ættu þeir að sjá sóma sinn í því að kalla sjálfa sig endursagnamenn en ekki þýðendur. Það er sitt hvað.“ ✓ „Utgáfufyrirtækin kaupa köttinn í sekknumu Sumar þýðingar eru svo snjallar að við höldum að þær séuíslenskar að uppruna, til marks um það er: „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Flestir halda að þetta sé úr Hávamálum, en svo1 er ekki. Þetta er þýðing eftir Sveinbjörn Egilsson. Annað dæmi um góða þýðingu er: „Græddur er geymdur eyrir“, sem er þýðing á breska málshættinum „ A penny saved is a penny earned". Við íslending- ar gætum að vísu dregið sannleiksgildi þessara orða í efa, en það er annað mál. Mig minnir að Bjarni frá Vogi hafi þýtt þetta spakmæli. Góð þýðing einkennist af því að við höldum að þetta hafi alltaf verið til í málinu og galdurinn er að þýða þannig. En til þess þarf þýðandinn að vera rammíslenskur og hafa íslensk eyru, auk þess sem það kostar mikla yfirlegu. Góð þýðing fæst einungis með mikilli vinnu." - Þú gagnrýndir mjög þýðingar Guð- bergs Bergssonar í grein þinni. „Að mínum dómi skortir Guðberg sjálfsaga sem þýðanda, skírleika í hugs- un og framsetningu. En annað sem ég furða mig á og ekki er Guðbergi að kenna er það hvernig á því stendur að útgáfufyrirtæki skuli kaupa köttinn í sekknum á þennan hátt. Þetta hefur ekki aðeins hent Mál og menningu heldur líka Almenna bókafélagið. Eg get alls ekki skilið hvers vegna þau leita ekki til dómbærra manna áður en þau kaupa slíka vinnu. Vilmundur Jónsson landlæknir skip- aði rithöfundum í flokka eftir því hvaða stíl þeir skrifuðu. Að hans áliti skrifaði Pálmi Hannesson rektor fífilbrekkustíl sem einkenndist af mikilli grósku. Helgi Hjörvar skrifað smjattstíl. Þeir sem muna flutning Helga vita hvað Vilmund- ur átti við. Vilmundur Þ. Gíslason fyrrverandi útvarpsstjóri skrifaði pend- úlsstíl eða dingulstíl, sem einkenndist af því að þegar honum fannst hann hafa fullyrt of mikið dró hann í land. Um Niels Dungal sagði Vilmundur að hann skrifaði svefnrofastíl. Bók Dungals „Blekking og þekking" er í þeim stíl: þegar maður byrjar að lesa hana finnst manni hún opinbera dýrlega speki en það álit breytist þegar maður er vaknað- ur til fulls. Guðbergur skrifarhins vegar hundasundsstíl og á ég þá einvörðungu við þýðingar hans. En menn sem stunda hundasund kunna ekki að synda og hafa aldrei lært það.“ - Þarf inaður þá að læra að þýða? „Maður verður að kunna tungumálið sem maður þýðir úr og sitt eigið tungu- mál nokkuð skikkanlega. Við höfum átt afbragðsþýðendur en það eru alltof margir sem kasta til þess höndunum. Ég álít að til þess að þýðing verði góð þurfi þýðandinn að hafa brennandi áhuga á því sem hann er að þýða.“ Að þessum orðum Halldórs mæltum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.