Tíminn - 27.03.1983, Page 12

Tíminn - 27.03.1983, Page 12
12 SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 ■ Al' ug til birtast í fjölmiilluni licr á lundi fréttir (>t> I'rasagnir af svukölluðum „fljúgandi f'uröu- hlutuin“ eöa „fljúgandi diskum“, þ.e. einkenni- lcgum hlutuin eöa ljúsfyrirbri}>öum á hinminum. Marjjir álíta aö þessi l'yrirhri|>öi séu farartæki vitsmunavera frá uörum hnuttum sent hcintsæki juröina meö leynd uöru hverju. Hér kemur fram að þessi skoðun er á niisskilningi byggö, ug aö aðrar einfaldari ug cölilegri skýringar séu fyrir hendi. Heimsækja vitsmunaverar frá öðrum hnöttum jörðina með leynd? ■ Sérkennilegar skýjamyndanir eru oft uppspretta frásagna um fljúgandi furðuhluti eins og í þessu dæmi Hvað eru fljúgandi furðuhlutir? Saga hinna tljúgandi furöuhluta er ckki ýkja löng. Fyrirbrigði þessi munu fyrst hafa komið í heimsfrcttirnar árið 1946 þegar fólk í Svíþjóð sá hluti á himinhvolfinu sem þaö bar ckki kennsl á. Um „fljúgandi diska" var fyrst fjallað í bandarísk- um fjölmiðlum í júní 1947 cftir aö flugmaður einkavclar, Kenneth Arnold að nafni, lýsti undar- legum hlut á fleygiferð sem hann hafði orðið var við yfir Washingtonfylki. Fáum vikum síðar höfðu borist frásagnir af ókennilcgum hlutum að sama tagi frá öllum fylkjum Bandaríkjanna, og líka frá Kanada, Ástralíu, Bretlandi og íran. Sýn Kenneth Arnolds, sem að líkindum var bandarísk hcrþota, varð upphafið að því sem nefnt hefur veriö „UFO-business" þar vestra, en við liggur að útgáfa bóka og tímarita. gerð kvikmynda og starfræksla rannsóknarstöðva er sinna fljúgandi furðuhlutum sc orðin að sérstakri atvinnugrein í Bandaríkjunum sem þúsundir manna hafa fram- færi sitt af. í gagnabanka Stofnunar til rannsúknar á fljúg- andi l'uröuhlutum (Centcr for UFO Studies) í Evanston í Illinois í Bandaríkjunum, sem J. Allen Hynek veitir forstöðu, cr að finna fleiri en 60 þúsund frásagnir fólks af fljúgandi furðuhlutum í 140 löndum. Sumar frásagnirnar eru að vísu teknar úr gömlunt ritum, s.s. Heilagri ritningu, en túlkaðar í ljósi nútímans. í 2000 tilvikum eiga furðuhlutir að Itafa skilið eftir sig efnislegar lcifar; í 1500 tilvikum kveðst fólk hafa haft náin kynni af geimverum; 400 dæmi eru um að furðuhlutir hafi stöðvað bifreiðar með einhvers konar orkugeisl- um, og þannig mætti áfram telja. Annars eru frásagnirnar ekki flokkaðar eftir áreiðanleika; rannsóknarstofnunin skráir niður allar frásagnir sem henni berast. Aftur á ntóti viröast vitnin mörg hver vera hiö árciðanlegasta fólk: vísindamenn, þ.á.m. stjörnufræðingar, hermenn, flugmena, flugumferðarstjórar o.s.frv. Hvað sá stjörnufræðingurinn? Við skulum kynna okkur forvitnilegt dæmi um loftsýn áreiðanlegs vitnis. 5. október 1973 var þrautþjálfaður stjörnufræðingur að rannsaka næt- urhimininn nálægt Tucson í Arizona í Bandaríkj- unum. Þá sá hann fyrirbrigði á himninum sem var „sláandi og óvcnjulegt" og hann skrifaði því niður á blað það sem fyrir augun bar meðan minnið var fcrskt til þess að gcta leitað skýringar á sýninni síðar. Eftirgrennslan stjörnufræðingsins leiddi í Ijós aö „furðuhluturinn" sem hann hafði séð var partur af eldflaug sent flugherinn hafði skotið á loft frá Vandenberg-hervellinum í Kaliforníú, meira en 800 kílómctra í burtu. Talsmaður hersins skýrði honum frá því að frásagnir um fljúgandi furöuhluti kæmu iðulega í kjölfar þess að þeir skytu slíkum flaugum á loft. meira að segja frá jafn fjarlægum stöðum og Oregon og Nýja Mexikó. Eftir að stjörnufræðingurinn hafði fengið full- nægjandi „skýringu á loftsýn sinni skoðaði hann minnismiða sína til að ganga úr skugga um hvernig athyglisgáía sín væri í stakk búin til að nema svo óvæntan og hraðfleygan atburð sem loftsýnin var. í Ijós kom að minnispunktar hans voru um margt mjög ónákvæmir og ósamkvæmir. Þeir eru til marks um það liver skilningarvit manna og minni eru brigðul, og að jafnvel þaulreyndum rannsókn- armönnúm geta orðið.á skyssur sem skekkja mat þcirra á reynslu sinni. Ekkcrt bendir til heimsókna frá öörum hnöttum Enda þótt mörgurn dæmum um fljúgandi furðu hluti hafi verið safnað saman af áhugafólki og opinberum rannsóknarncfndum á undanförnum þremur áratugum hefur ekkert verið leitt í ljós sem bendir til heimsókna frá öðrum hnöttum eða að einhvers konar yfirnáttúrlegra skýringa sé þörf á loftsýnum manna. Þegar farið er ofan í saumana á þeim frásögnunt fólks á fljúgandi furðuhlutum sem unnt er að rannsaka kemur í Ijós að það hefur séð náttúrufyrirbrigði af cinhverju tagi: fasta- stjörnur eða reikistjörnur. loftsteina. skýjamynd- ir; eða hluti sem menn hafa smíðað: flugvélar, loftbelgi, veðurtungl eða eldflaugar, Edward U. Condon sem stjórnaði rannsókn bandaríska flug- hersins á fljúgandi furðuhlutum á árunum 1966- 1969 greinir frá mörgum slíkum dæmum í loka- skýrslu sinni Final Repurt uf the Scientiflc Study uf Unidentifíed Flying Objects. Að sömu niður- stöðu hníga rannsóknir sem þeir Philip J. Klassog Robcrt Scheaffer hafa framkvæmt og skýrt er frá í bókunum UFO's Explained (1976) og The UFO Verdict (1981). Biekkingar hafðar í frammi Margar frásagnir af fljúgandi furðuhlutum reyn- ast við athugun blckkingar einar. Margvíslegar ástæður geta legið til þess að fólk kýs að hafa í frammi syik og pretti um þcssi efni: til að skemmta sér, til að beina athygli að sér, til að komast í fjölmiðla cða græða peninga. Vísindarithöfundur- inn Philip J. Klass hefur rakið fjöldamörg dænti um slík svik í fyrrncfndri bók sinni. M.a. hefur hann sýnt frani á að atvik sem áhangendur þeirrar skoðunar að fljúgandi furðuhlutir séu geimskip vitsmunavera frá öðrum hnöttum hafa talið mark- verðustu sannanir fyrir heimsókn utan úr geimn- um eru blekkingar einar. Eins hefur Klass greint frá sögu Ijósmynda af fljúgandi furðuhlutum og sýnt hvernig farið ltefur verið að því að falsa þær. Skynjunarvillur Loftsýnir fólks geta líka verið skynjunarvillur. Þegar augað verður fyrir sjónáreiti túlkar heilinn það ágrundvejli reynslunnar. fyrri þckkingar. Það er auðvclt að skjátlast um stærð hluta, fjarlægð. hraða og lögun. Alkunna er og að ofskynjanir einkennast af því að menn telja sig sjá sterk ljós. Skynjunarvillúr þurfa ekki að vera bundnar við einn cinstakling, t.a.m. er oft um sameiginlegar skynvillur að ræða við ntúgsefjun. Öll höfum við lesið um galdrafár fyrri alda þegar hópar fólks töldu sig sjá nornir og púka. Frægt er líka dæmið frá New York árið 1938 þegar útvarpsleikrit H.G. Wclls í búningi Orsons Welles leiddi til ringulreiðar í borginni og fjöldamargir voru sannfærðir um að þeir hefðu séð Marsbúa spígspora um götur. Minni manna er brigðult Þá ber að hafa í huga starfsemi minnis manna er flókin, og við þekkjum lítt þann búnað sem þar er að verki. Við vitum hins vegar að minni okkar er brigðult. Frank Drake, prófessor í stjörnufræði við Cornellháskóla í New York. bendir á að nærri helmingur fólks sem segist hafa séð loftsteina falla til jarðar greinir ónákvæmlega frá sýninni þegar degi síðar, frásögnin verður síðan æ ónákvæmari næstu daga og á fimmta degi er svo komið að í frásögnini er „meiri ímyndun en sannleikur". Einnig bcr að minnast þess að hörmulega fjölmennur hópur fólks á við ýmis konar sálsýki að stríða og sumu þessu fólki er ekki sjálfrátt. Það verður fyrir margvíslegri reynslu í hugarheimi sínum og ruglar henni óafvitandi saman við veruleikann. Alltaf eru þeir einhverjir sem taka mark á uppspuna slíks fólks, oftast vegna þess að ekki er vitað um veikindi þess. Vitsmunaverur á öðrum hnöttum? Sú hugmynd að óskýrð ljósfyrirbrigði á himnin- um séu farartæki vitsmunavera frá öðurm hnöttum er að sjálfsögðu sprottin af geimferðarannsóknum og geimferðum. Ef við getum ferðast með geim- flaugum til tunglsins og annarra reikistjarna hví skyldu þá vitsmunaverur á öðrum hnöttum sem ef til vill búa að miklu þroskaðri tækni ekki geta heimsótt jörðina? Fýrst er þess að geta að við vitum ekki einu sinni hvort lif er á öðrum hnöttum, þótt nokkrar líkur bendi til þess að skilyrði til þess að líf geti kviknað séu á þekktum plánetum í sólkerfi okkar. Og ef líf hefur í rauninni kviknað einhvers staðar í óravíddunt geimsins þá er álls ekki víst að það sé vitsmunalíf. Tilgátan um að vitsmunaverur frá öðrum hnöttum heimsæki jörðina með leynd fær ekki stuðning af neinum marktækum gögnum, og skynsamlegast virðist að vísa henni á bug sem hverri og annarri hégilju. Ef einhver í hópi lesenda telur sig aftur á móti geta leitt rök að gagnstæðri skoðun er Helgar-Tíminn reiðubúinn til að hafa milligöngu um að koma honum í samband við fyrrnefndan Philip J. Klass. Hann hefur nefnilega heitið því að greiða hverjum þeim scm fært getur óyggjandi sannanir fyrir heimsókn vitsmunavera frá öðrum hnöttum til jarðarinnar 10 þúsund Bandaríkjadali í verðlaun. Þetta boð hans hefur staðið frá árinu 1966 og margsinnis verið ítrekað í víðlesnum blöðum. Enn hefur enginn gefið sig fram og hreppt verðlaunin. Hvað veldur? Við látum lesendum eftir að ráða þá gátu. GM.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.