Tíminn - 27.03.1983, Síða 24
SUNNUDAGUR 27. MARS 1983
24
nútíminn
■ í Samvinnuskólanum í Bifröst í
Borgarfirði er árlega haldin sönglaga-
keppnin Bifrovision. ÁBifrovision 1983,
sem fór fram laugardaginn 19. mars
sungu 22 nemendur 14 lög við undirleik
skólahljómsveitarinnar.
Keppnin fór þannig fram að þátttak-
endur fengu sér umboðsmenn sem
auglýstu þá undir dulnefni fyrir keppn-
ina. Umboðsmennirnir beittu ýmsum
ráðum til að vekja athygli á umbjóðend-
um sínum. Þeir hengdu upp auglýsingar-
skilti, gáfu poppkorn og appelsínur,
héldu uppi áróðri t' lokaðri útvarpsrás
skólans og gerðu auglýsingar í sjónvarps-
stúdíóinu. Sköpuðu þeir góða stemningu
fyrir keppnina svo og kátínu.
Keppnin sjálf hófst með því að skot-
hríð kvað við og hljómsveitarmeðlimir
hlupu hálfbognir, klæddir hermanna-
göllum, upp á senuna sem útbúin var
■ Hreppsnefndin á sparifötunum kyrjaði lagið Jón var kræfur karl og hraustur. Hálfdán Örlygsson, Helgi Haraldsson og
Hreinn Stcfánsson.
■ Fnmann F.F. Flycring, Sigurður
Kristinn Björnsson úr Hrísey söng
smjörgreiddur.
Ijósmyndir: Hrafn M. Heimisson.
BIFROVISIOW 1 SAM-
VINNUSKÓLANUM
— Wibe Westlund (Guðmundur B. Steinþórsson) sigraði
sem vígvöllur. Síðan sungu keppendur
lögin sín hver á fætur öðrum. Ðómarar
í keppninni voru áhorfendur, en þeir
höfðu komið víðs vegar að af landinu.
Dulnefni keppenda voru hin ótrúleg-
ustu: Úrgangarfafulli, Lúthersku línurn-
ar, Hallgerður langbrók, Frímann F.F.
Flyering, Gabríel, Casanova,
Bestfrend, Dropar, Wibe Westlund sem
sigraði, Sara Maradonna, Kalli kynóði,
Rochdale-flokkurinn og Lady Chatter-
ley.
Að keppni iokinni lék skólahljóm-
sveitin fyrir dansi fram eftir nóttu. Allir
skemmtu sér konunglega án áfengis, en
slíkt er ekki notað í Bifröst.
Þ.A-J
■ Kalli kynóði, réttu nafni Þórarínn
Pálmi Jónsson, söng lagið „Gednó“.
1
■ Umboðsmaður Casanova, Friðgeir
Guðjónsson, kemur í salinn. Hann
hreppti öll verðlaunin sem veitt voru
fyrir bestu auglýsingabrellurnar.
■ Sigurvegarínn, Wibe Westlund, réttu nafni Guðmundur Björn Steinþórsson.
Hann söng lagið Rocabilly Rebel af innlifun, með brillíantín í hárínu.
■ Hersveitin, • skólahljómsveit Samvinnuskólans. T.f.v. Pálmi B. Almarsson,
bassaleikari, Halldór Bachmann, á strengjavél, Sigurjón Sigurðsson, trommuleikari,
Ragnar Þ. Guðgeirsson, gítarleikari og Guðný Traustadóttir, hljómborðsleikarí.
■ Bestfrend-tríóið varð í öðru sæti. T.f.v. Þórður Bachmann, Þórir Aðalsteinsson
og Óskar Sigmundsson. Þeir piltar sungu lagið um Vinnuskólann.
■ Dropar urðu í 3ja sæti. Það voru þær
Hildur Árnadóttir og Krístjana J. Þor-
láksdóttir sem sungu lagið Can’t go back.
■ Casanova, Vilhelm Guðbjartsson,
syngur lagið sitt.