Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 3
3
FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1983
fréttir
Lögregluvakt við Einar
Benediktsson:
„VANTAR MIKIÐ
Á AÐ BÁTURINN
FÁI SKÍRTEINI”
segir Páll Guðmundsson
hjá Siglingamálastofnun
■ Varðskipsmenn af Ægi stvrdu Einari Benediktssyni til Hafnarijarðar.
Timamynd GE
■ Lögregluvakt er nú við „mótorbát-
inn“ Einar Benediktsson þar sem hann
liggur við bryggju í Hafnarfirði, en
þangað kom hann í fylgd varðskipsins
Ægis um hádegisbilið í gær. Var Ægi
stefnt að bátnum þar sem hann var við
veiðar á Vestfjarðamiðum vegna þess að
haffærnisskírteini hans var útrunnið.
Fóru varðskipsmenn um borð og stýröu
skipinu til hafnar.
Við komuna til Hafnarfjarðar var
skipstjóri bátsins færður til yfirheyrslu
hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, en
þar er búist við að sjópróf í málinu fari
fram í dag.
',,Ég held að útgerð Einars Benedikls-
sonar hafi fengið lengri tíma til að koma
hlutunum í lag en kannski telst eðlilegt
svo að ég get ekki séð að þeir hafi ástæðu
til að kvarta," sagði Páll Guðmundsson
hjá Siglingamálastofnun ríkisins þegar
Tíminn bar undir hann ummæli Níelsar
Ársælssonar. skipstjóra á Einari Bene-
diktssyni um að báturinn hcfði verið
færður til hafnar í hefndarskyni, en
þannig komst hann að orði í blaðaviðtali
í gær.
Páll sagði að mikið hefði vantað á að
báturinn uppfyllti íslenskar öryggiskröf-
ur þegar hann fyrst kom ti! landsins.
Síðan hefði verið gert við flest. en þó
vantaði enn talsvert á. „Það eru ein
fjögur atriði sem aldrei hefur verið
gengið frá. í svipinn man ég eftir að það
vantar lensidælu á millidekkið, brúna-
dælur eru ekki sem skyldi og rafkerfið er
úr sér gengið. Einnig vantar loku fyrir
skutrennuna," sagði Páll.
Loks sagði Páll að reglan væri sú að
sömu kröfur væru gcrðar til gamalla
skipa sem flutt væru til landsins og nýrra
skipa. -Sjó
mmmmmmm^mtm^mm^mmmmm*
Bráðabirgðalög um gjaldskrár
orkufyrirtækja:
nýsettra laga”
■ Stjórn Landsvirkjunar telur að
bráðabirgðalög, eráskilja samþykki iðn-
aðaráðherra fyrir hækkunum á gjald-
skrám orkufyrirtækja brjóti í bága við
ákvæði nýsettra laga um Landsvirkjun
að því er varðar ákvörðun orkuverðs.
í ályktun stjórnar Landsvirkjunar,
sem samþykkt var samhljóða, segir, að
lögin sem um er rætt hafi verið byggð á
samkomulagi ríkisins, Reykjavíkur-
borgar og Akureyrarbæjar"... og kom
fram við gcrð samkomulagsins sú ein-
dregna skoðun sveitarfélaganna að virða
ætti sjálfsforræði Landsvirkjunar í
gjaldskrármálum fyrirtækisins. Jafn-
framt hefur komið fram opinberlega að
tilefni setningar þessara bráðabirgðalaga
hafi sérstaklega vcrið fyrirhuguð hækk-
un á gjaldskrá Landsvirkjunar..."
Af þessu tilefni vill stjórn Lands-
virkjunar m.a. takafram, að í samkomu-
lagi fyrirtækisins við iðnaðarráðherra.
sem gert v'ar í apríl 1982, hafi verið gert
ráð fyrir að gjaldskrárhækkanir næsta ár
yrðu miðaðar við að hallalaus rekstur
næðist á árunum 1982 og 1983 saman-
lögðum.
„Þegar samkomulagið var gert. var
reiknað með því að 21-22% hækkun á
ársfjórðungi nægði til að ná þessu mark-
miði, en í samkomulaginu fólst
jafnframt, að til meiri hækkana þyrfti að
koma. ef nauðsynlegt reyndist til þess að
ná umræddu markmiði vegna mikillar
verðbólgu. Svo fór eins og öllum er
kunnugt, að verðbólga á árinu 1982 og
það sem af er þessa árs hefur reynst
miklu meiri en ráð var fyrir gert og hefur
því reynst nauðsynlegt að fara nokkru
lengra í verðhækkunum en þá var búist
við,“ segir í ályktuninni.
Ennfremur segir: „Þrátt fyrir þá
stefnu, sem fram kemur í hinum nýju
bráðabirgðalögum, hlýtur stjórn Lands-
virkjunar að reikna með því, að iðnaðar-
ráðuneytið muni fallast á sanngjarnar
tillögur Landsvirkjunar um gjaldskrár-
hækkanjr í samræmi við fyrra samkomu-
lag aðila um það mál,“ segir í ályktun-
inni.
Vegna óvissu um afkomu fyrirtækisins
á árinu. telur stjórn Landsvirkjunar
Önnumst allar breytingar og viðhalds-
þjonustu á fasteignum fyrir einstak-
linga, stofnarnir. fyrirtæki og hus-
félög Þeir sem gera viðhaldssamning
við okkur fá þá þjónustu sem enginn
annar býður upp á.
Reikningar verða aðeins lagðir fram
fyrir unna tíma í hvert sinn. Fyrsta
flokks þjónusta.
GREIÐSLUSKILMÁLAR.
Hringió og biójió um bækling!
VERKTAKAIÐNAÐUR HF
SKIPHOLT 19. 105 REYKJAVIK. SIMI 29740
óhjákvæmilegt að fresta öllurn frekari
ákvörðunum um nýjar framkvæmdir á
árinu"... en að sjálfstöðu verður haldið
áfram með þær framkvæmdir, scm þcgar
hafa verið gerðir samningar um," segir í
ályktuninni.
-Sjó.
„Brjóta í bága
við ákvæði
Tökum að okkur
ytingar og viðhald
fyrir fyrirtæki, húsfélög og stofnanir.