Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 9
Tómas Arnason, viðskiptaráðherra: Iðnaðarráðherra á að stjórna mál- efnum iðnaðarins ■ Það er furðulegur málflutningur Þjóðviljans og Hjörleifs Guttormssonar að ráðast að mér vegna málefna iðnaða.r- ins. Lækkun verðbólgu besti stuðningurinn við iðnaðinn Iðnaðarráðherra áttar sig ekki á því. að besti stuðningurinn við iðnaðinn er að skapa iðnfyrirtækjunum rekstr.ar- grundvðll. Alþýðubandalagið hefir ekki fengist til að taka raunhæft á verðbólgumálun- um. Þann flokk skortir allt þrek til þess eins og dæmin sanna. Þeir svikust undan því að breyta vísitölukerfinu, sem gengur gegnum allt hagkerfið, en ríkis- stjórnin hafði lýst því tvisvar yfir að svo yrði gert. Endalokin urðu þau, að þeir heyktust á að samþykkja vísitölufrum- varp forsætisráðherra. hans manna og okkar framsóknarmanna. Veiki hlekkurinn í ríkisstjórninni hefir verið Alþýðubandalagið gagnvart verð- bólgumálunum. En vegna þessa héfirverðbólgan vaxið og torveldað rekstur iðnaðarins. Þetta virðist iðnaðarráðherra ekki skilja. Verðbólgan er versti óvinur iðnaðar- ins. Iðnaðarráðherra ber skylda til að reyna að skapa iðnaðinum rekstrarskil- yrði. sérstaklega mcð lækkun verðbólgu. Alþýðubandalagið á móti lækkun skatta á iðnað Það er raunalegt að vita til þess. að það skyldi þurfa að vera viðskiptaráð- þær tillögur voru samþykktar. Hvers vegna lagði sjálfur iðnaðarráðherra þetta ekki til? Alþýðubandalagiö barðist gegn þessu en neyddist til að lækka gjöjdin. að vísu minna en ég lagði til. Það var einnig ég. sem lagði til að gcfa frjálsa álagningu á innlenda iðnaðar- framleiðslu. Ræfíldómur Alþýðubandalagsins Ráðuneyti Alþýðubandalagsins. iðn- aðarráðuncytii télagsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti, liafa liáft ótal tæki- færi til að styðja iðnaðinn. Það tók Svavar Gestsson þrjú ár að láta setja reglur um íslenskar gæðakröfur til inn- ■ Tómas Árnason Það er heimilt að leggja á svonefnda undirboðsskatta á innfluttar iðnaðar- vörur. sem eru boðnar undir kostnaðar- verði. Hvað hefir fjármálaráðherra gert í þcssu? Nákvæmlega ekkert. Það er og heimilt að leggja tolla á innfluttar vörur. sein njóta ríkisstyrks í öörum löndum. Hvaö hefir fjármálaráðherra gert í þessu? Ekkert. Iðnaðarráðherra heldur að þetta heyri undir mig, en svo er ekki. Ég segi því við þá Alþýðubandalags- menn! Mcnn.lítið ykkur nær. Fjármálaráðherra hefir þveröfugt við sósíalista í Frakklandi fjölgað innflutn- ingshofnum til að flýta tollafgrciöslu. Hann hefir einnig flutt frunivarp um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum og ■ Hjörleifur Gultormsson innfluttum vörum. Allt þetta eykur samkeppni við íslenskan iðnað. Verðbólgan og aftur verð- bólgan Ein stærstu svik Alþýöuhandalagsins viö iðnaðinn eru þreklcysið í verðbólgu- málum. Þaö skapar mesta erfiðleika fyrir iðnaðinn. Iðnaöarráðhcrrann á að stjórna mál- cfnum iðiiaöarins og skapa honum eöli- leg vaxtarskilyröi. í stað þess æpa Alþýðubandalagsmenn á viöskiptaráð- herra og ætla honum að sjá fyrir iönaðin- um. herra, sem lagði til í ríkisstjórn að lækka launaskatt og aðstöðugjald á iðnaði. En fluttra húsa til að hefta innflutning á þeim, en byggingareglugerðir eru scttar af Félagsmálaráðuneytinu. Halldór Kristjánsson: STEFNA BANDALAGS JAFN- AÐARMANNA ER ÓGÆFULEG Stefna Bandalags jafnaðarmanna er ógæfuleg ■ Sagt er að skoðanakannanir bendi til þess, að Bandalag jafnaðarmanna eigi nokkru fylgi að fagna í höfuðstaðnum. Vera má, að þar eigi hlut að máli sú tilfinning, að formaðurinn sé einn að berjast gegn sameinuðu flokkavaldi og þar með öllu valdakerfi þjóðarinnar. Ætla verður þó, að þegar til alvörunnar kemur, ráði hitt afstöðu manna, hvort þeir hafa trú á þeirri stefnu sem Banda- íagið boðar. Því skal nú fara fáeinum orðum um meginatriði stefnunnar. Einkenni þingræðis Þingræðið byggist á því, að þjóðkjörið þing myndar ríkisstjórn og meirihluti þings styður hana. Missi hún meirihluta hættir hún og önnur tekur við. Þetta fyrirkomulag á að tryggja að þing og stjórn vinni saman. Stjórnir ýmsra þýðingarmikilla stofnana eru kosnar hlutfallskosningu á Alþingi. Það á að tryggja að minnihlutinn hafi ítök í stjórn þjóðfélagsins og hans sjónarmið komi fram sem víðast þegar málum er ráðið og ákvarðanir teknar. Auðvitað er ekkert mannlegt alfull- komið og stjórnendum verða á mistök. Þó mun ekki auðvelt að benda á nokkurt stjórnarform, sem betur hefur gefizt en þetta. En auðvitað má kalla alla mála- miðlun hrossakaup, allt samkomulag helmingaskipti, alla samstjórn sam- ábyrgð o.s.frv. Hugsjón Bandalags jafnaðarmanna Bandalag jafnaðarmanna vill taka myndun ríkisstjórnar úr höndum Al- þingis. Það vill iáta kjósa með almennri kosningu allra landsmanna, forsætisráð- herra, sem síðan velur eftir eigin höfði menn í ríkisstjórn með sér. Sömuleiðis mun hann og stjórn hans skipa valda- stofnanir, svo sem bankaráð, stjórn Framkvæmdastofnunar o.s.frv. Hér skiptir engu máli þó að einhverjir tali um að leggja núverandi Framkvæmdastofn- un niður. Allir vilja hafa einhverja framkvæmdastjórn. Þessi hugsjón Bandalags jafnaðar- ■ Halldór Kristjánsson manna er sögð stefna að því að losa framkvæmdavaldið úr pólitískum viðj- um Alþingis. Nýtt í sögu veraldarinnar Formaður Bandalags jafnaðarmanna er sagnfræðimenntaður. Hann hlýtur því að vita að allt framkvæmdavald hefur verið pólitískt frá því sögur hófust. Hann veit, að allir stjórnendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda sínum gæðingum fram til metorða, auðs og valda. Því er það í meira lagi skrítið, ef hann telur sig nú hafa fundið leið framhjá öllum pólitískum viðhorfum. Samanburður við Frakkland og Bandaríkin Hér er vitnað til Frakklands og Banda- ríkjanna. Þar er þjóðhöfðinginn þjóð- kjörinn og myndar ríkisstjórn. Á það er að líta, að Bandaríkin eru sambandsríki - bandaríki - þar sem hvert ríki hefur sitt löggjafarþing, setur sér sjálft félagsmálalöggjöf, fræðslulög- gjöf, fjárlög o.s.frv. í Frakklandi hygg ég að sjálfsstjórn héraða hafi allmjög verið aukin með þeirri stjórnarskrá sem ákvað vald for- setans eins og það er. Þetta gerir ærinn mun á stjórnskipan okkar annars vegar og Frakka og Banda- ríkjamanna hins vegar. Við erum svo fá, að við eigum óhægt um fylkjaskipan hvers konar. Um það þarf varla að fjölyrða hér. ■ Vilmundur Gylfason Hver trúir því að þetta yrði ópólitískt? Hugsum ökkur nú að Bandalag jafn- aðarmanna væri komið til valda og við ættum að fara að kjósa formann ríkis- stjórnar. Hverjir skyldu verða í kjöri? Sem sennilega frambjóðendur getum við nefnt Albert Guðmundsson, Kjartan Jóhannsson eða Jón Baldvin, Stcingrím Hermannsson, Svavar Gcstsson og Vilmund Gylfason. Dcttur svo nokkrum í hug, að þetta yrði ópólitísk kosning? Halda menn kannski að forsetakosning- ar í Frakklandi og Bandaríkjunum séu flokkslega ópólitískar eins og forseta- kosningar á Islandi? Um hvað er verið að tala? Ofríki meirihlutans Auðvitað yrði kosning forsætisráð- herrans pólitísk. Sá pólitíski meirihluti, sem réði kosningu hans, réði ríkisstjórn- inni. Og ekki nóg með það. Sá mcirihluti yrði nú einn um að skipa bankaráðin, framkvæmdastjórnir o.s.frv. Þannig er það í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum kemur það fyrir að forsetinn. fær ekki samþykkt frumvörp sem hann leggur fyrir þingið. Einser það til, að þingið neiti honum um fjárveiting- ar sem hann telur miklu skipta. Þannig eru stjórnarkrcppurnar í Bandaríkjunum. En þegar forsetinn hefur tryggan meirihluta í báðum deildum þings, er ríkisstjórnin sterk. Þá þarf ekki að taka tillit til minnihluta. íslenzk ríkisstjórn sem kosin væri eftir forskrift Bandalagsins, myndi að sjálf- sögðu reyna að halda þeim meirihluta, sem kæmi henni að. Það mundi hún gcra með því aö vera honum eftirlát, því aö allir valdhafar og stjórnendur eru háðir þeim sem þeir hafa vald sitt frá. Svo vcrða mcnn að ráða af líkum, hvcrju þetta myndi breyta í raun frá því sem cr. Hættulegur rógburður Bandalag jafnaðarmanna ræöir margt um að alþingismcnn sitji í bankaráöum og þykir það illa sæma. Þcgar fortíðin cr rifjuð upp og sagan athuguð, mun óhætt að fullyrða, að ýmsir þeir sem setið hafa í bankaráði, cn aldrci átt sæti á Alþingi, hafa sízt þótt minni flokksmenn cn þingmennirnir. Hitt cr satt, að þingmenn ýmsir mættu einbeita sér betur að þingmannsskyldun- um. En hvar sem litið er til þeirra sem velja menn til trúnaðarstarfa, vcrður þess vart, að athyglin beinist mjög í cigin hóp. Svo cr þegar Alþingi kýs nefndir og ráð, en engu síður þegar sveitarstjórnir búa til nefndir. Hér langar mig til aö skírskota til persónulegrar reynslu. Ég hef flutt mál við pólitíska andstæðinga og mér hefur fundizt að þcir litu á málefnalegar ástæð- ur og vildu afgreiða mál samkvæmt því án tillits til þess hver flytti. Ég get nefnt til dæmis Bjarna Benediktsson, Emil Jónsson og Gylfa Þ. Gíslason. Það er hættulcgur rógburöur. þegar sagt er um slíka menn, að flokksleg viðhorf séu þar allsráðandi. Viö þurfum farsæla, samhenta stjórn Sumir halda að það væri skynsamlegt að hafa landið allt eitt kjördæmi svo að auðveldara væri fyrir smærri hópa að gera sig gildandi á Alþingi. Þetta er heldur skammt hugsað, því að allt er ónýtt nema brotin raði sér saman svo að fram komi stjórnhæfur meirihluti. Líkur fyrir hæfri og góðri stjóm minnka eftir því sem flokkum fjölgar og brotin smækka. Líkurnar fyrir dugandi farsælli stjórn minnka líka ef þingræðið er afnumið og reynt að koma á ríkisstjórn sem getur átt í langvinnu stríði við þingmeirihluta sem hefur löggjafarvald og fjárveitingavald. Þess vegna er enginn gæfuvegur að efla Bandalag jafnaðarmanna. menning Deutschland im Ersten Weltkrieg Herau»B«geb«n von tllrlch Csrtartu* Nýlendusaga og Þýskaland í fyrri heims- styrjöld Deutschland im Ersten Weltkrieg. Texte und Dokumente 1914-1918. Herausge- geben von Ulrich Cartarius. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. 371 bls. I ■ Margt og mikið hcfur verið rætt og ritað um heimsstyrjöldina 1914-1918, þá sem við íslendingar af bjartsýni köllum fyrri heimsstyrjöldina en flestar aðrar þjóðir þá fyrstu. I þessu riti, sem er eitt bindi í stóru ritsafni heimildarútgáfu, eru birtar alls- kyns heimildir, sem snerta sögu Þýska- lands á styrjaldar árunum 1914-1918. Hér gefur að líta ræður Þýskatendskeis- ara, umræður úr þýska RRcisþiaginu, dagskipanir til hersveita, bréf, dagbók- arbrot og margt fleira. Og höfundarnir eru alls ekki allir úr hópi forystumanna, hér er einnig birt ótal margi, sem komið er frá almenningi og því gefaf ritið á margan hátt aðra mynd af stríðinu og viðhorfi Þjóðverja til þess en sögubækur og frásagnir í hefðbundnum stíl geta gert. Hér er brugðið upp ótal mörgum svipmyndum úr þýsku þjóðlífi stríðsár- anna og má með nokkrum rétti segja að við lestur bókarinnar renni líf Þjóðverja á þessum árum framhjá eins og á' kvikmynd. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.