Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 7
Olivia ■ Kvikmyndaframleiðand- anum Robert Stigwood finnst Olivia Newton-John alveg upplögð í hlutverk Evitu. ■ Söng- og leikkonan Oliviu Newton-John gxti orðiö allt að því 40 milljón krónum rik- ari, ef hún bara segði eitt lítið, fallegt orð, Já! hetta fé stendur henni til hoöa, ef hún fcllst á að leika aðalhlutverkið í söngleiknum vinsæla Evita, sem Kobert Stigwood hyggst setja á hvíta tjaldiö. Þar með hefur Olivia borið sigurorð af stjörnum eins og Li/.a Minelli og Elin Page, sem þótti gera hlutverkinu frá- bær skil á leikhúsfjölunum i London, en báðarhöfðu þessar stjörnur lýst áhuga sínum á að fara með hlutverkiö í kvik- myndaótgáfunni. Robert Stigwood, sem er ástralskur eins og Olivia, liefur fleiri stórbrotnar áætlanir á prjónunum, þar sem Olivia kemur við sögu. Hann vill fá John Travolta til aö leika Che, og hvað er þá sjálfsagðara en að Olivia leiki á móti honuin, eftir velgcngni Laugardags- fársins (Saturday Night Fever), en þar léku þau einmitt saman, eins og kunnugt er. Debbie Reyndds er langrækin ■ Enn þann dag í dag hefur Debbie Reynolds ekkifyrirgef- ið Eddie Fisher, að hann stökk frá henni beint í arma Eliza- beth Taylor fyrir margt löngu. Hún varð því heldur óblíð á inanninn, þegar þeim var vísað til sætis hlið við hlið á áhorf- endabekk í leikhúsi á Broad- way, þar sem dóttir þeirra, Carrie Fisher, er um þessar mundir að gera garöinn frægan. Það varð uppi fótur og fít í leikhúsinu, þegar Debbie harðneitaði að sitja við hlið fyrrum eiginmanns síns. Þar sem uppselt var á sýninguna, voru góð ráð dýr, en Debbic lét sig hafa það að sitja licldur á kjaftastól á hliðargangi þá þrjá tíma, sem sýningin stóð, en aö sitja í heiöursessi við hlið Eddies. Hvað bjóðið þið mönnum við inngöngu í klúbbinn? „Nýir félagar geta valið sér þrjár bækur af fimmtán og sam- tals borgað fyrir þessar þrjár bækur kr. 98. og spara þeir þar með hátt á annað þúsund krónur á þeim kaupum. Þetta eru bækur sem flestar komu út núna fyrir jólin auk annara bóka sem vakið hafa verulega athygli". Hvernig er starfseminni hátt- að að öðru leyti? „Við erum nú í fyrsta lagi með fréttablað í fjórum litum sem út kemur einu 'sinni í mánuði og verður þar kynnt bók mánaðar- ins. Þar verður viðtal við höfund viðkomandi bókar, annaðhvort af bókmenntafræðingi eða þá af einhverjum sem þekkir viðkom- andi höfund auk þess sem skrifað verður um hann. Stundum er þetta bók sem einungis er boðin í klúbbnum og stundum er þetta bók sem kemur út litlu síðar á alm. markaði en verður þá 30% dýrari en hún var hjá klúbbnum. Þá verðum við með á boð- stólnum þrjár aðrar nýlegar bækur á hliðartilboði sem vakið hafa athygli á almennum mark- aði, en þær verða u.þ.b. 30% ódýrari en á almenna markaðn- um. Síðan kynnum við með reglulegu millibili einn grafík- listamann og bjóðum félögum verk hans á félagsverði en verk þessi yerða sérstaklega unnin fyrir klúbbinn í takmörkuðu upplagi. Þá kynnum við líka :nytjalist í háum gæðaflokki. en til að byrja með kynnum við listamann og bjóðum verk hans til klúbbfélaga með samskonar kjörum. Þá verða í hverju tölu- blaði kynntar og boðnar þrjár hljómplötur sem einnig eru á almennum markaði og hafa þótt eftirsóknarverðar þar en verða verulega ódýrari til klúbbfélaga. Þá bjóðum við að síðustu eina ferð í hverju blaði til útlanda og þá á verulega betri kjörum en gengur á hinum almenna mark- aði. En um leið skipuleggjum við ferðir á ýmiss konar sýningar svo sem í leikhús, listasýningar og í tónleikahallir o.fl. og verða þá gjarnan með í hópnum menn sem sérhæfðir eru á einhverju þessu sviði og geta leiðbeint ■ Harold Washington á kosningafundi Demókratar anda léttara eftir sigur Washingtons Sigur hans einnig mikilvægur fyrir Bandaríkin ÞÓTT sigur Harolds Washing- ton yrði naumúr, var hann eigi að síður mikilvægur. Hann var vitanlega mikilvægur pcrsónu- lega fyrir Washington sjálfan, en pólitísk þýðing hans.varð þó enn meiri. Sigurinn var í fyrsta lagi mikil- vægur fyrir Bandaríkin, því að hann er vitni þess, aö hinum hörðu kynþáttadeilum i Banda- ríkjunum er að linna, þótt þær settu mikið mark á kosningabar- áttuna. Fyrir fáum árum hefði sigur blökkumanns " í borgar- stjórakosningum í Chicago verið óhugsandi. Þróunin í kynþáttamálunum í Bandaríkjunum gengur tvímæla- laust í þá átt, að fordómum fækkar og sambúð kynþáttanna yfirleitt miðar í rétta átt. Fyrir flokk demókrata cr sigur Washingtons mjög þýðingarmik- ill. Blökkumenn hafa að miklum meirihluta fylkt sér undir merki demókrata. EfWashington heföi fallið í Chicago, hefðu blökku- menn talið, að hvítirdemökratar hefðu brugðizt þeim. Það hefði mjög ýtt undir þá hreyfingu, sem hefur átt vaxandi fylgi hjá blökkumönnum, að þeir eigi að-háfa sinn eigin frambjóð- anda í næstu forsctakosningum til þess að vekja sem mesta athygli á sérmálum sínum. Þetta sjónarmið hefði vafa- laust fengið byr í báða vængi, ef Washington hefði fallið. Sigur Washingtons sýnir hins vegar, að blökkumönnum er sigurvæn- legast að samfylkja með demó- krötum. Leiðtogar demókrata gerðu sér líka fulla grein fyrir þessu. Nær Öll forsetaefni þeirra fóru til Chicago til þess að vinna fyrir Washington eftir að hann bar sigur úr býtum í prófkjörinu. Edward Kennedy bættist í hópinn, enda þótt hann gefi ekki kost á sér að þessu sinni. FYRIR demökrata er sigur Was- hingtons enn þýðingarmeiri vegna þess, að blökkumenn auka nú mjög þátttöku sína í stjórn- málum. í Bandaríkjunum hafa menn því aðeins kosningarétt. að þeir láti sjálfir skrá sig á kjörskrá. Þetta hafa margir trass- ■ Washington og Epton í sjónvarpseinvígi að og á þaö sinn þátt í því hversu þátttaka er oft lítil í kosningum þar. Það hafa ckki sízt vcrið blökkumcnn, scm hafa verið trassafengnir í þessum cfnum. Nú er þctta mjög aö brcytast, enda vinna lciðtogar blökku- manna ötullega að því, aö kyn- systkini þeirra glcymi ekki að skrá sig. Sigur Harolds Washington í prófkjörinu byggðist að veru- legu leyti á því, að hann hafði gengið rösklega fram í því að blökkumenn gleymdu ekki aö skrá sig. Sama gilti um. sjálfar borgarstjórakqsningarnar. EINS OG áður er minnzt á, varð sigur Washingtons mjög naumur. Washington hlaut 71*7.159 atkvæöi eöa 51.4%. Keppinautur hans, Bernard E. Epton, hlaut 656.727 atkvæöi eða 48,3%. Aðrir frambjóöend- ur hlutu nær ekkert fylgi. Kosningabaráttan var mjög óvægin. Þótt Washington hafi ■yfirleitt unniö sér gott orð, hefur hann orðið fyrir vissum áföllum. Áriö 1969 fckk hann dóm vegna þess, að hann haföi látið borga sér greiðslu fyrir verk. sem hann hafði ekki unniö. Tvcimur árum síðar sat hann einn mánuð í fangefsi vcgna þess, að hann hafði vanrækt að skila skatta- skýrslum í fjögur ár. Washington var oft óvægilega minnturá þetta í kosningabarátt- unni og sagðist hann játa fúslcga brot sín og væri búinn að grciða fyrir þau mcð mörgum hætti. Vafalaust hefur þetta þó spillt talsvert fyrir honum og veitt andstæðingum hans aukinn höggslaö á honum. Epton hafði heldurekki hrein- an skjöld. Hann hefur átt sæti á lylkisþinginu í lllinois og verið sakaöur um að draga þar taum tryggingafélaga. en þaö er ein- mitt á tryggingaviðskiptum, sem hann sjálfur hefur orðiö vellauö- ugur. Honum hel'ur einnig veriö bprið á brýn aö hafa reynt að hafa ósæmileg áhril' á dómara í dómsmálum. sein snert hala lög- fræöifyrirtæki hans og skjól- stæöinga þess. Þá upplýstist það í kosninga- baráttunni, að hann hefði tvíveg- is veriö lagður inn á geödeild sjúkrahúss í Chicago. Epton sagöi, að þetta heföi veriö vcgna afleiöinga magasárs. Það vár af svipuðum ástæöum sem Thomas Eagleton varð aö draga sig til baka eftir aö flokksþing demó- krata haföi kjörið liann sem varaforsetaeíni þeirra i forseta- kosningunum 1972. AÐ SJÁLFSÖGÐU veltur nú á miklu hvcrnig Washington reynist sem borgarstjóri. Hann liefur þcgar hvatt til þess, að kynþáttastríðið vcröi lagt á hill- una og menn sameinist um að lcysa vandamál borgarinnar. Washington vcrður 61 árs í dag, fæddur 15. apríl 1922. Hann var í flughernum á styrjaldarár- unum, en hóf síðan lögfræðinám og lauk lagaprófi 1952. Faðir hans hafði vcrið starfs- maður hjá samtökum demókrata og tók Washington við því að honum látnum 1954. Ha’nn gcgndi jafnframt ýmsum lög- fræðilegum störfum. Áriö 1965 náði hann kosningu til fulltrúadeildar þingsins í III- inois og nokkru síðar vann hann sæti í öldungadeild þess. Þarátti hann sæti til 1980, en þá náði hann kosningu til fulltrúadcildar Bandaríkjaþings. Hann var endurkosinn síðastliðið haust. Washington hefur hlotið mik- ið lof fyrir störf sín í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sama gegndi um starf hans í fulltrúadcild Illinoisþings. Hann var eitt sinn valinn einn af tíu starfhæfustu fulltrúunum þar. Þóraririn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.