Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 20
Opið vírka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemrruvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
5AMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
T*
abriel
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutu ST1
„UKLEGA ALDREI MEIRI
PÓUTÍSKUR AHUGI HÉR”
— segir Páll Pétursson, alþingismadur á Höllustödum
■ „Við crum ágætlcga ánægðir
cftir því sem um er að gera. Það
er mjög gott fólk að fá fólk til að
vinna og góður hugur í liöinu“,
sagði Páll Pétursson, alþingis-
maður, frá Höllustöðum er við
spurðum hann um gang
kosningabaráttunnar í hans kjör-
dæmi.
„Sameiginlegu fundirnir eru
nú bara rétt að byrja -erum búin
að halda einn á Skagaströnd. En
sameiginlegir framboðsfundir
eru yfirlcitt vel sóttir hér. Fundir
okkar framsóknarmanna - sem
við höfum haldið all marga -
hafa líka veriö mjög vel sóttir,
bæði flokksfundir og eins al-
mennir stjórnmálafundir sem
við höfum boðað til.“
- Þaö virðist þá ekki bera
mikið á pólitískri deyfð eða
þreytu í Norðurlandskjördæmi
vestra?
„Síður en svo. Það er mikill
pólitískur áhugi hér í kjördæm-
inu - líklega aldrei meiri en nú.
Þetta er allt ólíkt léttara en ég
hefi kynnst áöur“.
- En hver eru 'svo helstu
kosningamálin þar nyrðra?
- Það er nú kannski ekki svo
mikill stigsmunur' á þeim, því
það vill nú svo til að allir fram-
bjóðendurnir hér eru ábyrgir
fyrir þessari ríkisstjórn - tveir
ráðherrar og svo við. En það er
auðvitað tekist á um efnahags-
málin. Landbúnaðinn hlýtur
einnig að bera hér á góma og
Alþýðubandalagið hefur nú
sennilega hugsað sér að gera sér
eitthvað úr álmálinu, sagði Páll.
Flann kvað þó málin eiga eftir
að skýrast á sameiginlegu fram-
boðsfundunum næstu daga. En
Páll var að léggja af stað á fund á
Hvammstanga um kvöldið (mið-
vikudag), Annar fundur var á
Blönduósi í gærkvöldi, í Mið-
garði næsta sunnudag, mánu-
dagskvöldið á Siglufirði, þriðju-
dagskvöldið á Hofsósi og síðasti
fundurinn er fyrirhugaður að
kvöldi sumafdagsins fyrsta á
Sauðárkróki.
- HEI
■ Þeir voru að „dimmittera",
stúdcntsefnin í MR í gærdag
og að fornum vana MR-inga
klæddust menn ogkonurmarg-
víslegum búningum, sem verið
var í nieðan staöiö var uppi á
kerrum seni dráttarvélar drógu
hcim að dyrum lærifeðranna.
Bekkurinn hér á myndinni er
stúlknabekkur og því klæddust
dömurnar allar sanian flug-
freyjubúningi,- enda á að
fljúga beint út i lífið eftir
próíin. Þess ber þó að gela að
einn karlmaöur var í bekknum
og auövitað varö hann þá að
vera í úníformi flugstjóra.
(Tímamynd G.E.)
■ Viðræður standa nú yfir milli Hafnarfjarðarbæjar
annars vegar og Carmelítareglunnar í Hafnarfírði um
kaup bæjarins á húsnæði nunnuklausturs reglunnar, en
klaustrið verður lagt niður í vor og munu nunnurnar
fíytja úr landi.
Að sögn Markúsar Á. Einars-
sonarbæjarfulltrúa í Hafnarfirði er
mikill áhugi á því innan bæjar-
stjórnar að bærinn eignist þetta
húsnæði ef viðunandi samningar
um kaupverð takast.
Markús vildi ekki á þessu stigi
greina frá hugsanlegu söluvcrði
á húsnæði klaustursins, en hins
vegar sagði hann að þegar væru
ýmsar hugmyndir manna á með-
al um til hverra nota mætti hafa
það, sem er á annað þúsund
fcrmetrar á stærð ef ekki cr
meðtalið ris og kjallari. Mcðal
hugmyndanna væri að þángaö
flytji Tónlistarskóli Hafnarfjarð-
ar með starfsemi sína, þar mætti
koma fyrir minjasafni bæjarins,
hugmyndir eru um að koma þar
upp leikskóla, en stór garður
fylgir húsinu. Þá hafa menn látið
í Ijós hugmyndir um að í þessu
húsnæði mætti koma fyrir alhliða
menningarmiðstöð Hafnarfjarð-
arbæjar. Vel er mögulegt ef af
kaupum bæjarins verður að
sameina fleiri en eina af
þessum hugmyndum um nýtingu
húsnæðisins.
Reglan hefur boðið bænum
húsnæðið til kaups og
halda viðræður um þau áfram
milli reglunnar og bæjarins. JGK
Flugumferdastjóramálid sent til RLR:
„Lögsaga yfir öðrum aðilanum”
■ „Sú rannsókn sern ég óska
eftir beinist að því atviki sem átti
sér stað þegar lá við árekstri
íslenskrar .flugvélar í áætlunar-
flugi og flugvélar frá varnarlið-
inu. Það er Ijóst að lsland á ekki
lögsögu yfir hinum bandaríska
flugstjóra. Hins vegar á ísland
að sjálfsögðu lögsögu í máli
flugumferðarstjórans ef leitt
yrði í Ijós að hann hefði gerst
sckur um refsiverða háttsemi,"
sagði Þórður Björnsson ríkissak-
sóknari í samtali við Tímann í
gær, en hann hefur falið rann-
sóknarlögreglu ríkisins að rann-
sak‘a þettaumtalaðaatvik og skila
skýrslu um rannsóknina til sak-
sóknaraembættisins.
„í bréfi mínu til rannsóknar-
lögreglunnar er því beint til
hennar að hún framkvæmi ná-
kvæma rannsókn á málinu, sér í
lagi með tilliti til refsiverðrar
háttsemi flugumferðarstjórans.
Málið er annars sérstætt að því
leyti að hugsanlega er um það að
ræða að tveir menn hafi brotið af
sér en ísland á aðeins lögsögu
yfir öðrum þeirra. Á hinn bóginn
gefur auga leið að háttsemi ann-
ars kann að hafa haft áhrif á
háttsemi hins. En aðalatriðið er
að rannsóknarlögreglan rann-
saki þetta mál til að fá úr því
skorið hvort um brotlegt athæfi
var að ræða eða ekki."
- JGK
Nöfn þeirra sem
fórust.
■ Ungmennin sem fórust í
bílslysinu á mótum Þrengsla-
vegar og Ölfusvegar t fyrradag
hétu Sigríður Steinunn Ingi-
mundardóttir fædd 11.6.1962 til
tiéimilis að Syðri Hól Austur
Eyjafjallahreppi í Rangár-
vallasýslu og Guðmundur Ein-
arssonfæddur 7.2.1965 til heim-
ilis að Skálholsbraut 5 í
Þorlákshöfn.
Stúlkan sem slasaðist heitir
Helena Kristín Jónsdóttir frá
Þorlákshöfn.
lafnarfjaröarbæ býöst
húsnædi nunnuklaust-
ursins til kaups:
MIKILL AHUGI
BÆIARSTJORNAR
dropar
Sæmundur
vissi betur...
■ SæmundurG. Jóhannsson,
trúboði á Akureyri, er maður
Biblíufastur og lætur enga van-
trúarmcnn vaða uppi átölu-
laust með villukenningar.
Þannig hefur hann brugðist
hart við, þegar hann sá í
biblíuþáttum sjúnvarpsins full-
yrðingu þess efnis að engar
minjar væru til um dvöl Isra-
elsmanna í Egyptalandi. Sæ-
mundur veit betur í grein sem
hann ritar í DV í gær:
„Móse kom með boðskap
sinn: að Drottinn ætlaði að
leiða ísrael frjálsa á brott. En
Faraó brást illa við og sagði:
Það verður að þyngja vinnuna
á fólkinu, svo að það hafi nóg
að starfa og hlýði ekki á lygifor-
tölur. Skyldi það enga hálm-
leggi fá til að nota við fram-
leiöslu tígulsteina... Sjálft
skyldi það fara og afla sér
stráa. Fólkið fór og tíndi venju-
leg puntstrá sem það kippti
upp með rútum. Stcinarnir
voru búnir til úr efjunni við
bakka Nflar. Er þeir þornuðu
minnkuðu þeir. Greinilega má
sjá að í cndum þeirra eru förin
eftir ræturnar á stráunum! Þar
með er fallin sú staðhæflng að
engar minjar flnnist um dvöl
ísracls á Egyptaiandi...“
Við tökum undir með séra
Sigvalda: „Nú er víst best að
fara að biðja Guð að hjálpa
Deilt um
ráðherrans skegg
■ Oft fara þingmenn á kost-
um í ræðustól Alþingis. Þannig
vantar ekki myndríkið hjá
Halldóri Blöndal í eftirfarandi
broti úr ræðu hans, sem lesa
má í nýjustu Alþingistíðindum,
en ráðherrann er Hjörleifur
Guttormsson:
„Herra forseti. Eg skil það
svo að í huga hæstvirts forseta
sé það réttlát fundarstjórn að
leyfa hæstv. ráðherra að rausa
hér - ætli það sé ekki kominn
klukkutími? Hæstv. ráðh. fékk
orðið áðan strax eftir að hæst-
virtur forseti hafði sagt að
umræðu yrði frestað... Ber að
skilja fundarstjórn hæstv. for-
seta svo að vér venjulegir þing-
menn sitjum ekki á sama bekk
og hæstv. ráðherra? Eg veit að
við höfum minni stóla og
kannske skegg, en ég ætla mér
ekki að láta mér vaxa skegg til
þess að hafa jafnan rétt við
ráðherra...“
Já, menn verða að vera yflr-
vegaðir í orðum á þinginu,
enda er þetta allt prentað með
ærnum kostnaði fyrir okkur
hin.
Krummi
...er á því að „þjóðræði“ Vil-
mundar Gylfasonar sé hið
mesta fljótræði!