Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.04.1983, Blaðsíða 12
12 FOSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. í dag fáum við að heyra frásugn af einum degi í lífi „kaupmannsins á hurninu“. Kaupmaðurinn heitir Olafur Bjurnssun. Verslun hans er á Langhultsvcgi 89 ug nefnist Hultskjör. Olafur fæddist á Hvamms- tanga árið 1937 ug dvaldist þar þangað til hann fermdist. Hann var síðan í Gagnfræðaskúla Ak- ureyrar, en eftir skúlagungu fúr hann til Kellavíkur ug vann þar við verslunarstúrf í tvu ár. I»á llutti hann til Keykjavíkur ug fúr að vinna hjá Christian Christiansen kjútkaupmanni á Klúmhrum (þar sem nú er Klambratún - eða Miklatún úðru nafni). Arið 1959 opnaði Ólafur verslun í Efstasundi 99 (þar sem Matvælahúðin er nú) ug rak hana um tíma. Vann einnig nokkur ár sem verslunar- stjúri í versluninni „Kjút ug fiskur“, en hyrjaði með versl- unina á Langhultsvegi 20. mars 1966. Kuna Ólafs heitir Mjúll Ólafur Kjörnsson, kaupmaöur í Holtskjöri. - (Tímamynd: GE). „Við erum ég þó með þessu að segja, að allir í hvcrfunum versli þar sem þeir húa. Það er sem betur fcr frjálsræði ríkjandi í þeim efnum, og s'vo er líka sem betur fer Fleiri en ein verslun í hverju hverfi. I dag hringdi til mín maður og var að segja mér sögu af „húsasölu" (þegar gengið er í hús og vörur boðnar til sölu). Maðurinn talaði um páskaeggja- sölu fyrir hátíðina. Þcssi maður hafði lesið um þetta mál í DV í febr. sl.. en ég gerði fyrirspurn um þessi liúsa- sölumál og fl. í vctur, og svör birtust um það í blaðinu 2S/2 sl. í svörunum kom fram. að þetta er með öllu ólöglegt, og nú er vonandi að framlcið- endur vara og aðrir, sem þetta hafa lagt fyrir sig, fari að átta sig á því. Ekki má ég fara í bílnum mínum í bæinn að kvöldi til og taka þar upp farþega og aka þeim gegn gjaldi, - til þess þarf leyfi. Ég má ekki heldur kaupa mér bát og fara að róa, t.d. á rækju - til þess þarf líka leyfi. Margt fleira mætti telja upp í þessu sambandi. Það á hver að sinna sinu og una glaður við sitt. ...og alltaf horfi ég á Tomma og Jenna Mánudagarnir eru oft nokkuð góðir, og dagurinn í dag var þar engin undantekning. - þetta var meira að segja óvenjugóður mánudagur. hvað söluna snerti. Klukkan 18 er lokað, og er þá farið í að ganga frá. Yfirleitt losnar fólkið í matvöru- nan ■. ^... i^ad vioskiptavmma” Eúrúardúttir. Mjúll hcfur niik- iú unniú viú verslunina ineú ■nanni sínuni. Ólafur er for- maúur í Félagi matvúrukaup- manna ug í framkvæmdastjúrn Kaupmannasamtakanna. Hann segirukkurnú Irásl. mánudegi: „Þegar blaðamaður Heimilistímans, liSt l'ór þess á.lcit við mig. að ég festi á ISIað frásögn af því hvernig einn dagur liði hjá mér. þá fannst mér það nú ekki svo stórkostlegt. að frásagnar- vert gæti talist. Sagði þó. að auðvitað væri allt í lagi að gera þetta. en ef dagurinn yrði viðburðasnauður þá inyndi ég kannski fylla í eyðurnar með smá frásögnum úr starfinu. Dagarnir hjá mér. sem og öðrum kaupmönnum á horninu. eru líkir. Við erum allir þjónar almennings. Við. sem erunt í matvörunni. erum í því allan daginn að koma á framfæri hinum ýmsu framleiðsluvörum seni til eru hverju sinni. innlendum og aðllutt- um. Þar eru landbúnaðarviirurnar langstærsti liðurinn Sex valinkunrtir menn og Verölags- stofnun semja um okkar kaup og kjör Tvcnnt er þó sérstætt við að vera kaupmaður. og það er að við semjum ekki um kaup okkar og kjör eins og aðrar stéttir gera. Það eru sex valin- kunnir menn vestur í bæ. sem hafa þetta hjá sér - hvaö landbúnaðarvör- urnar snertir. Verðlagsstofnun ákveð- ur sölulaun á annað. Það kom fram um daginn í viðtali Helga Péturssonar við ívar Guð- mundsson. ræðismann í Ncw York, aö Ameríkanar trúa ekki á svona kerfi. Þar eru cngar 6-manna nefndir sem ákveða hvernig kjöt sé. né hvað þaö kosti. Ivar hélt reyndar, að hér ættum við enn eitt metið, - afar athyglisvert. að mínu mati, og svolítið sérstætt. Hitt er það, að t'yrir nokkrum árum tókii stjórnvöld upp á því, að skatt- leggja verslunarluisnæðið. Þeir kalla það „sérstakan skatt á verslúnar- og skrifstoíuhúsnæði". Svo er okkur gert að innheimta söluskattinn lyrir ekki neitt - í þessu sama Inisnæði. Gulliö hans Stefáns Jóns og gulrótarsafiá morgnana Eg vakna oftast á bilinu 7 til 7.30. Þá opna ég útvarpið og hlusta á Gullið hans Stefáns Jóns og félaga. Morgun- maturinn er vanalega-glas af gulrótar- safa (hann ættu allir að drekka). kaffi og ristað brauö. Eltir morgunverð sesl ég við skrif- borðið og geri upp kassann frá degin- um áður. og það seiji því tilheyrir. Stundum geri ég upp á kvóldin, ef mikið er framundan að .gera daginn eltir. t.d. fundahöld í stjórn Félags matvörukaupmanna eða í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasamtak- anna. eöa önnur fundahöld úti í bæ. sem tekur tíma hjá okkursem erum í þessu félagsstússi. Þegar í Iniðina er komið er alltaf byrjað á því sama: að „setja í borðið". panta mjólkina fyrir daginn. athuga hvað vantar frá Grænmetinu. Osta- og smjörsölunni. Sláturfélaginu og Afurðasölunni. svo nokkrir séu nefndir. Þá fer einhver að sækja fiskinn. Avaxtasalarnir koma líka dag- lcga. Aðrir t.d. heildsalarnir og ýmsir framleiðendur. senda sölufólk mitnað- arlega eða oftar í verslanirnar og þá er pantaö hjá því það sem þarf. en vörurnar berast svo cftir því sern þær eru til. Kaffisalarnir koma eða hringja og athuga hvort eitthvað vanti. oftast einu sinni eða tvisvar í viku. Lánsamur með starfsfólk Þaö er oft töluvert að gera viö afgreiðslu fyrst á morgnana, fram til 9.30, en svo er þá rólcgra fram til II. í rólega tímanum er verið að fylla upp í hillur, saga kjöt og pakka. Afgreiðsl- an situr þó alltaf i fyrirrúmi, en hlaupið er í annað inn á milli. Lesendur mega ekki halda, að ég geri allt sem gcra þarf í búðinni. Ég hcf verið alveg einstaklega lánsamur meö starfsfólk og það ber að þakka hér og nú. Þennan dag var nokkuð líflegt að gera frá 11 til 12.30, en þá er lokað til kl. 14. I dag var fundur í framkvæmda- stjórn Kaupmannasamtakanna og var ég mættur þar rúmlega 12. Þar byrja menn alltaf á því að fá sér „kaffi og með því" og er þá spjallað um eitt og annað fram til kl. 13, að fundirnir byrja. Þeir standa vanalega yfir í einn og hálfan tíma. Nú höfum við hjá K.l. fengið nýjan formann. Sigurð E. Haraldsson og varaformann Jón Júlíusson. Síðan eru þrír meðstjórnarmenn. sem eru - auk mín - Guðjón Oddsson og Ásgeir S. Ásgeirsson. en framkvæmdastjóri er Magnús E. Finnsson. Fundinum lauk á tilsettum tíma. Alltaf eru þessir fundir málcfnalegir og miða að því að koma málum áleiðis. til hagsbóta fyrir viðskiptavini jafnt sem kaupmanninn sjálfan. en það fer ætíð saman. Eggjamálið efst á baugi ' Eftir fundinn er ráðgast við fram- kvæmdastjórann um fyrirhugaðan fund hjá okkur í stjórn Félags mat- vörukaupmanna. sem halda á á morg- un (þriðjudag). Þar ætlum við, ásamt stjórn Félags kjötverslana að ræða eggjamálið. Það snýst um það. að einhverjum mönnum úti í bæ datt það í hug, að koma á fót einkasölu - eða cinokunarsölu - mcð cgg. Hugsið ykkur, lesendur góðir. - árið 1983 dettur mönnum þetta í hug. og meira en það: Þeir'fengu þetta samþykkt á fundi, án þess að tala eitt orð um það við þá aðila, sem þcir þó þurfa mest á að halda við framkvæmdina cða kaup- mannastéttina, scm dreifa vörunni fyr- ir þá. Okkur er alveg ofviða að skilja þetta. Fram hjá okkur verður ekki gengið í þessu máli. það ætti hverjum manni að vcra fjóst. Hjá okkur er nánara samband við kúnnann en gerist í stóru búðunum Þegar fundinum var lokið þurfti ég að skjótast niður á Laugaveg í teiknistof- una Arko ogtala við Ásmund Jóhanns- son arkitekt, ennfremur ætlaði ég að hafa samband við fleiri aðila í bænum, en það gat ckki orðið vegna þess að nú var klukkan orðin 15. í leiðinni inn á Langholtsveg var skotist upp í Breið- holtsútibú Landsbankans og lokið ýmsum erindum þar. og aðeins staldr- að við hjá skrifstofustjóranum. honum Brynjólfi. en síðan lá leiðin í búðina. Þegar þangað var komið kom í Ijós, að nokkuð líflegt hafði verið að gera. Vörur höfðu komið frá Osta- og smjör- sölunni og Smjörlíki og fleiri aðilum. Ég byrjaði á því að koma þessum vörum fyrir. en síðan voru tcknar til pantanir og þær sendar út. Jóhannes, verslunarstjóri í SS í Háaleiti. kom í heimsókn í dag. svona til skrafs og ráðagerða og í kaffi, en hann er formaður Félags kjötverslana. Enn- fremur kom í heimsókn í búðina maður vcstan af ísafirði. apótckarinn þar. Eitt er það, sem við í litlu búðunum . höfum fram yfir þá í stóru búðunum, en það er, - að við erum í nánara sambandi við kúnnann, fáum að fylgj- ast með ýmsum. jafnvel hvcrnig gengur hjá krökkunum í skólanum o.fl.. Það segir sig sjálft. að eftir 17 ár í hverfinu. eins og t.d. í mínu tilviki og tnikið er af sama ágæta fólkinu Ifka í nágrenninu. þá fer ekki hjá því að góður kunningsskapur takist. Ekki er verslunum um kl. 18.30, en oft er þó verið að fram til 19 ogh 19.30. Ég var kominn heim í kvöld kl. 19. Gerði upp kassann, borðaði ágætis kjötbollur með meiru, gluggaði aðeins í blöðin fram að fréttum í sjónvarpinu. og alltaf horfi ég á Tomma og Jenna. Ég hlustaði. -en horfði ekki á - kosninga- sjónvarpið, en var þá að byrja á þessum pistii. Ég horfði aftur á móti á „Já, ráðherra". Það tinnst mér með bestu þáttum sem sjónvarpið hefur tekið til sýningar. Svolítið minna þessir þættir á blaðaskrifin hér um árið þegar sagt var frá manninum, sem vildi tala við „Birgi sjálfan". Ég horfði ckki á myndina á eftir „Já, ráðherra", en var ákveðinn í að hlusta á viðtalið við Þórð á Dagverðará í útvarpinu. í millitíöinni tók ég saman nokkra punkta fyrir fundinn á morgun og eins hringdi endurskoðandinn, en hann þurfti á smá upplýsingum að halda. Ekki má svo gleyma því, að fle’st kvöld hlustum við á eina eða tvær eftirlætistplötur, svo sem með Nat Cole, Louis Armstrong, Ellu Fitzger- ald. Stevie Wonder. Elvis o.fl.. Það er afskaplega róandi og gott meðan verið er að sinna skrifum eins og þessum. Það fylgja því skin og skúrir að vera kaupmaðurinn á horninu. Allir viljum við gera okkar besta til að gera við- skiptavinina ánægða, en meðan skúrirnar ganga yfir er mjög gott að setja róandi plötu á fóninn. Nú, ég var búinn að lofa þessum skriftum fyrir morgundaginn og er því ekki til setunnar boðið. klukkan cr orðin hálfeitt. „Fjandinn stendur við sitt eins og heiðarlegur kaupmaður", sagði Þórður á Dagverðará í útvarpinu áðan, og ég ætla ekki að vera síðri en standa við mitt, - og þar með er ágætum degi lokið. . Ég óska lesendum Tímans til ham- ingju með morgundaginn, og vona að hann verði þeim og öðrum lands„- mönnum hamingjuríkur." ■ líVS fllafc RÍArnccnnar Irannmanncinc á hnrninnM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.