Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 ■ Astir prinsessunnar voru aldeilis ekki einkamál hennar. ■ „Orð mín og athafnir hafa verið rangfærð síðan ég var sautján ára gömul“, segir Margrét Breta- prinsessa, systir Elísabetar drottningar, sem löngum hefur verið ein aðalpersónan í slúðurfréttum fjöl- miðla um víða veröld. Sú umfjöllun hefur verið heldur neikvæð í hennar garð og fyrir tveimur árum ákvað hún að vinna með ævisöguritaranum Christo- pher Warwick að skráningu ævisögu sinnar. Við birtum hér kafla úr bókinni sem er árangur samræðna þeirra. Öskubuska bresku konungs- fjölskyldunnar í nýju ljósi: MARGRET PRINSESSA LEYSIR FRÁ SKJÖÐUNNI Margrét prinsessa og móðir hcnnar óku frá Sandringham til Ludham þann fimmta fcbrúar árið 1952, kaldan cn sólríkan dag, til þess að heimsækja málarann Edward Seago. Georg kon- ungur sjötti, sem enn hafði ekki náð sér eftir lungnauppskurð fór út að vciða héra. Síðan cyddi hann rólegu kvöldi ásamt eiginkonu sinni, dóttur og nokkr- um vinum. Hann hlustaði á kvöldíréttir útvarpsins sem greindu frá komu Eli'sa- betar prinsessu til Kenya og dró sig síðan í hlé um hálfellefu leytið, hlæjandi að brandara sem einhver hafði laumaö að honum. Skömmu síðar, eða um mið- nætti, heyrði varðmaður hann loka svefnherbergisglugga sínum. Einhvcrn tíma undir morgun lést konungurinn. Margrét prinsessa dáði mjög föður sinn og eftir lát hans leitaði hún huggun- ar í trú sinni, reglulegri kirkjusókn og , sambandinu við gamlan vin sin, Simon Phipps sem nú er biskup í Lincoln. Veraldlegrar huggunar leitaði hún í æ ríkara mæli hjá flokksforingjanumn Pet- er Townsend, yfirhestaverði konungs, sem faðir hennar hafði haft sérstakar mætur á. Townsend hafði gerst yfir- hestavörður átta árum áður en þá var sú stefna ríkjandi að heiðra liðsforingja sem sýnt höfðu sérstaka hreysti í stríðinu - og Townsend hafði unnið til ýmissa heiðursnafnbóta. Þegar Rosemary kon- an hans frétti af því að manni hennar hafði verið boðin slík staða hrópaði hún upp yfir sig: „Okkur er borgið". „Hún hafði sorglega rangt fyrir sér“, skrifaði Townsend í ævisögu sinni þrjátíu árum síðar. „Frá þeirri stundu var hjónaband okkar dauðadæmt." Tíu mánuðum eftir lát konungsins, 20. desember 1952, birtist stutt tilkynn- ing í blöðunum: „Peter Wooldridge Townsend flokksforingja... hefur verið dæmdur skilnaður vegna yfirsjóna eigin- konu hans Cecil Rosemary. Hr. John de Laszlo, útflytjandi, var tilgreindur sem aðili að skilnaðarmáli þessu...“ Um mitt árið 1952 var Townsend lögð enn meiri ábyrgð á herðar. Að beiðni drottningarmóðurinnar gerðist hann þá heimilisgjaldkeri hennar. Um þær mundir voru hún og Margrét prinsessa fluttar úr Buckingham höllinni og í Clarence Housc, sem einnig varð fastur vinnustaður Townsends. Drottningin bað þau að bíða í ár Margrét prinsessa gerði sér grein fyrir ást sinni á Peter Toswnsend löngu áður cn hún var endurgoldin. Það var í rauninni ekki fyrr en um sumarið 1952 að honum varð Ijóst hvaða nafni tilfinn- ingar hans nefndust, og jafnéel þótt hann gerði sér það Ijóst skýrði hann ekki frá því fyrr cn að vori árið 1953. Næsta skrefið í því sem dagblöð þeirra tima kölluðu „mestu ástarsögu sögunn- ar“ var það að prinsessan sagði systur sinni og móður að hana og Townsend langaði til aðgiftast. „Hafi þeim brugðið í brún eins og búast mátti við," skrifaði Townsend síðar, „þá kveinkuðu þær sér ekki, heldur mættu þær vandanum af fullkominni rósemd og talsverðu um- burðarlyndi, það verð ég að viður- kenna." Persónulega gladdist drottningin yfir því að systir hennar hefði fundið slíka hamingju, en skilnaðurTownsendsgerði henni erfitt fyrir sem þjóðhöfðingja. Sem veraldlegt höfuð ensku kirkjunnar - verjandi trúarinnar - gat hún ekki horft framhjá helgiritinu frá 1603, sem bannaði hjónaskilnaði. Hún gerði þeim Ijóst að hún gæti ekki gefið þeim neinar persónulegar leiðbeiningar. Þau yrðu sjálf að ráða fram úr þessu máli. En hún lagði fram eina beiðni: „Eins og málum er háttað getur varla talist ósanngjarnt' af mér að biðja ykkur um að bíða í ár. “ Því næst ræddi Townsend málið við einkaritara drottningarinnar, Sir Alan („Tommy") Lascelles. Fyrstu viðbrögð hans voru jafn óvænt og þau voru óvelkomin. Þó Margrét prinsessa segist ekki hafa vitað neitt um það á sínum tíma þá sagði Lascelles við Townsend: „Þú hlýtur að vera orðinn eitthvað verri, nema þú sért algjör óþverri." Lascelles ræddi þó málið aldrei beint við Margréti prinsessu - hann hafði rnjög lítinn tíma fyrir hana sem mann- eskju - en hann gerði henni þó skiljan- legt að hjónaband hennar og Townsends væri ekki með öllu ómögulegt. „Hefði hann sagt að við gætum ekki gifst“, segir hún nú, „hefðum við ekki hugsað meir um það. En enginn hafði fyrir því að útskýra neitt fyrir okkur.“ Lascelles ráðlagði drottningunni að skipa Townsend í einhverja stöðu er- lendis. Hún var sammála því að æskilegt væri að flytja Townsend úr húsi móður sinnar, en fannst of grimmdarlegt að reka hann í útlegð. Þess í stað skipaði hún hann í raðir síns persónulegs starfs- fólks sem yfirhestavörð. Of skammt um liðið frá krýningu drottningarinnar A meðan fór Lascelles að draga í land þrátt fyrir þá skoðun sína að hjónaband væri ekki útilokað. Honum var Ijóst að hvernig sem málinu lyktaði yrði drottn- ingin óhjákvæmilega bendluð við það og það vildi hann forðast, einkum og sér í lagi vegna þess hversu stutt var um liðið frá því er hún tók við völdum. Einkamál Margrétar prinsessu risu ekki hátt á dagskrá hinnar konunglegu fjölskyldu en þrátt fyrir það tók Lascelles upp á því hjá sjálfum sér að tilkynna vinum prins- essunnar og Townsends meðal hins kon- unglega þjónustuliðs að þeir skyldu hvorki hitta þau né tala við þau: Það skyldu leika um þau naprir vindar. Eftir þetta jókst fyrirlitning Margrétar prinsessu á Lascelles og hún fyrirleit hann til dauðadags hans, nær þrjátíu árum síðar. Ast prinsessunnar á-Townsend var að sjálfsögðu ekkert fjölskyldumál og það kom í hlut Lascelles að bera það undir forsætisráðherrann Winston Churchill. Hann sneri sér síðan til ríkissaksóknara, Sir Lionel Heald, og bað hann að ■ Lascelles einkaritari drottningar - Margrét prinsessa fyrirleit hann til dauðadags hans, nær þrjátíu árum síðar. undirbúa skýrslu um afstöðu þingsins og leita óformlega álits leiðtoga samveldis- ins á fyrirhuguðu hjónabandi. Mikilvægari en persónulegt álit Las- celles og forsætisráðþerrans voru þó lögin um konungleg hjónabönd frá 1772, sem sett voru sérstaklega til að koma í veg fyrir að niðjar Georges konungs annars gengu í hjónaband með fólki sem komið gæti óorði á krúnuna. Sonur hans, Georg þriðji, sem sjálfur átti nokkra lausláta syni hafði fyllstu ástæðu til að fetta ekki fingur út í þá lagasetn- ingu. Kjarni lagágreinarinnar er sá að hún kom í veg fyrir að fólk úr konungs- fjölskyldunni gæti gengið í hjónaband án samþykkis þjóðhöfðingjans. Ef slíkt samþykki var ekki veitt og sá eða sú er hugði á hjónaband var yngri en 25 ára var viðkomandi skyldugur til að bíða. Væri viðkomandi á hinn bóginn orðinn 25 ára og hefði sent þinginu skriflega tilkynningu - og hvorug þingdeildin mótmælt - gat giftingin farið fram með eða án samþykkis þjóðhöfðingjans. Því miður útskýrði enginn þessa laga- grein fyrir Margréti sem var þá 22ja ára og afstaða þingsins var ekki gerð lýðum ljós fyrr en tveimur árum síðar, en þá var málið orðið að umræðuefni almenn- ings út um allan heim. Sagt hefur verið að hefði ekki verið svo skammt um liðið frá krýningu drottningar hefðu viðbrögðin við að- stæðum Margrétar prinsessu ef til vill orðið með öðrum hætti en raun varð á, en vegna tímasetningarinnar vildi enginn láta bendla sig beinlínis við málið. Handan Atlantshafs og á meginlandinu hafði ástarævintýrið þegar varpað skugga á krýninguna. Sögur af Margréti prinsessu voru svo sem engin nýlunda í sjálfu sér: Frá því er prinsessan var 19 ára birtust ekki sjaldnar en 31 sinni í meginlandsblöðunum sögur þess efnis að nú væri prinsessan að fara að gifta sig. Að þessu sinni var þó eitthvað til í slúðursögunum. Bresku blöðin þögðu þunnu hljóði eins og þau gerðu árið 1936 á meðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.