Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 „Við hjónin komum heim nú.á föstu- daginn langa,“ segir Einar, „og tilefnið var nánast, að vera viðstödd fermingu dóttursonar okkar, sem fermdur var annan páskadag. Nú, en þótt það hafi verið aðalástæðan, þá er nú einnig gaman að koma heim af fleiri ástæðum, því hér eigum við tvær giftar dætur, þær Helgu og Hrefnu og þrjú barnabörn. Sonur okkar Sigurður, er við hagfræði- nám í Danmörk. Stærri er nú fjölskyldan ekki, að því slepptu að ég á aldraðan föður í Danmörku." livað langt tr nú urðið frá því að þið hjónin fóruð utan? „Við. Þórunn Sigurðardóttir, kona mín, og ég fórum til Danmerkur fyrir rétt rúmum þremur árum og í Kaup- mannahöfn hef ég setið sem sendiherra í Danmörku, Ítalíu, Tyrklandi og ísrael. Til þessara „aukalanda" sem ég nefndi fer ég einu sinni á ári, til þcss að hitta menn og kynnast málefnum þar og segja má að erindi mín þar séu lítið fleiri, nema á ítaliu, en við ítali höfum við nokkur viðskipti. Viö hina eru viðskipti nær engin. Já, þctta eru því nánast kurteisisheimsóknir sem ég fcr til Týrkja og ísraela. Bæði eru löndin mjög áhuga- verð en hafa átt í erfiðleikum. Eins og allir vita tók herforingjastjórn við í Tyrklandi 1979 og nú cr verið að reyna að þoka málum þar í lýðræðislegra horf og um ástand í Israel þarf varla að fjölyrða, þar sem það er í fréttum á degi hverjum. Um starfið í Kaupmannahöfn er það að segja aö samskiptin við Dani cru ákaflega vinsamleg og ég gct ekki annað ■ Til dæmis hafa náms- mennirnir verið ágætir i samstarfi og ber ég þeim hina bestu sögu. þá Islendinga sem voru í Danmörku á hverjum tímaogslitruraf þeirri skráeru enn til. En það reyndist hins vegar óvinnandi verk með þeim mannafla sem sendiráðið hafði yfir að ráða. Þarna er líka í Danmörku margt fólk sem aldrei á erindi til sendiráðsins, sjálfbjarga fólk, sem ekki lendir í vandræðum og þekkir til allra hluta.“ En erindi þeirra sem til sendiráðsins leita, - þau eru væntanlega margvísleg? „I’að eru óteljandi erindi sem okkur berast, - mjög mikið af skriflegum erindum og mjög mikið af símahringingum. Til okkar koma um Því miður eru viðskiptin við Dan- mörku okkur óhagstæð, viðskiptalega séð. Við kaupum miklu meira af þeim, en þeir af okkur og það á fyrst og fremst rætur að rekja til þess að Danir eru mjög mikil fiskveiðiþjóð sjálfir. Yfirleitt flytja þeir ekki inn fisk og lít ég þá fram hjá fiski frá Færeyjum og Grænlandi, sem eru hluti af konungsríkinu. íslenskt lambakjöt er í góðu áliti og þykir gott, en verðið hefur verið okkur óhagstætt, þar sem Nýsjálendingar, okkar helstu keppinautar, eru með ódýrara kjöt. Önnur erindi manna til sendiráðsins eru og mörg. Það kemur auðvitað fvrir Islendinga eins og Einar Agústsson, sendiherra, í heimsókn: „Ættum brátt að geta horf t bjartari augum fram á við” — segir Einar, sem hér ræðir m.a. batnandi horfur í dönsku þjóðlífi en borið öllum þeim embættismönnum sem ég hef skipti við vel söguna. Frá mínum fyrri störfum þckkti ég einnig mjög marga í utanríkisráðuneytinu og marga stjórnmálamenn og það hefur vissulega hjálpað mér við að fylgjast með mörgu af því scm þarna cr að gerast." Reyndust sendiherrastörfin svipuð því sem þó bjóst við, áður en að heiman var haldið? „Þegar ég tók við þessu starfi, þá var í mér nokkur beygur vcgna þess að ég kynni ef til vill að ienda í crfiðlcikamál- um af ýmsu tagi, en þar er skemmst frá að segja að það hefur allt farið miklu betur en ég átti von á og ég get síður en svo kvartað undan íslendingum í Kaup- mannahöfn. Til dæmis hafa náms- mennirnir verið ágætir í samstarfi og ber ég þeim hina bestu sögu. Ég er formaður í stjórn húss Jóns Sigurðssonar, en það fylgir starfinu. Við erum þarna fimm, - tveir eru frá íslendingafélögunum, tveir eru skipaðir af forsetum Alþingis og loks er sendi- herra skipaður formaður. Þetta er þó nokkuð starf, því húsið er viðhaldsfrekt og heldur lítið til þess að sinna þeirri starfsemi sem þar er ætlast til að fari fram. Ég hef ekki átt í útistöðum við neina vegna hússíns samt sem áður og allt hefur farið skaplega og vinsamlega fram.“ Er félagslíf íslendinga í Höfn líflegt? /• „Já, það má segja það. Námsmanna- félagið var til dæmis að halda upp á 90 ára afmæli sitt um daginn og var það gert af miklum myndarskap í húsnæði háskól- ans. Eftir því sem ég best veit voru þátttakendur 360. Hve margir eru íslendingar í l)an- mörku? „í Kaupmannahöfn get ég hugsað mér að námsmennirnir séu á milli sex og sjö hundruð. íslendinganýlendan í allri Danmörku mun hins vegar vera á milli fjögur og fimm þúsund manns. Þó verður að taka fram að í þessum hóp eru ekki allir á íslandi fæddir. Sendiherrann í Stokkhólmi, Benedikt Gröndal, hcfur gert ágætan hlut, að mínu mati, en hann er sá að Benedikt hefur óskað eftir og fengið þjóðskrá Svía til þess að gefa sér upp nöfn allra íslendinga í Svíþjóð. Sömu ráðstöfun er ég auðvitað einnig búinn að gera að fyrirmynd Bcncdikts, og þcgar ég fæ þær niðurstöður ætti að vera hægt að svara þeirri spurningu nákvæmar en mér nú cr unnt. Fyrir löngu var reynt að halda skrá yfir ingar um íslensk fyrirtæki frá mönnum sem vilja selja hingað vörur og spurt er hvaðan sé hægt að kaupa héðan vissar vörutegundir, þótt það sé minna um það. Samskiptin við Dani eru ákaflega vinsamleg fjármunum sínum eða vegabréfi. Vega- bréf höfum við leyfi til þess að gefa út eftir að telexsamband hefur verið haft heim og það tekur skamma stund að fá. Fjárhagsfyrirgreiðslu megum við hins- vegar ekki láta í té nema með samþykki ráðuneytisins, sem hefur þá þann háttinn á að það fær ábyrgðarmann sem það treystir. Þá höfum við hjálpað upp á sakirnar þannig áð fólk sé ekki vega- laust, en tökum þó fram að þetta er ekki yfirfærsluleið, því það eru bankarnir sem sjá um yfirfærsluna, en ekki sendi- ráðið. Loks koma svo fyrir einstaka erfið- leikamál, - menn lenda í misjöfnu og komast stundum í hendur lögregluyfir- valda. Við höfum í sendiráðinu starfandi prest sem þessi mál niæða mest á, til dæmis túlkun við réttarhöld o.fl. en þótt margir kunni vel dönsku er þó betra að fyrirbyggja allan misskilning undir slík- um kringumstæðum. Þá koma alltaf nokkrir sjúklingar til Kaupmannahafnar og presturinn hefur heimsótt þá og greitt fyrir þeim eins og hægt er. Það er séra Jóhann Hlíðar sem gegnt hefur þessu starfi allan þann tíma sem ég hef verið sendiherra. en hann er nú hættur og kominn á eftirlaun og séra Ágúst Sigurðsson sem síðast var á Mælifelli er nú að taka við starfinu af honum. Hér hef ég nú í sem allra stystu máli lýst þeim algengustu erindum sem menn eiga við okkur. Enn er það í mínum verkahring að fara mcð orðsendingar í utanríkisráðuneytið í tengslum við sam- skipti landanna og alltaf er nokkuð um slík erindi. Þá skrifa ég heim skýrslur um það sem er að gerast í Danmörku, til þess að halda ráðuneytinu uppiýstu og minnist síðustu stjórnarskipta og þeirra ráðstafana sem í kjölfarið fylgdu." Hvernig líst þér á horfurnar í dönsku þjóðlífi nóna? „Útlitið í Danmörku hefur stórlega batnað nú síðustu mánuðina. Það er auðvitað fyrst og fremst fyrir utanað- komandi áhrif, svo sem umtalsverða lækkun á olíu sem hefur þegar gætt á danska tnarkaðinum. Það hefur orðið vaxtalækkun erlendis. sem þýðir það að greiðslubyrði ríkissjóðs Dana er nú verulega léttari en var og Danir hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.