Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 nútíminn Kosninga- hátíð fyrir þásem skila auðu ■ Nú er í undirbúningi enn ein kosningahálíöin og að þessu sinni eru það hljómsveitir sem munu sjá um fjörið. Stefnan er sú aö fá auð sæti á þing og til þess að það markmið náist þarf sem flcst upptek- in sæti í Félagsstofnun stúdenta þann 20. apríl. Þar munu aðöllum fíkind- uin spila Van Heutens Koko, Iss! og Bylur og jafnvel Tappi Tíkarrass, Þeyr og fleiri. Sem og aðrar kosningahátióar verður þessi auglýst nánar hdr og þar um bæinn. Bra Mogo Homo U Lítið liefur farið fyrir hlfómsvcit- inni Mogo Homo síðan Rokk i Rcykjavík var sýnd. En nú viröist smáskriöur vcra kominn á þá, þeir hafa nú hljóðritað nokkur lög'og þegar hefur vcrið lauslega ákveðið að eitt þcirra muni koma út á samansafnsplötu scm Skífan gefur út bráðlega. Mogo Homo er skipuö Óskari og Óðni fyrrum Taugadciid- tirmeðlimum og gitarleikari sem hcitir Tómas. Næsta miðvikudag mun hljómsvcitin líklega koma fram í vcitingahúsinu Safari. Bra Vonbrigði í stúdíó ■ Þcssa helgi mun Vonbrigði haida í hljóðver í þeim tilgangi aö hljóðrita fimni lög scm Gramm mun gcfa út á sumarmánuðum. Þykir þctta gleði- efni þar sem Vonbrigði hafa sannað þaö á tónleikum í vetur að þeir eru í iiópi allra bestu hljómsvcita á íslandi og þótt yíðar- væri lcitað. Er þaö einnigánægjúlegt.a.m.k. t'y'rir undir- ritaðan, að lög á borð við Sexý veröi nú loks'fest á vynil. Bra Sattkvöld 1 Klúbbnum ■ SATr-kvöld vcrður að vcnju í Klúbbnum í kvöld, laugardítgskvöld en í gærkvöldi tróðu þar upp hljóm- sveitirnar KIKK og Puppets en sú síðarnefnda kom fyrst fram á Satt- kvöldi á þessunistað fyrir páska. í kvöld koma fram hljómsveitirnar Vaka og Tappi Tíkarrass. Hljóm- sveitin Vaka, er þannig skipuð: lón Trausti Harðarson, bassi, Gylfi Már Hilmarsson, gítar, Srnári Eiríksson. Trommur, Sigurgeir Grímsson. hljómborö og Jón Pór (áður í hljómsv. Fjörcfni) syngur og leikur á hljómborð. Hljómsveitiri flytur létt frumsamið rokk. Kl. 10.45 kemur svo fram hljómsveitin Tappi Tíkar- rass, sem talin er af mörgum ein besta og frumlegasta rokkhljómsveit- in sem við eigunt í dag. Hljómsvcitin flytur frumsamiö efni af"Væntanlegri plötu, ásamt efni af fyrri plötu hljóm- sveitarinnar. Húsið opnar að sjálfsögðu kl. 9 og Bjórkjallarinn býður upp á Ijúfar veitingar ásamt sjónvarpi og vídeói (virkilega heimilisTegt - ekki satt). Það ei1 því óhætt að mæla með því að þcir sem hafa gaman af að fylgjast með uppgangi lifandi tónJistar á Reykjavíkursvæðinu mæti snemma í Klúbbinn næsto helgi. . DOÐII AFDÖLUM ■ Mikil örvænting virðist vera farin að grípa Satt-klúbbinn. Nú hefur hann fengið það í gegn að troða lifandi tónlist inn á dauðu staðina, en í þessu tilfelli þetta laugardagskvöld, hafði Klúbbur- inn betur í viðureigninni og mig grunar að svo muni vcrða á meðan fyrirkomu- lagið er eins og það var þarna. Hljóm- svcitirnar áttu að byrja korter í tíu og vera búnar fyrir tólf svo að lífið gæti gcngið sinn vanagang í a.m.k. þrjá klukkutíma. En allt byrjaði of seint og fyrirkomulagið raskaðist. Tveir menn settust hjá mér með nokkru millibili, annar með brotinn putta og brennivín og kók, og aðalpróblemið hjá þeim var að salirnir uppi og niðri skyldu vera lokaðir og þeir fengju ekki að spássera um eins og vcnjulcga. Þótt þcssi tilraun Satt sé viröingar- vcrð, þarf yfirlýsta lifandi tónlistin að vera lifandi og til þarf betri stað en Klúbbinn, því hann er bara eins og hann er og verður varla breytt úr þessu. Eins og nafnið benti óneitanlega til, léku Möðruvallamunkarnir frá Akureyri afdalamúsík. Þeir tilkynntu að fyrsta og síðasta lag prógrammsins yrðu ástarlög en það væru örugglega þau einu af þeirri sortinni, og aðrir textar fjölluðu um verðbólgu og Tarsan svo dæmi séu nefnd. Tónlistin, sem framin var á trommur, bassa og píanó, var gjörsam- lega hugmyndasnauð þrátt fyrir smá átök hér og þar en hafði þó einn mátt fram yfir flesta aðra tónlist: hún leiddi mann aftur um svona tíu til tólf ár. Með hjálp staðarins gerði hún það að verkum að ég fékk sterka aðkenningu af því sem kallað er menningaráfall og hún átti mestan þátt í að ég hrökklaðist út fyrr en huggulegt taldist. Það væri ósanngjarnt að dæma tónlist munkanna algjörlega með tilliti til „aldurs“. En í öllum bænum þá þarf tónlistin að innihalda eitthvað og hafa einhvern svip, og ef það er ekki samfara svona fyrri ára popptónlist þá er ansi stutt í að manni verði flökurt. En ekki er allt með öllu hræðilegt svo ei boði sæmilegt: áhorfendur klöppuðu af stakri hógværð á milli laga og einn gaukur, augljóslega svekktur yfir að hafa þurft að borga meira en venjulega rúllugjald- ið, hrópaði we want rock ’n ’roll á milli sjússanna. Skömmu fyrir tólf, rétt áður en ég fór, kynnti Bergþóra Árnadóttir sitt fólk, Gísla blokkflautuleikara og hjón frá Búðardal, og afsakaði fjarveru Pálma Gunnars sem sat fastur úti á landi. (Landsbyggðin var farin að spila allstóra rullu í þessu showi) Tónlistin, sem samin var af Bergþóru og vinum hennar frá Búðardal, var kannski eins og við mátti búast; vel sungin og spiluð, en hlýtt andrúmsloft hennar féll hreinlega eins og fírtomma við ungbarnsrass í miðnæt- urrómantík Klúbbsins. Svona yfirmáta Ijúf tónlist með draumkenndum textum um vorið og horfin fljóð átti engan samstað þarna, nema ef vera skyldi sveitalegt yfirbragð hennar á köflum. Um leið og Bergþóra kynnti sig og sitt fólk sem Nöðruvallanunnurnar, þakkaði hún munkunum fyrir sitt framtak, m.a. með þeim orðum að þeir hefðu getað verið verri, og sagði að þeir væru búnir að taka upp plötu. Ég hvet fólk eindregið til að hafa eyrun opin ef sú plata kemur út, því ef mark ertakandiáorðum Mark E. Smith: „Ef ég sé mjög slæma dóma um hljómsveit í pressunni ftr ég strax að sjá hana því hún er áreiðanlega athygl- isverð", eru Möðruvallamunkarnir ef- laust spennandi. Bra BARA- FRÁBÆRT ■ Fremur þunnskipaður salur fyrstu hæðar Klúbbsins blasti við er útsendari Nútímans stakk sér þar inn fyrir viku að fylgjast með hljómsveitunum Q4U og Baraflokknum á SATT-tónleikum 5em virðast ætla að verða fastur liður á þessum stað í framtíðinni. Það hafa varla verið meir en fímm manns í salnum er Q4U átti að byrja að leika, en undir dúndrandi hressu tölvupoppi þeirrar sveitar tíndust áhorfendur smátt og smátt inn á staðinn. Það er að koma meir og meir í Ijós að Ellý söngkona Q4U, er hálf sveitin og vel það, geysilega skemmtileg rödd hennar og sviðsframkoma setur mestan svip á tónlistina auk margumrædds trom- muheila sem er fimmta hjól undir vagni hjá þeim. Q4U tók lög af nýútkominni plötu sinni Ql, auk þess sem þau reyndu tvö ný og í lokin tóku þau svo tölvuútgáfu af gamla góða slagaranum Creeps, að vísu aðeins þrjú þar sem Danni hafði gengið af sviðinu. Hljóðblöndunin, í höndum Bjarna „Egó-lims“, var hreint frábær en þar sem hljómsveitin var með nokkuð einfalt kerfi kom tónlistin hrárri og grófari út en á plötunni, hlutur sem ekki skaðaði flutninginn nema síður sé. „Bowie-flokkurinn“ Baraflokkurinn frá Akureyri tróð upp næst en þeir hafa ekki leikið hér fyrir sunnan í langan tíma, mættu gera mun meir af því þar sem þeir voru hreint frábærir þetta kvöld. Fyrsta lagið sem þeir tóku varákaflega líkt Bowie enda sagði einhver við hliðina á mér. „Bowie-flokkurinn?“ ... raunar virðist tónlist þeirra þessa stundina taka nokkuð mið af þessum ódauðlega kappa nútíma dægurtónlistar enda tóku þeir í lokin „lag sem einhverjir kannast örugg- lega við...“ eins og Ásgeir kallaði það en það var The Jean Genie af Stardust-plöt- unni. Innanum gömul kunnug Baraflokks- lög eins og „I dont like your style" léku þeir ný lög sem í bígerð er að gefa út á plötu, auk þess sem eitt blúslag var á prógramminu, að venju. Gott rokk er sem fyrr tónlist Bara- flokksins keyrt áfram af öflugri rödd Ásgeirs Jónssonar sem hefur tekið stórs- tígum framförum frá fyrstu plötu þeirra og að mati undirritaðs nú með okkar bestu söngvurum á þessu sviði en auk þess má geta að Þór Freysson gítarleikari er orðinn mun meir áberandi en áður, hlutur sem bætir tónlistina enn frekar. Ef fyrirhuguð plata þeirra er eitthvað í líkingu við frammistöðuna í Klúbbnum, þar sem áhorfendur hrifust mjög með, verður það gripur sem menn ættu að leita eftir. -FRI ■ Baraflokkurinn hHsgögn — ný hljómsveit ■ Hómosexjúalræbblarokkhljómsveit- in Húsgögn gleður almenning hér með þeim upplýsingum að hún er tekin formlega til starfa. Hljómsveitin hefur falið sig fyrir skarkala heimsins undan- farið misseri og unnið að tónsköpun og hefur það borið stórkostlegan árangur. Sveitin er ferskur blær utan af víðáttum algleymisins með nýjar og gamlar laglín- ur og útsetningar. Ef aðstæður og fjármagn leyfa er tónleikaferð fyrirhug- uð í sumar og ætti enginn að vera illa svikinn af slíku ferðalagi. Meðlimir Húsgagna hafa víðtæka tónlistarreynslu í hinum ýmsu sveitum og starfa jafnvel enn í sumum þeirra. Má þar á meðal nefna Vébandið, Negatíf, Án nafns, Dúett ’82, Mad, Niðurlægingu Norðurlanda og Kúk í poka. Húsgögnin eru þeir Friðrik Rúnarsson, trymblari, Jón Sigurðsson, sönglari, Einar Ingólfs- son, baslari og Erpur S. Hansen sólógít- arleikari. Á vegum aðdáendaklúbbs Húsgagna stendur nú yfir fjársöfnun til plakata og barmmerkjaprentunar. Klúbburinn er öllum opinn og inntökuumsóknir og annað sendist til: Húsgögn e/f, Heiðarhorn 14, 230 Keflavík. Ef mikið liggur við er einnig hægt að ná í Sævar Ingimundarson formann klúbbsins í síma 92-2228. Húsgögn vonast til að sjá sem flesta landsmenn sem fyrst og senda þeim öllum ástar og saknaðarkveðjur. Hóinóscxjúalræbblarokkhljómsvcitin HÚSGÖGN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.