Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 faralds- fæti l) msjóu Agnes Bragadóttir I heimsókn í brugghús Bitburger Pilz í Þýskalandi: » Bitte ein Bit!" — er alveg örugglega mottó þeirrar borgar ¦ Bjórsmökkun, vínsmökkun, heimsóknir í forna kastala, útsýni yfir árnar Rín og Mosel, heimsóknir í brugghús og heimsóknir í hina fjölbreytilegustu vínkjallara er hluti þess sem við gerðum, nokkrir ísíenskir blaðamenn á ferð um nokkrar borgir Þýskalands, sem liggja ekki fjarri Luxemburg, og því vandalítið að ferðast þangað, frá Luxemburg, t.d. í bflaleiguba. I'essi mynd er táknræn fyrir það hvemig íbúar smáborgarinnar Bitburg, sém hefur ekki nema um 12 þúsund íbúa, líta á höfuðframleiðslu sína, Bitburger Pilz, sem þeir selja um allt Þýskaland og reyndar til annarra landa, á ári hverju, og alltaf undir sama lykilorðinu, „Bitte ein Bit!" „Bitte ein Bit!" var allra fyrsta setningin sem við, nokkrir fulltrúar íslensku press- unnar lærðum að hagnýta okkur á ferð okkar nú um daginn, þegar við komum til þýsku smáborgarinnar Bitburg, sem eínkum er þekkt fyrir bjórfranileiðslu sína, á Bitburger Pilz. Setningin hér að ofan er sem sagt kurteislegt ávarp, þar sem farið er fram á að fá eitt glas af Bitburger Pilz. Ferð þessi var farin í boði Flugleiða og Pýska ferðamálaráðsins, og var megintil- gangur ferðarinnar að leyfa fulltrúum pressunnar að kynnast því sem borgir Þýskalands, í grennd við Luxemborg, bjóða ferðamönnum upp á. Er skemmst frá því að segja, að ekki er nokkur mögu- leiki að greina frá nándar nærri öllu sem borgir þær sem við sóttum heim bjóða upp á. Ég hef ákveðið að greina frá því helsta sem fyrir augu og eyru bar í þessari ferð á næstu síðum á faraldsfæti, en sökum þess hve efnið cr yfirgripsmik- ið, læt ég nægja að greina frá heimsókn í eina borg, á hverri síðu. Borgir þær sem við heimsóttum eru borgirnar Bitburg, Cochem, Koblenz og Trier, sem er elsta borg Þýskalands, - hún heldur upp á 2000 ára afmæli sitt eftir tvö ¦ Vonandi kemur fram á þessari mynd, hve mikill ákafi og frásagnargleði Ijómaði úr svip Bitburgerleiðsögu- mannsins er hann fór með okkur um brugghúsið. Svoná leit gamla brugghúsið í Bitburg út þegar það var reist 1817 eða fyrir 166 árum. ¦ I.iim veggurinn í brugghúsinu er eitt stanslaust Ijósaflass, og fengum við þær upplýsingar að þetta væri tölvustjórnstöð bjórframleiðslunnar, sem gat þá sagt fyrir um ef hitastigið var ekki rétt á hverju kerfi fyrir sig, o.s.frv. en svona lítur það út í dag. Hinir geysilega stóru vöruflutningabflar koma tómir og fara fullir allan liðlangan daginn. Tímamyndir - AB ár, og mætti segja mér að það árið kæmu margir gestir í heimsókn til Trier. En við hefjum förina í Bitburg, og höfuðtil- gangur þeirrar heimsóknar er að fá að skoða brugghúsið Bitburger Pilz. Leiðsögumaður okkar um brugghús- ið, einn af framkvæmdastjórum Bitburg er greinilega frá sér numinn af hrifningu, þegar hann lýsir fyrir okkur ferlinum sem á sér stað frá því að lagt er í, eins og við orðum það, þar til Bitburg Pilz er tilbúinn tíl drykkjar. Ekki ætla ég að reyna að hafa orðrétt eftir leiðsögumanni okkar, en greina frá því helsta sem hann sagði. Bitburg Pilz á gæði sín einkum að rekja til gæða vatnsins í Eifelhéraðinu. Vatnið er kristaltært, og því er dælt upp úr brunnum, einum sjö talsins af miklu dýpi, eða allt upp í 300 metra dýpi, en á svo miklu dýpi er vatnið algjörlega tært og steinefnaríkt. Greindi leiðsögumað- urinn frá því að Rómverjaf hefðu á sínum tíma gert sér grein fyrir því hversu gott vatnið á þessu svæði væri og lagt mikið á sig til að flytja það miklar vegalengdir. Þá sagði hann, að allt frá því að brugghúsið var sett á laggirnar, 1817, þá hefði hráefni það sem í bjórinn fer, að vatninu undanskildu, verið sérstak- lega valið, bæði gerillinn og „hopplönt- urnar" sem gerði það að verkum að bjórinn hefði bæði mikið gott og örlítið biturt bragð, hvað við fréttamennirnir ofan af Skerinu gátum svo sannarlega tekið undir. Það kemur kannski ekki neinum sem reynt hefur að brugga bjór heima hjá sér á óvart, hver „próressinn" er, frá því að lagt er í, þar til tappað er á flöskur eða kúta - en það sem kom mér persónulega mest á óvart, var hve háþróuð tæknin við þessa framleiðslu var. Tölvuvæðingin var í algleymingi, hreinlætið slíkt að maður hefði þess vegna getað drukkið bjórinn beint af gólfinu, og það sem einnig kom á óvart var magnið af bjór sem bruggað er, þvf það var ótölulegur fjöldi kerja, í köldum salnum, þar sem gerjunin fer fram, og hvert ker tón 45 þúsund lítra. Enda upplýsti leiðsögu- maður okkar okkur um það að árleg framleiðsla verksmiðjunnar er um 1.8 ' milljónir hectolítra! Sem verður að telj- ast sæmilegt, eða hvað? Ég sagði frá því áðan að íbúar Bitburg, 12 þúsund talsins væru hreyknir mjög af framleiðslu sinni, enda finnst hvergi í Bitburg, eða nágrenni hennar önnur bjortegund en Bitburger Pilz, sem segir kannski sína sögu um ágæti bjórsins. Við, íslensku blaðamennirnir vorum ekki allir jafnhrifnir af framleiðslunni, því sumum fannst hún vera helst til bragð mikil, eða eins og bjórinn væri of kryddaður, en þær raddir voru í minni- hluta í hópnum. Ég geri það að tillögu minni, að þeir sem ætla að leggja land undir fót, og fara til Luxemburg og þaðan með bílaleigubíl geri stuttan stans í Bitburg og fái að skoða brugghúsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.