Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 17. APRIL 1983 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 15 ■ „Snilldarvcrkin fædast ekki al' sjálfum sér“, skrifaði Virginia Woolf í bók sinni A Room of One’s Own, „þau eru niðurstaða margra ára saineiginlegrar liugsunar, hugsunar nfeignhluta ákveðinnar menningarheildar, þannig að reynsía fjöldans býr að baki hinni einstöku rödd. Jane Austen hefði átt að leggja blómsveig að gröf Fanny Burncy, og Georg Eliot hefði átt að heiðra minningu Eliza Carter... allar konur ættu að strá blómuin yfir niinnisvarðann um Aplira Behn, vegna þess að það var hún sem ávann þeim réttinn til að segja hug sinn.“ Aphra Behn var fyrsta konan sem helgaði sig rithöfundarstarfinu. Áður höföu ýinsar konur vissulega skrifað ljóð, leikrit eða ritgerðir og nokkrar höföu meirá að segja birt verk sín undir eigin nafni. En Aphra var fyrsta konan sem lagði á hilluna þá staðhæfingu aö hún skrifaöi einungis sjálfri sér til skemmtunar í tómstundunum, og krafðist viðurkenningar á rithöfundarstarfi sínu. Henni tókst að knýja karlana 'seni réðu enska bókinenntaheiminum á endurreisnartíinanum til að viöurkenna sig sem jafningja. Á þeim tíma voru einungis tvö leikhús í London, en á sautján árum voru sautján leikrit eftir haiia sett þar á svið. Hún skrifaöi þrcttán skáldsögur (þrjátíu árum áöur en Danicl Defoe skrifaði Rohinson Crusoe, sem venjulega er nefnd fyrsta skáldsagan), gaf út nokkur Ijóðasöfn og einnig þýðingar. Skáldsaga hennar Oroonoko er eitt af fyrstu bókmenntaverkununi sem lýsa ógnum þrælahaldsins. Verk hennar voru mikið lesin á meðan hún var á lífi, og endurprentuð árum saman eftir að hneykslanlegt nafn höfundarins hafði veriö grafið í þann gleymskuhaug sem hæfa þótti konum af hennar kynslóð. Aphra Behn markaði tímamót í kvennasög- unni, þótt hún hafi ekki haft hugmynd um það sjálf, og lagði gruntlvöll að nýjum inöguleikum kynsystra sinna. Hún sannaði það að kona - cf hún var hcppin. ef hún var þess fús að hætta virðuleika sínum, þægindum, samþykki annarra, ef til vill m.a.s. ást; ef hún var reiðubúin til að hætta á að verða höfð að háði og spotti.glata mannorði sínu, verða fórnarlamb rógburðar og árása - gat lýst yfir sjálfstæði sínu og haft ofan í sig og.á með ritstörfum og það á tímum þegar hennar eini félags- og fjárhagslegi kostur var sá að gifta sig eða verða sér úti um auðugan „verndara". Fordæmi hennar gaf bæði merki og tilefni: sú bylgja kvenrithöfunda sem á eftir komu hefðu óhjákvæmilcga komið, en sá völlur sem hún haslaði var mikilvægur fyrir þær konur sem komu rétt á eftir henni. Mary Manley, Mary Pix, Eliza Haywood, Catherine Trotter, Arabella Plantin, Penelope Aubin, Elizabet Rowe og fleiri gátu horft aftur til hennar þó að sagan ætti eftir að gleyma þessum fyrstu átjándu aldar kvenrithöf- undum næstum því jafn fljótt og hún gleymdi Aphra Belin sjálfri. Prátt fyrir það þá mynduðu þær hefð , sem tryggði kvenrithöfundinum örugg- an sess sem bókmenntalegri „staðreynd", þó hún væri næsta ósýnileg. Líf Aphra Behn hefði þótt óvenjulcgt á hvaða tíma sém er, en á sautjándu öld var einsdæmi að kona hagaði lífi sínu á þann hátt sem hún gerði. Aphra Behn var ævintýrakona sem tókst á hendur langt og erfitt ferðalag til Vestur-Indía, flæktist þar inn í þrælauppreisn, og heimsótti indíánaþjóð- flokk sem aldrei áður liafi hitt Evrópubúa. Hún var njósnari Karls annars, í stríðinu viö Hollend- inga, sem launaði henni ekki betur en svo að hún lenti í skuldafangelsi vegna kostnaðar sem hún bakaði sér í þjónustunni við kónginn. Hún var kvenréttindakona sem varði hástöfum rétt kvenna til menntunar og til þess að giftast þeim sem þær vildu, eða alls ekki. Hún var brautryðjandi á kynferðissviðinu og hélt því fram að karlar og konur ættu að elskast sem jafningjar og af lusum og frjálsum vilja. Loks var hún virkur þátttakandi í stjórnmálum sent talaði máli konungssinna í Kaffihúsi Willsogafsviði Drury Lane leikhússins. Lífshættir hennar þóttu hneykslanlegir Á þeint tímum sem almenningsálitið hélt fram þeirri skoðun að heimilið skyldi marka þann ramma sem reynsla kvenna einskorðaðist við voru lífshættir Aphra Behn róttæk ógnun við þær rcglur scm kynsystrum hennar voru settar. Hræðslan við nrannorðsmissi ásamt þeim hömlum sem eiginmaður eða fjölskylda lagði á konuna voru venjulega næg ástæða til þess að konur væru ekki að stíga yfir þá línu sem markaði félagslegan bás þeirra. Hugsanlegt er að óljóst upphaf Aphra hafi verið henni kostur að þessu leyti, en þó að allt sé á reiki um tildrög fæðingar hennar er almennt álitið að hún hafi hvorki hlotið auð né háa þjóðfélagsstöðu í vöggugjöf - hugsanlegt er að hún hafi verið óskilgetin. Eins og hún segir í Oroonoko dó faðir hennar á leiðinni til Vestur- Indía svo að Aphra og móðir hennar urðu sjálfar að sjá fyrir sér og tveimur systkinum Aphra. Þegar Aphra sneri síðan til London neyddist hún til þess að finna upp á einhverju til að sjá fyrir sér. Skammlíft hjónaband hennar og einhvers dular- fulls hr. Behn (sem ekkcrt er vitað um, ef hann var þá einhvern tíma til) virðist ekki hafa breytt neinu um erfiðar aðstæður hennar, og ferill hcnnarsem njósnaraendaði ískuldafangelsi. Hún var komin hátt á þrítugs aldurinn þegar hún byrjaði að skrifa fyrir leikhúsið sér til lífsviðurvær- is. Fyrsta uppfærslan á verki eftir Aphra Behn sem vitað cr um var sýning á leikritinu ,The Forced Marriage; or The Jealous Bridegrooml,sem fór fram 20. september 1670. Bæði höfundi og áhorfendum var Ijóst að með því leikriti kastaði höfundur af sér oki hefðarinnar og því lýsti hún reyndar yfir í formála leikritsins. Hún kaus ekki að kynna sjálfa sig sem undantekningu frá reglunni heldur gcrði hún það lýðum Ijóst að hún talaði fyrir hönd kynsystra sinna. Hún lýsti því yfir að innganga hennar inn í ríki bókmenntanna,sem karlmenn hefðu hingað til haft yfir að ráða,væri um leið skref sem hún stigi fyrir allar konur. Hún var sér meðvituð um táknræna merkingu þess sem hún var að gera. I formála sínum dregur hún upp mynd af þeim sviðum sem álitin voru hæfa konum og körlum og réttlætir „innrás" kvenrithöfundar- ins inn á svið sem sögulega séð tilheyrir henni ekki, í formálanum notar hún „karlmannlegar" líkingar af orustuvellinum: vopn, herkænska, stjórnlist, vald, sigur. En um leið er hinni lánuðu árásargirni mótmælt með „kvenlegu" undanhaldi - sóknin á rætur sínar að rekja í löngun kvenna til að gera öilum til hæfis, til að halda í ástúð og löngun karlmanna fremur en að ráðast inn á yfirráðasvæði þeirra. Pessi vel hugsaða tvíræðni er vafalaust að hluta til aðferð til þess að ná athygli hverflyndra áhorfenda og slá vopnin úr höndum óðfúsra gagnrýnenda, en virðist einnig sýna grundvallar klofning í afstöðu höfundarins. Barátturæðunni sem hún flytur um leið og hún ræðst inn í ríki andans er fylgt eftir af óttanum ( - skiljanlega -) við að verða álitin ókvenleg. „Elsku góði yndislegi...“ Þó ekki sé ráðlegt að lesa heimildir af þeirri gerð sem hér um ræðir sem ævisögulegar stað- reyndir má a.m.k. að einhverju leyti gera ráð fyrir því að áhersla hcnnar á skammlífi kvenlegrar fegurðar eigi að einhverju leyti rót sína að rekja til þess að Aphra hafi ekki verið alveg ósnortin af því að vera orðin nær þrítug í heimi sem áleit konur hafa misst aðdráttarafl sitt 25 ára. Pað' virðist þó ekki hafa hindrað ástarlíf hennar sem mörgum fannst hneykslanlegt, en hún varð engu að síður vör við þann þrýsting sem kynferðisleg tvöfeldni í garð „eldri" kvenna olli þeim. „Þið munuð aldrei kynnast unaði breytinganna" aðvar- aði hún karlmennina í áhorfendasalnum, og meinti að með því að afneita sálum kvenna vegna líkamanna dæmdu þcir sjálfa sig til endalausrar endurtekningar. Að baki stríðnisfullum tóni formálans er vakið máls á öðru vandamáli: óvissri og versnandi stöðu kvenna í samfélagi endurreisnartímans. „Fegurð- in ein er föl fyrir of lágt verð“, lýsir nákvæmlega þeim hópi menningarvita og slarkara sem sóttu leikhúsið. Auðveldur aðgangur karla að konum kynferðislega, hafði áhrif á það hvernig almennt var litið á konur. Umfjöllun Aphra minnir háðulega á staðreyndir efnahagslífsins: ef gildi grundvallar varnings kvenna fcllur í verði þá verða þær að verða sér úti um eitthvað annað til að hrífa nteð karlmennina. Aðferð Aphra var að staðfesta sjálfstæði sitt - sem var erfiðleikum bundið. Nokkuð góðar viðtökur fyrsta leikritsins voru Aphra hvatning til þess aðskrifa annað. Ekki liðu nema sex mánuðir þar til Jhe Amorous Prince birtist á fjölunum, 24ða febrúar 1671. Formálinn sýnir að hún bjó þá yfir meira sjálfstrausti en í fyrra skiptið. Undir yfirskyni gamansams og hæðnislegs formálans var Aphra í raun og veru áð taka afstöðu í því skoðanastríði, eins og Dryden kallaði það. sem skipaði leikhúsfólki jafnt og lærðum gagnrýnendum í tvær andstæðar fylking- ar. Fylkingarnar skipuðu annars vegar þeir sem aðhylltust kenningar Aristótelesar um einingu rúms, tíma og athafnar og hins vegar þeir sem ekki aðhylltust þær kenningar; þeir sem vildu hafa textann í bundnu máli og þeir sem vildu það ekki; þeir sem vildu sjá harmleiki og þeir sem vildu sjá gamanleiki; þeir sem lcituðu siðalærdóms í leikhúsínú og þeir sem leituðu þar skemmtunar. En Aphra gerir í formálanum ráð fyrir því að einn hópur gagnrýnenda muní hafna verkinu, vegna þessað þaðlúti ekki Iögmálum harmleiksins heldur sé það atað kímilegum athöfnum. Og hún virðist hafa orðið fyrir miklum árásum. Með þriðja leikritinu, The Dutch Lover sem var frumsýnt 6. febrúar 1673, fylgdi „Pistill til les- enda“, þar sem hún hæddist að andstæðingum sínum og varði ennfremur þá afstöðu sem hún hafði. tekið í hugmyndafræðilegu deilunum í leikhúsinu. „Elsku góði yndislegi sykursæti les- andi", byrjaði hún og skrumskældi þar með þann bókmenntalega fagurgala sem þá tíðkaðist, „sem er held ég meira en nokkur annar hefur áður kallað þig, ég vcrð að segja við þig nokkur orð áður en þú gengur á vit ritsmíðarinnar; þó ekki til að biðja þig afsökunar á því að ég skuli vera að trufla þig mcð jafn fánýtum bæklingi og þessum... því ég hef komið ansi heiðarlega fram að því leyti áð ég hef sagt þeir á titilsíðunni hvers þú megir vænta fyrir innan. Þótti skipta sér af því sem henni kæmi ekki við... Eftir að hafa hnippt lítillega í starfsfélaga sína, snýr hún sér að því að hæðast að þunglamalegum rökfærslum og tilgerðarlcgu tungumáli þeirra fræðimanna sem fjölluðu um lcikritun. Því næst tekur hún nokkra meðlimi „The Royal Society", sem höfðu flokkað lcikritun sem minni háttar listformp karphúsiö: Pistillinn endar svo á atlögu að þeim fræðimönnum sem hugðust skella bók- menntum og tungumálum í citt kerfi þar scm ákveðnar reglur réðu og þykist um leið afsaka sig fyrir þá framhleypni að blanda sér í umræður sem væru handan hennar sviðs. Sjaldan eða'aldrei hafði önnur eins skammar- ræða undirrituö af konu, birst á enskri tungu. Eitthvað meira en lítið hafði reitt Aphra til reiöi, af textanum má ráða að henni hafi verið sagt að vegna menntunarskorts hennar væri hún ekki fær um að blanda sér í deilur um það hvaða rcglum leikritagerð skyldi lúta. Það var vissulega rétt að kynferði hennar hafði útilokað hana frá skóla- göngu og einnig var rétt að hún gat ekki lcsið Aristoteles og hina forngrikkina cins og t.d. Dryden gat. En hún leggur samt sem áður áherslu á það að hún hafi ekki tekið afstöðu „eingöngu á grundvelli minnar eigin þekkingar", heldur lagt eyrun mjög vel að málflutningi bcggja aðila og lagt röksemdir þcirra á minnið. Hún ncitar í fyrsta lagi að láta hræða sig til minnimáttarkenndar ■ Mynd af Ben Jonson (1572-1634) fannst líka - um hann sagði Aphra Behn: hin ódauðlegu verk Shakespeares (sem ekki var sekur um miklu meira af þessu (lærdómi) en ofl fellur í hlut kvenna) hafa glatt heiminn meir en verk Jonsons...“ vegna kynferðis og í öðru lagi hafnar hún „lærdóminum", sem karlmennirnir miklast af og henni var neitað um, sem hverju öðru „akadem- ísku glingri". Þessa afstöðu breiðir hún yfir ákveðnár tilfinningar þess efnis að í rauninni búi hún við ákveðinn skort, cinsog athugasemdir sem hún gerði síöar bera með sér. En um þessar mundir var hún staðráðin í því að halda sínu meðal starfsfélaganna, hvað sem það kostaði. Mcnningarvitunum, spjátrungunum, gagnrýn- endunum og rithöfundunum var ef til vill skemmt þegar fyrsta leikrit Aphra var sett á svið, vafalaust hefur það kitlað þá að kona væri farin aö skrifa íyrir leikhús. En þegar annað leikrit birtist skömmu síðar og á cftir því The l)utch Lovcr hefur þeinr sjálfsagt orðið Ijóst að þeim hafði bæst keppinautur. Og til að bæta gráu ofan á svart vogaði hún sér að kasta sér útí dcilur, um starfscmi og cðli lcikhússins, sem voru handan menntunar hcnnar og vcrksviðs. Samkvæmt því sem Aphra segir voru gerðar alvarlegar tilraunir til þcss að skgmma fyrir henni, letja Itana og bola hcnni burt úr leikhúsinu. Pistillinn til lcscndá heldur áfram: „Ég mundi aldrei láta hafa mig út í rökræður við slíkan óskapnað...“ „Daginn sem þaö var fyrst sýnt kom inn í stúkuna til mín slánalcgur, heimskulegur, hvítur, illa þcnkj- andi, ómcrkilegur spjátrungur, liðþjálfaræfill ný. kominn frá Frakklandi meö hálsklút og fjöður, hörmuleg skcpna scm ckkert hcfur til að hlífa sér við fyrirlitningu mannkynsins annað en þá virö- ingu sem við látum rottum og pöddum í té, sem við álítum sköpun Drottins vorns þó við þolum tæpast tilveru þeirra. Þegar skapnaður þcssi opnaði það sem þjónar hlutverki munnsins skall sá hávaði yfir þá sem næstir honum sátu aö þeir skyldu búa sig undir ömurlegt leikrit vegna þess að það væri eftir konu. Ekki veit ég hvernig þetta slúður hefur komist á kreik en ég býst viö því að hann hafi flutt það mcð sér sjóðandi heitt frá einhverri illgjarnri vitsmunaverunni: vegna þess að skepnur með vitsmuni af hansstærðargráðu tyggjaeinungis rusliðsem þcirhafa uppcftiröðrum, án nokkurrar viðbótar frá sjálfum sér. Ég mundi aldrei láta hafa mig út í rökræður við slíkan óskapnað: en ef ég héldi að fyrir íraman mig stæði þolanlega gefinn maður, sem af þroskuðum huga gæti greint hægri hönd sína frá þeirri vinstri og tilgreint niuninn á tölunum sextán og tveimur mundi ég vissulega leggja það á mig að gera honum Ijóst hversu hrapallega honum skjátlaðist. ...Eins og ég hef nefnt áður hafa leikrit ekki mikið rúm fyrir það sem karlar hafa fram yfir konu, það er lærdóm. Við vitum öll að hin ódauðlegu verk Shakespeares (sent ckki var sekur um miklu mcira af þessu (lærdómi) eri oft fellur í hlut kvenna) hafa glatt heiminn meir en verk Jonsons, þó sagt hafi verið að Benjamin hafi ekki verið sprenglærður heldur... og hvað okkur nú- .tíma leikritahöfundana varðar þá er nrér óhætt að segja það að ég veit ekki til þess að neinn þeirra skrifi svo frábærlega að kona geti ekki gert sér vonir um að ná jafngóðum árangri og þeir bestu. Og hvað varðar rykfallnar reglur þeirra um einingu og guð veit hvað,get ég sagt það að ef þær hefði einhverja þýðingu ætti kona ekki í nokkru- 294 ÁR LIÐIN FRÁ LÁTI APHRA B£H\ (1640? - 16. APRÍL 1689) FYRSTU KONUNNAR SEM GERBISTARF RITHÖFUNDARINS AD SÍNU: -■■■•.w. ý. J- • v*-'.- ••l ■ Þegar Karl annar komsl aftur til valda árið 1661 var siðfræði púrítananna hafnað. Siðleysí varð ríkjandi lífsstíll og kóngurinn gaf tóninn. Koparstungan hér að ofan sýnir hátíðlega skrúðgönguna frá Westminster Hall til kirkjunnar þegar hann var krýndur. ■ Á ofanverðri sautjándu öld fengu Englendingar fyrír alvöru smekk fyrir framandi „nautnalyfjum" eins og tóbaki, súkkulaði og kaffl, sem flutt var inn frá Arabíu. Kaffíhúsin spruttu fram og Aphra Behn, sem var virkur þátttakandi í stjórnmálum, talaði máli konungsinna í Kaffíhúsi Wills. ■ Þessi koparstunga Wenzel Hollars frá fimmta áratug sautjándu aldar sýnir leikhúsin við suðurbakka Thamesár. Hollar hefur þó víxlað nöfnum þannig áð hið fræga Shakespeare-leikhús The Globe er til vinstri en húsið til hægri sem fáninn n's upp af er Beargarden leikhúsið. ■ Því miður fundust engar myndir af Aphra Behn svo að myndir úr samtíma hennar verða að duga. Mynd af John Dryden (1631 -1700) gagn- rýnanda og leikritahöfundi fannst - en á hann er lítillega minnst í greininni. Kvenlegríhæversku misboðtö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.