Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísii Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnusson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skatti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300 Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Enn ræðst Geir að Gunnari Thoroddsen ■ Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið týndur það sem af er kosningabaráttunnar. Flestir hafa reyndar talið að hann væri í felum, enda forysta kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í höndum Alberts Guðmundssonar. En svo fann Morgunblaðið Geir Hallgrímsson á ísafirði. Og formaður Sjálfstæðisflokksins notaði tækifærið til þess að ráðast enn einu sinni að Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, og að samstarfs- mönnum hans í ríkisstjórninni, Pálma Jónssyni og Friðjóni Þórðarsyni, sem þó eru í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Geir Hallgrímsson sakaði Gunnar Thoroddsen, forsætis ráð- herra, um versta viðskilnað nokkurrar ríkisstjórnar í sögu lýðveidisins. Minna mátti það ekki vera. Hefur Geir þá sýnilega gleymt viðskilnaði viðreisnarstjórnarinnar, sem hrökklaðist frá 1971 eftir að hafa komið stefnu sinni um hæfilegt atvinnuleysi í framkvæmd með þeim hætti, að þúsundir íslendinga höfðu gengið atvinnulausir og aðrar þúsundir flúið til annarra landa í leit að vinnu og lífshamingju. Gunnar Thoroddsen hefur svarað þessum árásum Geirs Hallgrímssonar með því að neita að gefa yfirlýsingar um stuðning við framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann gaf slíka stuðningsyfirlýsingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar, en fékk í þakklætisskyni tómar árásir frá formanninum að loknum þeim kosningum. Og þær árásir halda áfram enn. Það er varla ástæða til að ætla að stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens í Reykjavík þakki þær árásir með því að koma Geir Hallgrímssyni aftur á þing, enda eiga þeir annarra kosta völ. íslaitd án atvinnuleysis Mikilvægasta markmið efnahagsstefnu Framsóknarflokksins er að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Forsenda þess er að atvinnulífið standi traustum fótum, sérstaklega þó grundvallaratvinnuvegir þjóðarinnar sem skapa þjóðarauðinn. Hingað til hefur tekist að koma í veg fyrir að það ógnvænlega atvinnuleysi, sem ríkt hefur í nokkur ár og farið sívaxandi í nágrannalöndum okkar, næði hingað til lands. Ljóst er hins vegar að nú er stefnt á ystu nöf í þessu efni. Ábyrgðina á því bera þeir flokkar,sem staðið hafa gegn öllum nauðsynlegum ráðstöfunum til þess að auka atvinnuöryggi og draga úr verðbólgu. Alþýðu- bandalagið hefur stöðvað slíkar aðgerðir í ríkisstjórninni, og notið til þess dyggilegs stuðnings sjálfstæðismanna á Alþingi, eins og örlög vísitölufrumvarps forsætisráðherraerminnisstætt dæmi um. Þessi afstaða er í samræmi við það kæruleysi um þetta geigvænlega böl, atvinnuleysið, sem forsætisráðherra sagði á Alþingi í vetur að væri að finna í forystu Sjálfstæðisflokksins. Höfnum kæruleysinu í atvinnumálum landsmanna! Tryggjum með atkvæði okkar 23. apríl að ísland verði áfram án atvinnuleys- is! Krafa um 240% hækkun Sjálfstæðismenn boða fyrir þessar kosningar að gefa eigi allt frjálst í efnahags- og kjaramálunum. Nýtt dæmi um þá verðhækkanaskriðu, sem dynja myndi á landsmönnum ef stefna Sjálfstæðisflokksins fengi að ráða, eru hækkunarkröfur borgarstjórnarmeirihluta íhaldsins að undan- förnu. Ef orðið yrði við þeim kröfum, myndu til dæmis taxtar Hitaveitu Reykjavíkur hækka um 240% á einu ári! Pannig verður ráðist að lífskjörum fólksins ef Sjálfstæðisflokk- urinn kemst til valda. Allir sjá að 240% hækkun á verði opnberrar þjónustu eins og hitaveitu hefur í för með sér gífurlega kjaraskerðingu fyrir borgarbúa. Þess vegna verður að halda öllum slíkum hækkunum innan skynsamlegra marka. Það er stefna Framsóknarflokksins. - ESJ Unglingarnir og fagurbókmenntir Er bókin á hröðu undanhaldi meðal UNGS FÓLKS? I'olir hún'ekki samkeppnina við poppið, kvikmyndirnar, sjónvarpið, vídeóið? Munu sífellt færri brúa bilið frá lestri barnabókanna yfir í lestur fagurbókmennta, sem einkum eru ætlaðar þeim sem eiga unglingsár að baki? Þessar spurningar hafa við og við komið upp á yfirborðið hér á landi í síðari tíð. Svarið við þeim hefur yfirleitt verið á þá leið, að bókin haldi nokkuð sínum hlut, þótt á því, hvað fólk á ýmsum aldri les af góðum bókmenntum, hafi hins vegar verið gerðar takmarkaðar kannanir. Sumir vilja svara þessum spurningum með því að líta á tölur um, hverjir kaupi bækur og hvernig bækur. Slíkar kannanir hafa heldur ekki farið fram hér, en f Danmörku hafa að undanförnu verið birtar tölur, sem virðast benda til þess, að ungt fólk þar í landi kaupi í sífellt minni mæli bækur. Og af þessu hafa spunnist verulegar umræður í þarlendum blöðum. Danskur útgáfustjóri, kurt fromberg, HJÁ GYLDENDAL, HÓF EIGINLEGA UMRÆÐUNA MEÐ VIÐTALI VIÐ POLITIKEN. t>ar vakti hann sérstaka Það er vafalaust rétt, að í fjölda þessara bóka hefur boðskapurinn, sem ræðst meira og minna af tísku, orðið öllum bókmenntalegum viðhorfum æðri. Slíkar bækur eru því ekki vænlegar til þess að leiða unglinga að brunni alvörubók- mennta. Þessir tískustraumar eru auðvitað ekki bundnir við Dan- mörku; þeir flæða yfir fleiri lönd. Svo virðist sem Danir séu hins vegar að átta sig á því, að predikanir um þau þjóðfélagsvandamál, sem kunna að komast í tísku hverju sinni, eru ekki bókmenntir. Bókmenntakennsla í skólum er auðvitað mikilvægur þáttur út af fyrir sig. Söholm gagnrýnir hvernig að þeirri kennslu sé staðið í Damörku; telur hann að veruleg breyting hafi þar orðið á síðustu 1-2 áratugina til hins verra. Afleiðingin sé m.a. að nemendur öðlist ekki lengur nægan skilning á bókmennta- legu og menningarlegu samhengi; orða- og hugtakaforðinn sé minni en áður, og hæfileikinn til að meta gæði bókmennta- verks, en það sé að hluta til þjálfunaratriði, nái ekki að þroskast. „Það er mín reynsla að menntaskólanemendur í dag þjáist að miklu leyti af þessum hörgulsjúkdómum, og að það sé ein af ástæðum þess að þeim finnst þeir ekki geta tekist á við fagurhókmenntir hinna fu!lorðnu“, segir Söholm. athygli á því, hversu mjög bókakaup Dana á aldrinum 15-19 ára hefðu minnkað síðustu árin. Hann sagði í viðtalinu við Politiken að „ör bókakaup" (þá er átt við kaup á einni bók á mánuði) einstaklinga í þessum aldurshópi hefðu fallið úr 25% í 10% á fjórum árum - 1979-1982. Tölur um nýtingu bókasafna virðast benda í svipaða átt. Að vísu virðist fjöldi þeirra, sem á þessum aldri er og sækir bókasöfn, vaxa jafn mikið og annarra aldurshópa, en unga fólkið virðist hins vegar lesa færri bækur, og í vaxandi mæli myndabækur. Könnun, sem gerð hefur verið í Danmörku, sýnir að hlutfall þeirra, sem lesa fagurbókmenntir, féll á árunum 1975 til 1982 úr 31% í 22% þeirra sem spurðir voru á aldrinum 16-19 ára. Reyndarvirtist þessi aldurshópur líka lesa minna blöð en áður nema vikublöð. Ejgil Söholm, bókavörður við'Statsbiblioteket í Árósum, segir um þessar kannanir í blaðagrein í Politiken: „Þegar fyrrum iðnir bókakaupendur hætta að kaupa bækur, og vaxandi fjöldi ungs fólks kemur að vísu á bókasöfn en án þess að fá lánaðar eða lesa bækur, má vissulega álykta sem svo, að bókin sé að missa takið á heilli kynslóð. Eða með öðrum orðum, að unglingamenningin komist í vaxandi mæli af án prentaðra bókmennta". Söholm bendir réttilega á að þetta er ekkert einkamál, heldur þjóðfélagslegt vandamál. Það er ekki bara, að fjöldi ungs fólks fái aldrei að kynnast og njóta góðra bókmennta; skáldsagna og ljóða: „Ef bókinni er hafnað hlýtur það til lengri tíma litið að hafa í för með sér grunnfærnara, hugsunarlausara og viðspyrnulausara samfélag, og að lokum lýðræðislega séð veikara þjóðfélag". Hvers vegna hefur ungt fólk í dan- MÖRKU GERST FRÁHVERFARA BÓKINNI? Söholm nefnir ýmsar ástæður, sem ekki er þörf á að ræða í smáatriðum. Skipta má þeim fyrst og fremst í tvennt. Annars vegar hafi útgefendur og skólar að ýmsu leyti brugðist við að skapa áhuga og Iöngun unglinga til að kynnast góðum fagurbókmenntum. Hins vegar sé síaukin samkeppni frá öðrum miðlum, sem höfði meira til unglinga nú til dags. Hann gagnrýnir sérstaklega svonefndar unglingabækur, sem forlögin dönsku hafi spýtt út á markaðinn á undanförnum árum, þar sem endalaust er fjallað á klisjukenndan hátt um tískuvandamálin; drykkjuskap, skilnaði, barneignir unglinga, sjúkdóma, misrétti og afbrot. Þessar bækur eru í fæstum tilvikum eiginlegar bókmenntir; miklu frekar innlegg í umræðu um ýmis þjóðfélagsvandamál. „Og svo getur útgáfu- stjórinn ekki skilið hvers vegna unglingar 15-19 ára eru nú að hverfa frá bókinni", segir Söholm eftir að hafa romsað upp lýsingum á efniviði 10-15 vandamálabóka af þessu tagi. Samkeppnin frá öðrum miðlum ræður HÉR EINNIG MIKLU. Söholm bendir réttilega á að tónlistin og kvikmyndin eru hörðustu keppinautar bókarinnar. „Vest- ræn unglingamenning er alþjóðleg, tungumál hennar er enska, goð hennar eru tónlistarmenn og kvikmyndastjörnur", segir hann á einum stað. Það kostar tíma og peninga að njóta þessara miðla, ekki síst tónlistarinnar, og hjá unglingum er hvoru tveggja oft af skornum skammti. SöHOLM BENDIR Á ÝMSAR LEIÐIR TIL ÞESS AÐ NÁ TIL UNGLINGANNA MEÐ GÓÐAR BÓKMENNT- IR. í fyrsta lagi þurfa útgefendur að gefa unglingum, sem vaxið hafa upp úr barnabókunum, kost á að kaupa fagurbók- menntir í aðgengilegu formi í stað þess að hella yfir þá unglingabókaflóði af því tagi sem áður var nefnt. Og í öðru lagi verði skólarnir, einkum þó menntaskólarnir, að nota dönskutímana til bókmenntakennslu í mun ríkari mæli en hingað til. Sú kennsla verði að þroska með nemendunum hæfileikann til að greina góðar bókmenntir frá slæmum. Það er vissulega mikilvægt mál hvort og þá hvernig bókmenntasmekkur er þroskaður með yngri kynslóðinni, en af því ræðst öðru fremur, hvort góðar bókmenntir verði áfram almenningseign eða aðeins lesefni lítils hóps manna. Margir munu telja að við hér þurfum ekki að hafa jafn miklar áhyggjur í þessu efni og t.d. Danir. Þó er það svo að bókin á líka hér við sívaxandi samkeppni að etja. Og ungt fólk, sem ekki er vel að sér í einhverju erlendu tungumáli, á mjög erfitt með að kynnast erlendum fagurbókmenntum að neinu ráði, hvað þá að slíkum verkum sé haldið að þeim á bókamarkaðinum; það telst yfirleitt til tíðinda ef merkar samtímabókmenntir annarra þjóða sjá dagsins ljós á íslensku, eins og áður hefur verið vikið að í Skuggsjá. Forvitnilegt væri einnig að skoða nánar bókmenntakennslu í skólum hér og hvort hún er sama marki brennd og Söholm kvartar undan í Danmörku. -ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.