Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 17. APRIL 1983 ■ Blöðin voru uppfull af slúöri um prinsessuna og Townsend aöallega af gerðinni: „Þau drukku aftur saman te í dag.“ erlend blöð veltu sér upp úr gróusögun- um um Edward áttunda og frú Simpson. En þau gátu ekki þagað endalaust frem- ur en í fyrra skiptið. „Slúðursögur um prinsessuna ganga Ijósum logum um allan heim“ Undir lok krýningarathafnarinnar 2. júní 1953, svo vitnað sé í Peter Townsend, „var saman kominn í forsal Westminster Abbey kirkjunnar fjöldi krýndra höfða, aðalsfólks og annarra - og blaðamenn, breskir og erlendir. Mar- grét prinsessa kom til mín, glæsileg útlits, hrífandi fögur. Á meðan við röbbuðum saman burstaði hún hár af einkennisbúningnum mínum. Við hlógum og hugsuðum ekki meir um það...“ Daginn eftir skóp sú hreyfing prinsess- unnar fyrirsagnirnar á forsíðum er- lendra blaða, heima fyrir var hún söltuð í ellefu daga. En 14. júní kom að því að breska blaðið The People rauf þagnar- múrinn undir því yfirskyni að það vildi hrekja fréttir erlendu blaðanna. Fyrir sögnin var: „Við afhjúpum hneyksli:" Það er kominn tími til að breskum almenningi sé greint frá því að hneyks- lanlegar slúðursögur um Margréti prins- essu gaga nú ljósum logum um heiminn allan. Fréttablöð í Ameríku og Evrópu staðhæfa að prinsessan sé ástfangin af fráskildum manni og óski eftir því að fá að giftast honum. Þau blöð sem birt hafa söguna segja að umræddur maður sé Peter Townsend flokksforingi... Sagan er að sjálfsögðu helber ósann- indi. Óhugsandi er að konungleg prins- essa, sú þriðja í röð ríkisarfa, mundi svo mikið sem íhuga þann möguleika að giftast fráskildum manni. Townsend flokksforingi var saklausi aðilinn í skilnaðarmálinu en hann fékk skilnað frá konu sinni vegna hórdóms- brots hennar. Sakleysi hans breytir þó engu um þá staðreynd að hjónaband hans og prinsess- unnar bryti í bága við hefðir konungs- fjölskyldunnar og kirkjunnar." Morguninn eftir sögðu Lascelles og blaðafulltrúi drottningarinnar. Richard Colvelle, hennar hátign að nú væri borin von að hin bresku blöðin þegðu áfram. Townsend varð að fara. Churchill var því sammála. Óformlegar umræður við- ríkisstjórnina og forsætisráðherra sam- veldislandanna sýndu að þeir voru einnig andvígir giftingunni. Eini möguleikinn til þess að af hjóna- bandinu gæti orðið var sá að þess yrði krafist af prinsessunni að hún hafnaði rétti sínum til ríkiserfða, og ekki bara fyrir sína parta heldur og allra sinna niðja og erfingja. Auk þess sem hún yrði einnig að afsala sér sex þúsund punda tekjum sínum hjá hirðinni. Væri hún þessara fórna fýsandi gæti ekkert hindr- að hana í því að verða konan hans Peters. Á meðan á þessu stóð færðist flutning- ur flokksforingjans frá Bretlandi stöðugt nær. Margrét og Peter höfðu sætt sig við tímabundinn aðskilnað, og trúðu því enn að áður en yfir lyki myndu þau ganga í heilagt hjónaband. En forsætis- ráðherrann skipaði flugmálaráðuheyt- inu að ftnna stöðu handa Townsend handan hafsins án tafar. Staðan kom í leitirnar á meðan prins- essan var í Suður-Rhodesíu og Town- send var skipað að yfirgefa landið innan sjö daga, sem var aðeins tveimur dögum fyrir heimkomu prinsessunnar. Af þremur stöðum sem Townsend stóðu til boða - í Jóhannesarborg, Singapore, og Brússel - valdi hann stöðu við breska sendiráðið í Brússel. Þar sem hann hafði skömmu áður fengið í hendur yfirráðaréttinn yfir tveimur ungum son- um sínum sagði hann Lascelles að hann gæti varla ætlast til þess að hann færi svo langt sem til Suður-Afríku eða Austur- landa fjær. Bresku blöðunum ofbauð. Michael Foot, ritstjóri Tribune hafði þetta um málið að segja: „Tribune er þeirrar skoðunar að Mar- grét prinsessa eigi að vera frjáls að því hverjum hún kýs að giftast. Hjónabandið er ekki leyft vegna þess að Peter Townsend er fráskilinn maður. Að áliti kirkjunnar er það nægileg á- stæða til þess að leyfa ekki giftingu hans og prinsessunnar, jafnvel þótt skilnaður- inn hafi ekki verið hans sök... Þessi óþolandi afskipti af einkalífi ungrar stúlku er hluti þeirrar fáránlegu goðsagnar um konungsfjölskylduna sem hinir ýmsu hagsmunaaðilar hafa skáldað upp og minnir á hið hræsnisfulla hlutverk sem kirkjan lék þegar hertoginn af Winds- or afsalaði sér konungstigninni. í enskum lögum segir að fráskildum manni sé frjálst að giftast aftur, hvort sem hann hefur skilið við konu sína eða hún við hann. Að sumu leyti er skilnað- arlöggjöftn enri of ströng og engin sjálfskipuð slettireka hefur rétt til þess að þyngja hana enn. Ef þessi lög eru góð þá eru þau líka nógu góð fyrir konungs- fjölskylduna." Að lokinni eins árs biðinni sem drott- ningin hafði krafist árið 1953 var öðru ári bætt við. Að loknu því ári var spurning hjónaleysanna ekki spönn nær svarinu en þegar biðin hófst. Snemma í ágúst fór konungsfjölskyld- an til kastala síns í Skotlandi og 300 blaðamenn eltu. Ekkert hafði þó lekið frá opinberum aðilum, en blöðin vildu vera viðbúin ef ske kynni. í október heimsótti Sir Anthony Eden, sem hafði tekið við forsætisráð- herra embættinu af Winston Churchill, konungsfjölskylduna í kastalann sinn, ásamt seinni konu sinni. Clarissu. Hann varð að segja drottningunni frá því að í augum ríkísstjórnarinnar væri allt óbreytt: fyrirhugsað hjónaband mundi ekki hljóta opinbera blessun. Ef prins- essan hygðist halda fast við fyrirætlánir sínar yrði hann að biðja þingið um að samþykkja frumvarp sem svipti hana réttinum til ríkiserfða ásamt þeim rétt- indum öðrum sem hún naut sem prins- essa, þeirra á meðal tekjunum sem myndu hækka upp í 150000 pund á ári ef hún gengi í hjónaband sem stjórnvöld samþykktu. „Hugsa sér hvað heilagur andi er dásamleg persóna“ Tíu dögum síðar fór Margrét prinsessa aftur til London og lék þá við hvern sinn fingur. Ástæðan fyrir kæti hennar kom fljótt í ljós: Peter Townsend var væntan- legur til London þennan dag. Kvöldið eftir áttu þau sinn fyrsta opinbera fund í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum blaða- mannahersins voru þau samvistum í nákvæmlega eina klukkustund og 40 mínútur. Þannig hófst nítján daga törn og áhugi almennings á málinu jókst stöðugt. Áætlað var að níutíu og sex prósent þjóðarinnar styddu prinsessuna og þætti sjálfsagt að hún veldi sér sjálf sinn eiginmann. Blaðamenn sátu um skötu- ■ Peler Townsend og prinsessan í Suður-Afríku árið 1947. hjúin hvar sem þau fóru og reyndu að kaupa sögur um fundi þeirra af þjónustu- liðinu. Þá var farið að grínast opinber- Iega með hina örlagaþrungnu ástarsögu og í útvarpsþætti af léttari gerðinni þóttist umsjónarmaður vera að lesa fréttirnar yfir landslýð, sem hljóðuðu svo: „Þau drukku aftur saman te í dag.“ Eins og Margrét prinsessa segir sjálf núna voru þau fcæði gjörsamlega uppgef- in, og kjarkurinn á þrotum. Þau höfðu í rauninni náð því stigi að geta litið á málið eins og það kæmi þeim ekki við. Það var komið að því að Townsend drægi sig í hlé og hyrfi út úr lífi prinsessunnar. Hann vildi ekki og gat ekki beðið hana að giftast sér, sagði hann. Þær fórnir sem hún yrði að færa voru alltof miklar. Hann lýsti fundi sínum og Margrétar prinsessu kvöldið 22. október á þessa leið: „Við vorum bæði uppgefin, andlega, tilfinningalega, líkamlega. Við sátum í miðri hringiðunni mállaus og dofin.“ Prinsessan eyddi næsta degi með drottningunni og hertoganum af Edin- borg og er hún hringdi í Townsend var hún „í mjög miklu uppnámi." Hún sagði ekki hvað farið hefði á milli hennar og systur hennar og mágs, skrifaði hann, „en vafalaust var miskunnarlaus sann- leikurinn farinn að renna upp fyrir henni.“ Þegar þau^hittust næsta kvöld var þeim báðum orðið ljóst að ekkert gæti orðið af fyrirhuguðu hjónabandi þeirra og þau settust niður saman til þess að gera uppkast að yfirlýsingu. Þau unnu að henni þar til þau voru þess fullviss að betur gætu þau ekki skýrt fáránlegar aðstæður sínar og þær tilfinningar sem fylgdu í kjölfar þess að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir helstu stofnunum breska samveldisins. Fyrsta manneskjan sem fékk að vita um ákvörðun prinsessunnar var erki- biskupinn í Kantaraborg. Um leið og prinsessan kom inn í vinnustofu hans teygði hann sig í bók á nærliggjandi hillu. „Þú getur sett bækurnar þínar aftur upp í hillu, erkibiskup," sagði prinsessan, „ég ætla ekki að giftast Peter Townsend. Ég vildi segja þér það fyrst- um ntanna.“ Erkibiskupinn sat hljóður og hlustaði á forsendur þess að prinsess- an og Peter Townsend ákváðu að binda enda á vonir sínar og drauma. Er hún hafði lokið máli sínu sagði hann fagn- andi: „Hugsa sér hvað heilagur andi er dásamleg persóna." „Hún veit það ekki blessuð stúlkan.. að ástin er fljót að kólna...“ Fjórum dögum síðar var yfirlýsing prinsessunnar birt opinberlega: „Hér með tilkynni ég að ég hef ákveðið að giftast ekki Townsend flokksforingja. Mér er kunnugt um það að ég gæti hugsanlega gengið í borgaralegt hjóna- band að því tilskyldu að ég hafnaði rétti mínum til ríkiserfða. En minnug þess að samkvæmt kenningum kirkjunnar skal hjónabandið standa að eilífu og meðvit- uð um skyldur mínar gagnvart samveld- inu hef ég ákveðið að skipa rökum þeirra ofarpersónulegum hagsmunummínum. Ég hef tekið þessa ákvörðun algjör- lega upp á eigin spýtur og með óþrjót- andi stuðningi og hollustu Townsend flokksforingja. Ég er ákaflega þakklát öllum þeim scm beðið hafa fyrir ham- ingju minni." Það grátbroslegasta við ákvörðun Margrétar árið 1955 kom ekki á daginn fyrir en að 23mur árum liðnum þegar prinsessan var sjálf orðin treglega þó - fráskilin kona. Því hefur verið haldið fram af frekar ríflegu tmyndunarafli, að eftir þetta hafi Margrét prinsessa lokað sig inni í her- bergjum sínum, syrgt Townsend og jafnvel neitað að hitta nánustu vini sína. Sannleikurinn er sá að hún hélt áfram að sinni skyldustörfum sínum með minni sorg í sinni en margir hefðu álitið mögulegt. „Síðumúlinn" hélt áfram að bcrja sér á brjóst en á meðal þeirra sem höfðu prinsessuna innan sjónmáls var Nöel Coward sem skrifaði í dagbók sína: „Hún veit það ekki blessuð stúlkan, jafn ung og ástfangin og hún er, að ástin er fljót að kólna og framtíð með tveimur hálfvöxnum stjúpsonum og eiginmanni sem er átján árum eldri en hún sjálf yrði ekki beinlínis neinn dansá rósum... Hún hefur að minnsta kosti hvorki brugðist stöðu sinni né skyldum en það er háfdap- urleg huggun fyrir hana með hálfan heiminn í trúarlegu fagnaðarrúsi og hinn helminginn hrærandi í smeðjulegri til- finningaseminni." Og hann bætti við: „Ég vona að þau hafi að minnsta kosti haft vit á því að hoppa upp í rúm nokkrum sínnum, en ég efast um það.“ Ólíklegt að prinsessan breyttist í venjulega hús- móður á einni nóttu. Hefðu Margrét prinsessa og Peter Townsend orðið hamingjusöm saman? Hún efast um það þegar hún lítur til baka. Og Peter Townsend átti eftir að segja mörgum árum síðar: „Hún hefði því aðeins getað gifst mér, að hún hefði fórnað öllu sínu. Ég hafði einfaldlega ekki möguleika til þess að bæta henni upp allt sem hún hefði misst. Þegar ég hugsa um það á yfirvegaðan hátt geri ég mér Ijóst að ekki var hægt að búast við því að hún breyttist í venjulega húsmóð- ur á einni nóttu. Og í hreinskilni sagt hefði ég heldur ekki óskað henni þess.“ í árslok 1955 var komið að því að Margrét og Townsend yrðu að horfast í augu við endanlegan aðskilnað. Town- send lagði leið sína í kringum jörðina og í september 1956 ferðaðist Margrét prinsessa um Austur-Afríku. Þegar hún kom aftur heim kastaði hún sér út í hið opinbera líf. Árið 1958 átti hún sérstaklega annríkt, þá heimsótti hún Vestur Indíur, Kanada og Belgíu. En hún átti líka einkalíf og 20. febrúar sama ár fór hún í matarboð í Chelsea með einni af sínum bestu vinkonum, lafði Elizabeth Cavendish, systur hertogans af Devonshire. Á meðal gesta í þessu kvöldverðarboði var ljósmyndari nokk- ur sem sérhæfði sig í því að festa á filmur helstu stjörnur samkvæmislífsins: An- tony Armstrong-Jones.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.