Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 23 Rut Regin- alds í Fræbbblana! ■ Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt hefur Valli skilið við Fræbbblana og hyggst stofna eigin hljómsveit og hafa Fræbbblarnir leitað fyrir sér um annan söngvara síðan. Nútímanum hafa nú borist fréttir af því að nýi söngvarinn sé engin önnur en Rut Reginalds sem hér gerði garðinn fræg- an á barhaplötum fyrir nokkrum árum. Þetta er nokkuð athyglisvert og gaman verður að sjá hvernig hún fellur að tónlist Fræbbbla en búast má við einhverjum breytingum á því sviði með tilkomu hinna nýju gítarleikara í sveitina sem greint var frá hér í Nútímanum fyrir nokkru. -FRI Málverkasýning SATT ■ SATT efnir til málverkasýningar í Gallerí Lækjartorg og hefst hún í dagkl. 15.00. Hluti ágóðans af hverri seldri mynd rennur til styrktar starfsemi SATT þ.e. kaupa þeirra á húsnæðinu að Vita- stíg 3, í Reykjavík. Hafir þú hugsanlega áhuga á að kaupa mynd á sýningunni, skal vakin athygli á greiðsluskilmálum: Við staðgreiðslu er veittur 10% afsláttur. Hægt er að ganga frá greiðslu'mcð víxlum til þriggja eða sex rnánaða, án aukakostnaðar. Gefin veröur út eftirmynd af málverki og verða seld eintök á sýningunni, tölusett og árituð. Síðar verður dregið úr númerum og fær vinningshafi myndverk eftir einn listamannanna, sem þátt taka í sýningunni. POPPBÖKIN ■ í undirbúningi er útgáfa á íslenskri poppbók. Til að bókin geti þjónað sínum tilgangi er nauðsyn á samstarfi við hina ýmsu aðiia er tengjast poppinu. Þess vegna eru allar upplýsingar vel þegnar frá eftirtöldum aðilum. - Hljóðritunarver. Þar skal m.a. koma fram upp á hvers konar tækjabúnað og aðstöðu verið býður. - Lagasmiðir sem bjóða lög til sölu. - Textasmiðir sem eru tilbúnir að semja fyrir aðra. - Útsetjarar sem setja út fyrir aðra. Sjálfsagt er að láta þess getið ef um einhverja sérhæfingu er að ræða., - „Session" rncnn sem geta aðstoðað við plötugerð, hijómleika eða annað þ.h.. Taka skal fram hvert sérfag „sess- ion“ mannsins er. - Rótarar sem geta aðstoðað við einstök verkefni. - Bílstjórar sem taka að sér „túra" eða einstakar ferðir út á land eða bara hingað og þangað. - Fclagsheimili vcitingahús og önnur fyrirbæri sem bjóða upp á aðstöðu fyrir lifandi músík. - Hljómleikjahaldarar. - Dansleikjahaldarar. - Hljómplötuútgáfur. Af sérstökum ástæðum eru þær beðnar um að senda lista yfir allar plötur sem þær hafa gefið út. Útgáfuár og titill plötunnar og nafn flytjanda verður að koma fram. Nauð- synlegt er að hljómplötuútgáfur sem eru hættar störfum láti einnig frá sér heyra. - Hljómplötuinnflytjendur sendi lista yfir þau fyrirtæki sem þeir eru umboðs- aðilar fýrir. - Drciflngaraðilar fyrir íslenskar plötur. - Hljómplötuverslanir. Þær þurfa að taka fram hvort um er að ræða sjálfstæða verslun með plötur eða deild innan stærri og víðtækari verslunar. - Hljóðfxraverslanir. Þær þurfa sömuleiðis að taka fram hvort þær eru sjálfstæð hljóðfæraverslun eða deild inn- an stærri verslunar. Jafnframt þarf að telja upp hvaða hljóðfæri og merki verslunin einbeitir sér að. Hljóðfæraumboð/-innflytjendur. Hvaða hljóðfæri? Hvaða merki? - Hljóðfxrasmiðir/-viðgerðir. Hvaða hljóðfæri? - Hljóðfxrastillingar. Hvaða hljóð- færi? - Tónlistarskólar. Skilyrði fyrir inn- göngu? Kennslugreinar? - Einkakennarar. Aðstaða? (getur kennarinn útvegað hljóðfæri?) Hljóð- færi? Hvaða hljóðfæri er kennt á? Vakin skal athygli á því að allar myndir eru kærkomnar. Þeim verður að fylgja skrifleg heimild til birtingar. Hcr- legheitin skulu send til: Poppbókin Pósthólf 14 Reykjavík. Laus staða hjá Reykjavíkurborg • Reykjavíkurborg vill ráöa safnvörð til Ásmundar- safns er sjái um daglega vörzlu og rekstur safnsins. Góðrar málakunnáttu ásamt þekkingu og áhuga á höggmyndalist er krafizt. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Upplýsingar veitir garöyrkjustjóri í síma 18000. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga.. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9,6. hæö fyrir kl. 16 föstudaginn 22. aprí! 1983. Ný fullkomin tölvu-búðarvog frá Sími: 86970. Þetta hagstæða verð stendur til 30. apríl n.k. tLeitið nánari upplýsinga hjá Eðvaldi sölumanni okkar. (Verd miðad við gengi £ 15.3.) . " .... M» SUNDABORG 22 - 104 REYKjAVÍK - SlMI 84800 AvtRV Verð með söluskatti kr. 69.970,00 ★ Vigtar 15 kg. með 5 gr. nákvæmni ★ Sýnir kr. 0-999.90 per/kg. ★ 34 föst vöruheiti og éiningarverð (má auka í 64) ★ Samtala á hvert minni (sölueftirlit) ★ Heldursíðastaverðiinni(vörumerking) ★ Innbyggður tölvuprentari ★ Vöruheiti og verð - auðvelt til innmötunar (engar klisjur) ★ Snertitakkar auövelda þrif. ★ Allt letur á íslensku. +Eigin viðgerðarþjónusta að Smiðshöfða 10,- IBð w Tilboð óskast í 20 stk. skólatöflur þ.e. krítartöflur fyrir Fræösluskrifstofu Reykjavík- ur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí n.k. kl. 11 f.h. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 UMFERÐIN -VIÐ SJÁLF S_______________r yUJ^FEROAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.