Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 17. APRIL 1983 7 ■ Þá höfum við hjálpað upp á sakirnar þannig að fólk sé ekki vegalaust. lækkað eigin útlansvexti nokkuð. Banka- samkeppni í Danmörku er hörð og vextir ekki bundnir af seðlabanka eins og hér. svo þessi lækkun hefur verið aðeins misjöfn, en hún hefur verið á bilinu 1.5-2.5 prósent á ársgrundvelli. Þetta, ásamt nokkrum ráðstöfunum, sem hin nýja stjórn hefur gert. hefur aukið Dönum bjartsýni. Ég vona að þessi hagstæc t áhrif sem Danir þarna hafa orðið va ir við muni brátt einnig skila sér hin^að. Þá held ég að við íslendingar ættum brátt að geta horft nokkuð bjartari augum fram á við en mér finnst að margir hér hafi gert um skeið. En éf við berum saman ástand á íslandi og í Danmörku. þá höfum við náttúrlega ákaflega mikið fram yfir Dani þar sem er sú staðreynd að hér er ekki teljandi atvinnuleysi. Nýjasta tala sem ég hef heyrt um atvinnuleysi hjá Dönum er 330 þúsund manns. Hjá þjóð sem telur um 5 milljónir er þetta gífurlegt atvinnuleysi, líklega um tíu prósent af vinnufærum mönnum. Þá held ég að almannatryggingakerfið hjá Dönum hafi verið komið í allmiklar ógöngur, þar sem atvinnuleysisbætur hafa verið það háar að vart hefur borgað sig að taka upp almenna vinnu. Þetta tel ég hafa verkað lamandi á ungt fólk og vilja þess til að brjótast í að fá sér starf, því hitt er svo auðvelt, - að ganga vikulega á kontórinn og sækja þessar bætur. Ég hef meira að segja látið eftir mér að segja það í dönsku blöðunum að ég sé hræddur við þá þróun að ungt fólk kunni að svara er það er spurt hvað það vilji verða: „Atvinnulauseinsogpabbi ogmamma." Auðvitað tala pólitíkusarnir um að það þurfi að „vinna sig út úr þessu atvinnuleysi'* eins og það heitir á máli núverandi ríkisstjórnar, sem merkir að það þurfi að hjálpa atvinnufyrirtækjun- um að halda rekstrinum áfram og auka hann. En það er mjög mikið um gjald- þrot í Danmörku og mér skilst að stærstu erfiðleikarnir séu hjá þeim sem verið hafa í byggingariðnaði. Stórir verktakar á því sviði hafa oltið og þar með margir misst vinnuna. Menn sem voru bjartsýnir fyrir um það bil 20 árum og keyptu lóðir og lendur í grennd Kaupmannahafnar hafa orðið að reyna það að lóðirnar standa enn eins og þær voru, meðan vaxtabyrðin hvílir áfram á þeifn. í mörgum tilvikum hefur sú byrði orðið það þungbær að menn hafa ekki risið undir henni... En eins og ég sagði þá virðist sem bjartari tímar séu að koma og ég tel að menn hér ættu að taka mið af því, en mér hefur þótt talsverður svartsýnistónn í mörgum sem ég hef hitt hér. Mér er auðvitað Ijóst að vöxtur fiski- stofna og fiskveiða hefur ekki orðið sá sem við gerðum okkur vonir um, þegar við færðum landhelgina út. Það er Ijóst að komið hefur verið nær öngþveiti en við héldum og málflutningur okkar á sínum tíma var síst í neinu orðum aukinn. Það sýna tölur fiskifræðinga um það magn sem þeir telja fært að taka úr sjónum. Um tíma olli það okkur miklum áhyggjum að svo var að sjá sem Banda- ríkjamarkaðurinn væri heldur á niður- leið, en nú benda síðustu fréttir til þess að hann sé að ná sér á strik aftur. Þá hef ég sérstaklega í huga þann glæsilega árangur sem sambandsfyrirtækið í Bandaríkjunum hefur náð og er stórt skref fram á við. Síldin sem á sínum tíma hvarf fyrir okkar tilverknað og annarra virðist nú hcldur að ná sér og nú er að vita hvort loðnan, sem. einnig hefur horfið okkur, gerir það líka. Menn verða að vona það besta." En ef við víkjum aftur að sendiráðs- störfunum. Fylgir þeim mikill erill? „í heildina tekið mundi ég svara þessu neitandi. Mér þykir starfið hæfilega erilsamt. Þessu fylgir óhjákvæmilega nokkuð samkvæmislíf, sem ég er ef til vill orðinn nokkuð of gamall til þess að hafa ánægju af, enda búinn að fá nægilega mikið af því. En það er samt talinn liður í því að kynna land sitt að taka þátt í því og halda boð, eins og aðstæður leyfa. Mér líður þarna ákaflega vel og leiðist ekki sem sannar að það er nægilegt að gera og dagarnir eru fljótir að líða. En þessi gamla kvöð sem fylgdi mér í mörg ár að fara heim með verkefni á kvöldin, hún er nánast úr sögunni. Það eru geysileg umskipti." Hvað um samskipti á milli diplómat- anna? „Við erum þarna 55 sendiherrar og samskipti okkar á milli eru mikil. Konum meðal lesenda Tímans má segja það til upplýsingar og ánægju að í hópi sendi- herranna í Kaupmannahöfn er stór hópur kvenna, - líklega óvíða fleiri. Nú eru þær níu og návist þeirra finnst okkur karlmönnunum prýðileg. Þarna er mikið um skyndikynni, því hreyfingin á sendiherrum og sendiráðs- starfsmönnum er ákaflega ör og loks þegar maður er farinn að kynnast ein- hverjum góðum hjónum, þá er það næst að kveðja þau. En svo heilsar maður nýjum og alltaf tekur nokkurn tíma að kynnast. En þetta er mér ekkert nýnæmi, því slíkt fylgir þessum störfum, hvort sem er á íslandi eða annars staðar. Já, ég get því sagt að þegar á allt er litið þá líki mér vel þarna ytra. Auðvitað kemur það fyrir að mann langar til þess að taka upp símtólið og hringja í vini og kunningja heima. vegna þess hvað það er auðvelt. en ég læt það sjaldnast eftir mér, vegna kostnaðarins. Oft finnst mér líka að mig vanti aðgang að bókum. Ég á nokkrar bækur. en því miður cngan veginn allt sem ég hefði hug á að fletta upp í. Ég hef gluggað nokkuð í ættfræði og skrifað dálítið hjá mér, þótt ekki sé það til birtingar. Þá kemur oft upp í hugann bók sem gott væri nú að gcta flett upp í, en er þá ekki tiltæk. Oft vildi ég líka geta hitt menn, til þess að ræða við þá landsins gagn og nauð - synjar, sem þó er ekki alltaf hægt. En ég vil taka fram að ég er tnjög þakklátur þeim löndum og vinum mínum, ekki síst úr stjórnmálunum, - hvaða flokki scm þeir tilheyra, - fyrir hve elskulegir þeir eru að koma við hjá mér, þegar þeir eru á ferðinni. Ég vil koma þakklæti á framfæri til þeirra fyrir það. Auk ættfræðiathugana er það helst bóklestur og hljómlist sem ég stytti mér stundir við. Mér voru gefin í afmælisgjöf fyrir nokkru mjög góð hljómflutnings- tæki, sem hafa veitt mér mikla ánægju og ég hef reynt að bæta við góöuni tónverkum í það fátæklega plötusafn sem ég átti fyrir. Mitt uppáhaldscfni er nú orðið cinkum æfisögur og þjóðlegur fróðleikur. Áður fyrr las ég (nikið svo- nefndar fagurbókmenntir og þá mest þá höfunda sem í mestu áliti voru þegar ég var ungur maður. En eftir að ég byrjaði á pólitískum afskiptum lagðist það mikið niður, því miður." Saknar þú ekki stjórnmálanna á dögum eins og nú, þegar kosningabarátt- an er hafin? „Ég er mikið spurður að þessu og ég get svarað spurningunni ákaflega hrein- skilnislega með einu „neii“. Ég öfunda ekki þá menn sem standa í stjórnmála- baráttunni núna, eins og hún er. Það hafa gengið yfir erfiðleikatímar, bæði utanaðkomandi og innan flokkanna og allir vita að heimilisbölið er þó þyngst. Ég neita því ekki að oft koma fram í blöðum fréttir sem maður hefur afar ákveðnar skoðanir á, bæði nýjar og gamlar, og þá þykir manni stundum verra að mcga ekki leggja orö í belg. Einnig sakna ég oft þess félagsskapar sem var með alþingismönnum, meðan ég var þar. Ég var viðloðandi Aiþingi í ein 20 ár, þótt þingmaður væri ég ekki nema í 16 ár, því ég greip oft inn í sem varamaður á einu kjörtímabili. Ég á líka marga vini frá þessum tíma og það fcr ekkert eftir stjórnmálaflokkum - alls ekki neitt. Það fer eftir því hver áhuga- málin hafa verið og hve mikið maður hefur með þeim unnið í nefndum og slíku. Þar hafa myndast vináttubönd, sem hafa haldist í mörgum tilvikum. Ég á líka margra fleiri góðra manna að minnast og á þar við samvinnuhreyf- ingarmennina, sem ég starfaði með í mörg ár og menn sem ég starfaði með í ráðuneytunum. Þetta er sjálfsagt saga sem margir þekkja, að það fylgir því dálítil eftirsjá að skipta um störf. En eins og áður segir þá sakna ég stjórnmálanna ekki og get bætt því við að það þarf enginn að óttast það að ég hugsi til endurkomu í íslensk stjórnmál. Menn geta sofið vært þess vegna.“ - AM ■ Sendiherra Islands í Danmörku, Einar Ágústs- son, var staddur hér á landi á dögunum. Einar hélt utan ad nýju sl. laugardag og því gripum við tækifærið á föstudaginn og báðum hann um að ræða við okkur stutta stund og tók hann því vel. Spjall okkar snerist fyrst og fremst um störf og hagi Einars eríendis, en minna um langan stjórnmálaferil hans, en hann var þingmaður í 16 ár og mun hafa setið á 19 þingum. Þar af var hann utanríkisráðherra í sjö ár. Freistandi hefði verið að leita álits Einars á stjórnmálaástandi og horfum þessa dagana, en um það urðum við að neita okkur, þar sem staða hans bannar slíkt. En eigi að síður var víða komið við, eins og lesa má í viðtalinu hér á eftir. Líkt og venja er, þegar við hittum góða gesti, menn sem um hríð hafa ekki orðið á vegi okkar, spurðum við Einar fyrst af ferðum hans: ^ VÉIADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900 BÆNDUR Hugsið snemma til vorverkanna Eigum til afgreiðslu strax Guffen 2,6 mykjudreifara Guffen 4,2 mykjudreifara Bögballe 221 fyrir tilbúinn áburð Bögballe 600 fyrir tilbúinn áburð % r r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.