Tíminn - 05.07.1983, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1983
ORION
Kjarnaborun
Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga,
og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og T' borar.
HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst
ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er.
Skjót og góð þjónusta.
Kjárnaborun sf.
Símar 38203-33882
Þjónusta fagmanna
Leigjum út með mönnum,
trausta og lipra körfubíla,
sem hægt er aS koma fyrir
á hvaða vinnusvæði sem er.
Mjög hagstætt verð.
Hringið og leitið upplýsinga.
—— MURAFL hf.
Sími 36022
pkiymobll
pkiufnebll
'vifííiwir •in
ö ifí 1 W'
Úrvalið af leikföngum
fyrir alla krakka á öllum aldri.
Póstsendum
LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0
AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707
fréttir
■ Bifröst í Borgarfirði.
Bifröst í Borgarfirði
á ný rekin sem hótel
■ Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
Landsýn hefur tekið við rekstri Bifrast-
ar í Borgarfirði og mun reka staðinn
hér eftir sem Hótel Bifröst.
U ndanfarin ár hefur verið þar orlofs-
heimili og gestir dvalið þar frá einni
viku og upp í þrjár. Nú geta ferðamenn
hins vegar gist þar eina nótt, yfir helgi
eða þá í nokkrar vikur. Ef gist er meira
en þrjár nætur er veittur 30% afsláttur.
Herbergi eru 31, eins tveggja og
þriggja manna og auk þess svefnpoka-
pláss í skólastofum. Gufubað og bóka-
safn stendur gestum einnig opið.
Á hótelinu er matsalur með vönduð-
um matseðli og vínveitingum og þang-
að eru allir ferðamenn velkomnir hvort
sem þeir eru hótelgestir eða eiga leið
fram hjá. Þá ergóð aðstaða til að halda
ráðstefnur og aðrar hópsamkomur á
hótelinu. Hótelstjóri á Hótel Bifröst er
Auður Ingólfsdóttir.
Póst & simamálastofnunin:
Aukin þjónusta
við dreifbýlið
Bæjarráð
Sauðárkróks:
Starf-
semi
Olíu-
félags-
ins víki
frá nú-
verandi
stað
■ Bæjarrráð Sauðárkróks kom
saman þann 18. júní s.l. til að ræða
lóðamál Olíufélagsins h/f. Rætt var
um aðstöðu Olíufélagsins við Ábæ
og samþykkt að leyfa bensínsölu þar
áfram en að þvottaplan víki af þeim
stað þar sem það er nú. Taldi Bæjarráð
að framtíðarstaðfélagsins væri
best borgið á lóð sunnan Tjarnar-
brautar, austan Skagfirðingabrautar.
Bæjarráð kom síðan aftur til fund-
ar þann 20. júní og voru þá einnig
mættir til viðræðna forráðamenn
Olíufélagsins um lóðamál félagsins.
Þar lögðu þeir fram eftirfarandi
samkomulagsgrundvöll sem varsam-
þykktur:
„Að olíufélagið fái úthlutað lóð
sunnan Tjarnarbrautar austan Skag-
firðingabrautar og sjái bærinn um
jarðvegsskipti á allri lóðinni og setji
lóðina í rétta hæð...Abær fái að
standa næstu 5 ár og heimilað verði
að byggja við Ábæ u.þ.b. 36 fer-
metra.
Pá verði heimilað að gera lítið
þvottaplan sunnan Ábæjar til bráða-
birgða sent notist þar til væntanleg
lóð verður byggingarhæf. Olíufélagið
verði flutt nteð alla sína starfsemi á
nýju lóðina í júlí 1988. Gatnagerðar-
og byggingaleyfisgjöld verði einungis
greidd af því byggingamagni á nýrri
lóð sem er umfram byggingamagn á
gömlu lóðinni. Þá mun Olíufélagið
ekki gera kröfur um skaðabætur
vegna flutninganna. -ÞB
■ Á þessu ári er fyrirhugað að skipta
út 629 handvirkum símum á vegum
póst- og símamálastofnunarinnar.
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1983
verður unnið við að koma þessuni
símum í gagnið víða í dreifbýli
landsins.
í Landbroti verður lagður jarð-
strengur frá syðsta bæ þar og á alla bæi
í hreppunum. í Þverárhlíð og Stafholts-
: tungum i Mýrarsýslu verða lagðir
jarðstrcngir til allra bæja í þessum
hreppum sem ekki hafa sjálfvirkan
síma.
Frá Arnarstapa verður lagður jarð-
sími vestur í Miklaholtshrepp, þarsem
sett verður upp ný 100 númera sjálfvirk
símstöð. Þá er áætlað að skipta út
símstöðinni í Súðavík og setja þar upp
200 númera stöð og tengja alla síma
við ísafjarðardjúp innan Súðavíkur
við stöðina. 1 Vesturhópi verður lagður
jarðstrcngur á alla bay og settir verða
upp fjölsímar frá Hvammstanga á tvo
staði á svæðinu og verða allir símar
■ Slökkvilið Eyrarbakka hefur eign-
ast nýjan og fullkominn slökkviliðsbíl.
Er hann af Bedford-gerð með tilheyr-
andi útbúnaði og dælum, auk þess sem
töluverður fjöldi varahluta fylgdi.
Tekið var á móti bílnum með mikilli
viðhöfn og blöktu fánar við hún í
bænum. Bíll ogdælurvoru prófaðarog
tengdir við símstöðina þar. í Lýting-
staðahreppi og Akrahreppí í Skaga-
firði verða lagðir jarðstrengir frá sím-
stöðinni í Varmahlíð um þessa hreppa
og eiga allir bæir á svæðinu að fá
sjálfvirkt samband við Varmahlíð. í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði verða
lagðir jarðstrengir um alla sveitina og
verður öllum handvirkum símum þar
skipt út.
í Mývatnssveit verður settur upp 12
rása fjölsími og línukonsentrator á
streng, sem búið er að leggja milli
Reykjavíkur og Skútustaða.. í Valla-
hreppi í S.-Múl verða lagðir strengir
frá Egilsstöðum að Hallormsstað og að
Geirólfsstöðum í Skriðdal. Allir not-
endur í Vallahreppi fá sjálfvirkan síma
en handvirkir símar eru þar nú um 60.
í Beruneshreppi í S.-Múl, verður sett
upp radíósamband frá Djúpavogi yfir
á Berufjarðarströnd, og þaðan lagðir
jarðstrengir á bæina. í hreppunum
koma allir bæir til með að hafa sjáli'-
virkan síma. -ÞB
slökkviliðsæfing var haldin. Tækin
reyndust í alla staði vel og er dæla
bifreiðarinnar mjög kraftmikil. Einnig
var látið vel af aksturseiginleikum
bílsins.
Slökkviliðsstjóri á Eyrarbakka er
Gísli Sigurðsson.
- ÞB
Eyrbekkingar
eignast nýjan
slökkviliðsbíl