Tíminn - 10.07.1983, Page 4

Tíminn - 10.07.1983, Page 4
SUNNUDAGUR 1«. JULI1983 Breska sjónvarpið afhjúpar flótta Klaus Barbie í lok heimsstyxjaldarinnar: Bandar íkj amenn bj ör guðu „Slátraranum frá Lyon” Segjast ekki hafa gert sér grein fyrir grimmdarverkum hans í Frakklandi ■ Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni leituðu hundruð nasista, sem sakaðir voru um stríðs- glæpi, skjóls í Suður-Ameríku. Einn þeirra, var Klaus Barbie, „Slátrarinn frá Lyon“, en hann bíður nú dóms í Frakklandi. Því hefur hingað tii verið haidið leyndu að flótti Barbies var hvorki skipulagður né framkvæmdur af fyrrverandi nasistum heldur voru það Banda- ríkjamenn sem komu Barbie heilum á húfi til Suður-Ameríku. Nokkrir þeirra manna sem skipulögðu flótta hans komu nýlega fram í breska sjónvarpinu BBC og greindu þá í fyrsta sinn opinberlega frá þessari aðgerð sem er jafn ógeðfelld og nafnið sem hún hlaut: Rottu- leiðin. Ætlunarverk Rottuleiðar-aðgerðar- innar var svo sem nógu lofsvert. Hún var sett í gang í Austurríki árið 1945 til þess að aðstoða erlent fólk sem unnið hafði fyrir Bandaríkjamenn í stríðinu til þess að flýja. Það opnaði Rússum sem voru hliðhollir Bandaríkjunum, og öðrum vildarvinum þeirra sem voru komnir í hættu vegna tengsla sinna við unarstaður þeirra alþjóðlega höfnin í Trieste en í raun og veru ætluðu þau til Genúa. Til smá vandræða kom á Aust- urrísku landamærunum þegar landa- mælavörður uppgötvaði að eitthvað var bogið við vegabréfið. Þegar Barbie rifjaði þetta atvik upp mörgum árum seinna sagðist hann hafa sagt við landamæravörðinn. „Ég á börn, ■ Klaus Barbie alias „Slátrarinn frá Lyon.“ Myndin til vinstri er frá 1940, en sú til hægri er frá því í fyrra. Flóttaleið Barbie. Vestrið, leið til þess að komast út úr hernámssvæði Rússa. En þegar fram liðu stundir var aðgerðinni beitt í þágu ýmissa vafasamari manna. Klaus Barbie komst á launaskrá hjá bandaríska hemum í Þýskalandi árið 1947 en hans var þá leitað vegna stríðs- glæpa í Frakklandi. í febrúar árið 1951 var honum laumað út úr Ágsborg í Bavaríu. í fylgd með honum voru eigin- kona hans og tvö börn og fyrmm erind- reki Bandarísku gagnnjósnaþjónustunn- 'ar (CIC) sem þá var nýtekinn til starfa hjáCIA. Nokkrum dögum fyrr hafði Leo Hecht, starfsmaður CIC í Ágsborg, þá 23ja ára gamall, komið í kring kveðju- fundi Barbies og móður hans. „Hann hlakkaði til þess nýja lífs sem hann átti í vændum," segir Hecht „og hann var fullur eftirvæntingar.“ Barbie var útbúinn bráðabirgðavega- bréfi sem ætlað var ríkisfangslausu fólki. Vegabréfið var nr. 01211454 og gefið út af aðalskrifstofu bandaríska hersins í Múnchen 21. febrúar árið 1951. í vega- bréfinu er Barbie sagður vera Klaus Altmann, fæddur 25. október 1915 í Kronstad í Þýskalandi, vélvirki að at- vinnu. Vegabréfið útvegaði 430. deild CIC. „Altmann" fjölskyldunni var ekið, í flutningabíl sem bandaríski herinn átti, yfir landamærin til Salzburgar í Austur- ríki. Samkvæmt vegabréfinu var ákvörð- sjáðu til.“ Landamæravörðurinn hróp- aði þá: „Komið ykkur af stað og ég vil ekki sjá ykkur héma aftur.“ Barbie svaraði: „Þú getur étið hattinn þinn upp á það.“ í Genúa tók á móti þeim annar mikilvægur tengiliður sem var á snæmm Bandaríkjamanna, króatíski presturinn Dr. Krunoslav Draganovic, sem starfs- menn Bandaríkjahers þekktu sem „hinn góða föður.“ Aðalkostir Draganovics voru sambönd hans við þær stofnanir sem sáu um að fylla flóttamannakvóta hinna ýmsu ríkja í Suður-Ameríku. Barbie sagði í viðtali sem haft var við hann árið 1979 að starfsmenn Banda- ríkjahers hefðu verið búnir að senda Draganovic mynd af Barbie sem hann hefði verið með þegar hann tók á móti fjölskyldunni á járnbrautarstöðinni í Genúa. Hann fór þá þegar með þau á lítið hótel þar sem fyrir vom nasískir flóttamenn á leið til Suður-Ameríku, eins og Barbie komst að síðar. Þrátt fyrir það að Barbie haldi því fram að Draganovic hafi skipulagt flótt- ann upp á sitt einsdæmi em þeir fyrmm starfsmenn CIC sem nú hafa leyst frá skjóðunni sannfærðir um að bandarískur leyniþjónustumaður hafi fylgt Barbie alla leið til Genúa og stjórnað flóttanum alveg þar til að hann var kominn um borð í skipið sem flutti hann til Suður- Ameríku. Gestapo- foringjar vinna fyrir Bandaríkjaher Næstu dagana undirbjó Draganovic sérhvert smáatriði sjóferðarinnar fyrir fjölskylduna. Barbie hafði hugsað sér að búa í Argentínu og hafði orðið sér úti um kynningarbréf sem hann hugðist sýna ríkisstjórninni þar í landi til þess að auðvelda sér inngöngu í hin nýju heim- kynni. En Draganovic sannfærði hann um það að í Bólivíu biði bjartari framtíð og það varð úr að fjölskyldan stefndi þangað. Þau lögðu af stað 11. mars og komu til Buenos Aires um miðjan apríl, en þaðan héldu þau með lest til La Paz í Bolivíu átta dögum síðar. Leo Hecht sem nú býr í Washington minntist þessara áhrifamiklu atburða með talsverðri eftirsjá: „Ágsborg var fremur tómleg eftir að Barbie var farinn", sagði hann. „Það munaði mikið um hann og þá höfðum við enga hug- mynd um það sem hann gerði í Frakk- landi á stríðsárunum." Spurninguna um það hversu mikið Bandaríkjamenn vissu um fortíð Barbies má rekja allt aftur til dagsins sem hann var tekinn til starfa hjá CIC í apríl 1947. Það var fyrrverandi foringi í þýsku leyniþjónustunni, Joseph „Kurt“ Merk, sem rakst á Barbie á jámbrautarstöð, en „Merk“ þessi var þá þegar farinn að vinna fyrir Bandaríkjamenn. Merk, sem hafði verið í Abwehr (þýsku leyniþjónustunni) í Dijon á stríðsámnum hafði kynnst Barbie þegar %.v 11 ■ „Slátrarinn frá Lyon“, vafinn í ullarteppi, kernur úr fangelsinu í Bolivíu á leið í flugvél sem flutti hann til Frakklands. ■ -Gestapóforinginn Klaus Barbie. Innfellda myndin er tekin eftir stríð þegar hann hafði afklæðst einkennisbúningi nasista.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.