Tíminn - 10.07.1983, Síða 12
12
3 AJIJ'.il
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983
■ Kirkjunnar menn og konur rækja
með sér margháttaða starfsemi og fer
þar ekki allt jafn hátt. Eitt af þeim
félögum sem rekin eru svona eins og við ,
hlið kirkjunnar er ísleifsreglan sem
kennd er við ísleif Gizzurarson Skál-i
holtsbiskup.
ísleifsreglan hélt árlegt sumarmót sitt
í Hallgrímskirkju á miðviku- og fimmtu-
dag s.l. og fór Helgar-Tímafólk á Ordi-,
naríum „Missa de Angelis" eða Engla-
messu og hlýddi á fornan tíðasöng.
Að messunni lokinni hittum við að
máli séra Geir Waage prest í Reykholti
í Borgarfirði og báðum hann að segja
okkur frá ísleifsreglunni.
„ísleifsreglan var stofnuð í Skálholti
8. júlí 1980,“ sagði Geir, „á þriggja daga
móti sem þá var haldið. Þetta var
ráðstefna haldin af hópi áhugamanna
um kirkjusöng, þ.e.a.s. hinn forna eða
klassíska söngstíl kirkjunnar sem oft er
kenndur við Gregor páfa mikla, en hann
var uppi um aldamótin 600. Söngurinn
er kenndur við Gregor vegna þess að
hann beitti sér fyrir útbreiðslu og sam-
ræmingu kirkjusöngsins.
Þessi fyrsti fundur í Skálholti hafði
sett sér það mark að undirbúa og stofna
formlegan félagsskap um þetta efni.
Tilgangur eða markmið félagsins er að
iðka, efla og útbreiða Gregorsöng og
tíðasöng með því að gefa út nótur, halda
námskeið og með alhliða útgáfustarf-
semi á nótum og þess háttar.
Þetta er fjórða sumarmót ísleifsregl-
unnar. í morgun höfum við verið að fara
■ Séra Birgir Ásgeirsson prestur á Mosfelli syngu. „Missa de Angelis" - Englamessu - ásamt félögum úr ísleifsreglunni.
Á sumarmóti ísleifsreglunnar:
99Gregorsöngur er vissulega
söngnr siðbótarinnar”
yfir „Missa de Angelis", sú útgáfa sem
var sungin áðan er fimmta útgáfa en
organistarnir í hópnum, sem eru margir,
hafa verið að vinna að því að fella
íslensku þýðinguna að tóni messunnar.
Það er geysimikið verk því að frumtext-
inn er latneskur og latínan og íslenskan
eru nú ekki alveg eins þó að þetta séu
skyld mál. En við erum evangelískir og
viljum því reyna að eignast þessa messu
á móðurmálinu jafnvel þótt ekkert banni
okkur að syngja á latínu. Gömlu Grall-
araútgáfurnar voru fullar með helgum
textum á latínu".
- Er þetta ekki daður við kaþólsku?
„Menn geta sagt það ef þeir vilja en
þeir geta þá með sama rétti sagt að allt
kirkjuhald, sama hvaða nafni það
nefnist, sé daður við kaþólsku vegna
þess að í trúarjátningunum játum við
trú á heilaga almenna (kaþólska) kirkju.
Þessi tónhefð eða söngarfur er almennur
um alla vestur kirkjuna og sá söngur sem
notaður var frá upphafi í kirkju íslands
og eingöngu fram um 1800. Og ég spyr
þá á móti er hann þá ekki íslenskur
kirkjusöngur? Kaþólskur - jú vissulega
en þó ekki síður söngur siðbótarinnar."
- Er ísleifsregla fjölmennt félag?
„Félagið er ekki mjög fjölmennt en
það er góðmennt. Innan þess eru margir
velmenntaðir söngmenn, tónlistarfræð-
ingar og prestar, þ.á m. séra Sigurður
Pálsson vígslubiskup sem lengst og best
hefur beitt sér fyrir iðkun og viðhaldi
þessarar helgu arfleifðar kristinnar
kirkju."
- Hvað cr fleiru á dagskrá sumarinóts-
ins?
„Við byrjuðum í morgun á því að
syngja prim eða miðmorguntíð og skoð-
uðum stðan Englamessuna eins og ég
sagði áðan. Nú á eftir munum við taka
til við að læra „Te Deum“ - gamlan
lofsöng sem m.a. var notaður við
biskupsvígslur. Það hefur ekki verið
hægt að nota þennan söng hérlendis um
langa hríð en verður gert í Skálholti 24.
júli n.k. þegar séra Ólafur Skúlason
verður vígður til vígsiubiskups Skál-
■ Séra Hreinn S. Hákonarson prestur
í Söðulsholti flutti predikun.
holtsstiftis hins forna. Hingað til hafa
þýðingar verið gamlar og ófullnægjandi
en Sigurður Pálsson vígslubiskup þýddi
lofsönginn 1962. Nú hefur tónsetning
þess texta verið endurskoðuð og við
erum að fara að læra og skoða þessa nýju
gerð. Við mættum auðvitað syngja þetta
á latínu sem fyrr segir en það er rík tíska
að syngja á móðurmálinu og þess vegna
erum við að vinna þetta verk. í kvöld
verða tónleikar hér í Hallgrímskirkju og
munu þau Hörður Áskelsson og Inga
Rós Ingólfsdóttir leika. Loks verður
sunginn Náttsöngur, Completorium,
kl. 22.
í fyrramálið byrjum við á prim og
síðan verður söngæfing fyrir messu
dagsins. í þeirri messu verður „Te
Deurn" (Te Deum Laudamus=Þig
drottinn lofum vér) sungið. Rétt fyrir
hádegi mun ég flytja erindi um Davíðs-
sálma en Saltarinn er mjög mikið notað-
ur í allri tíðagjörð og messusöng. Þetta
er arfur sem okkur sýnist mörgum hafa
verið vanræktur og væri vel ef hægt væri
■ Séra Geir Waage prestur í Reyk-
holti. Er þetta daður við kaþólsku?
„Menn geta sagt það ef þeir vilja en..."
að finna honum á ný verðugan sess í
guðsþjónustu safnaðarins. Að lokinni
messunni sem verður klukkan 14 verður
svo haldinn aðalfundur ísleifsreglunnar.
Um klukkan 18 verður síðan sungin
Vesper og síðan verða mótsslit."
- Eru einhverjir prestar á móti ísleifs-
reglu?
„Það efast ég um því að félagið starfar
algjörlega að varðveislu og iðkun kirkju-
legrar arfleifðar sem er helg öllu kirkju-
fólki. Þó að smekkurinn sé með ýmsu
móti þá get ég ekki skilið að menn setji
sig á móti eða fjandskapist við að á loft
sé haldið þessu sem lengst af var búning-
ur hins sungna Orðs í kirkjunni. Það
væri hliðstætt því að fjandskapast við
kirkjuklukkumar eða ljósin á altarinu
eða skrúða prestsins. Ég hugsa að enginn
sé svo heimskur eða nærsýnn þó margar
séu tískurnar."
- Má ég biðja þig um lokaorð?
„Já“, sagði séra Geir. „Nú er 500 ára
afmæli Lúthers og siðbótin mjög til
umræðu og undanfarið hefur verið mikið
líf í kirkjunni. Kirkjudeildimar nálgast
sameiginlegan kjarna sem er Kristur
Jesús hinn krossfesti ogupprisni. Afmæli
siðbótarmannsins er gott tilefni fyrir
íslenska kirkju til að meta þá arfleifð
sem henni er falið að rækta með þjóðinni
og jafnframt hvatning til íslenskrar
kirkju að týna engu né kasta af þvf sem
gott er og heilnæmt í boðun fagnaðarer-
indisins. Auðvitað er það aðalatriðið en
búningurinn skiptir að sjálfsögðu einnig
miklu máli.“
Smári Ólason organisti, nýhættur í
Lágafellssókn og rétt óbyrjaður í Selja-
sókn, er ábyrgur fyrir íslenskri textun
Englamessunnar, þ.e.a.s. hann hefur
fellt hinn íslenska texta að tónlistinni.
Hann sagði að þessi messa væri um 800
ára gömul en byggðist á enn eldri hefð.
Hann sagði að það væri mjög erfitt verk
að fella íslenska textann að tónlistinni ef
maður vildi vera bæði textanum og
tónlistinni trúr. „Þetta er þó ekkert nýtt
vandamál," sagði Smári, „Rómverjar
stóðu frammi fyrir sama vandamálinu
þegar þeir voru að fella latneska textann
að grískum lögum. Upprunaleg tungu-
mál kirkjunnar eru hebreska og gríska
og það var ekki fyrr en á 4. öld sem
latínan varð mál kirkjunnar. Það starf
sem hér er unnið er hámenningarlegt en .
alveg jafn nauðsynlegt og hvert annað
kirkjulegt starf. Ég held að allir hljóti að
heillast af þessum messusöng nema þeir
séu haldnir einhverjum fordómum og,
vilji ekki opna sig fyrir þeim einfaldleika
og þeirri fegurð sem felst í þessari
-sbj.