Tíminn - 10.07.1983, Qupperneq 19

Tíminn - 10.07.1983, Qupperneq 19
kaupfélags, sem stofnað hefur verið hér á landi. Enda vantaði engan það nema hann einan. - Þá voru tvö kaupfélög fyrir í Rangárþingi: Kf. Hallgeirseyjar í Hvolsvelli, stofnað 1919 og Kf. Rang- æinga á Rauðalæk stofnað 1930 af 20 Holtamönnum. Það dæmdist á mig að stýra því. Þar var byrjað með tvær h.endur tómar og hvergi var lán að fá. Ég fór í Landsbanka og Útvegsbanka og bað um fáein þúsund. Magnús Sigurðs- son tók mér illa og neitaði með þjósti. Jón Ólafsson var þægilegur, en sagðist ekki geta lánað félaginu neitt. Páll Eggert Ólafsson, aðalbankastjóri Bún- aðarbankans lánaði okkur tíu þúsund krónur og Hilmar Stefánsson, útibús- stjóri Landsbankans í Selfossþorpi, ári síðar fimm þúsund krónur - fyrir vöru- bifreið. Það voru einu bankalánin, sem félagið tók þá 17 vetur, sem ég stýrði því. Þar þurfti sannarlega að fara vel með peningana. Ég var í félagsstjórn við 3ja mann. Formaður nokkur fyrstu árin var Gunnar Runólfsson á Rauðalæk, - meinhægur maður, meðalgreindur, góðlyndur og heimaalinn, ógnar íhaldsvinur. Nálægt jólum 1933 kom hann til mín í kaupfélagið hálffullur og næsta hjarta- glaður. Þá fórust honum meðal annars orð á þessa leið: „Ég er ánægður með stjórn þína á félaginu, en þú ert of mikill Framsókn- armaður - og ættir að vera hlutlaus í pólitík." Seinna sást þó að honum þótti betra, að kaupfélagsstjórinn væri Sjálf- stæðismaður. Um þessar mundir bjó í sveitinni myndarleg roskin ekkja með börnum sínum, dugnaðarforkur, sjálfstæðishetja og góðkunningi minn. Hún kom oft að Rauðalæk og talaði margt við mig. Einu sinni man ég að hún mælti þessi orð: „Þú ættir nú, Helgi, að segja skilið við bönnvaðan Framsóknarflokkinn, koma til okkar og taka svo við af Jóni.“ Hún meinti Jón Ólafsson bankastjóra og ■ Helgi Hannesson. þingmann Rangæinga. Ég tel víst að sú góða kona hafi sagt lík eða sömu orð við Ingólf búðarmann. Enda beit hann á VERKANNA VEGNA Simi 22123 Posthoif 1444 Trvggvagotu Reykjavik agnið, og hlaut mikla umbun fyrir, -sem raun bar vitni. thaldið í Rangárþingi ofmat pólitíska getu mína - og vildi fyrir það flæma mig úr þjónustu kaupfélagsins. Og 1934 var gerð gagnskör að því, enda var þá Ingólfur kominn í spilið. Ég var það sumar að bisa við að koma upp nýrri sölubúð, austan við Rjóma- skálann. Hún mátti ekki kosta meira en kringum 5000 krónur. Þá boðaði Gunnar á Rauðalæk stjómarfund, og færði sjálf- ur inn í fundarbók fyrirmæli um hvemig byggja skyldi. Þar stendur með fleim, að búðardyr skuli vera á norðausturhomi hússins, - þar sem næstum ógjörningur var að koma þeim fyrir, fast við brattan vegarkantinn, skammt frá brúarsporði. Þar segir einnig, að reisa skuli íbúðar- hússhæð á búðarlofti. Um það hafði ekki áður verið rætt við mig. Þetta var bæði fáránlegt hús og helmingi dýrara en fjárhagur félagsins leyfði um þær mundir. Þá var Sigurjón bóndi í Raftholti nýlega orðinn þriðji maður í stjóm kaupfélagsins - og undirritaði þetta með Gunnari. Ég sá síðar, að þetta var klóklega hugsað ágreiningsefni, líklega af Ingólfi frænda - og íbúðin á búðarlofti var ætluð handa honum. Ég mótmælti vitleysunni - og reisti húsið með því lagi, sem það hefur enn, - þegar þetta er ritað: Éina hæð með lágu vatnshallarisi. Gunnar boðaði næsta stjómarfund um vetumætur. Þá sögðu þeir mér að verða á brott um næstu áramót, og réðu Ingólf búðarmann til að taka við kaup- félagsstjórn frá sama degi. Þeim lá svo á, að þeir sinntu ekki 6 mánaða uppsagn- arrétti mínum. Fyrir það var þetta brottvikning, sem ég gat skotið undir dóm félagsmanna - og gerði það. Félagsmenn vom þá um 60, flestir Holtamenn (urðu síðar talsvert á fjórða hundrað 1). Þeim var stefnt á tvo fund- arstaði: Ás og Marteinstungu. Fundina sóttu allir nema Ingólfur búðarmaður. Hann sat heima á Brekkum og sagði konum, að of lítið mundi um sig muna til að bjarga mér. Sigurjón Sigurðsson í Raftholti, drengilegur mælskumaður, sótti af hálfu þeirra Gunnars sök á hendur mér. Gunnar gat aldrei haldið ræðu á fundi. Ég varði málstað minn. - Síðan var útbýtt eyðublöðum og atkvæði greidd um hvort ég skyldi fara. Á báðum fundunum voru þeir fleiri, sem vildu ekki reka mig. Þar með var kaupfélagsstjóra- staða Ingólfs úr sjónmáli fyrst um sinn. VIII Hvað þeir félagar höfðust að næst veit Ingólfur betur en ég - og hefði átt að segja frá því fremur en ýmsum hégóma, sem hann tínir upp í sögu sína. Mér var sagt að hann hafi heimtað kaupfélag handa sér. Vesalings Gunnar var milli steins og sleggju. Hann stóð uppi ráða- laus, með verklausan kaupfélagsstjóra. Menn helda að Ingólfur hafi fundið bjargráð, sem hjálpaði honum. Það var hafið harðskeytt trúboð um íhaldskaup- félag á Hellu, sem skyldi ná undir sig allri verslun í Rangárþingi -og koma Sambandskaupféiögunum fyrir kattar- nef. Sjálfstæðismenn um alla sýslu voru eltir uppi, - og fyrir þeim lýst hver feikna lyftistöng slíkt íhaldskaupfélag mundi verða fyrir bú þeirra og „flokkinn" - Þessir menn voru ekki látnir í friði, fyrr en þeir hétu að ganga í hið nýja félag. Ingólfur segir, að þennan vetur hafi þeir safnað 350 félagsmönnum. „Mátti það heita góður árangur á ekki lengri tíma,“ segir hann. IX „En það vil ég, að komi skýrt fram, að ég er samvinnumaður," segir Ingólfur af móði, á einum stað sögu sinnar. Á stofnfundi kaupfélags íhaldsmanna lét hann f ljósi samvinnuhugarfar sitt. Hann var þar aðalræðúmaður, og mælti meðal annars: „Það mun nú kannski sumum sýnast að bera í bakkafullan lækinn, að stofna þriðja kaupfélagið hér í Rangárþingi. En þess skal ekki verða langt að bíða, að hér verði eitt kaupfé- lag: Kaupfélagið Þór.“ Hans samvinnuhugsjón í harðri kreppu, var sú, að koma tveim sam- vinnufélögum sýslunga sinna á kaldan klaka,- og fjölmörgum skuldunautum þeirra í enn meiri vandræði, en þá surfu að þeim. Og hann lét ekki sitja við þessi orð. Næstu ár og áratugi rægði hann þau félög dauðarógi, að fordæmi Sögualdar- sveitunga og kannski forföður okkar frænda: Marðar á Stórahofi. - Honum tókst að tæla frá þeim marga viðskipta- menn: íhaldsginningafiflin - Okkur á Rauðalæk gerði það engan geig. Margt af því fólki kom eftir sem áður og keypti vörur, sem gróðavænlegt var að selja því. Enda var verðlag á Rauðalæk lengi verulega lægra en á Hellu. Og með því að sníða stakk eftir vexti var þá hægt að láta litla verslun bera sig, eins vel og aðrar stærri. Kaupfélagið Þór á Hellu var frá upphafi samvinnuskoffín, sem undir handleiðslu Ingólfs ól á illindum milli manna, og stórspillti flestri samvinnu í Rangárþingi, til milljónatuga tjóns fyrir Rangæinga. Þessa mun Ingólfur vera sér meðvit- andi. Þess vegna eignar hann þetta skammarstrik öðrum, en ekki sér - og skrökvar því að hann hafi engan þátt átt í tilurð þess. Þar er lúalega launað mönnum, sem fórnuðu heiðri og hags- munum til þess að gera hann verslunar- stjóra - og hófu hann síðan á hærri stall með hundtryggu kjörfylgi sínu. Erlendur f Odda, Guðmundur á Hofi, Guðmundur á Núpi, Gunnar á Rauða- læk, Sigurjón í Raftholti og Skúli á Móeiðarhvoli voru allir hyggnir búmenn, og ég held nokkuð góðviljaðir í garð sýslunga sinna. Engum þeirra er hægt að trúa til frumkvæðis að því fólskuverki, sem þarna var stofnað til. Þar þurfti mann eins og Mörð á Hofi, sem gat tælt jafnvel nokkuð góða menn til vondra verka. -Sökin var söm, þótt tilræðið tækist ekki. Mér finnst Ingólfur of fáorður um afrek sín á Hellu. Hví lýsir hann eigi því snillibragði, þegar hann fyrir hönd síns félags krafði fjármálaráðherra íslands um 3.333 milljónir skaðabætur fyrir það, að ónýt brú var rifin af Rangá, en ný og góð brú byggð yfir ána, þar sem allir sjá að hún fer best. Þrír glámskyggnir dómarar Hæstaréttar, sem hann valdi sjálfur í matsnefnd, úrskurðuðu skaða- bætur: 22.5% af kröfu - 750 þúsund, sem flestum sýndist félagið fá að gjöf fyrir ekki neitt! Sjálfur var Ingólfur samgöngumálaráðherra í þann tíma!! Ingólfur segir lítillega frá Hellubúðar- brirna, sem Brunó heitinn Veber taldi enga tilviljun. Hann bjó uppi á búðar- lofti og óttaðist að verða brenndur inni. Hann var að heiman þegar brann og missti alla muni sína, en kaupfélagið stórgræddi á þeim bruna. Sögumaður hefði mátt lýsa hvernig hægt er á aðalfundi að fela fyrir fundar- mönnum, jafanvel tugmilljóna skuldir, kaupfélags og skuldunauta þess. X „Ingólfur" - er ekki merkileg bók. - Þó held ég, að þar sé eigi söguritara sjálfum um að kenna. Það er engum unnt, að skrifa tvö þykk bindi bóka til lofs og frægðar Ingólfi á Hellu. Þar er of lítið til að lofa og engin frægðarverk að segja frá. Ingólfur hefði átt að biðja vin sinn Guðmund Dan. að skrifa heimildar- skáldsögu um afrek sín.Hann má í skjóli skáldaleyfis hagræða sannleikanum. En það mátti hvorki Ingólfur né Páll í ævisögu. Ævisaga á að vera sönn! En til þess að svo sé, þarf að segja löst og kost á hetju sögunnar. Það lögmál er þver- brotið í þessari Ingólfssögu, - nema úr verði bætt í öðru bindi? í upphafi þessara athugasemda segir, að „Ingólfur á Hellu" sé helmingi minni bók en hún sýnist, miðað við fyrirferð. Um það er hún hliðstæð sögumanni, sem hefur leikið það langa ævi, að sýnast helmingi meiri og betri maður en hann er, og tekist það ótrúlega vel. Hann naut þess, að rangæskt „íhald“ var trúgjarnt, hrekklítið og auðblekkt fólk. Það gleypti við þeim galdramanni stjórnvisku og verslunarsnilli - og gerði hann að sínum Múhameð. Og ennmunþarsama sinni. Mælt er að sunnlenskum Sjálfstæðis- hetjum leiki hugur á, að reisa 6-12 álna standmynd af honum við austursporð Rángárbúar - og suðurláglenskt Sjálf- stæðiskvenfólk vilji fórna giftingar- hringnum og öðrum glórauðum ger- semum sínum til þess að gullhúða tröllið. Ritað í janúar 1983 Helgi Hanncsson Nýr fjölnotavagn frá Stærri og fullkomnari ★ Stórir hjólbarðar. ★ Byggðurfyrirnorskaraðstæður. ★ Mikil sporvídd. ★ Stöðuguráósléttulandi. ★ Tekur15rúmm. ★ Burðargeta15tonn. ★ Hentarvelíflatheysgryfjur. ★ Dreifir með sérstökum votheysdreifara 4-8 m. afturfyrir sig, 3,3-4,5 m. á breidd og upp í 3,5 m. hæð. Einfalt og traust tæki til alhliða notkunar Til afgreiðslu strax. G/obus( LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Tækjamenn Óskað er eftir vönum tækjamönnum með réttindi á þungavinnuvélar. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi, mánudaginn 11.7. frá kl.9-12. íslenskir Aðalverktakar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.