Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. JULI 1983 fréttir Hlutur Islands ekki slæmur á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins: UKUR A SAMA KVOTA FYRIR HREFNU- OG SANDREYÐAVEWI — en kvótinn fyrir langreyði gæti minnkad Reykjavíkur- borg: Aukafjár- veitingar 18 milljónir kr. ■ Borgarráð hefur samþykkt viðbót- ar- og aukafjárveitingar að upphæð um 18 milljónir króna fyrir þetta ár. Stærsti einstakur liður þessara fjár- veitinga rennur til breytinga á húsa- kynnum Fæðingarheimilis Reykjavík- ur, tæpar 3,8 milljónir króna. Framlag til skógræktar nemur 3,5 milljónum, skrúðgarðar fá rúmlega 1,5 milljónir, framlag til kennslu sex ára barna nemur rúmri milljón. Til fasteignakaupa renna rúmlega 5,2 milljónir króna - þar af 2,5 til kaupa á landi Pósts ogsíma íGufunesi, sem allt skal greiðast á árinu, og 2,4 milljónir upp í kaupin á Viðey. -Sjó. ■ „Það þarf engum að koma á óvart að hér er það ríkjandi skoðun að hvalveiðar skuli minnkaðar eins og mögulegt er. Hér er meirihluti ríkja, sem vill í reynd stöðva hvalveiðar þegar í stað. Við höfum hins vegar lagt á það áherslu að geta haldið hvalveiðum áfram næsta ár með svipuðu sniði og þær hafaf verið í sumar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjá- varútvegsráðherra, sem nú situr þing Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bríghton á Englandi. „Það hefur verið fundur í svokallaðri tækninefnd í allan dag og hefur nefndin mælt með ákveðnum niðurstöðum til aðalfundarins, sem verður á föstudag- inn. Hvað okkur varðar, sýnist mér að við munum fá að veiða álíka mikið af hrefnu, um 300, á næsta ári og veiddar verða í sumar. Kvótinn fyrir langreyð er nú 167 dýr og hér hafa komið fram tillögur um að veiði á henni verði minnkuð all nokkuð. Við höfum hins vegar verið að vinna að því að halda óbreyttum kvóta á næsta ári, hvort sem það tekst eða ekki. í sumar er okkur heimilt að veiða 100 sandreyðar og ég held að ekki verði erfiðleiUum bundið að halda þeirri tölu næsta surnar," sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að í mörgum tilfellum virtist sér að vísindaleg rök væru ekki í fyrirrúmi á ráðstefnunni. Þar væru ýmsar þjóðir sem engar rannsóknir stunduðu og í raun vissu lítið um þessi mál, en hefðu þó fullan atkvæðisrétt. „Þetta er að mörgu leyti hálfgert sjón- arspil, en við reynum að gera okkar besta til að halda okkar rétti,“ sagði Halldór. -Sjó. Bruninn í Rörsteypunni: Tjónid skiptir milljónum Tjónið í eldsvoðanum varð meira en á horfðist í fyrstu. Tímamynd: Ari. ■ „Það fór aUt rafmagn af húsinu, sementsvogir og rafmagnstöflur eyði- lögðust og síðan allur þurrklefinn. Öll einangrun á þakinu eyðilagðist, hitakerf- ið og blásarar eru ónýtir, á annað þúsund milliveggjaplötur eyðilögðust og aUt bráðnaði sem bráðnað gat. Þó við séum ekki alveg búnir að gera okkur fuUa grein fyrír tjóninu er öruggt að það skiptir milljónum“ sagði Einar Þ. Vil- hjálmsson framkvæmdastjórí Rörsteyp- unnar við Fífuhvammsveg í samtali við Tímann en eldur kom upp í Rörsteyp- unni á mánudagskvöld. „Hér eru einnig viðkvæmar vökva- og tölvuvélar sem gætu vel verið ónýtar en það kemur ekki í ljós fyrr en rafmagnið kemur aftur. Við erum nú að hreinsa til og ætlum að reyna að byrja aftur í næstu viku ef vélarnar reynast heilar. Hér þarf að skipta um þakið á húsinu en við getum frestað því að endurnýja einangr- un. En allt byggist á því að við fáum rafmagnið sem fyrst og þá sjáum við hvort vélarnar hafa skemmst", sagði Einar Þ. Vilhjálmsson að lokum. -GSH ÍSLANDSREISUR Töfrar og fegurð Flugleiðir gefa þér kost á að kynnast töfrum landsins og fegurð, sem þú hefur ef til vill aðeins lesið um í ferðaþæklingum fyrir útlendinga og ferðahandþókum. Gististaðir eru allir mjög góðir, allt frá fyrsta flokks hótelum til fallegra tjaldstæða, -og allt þar á milli. Miðaðer við aðferðalangurinn nýti sér skipulagða ferðaþjónustu á hverjum áfangastað eða nýti sér t.d. bílaleigur til að ferðast á eigin vegum. Hér er um að ræða svo að segja ótakmarkaða möguleika til að njóta sumarleyfisins á sem hagkvæmastan hátt. Sérstakt verð Sumarreisur Flugleiða eru íslandsferðir fyrir íslendinga, boðnar á sérstöku verði, sem er 30% lægra en venjuleg fargjöld, en kaupa þarf einhverja sumarreisuþjónustu á áfangastað fyrir að minnsta kosti 600 krónur fyrir hvern ferðalang, - 250 krónur fyrir börn. ísafjörður Sumarreisuþjónusta: Hótel ísafjörður, sigling um Hornstrandir, sigling um Djúpið, útsýnisferð um bæinn. Sérstaklega áhugaverð 4ra daga ferð um Hornstrandir, einn fegursta stað á Vestfjörðum. Helgarferð, sem hefst á föstudegi og lýkur á mánudegi. Akureyri - Húsavík Sumarreisuþjónusta: Hótel KEA, Varðborg, Akureyri, Mývatnsferðir, Eyjafjarðarsigling, útsýnisferðir um bæinn. Hótel Húsavík, bílaleiga, sjóstangaveiðiferðir og Eldárferð, sem er sérstaklega yfirgripsmikil dagsferð frá Húsavík um Tjörnes, Ásbyrgi, Hljóðakletta og til Dettifoss. Þaðan er farið til Mývatns og aftur til Húsavíkur. Ógleymanleg náttúrufegurð í rammíslensku umhverfi. Egilsstaðir - Höfn Sumarreisuþjónusta: Hótel Valaskjálf, Gistihúsið Egilsstöðum, bílaleiga gefur kost á könnunarferðum um fegurstu staði Austfjarða og Héraðs. Jöklaferðir hf. á Hornafirði gefa nú ferðalöngum kost á sérstakri jöklaferð með lúxus snjóbíl. Þessar jöklaferðir eru afar vinsælar. Farið er á Vatnajökul í sérstaklega innréttuðum snjóbíl og ferðast þægilega um jökulinn í 3-4 klukkustundir. Petta er útsýnisferð, sem á sér varla nokkurn líka. Reykjavík Sumarreisuþjónusta: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir. Útsýnisferðir til Gullfoss og Geysis með Kynnisferöum, auk fjölda annarra ferða þeirra. Útsýnisferð um Reykjavík, dagsferðir og kvöldferð sem endar á Broadway. Söfn, tónleikar, leikhús, skemmtistaðir, íþróttastaðir o.m.fl. Lágmarksdvöl á áfangastað er 4 dagar en hámarksdvöl 21 dagur. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Nánari upplyslngar fást hjá söluskrlfstofum okkar, umboðs- mönnum og ferðaskrlfstofum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.