Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 6
■ Richard Burton og Elizabeth Taylor í hlutverkum sínum í Kleópötru. ■ Sybil neitaði þvi staðfastlega, að skilnaður væri í vændum, löngu eftir að lýðum var Ijóst, að Richard var sem bergnuminn af Elizabeth. ■ Eddie Fisher naut ekki slíkrar samúðar sem Sybil, þegar heimurinn stóð á öndinni vegna ástarævintýris Elizabeth Taylor og Richards Burton. ■ Um þessar mundir leika þau saman á sviði í leikriti Noels Coward „Private Lives“ og hljóta heldur misjafna dóma fyrir frammistöðuna. ■ Fyrir 20 árum litu þau svona út, ung og ástfangin upp fyrir haus. jaf nað sig eftir lætin í kring- um hann og ELIZABETH TAYLOR RICHARD BURTON hefur aldrei ■ Eins og aðrir skemmti- kraftar kann Richard Burton vel við að hafa hóp áhorfenda fyrir framan sig. En hann vill endilega hafa vissa fjarlægð á milli sín og aðdáenda sinna. Richard segist ekki hafa lifað skelTilegri stund en fyrir um 20 árum í Boston. Þau Elizabeth Taylor voru þá nýgift fyrra sinnið og voru að ganga út af hóteli einu, en lentu þá beint í flasinu á hópi fólks, sem hrein- lega gerði aðsúg að þeim. Fólk- ið ruddist að Elizabeth, öskr- andi og í stympingum, og þegar það var komið nógu nærri, þreif það í föt hennar og reif stóra lokka úr hárinu á henni. Sumir vildu bara votta Eliza- beth virðingu sína, en í hópn- um voru líka aðrir, sem höfðu ilit eitt í huga. Þeir sungu: - Þú ert slæm stelpa Liz, eða - Kisstu mig Dick. Að vonum var Elizabeth skelTmgu lostin. A endanum fór svo, að reiðin veitti Richard svo mikinn mátt, að honum tókst að ryðja sér leið til konu sinnar og bjarga þeim báðum inn í lyftu hótels- ins. En þS var búið að rífa skyrtuna utan af honum og hálsbindið var snúið utan um hálsinn á honum. Elizabeth var svo illa á sig komin, að það varð að gefa henni róandi lyf og meðhöndla skrámur á hand- leggjum hennar, hálsi og baki. En hver var ástæðan til þessar- ar hegðunar fólksins? Astarævintýri þeirra Eliza- beth og Richard vakti heimsat- hygli á sínum tíma og sýnist sitt hverjum um háttalag þeirra. Þau voru bæði gift, þ.e. sitt í hvoru lagi, þegar þau léku saman í Kleópötru, þar sem Elizabeth fór með titilhlut- verkið og Richard lék Mark Anthony. Richard var þá giftur fyrstu konu sinni Sybil, sem þvertók fyrir að skilnaður væri í aðsigi í þeirri von, að Richard sneri aftur til hennar, löngu eftir að allur heimurinn hafði gert sér grein fyrir að honum yrði ekki aftur snúið. Minni samúð hlaut Eddie Fisher, eig- inmaður Elizabeth Taylor, sem almannarómur vildi láta heita, að hún hefði rænt frá Debbie Reynolds á heldur óskemmti- legan hátt, þar sem áður hafði verið djúp vinátta á milli fjöl- skyldnanna. En eftir dauða manns síns Mikes Todd, sem lést í flugslysi, hafði Elizabeth leitað huggunar hjá vini hans, Eddie Fisher, með áðurgreind- um afleiðingum. Þau tilfinningalegu átök, sem áttu sér stað á þessum tíma, eru sögð hafa sett mark sitt á Richard Burton allt tU þessa dags. Það er haft eftir nánum vini hans, að Richard hafl sagt löngu síðar, að tilflnn- ingalíf sitt hefði verið í molum eftir að svona margir hefðu orðið fyrir slíkum áföUum. - í rauninni var líflð martröð lík- ast á þessum tíma, með smá hamingjuleiftrum inn á mUli, sagði hann. - í kvikmyndaver- inu fann ég andúðina leggja frá þúsundum aukaleikara. Eg óttaðist um líf Elizabeth og bar alltaf hníf undir skikkjunni, ef svo kynni að fara að einhver hálfvitinn reyndi að gera henni mein. Eftirleikurinn er öllum í fersku minni. Þetta hjónaband var stormasamt og haft var á orði að drykkjuskapur Ric- hards keyrði úr hófl fram. Þó entist það í 10 ár áður en tU skilnaðar kom. Ári eftir skilnaðinn gengu þau aftur í hjónaband, en það stóð ekki nema í nokkra mánuði. Það virðist ekki vera EUza- beth Taylor og Richard Burton skapað að lifa saman í rólegu og góðu hjónabandi. En þau eiga líka erfltt með að láta hvort annað afskiptalaust með öllu. viðtal dagsins Umfangsmiklar rannsóknir á hafísjaðri norðurhvelsins: „ÞÆR GETA HAFT MIKLA ÞYÐINGU FYRIR 0KKUR“ Rætt við Þór Jakobsson veðurfræðing ■ „Þessar rannsóknir geta haft mikla þýðingu fyrir okkur ís- lerdinga og aukið almenna þekkingu á eðli hafíssins," sagði Þór Jakobsson veðurfræð- ingur í samtali við Tímann er hann var spurður um rannsóknir á hafísjaðri á norðurhveli jarðar sem vísindamenn frá tíu löndum standa að. Þór kvað þessar rannsóknir hafa hafist í sumar, en nokkur ár á undan hafa vísindamenn af ólíkum sviðum borið saman bækur utn efnið á ráðstefnum. Hitann og þungann af rannsókn- unum bera Bandaríkjamcnn, og er önnur aðalskrifstofa rann- sóknanna í Washington, en hin í Bergen. Um eitt hundrað vísindamenn hafa unnið að rannsóknunum í sumar. Hafsvæðið milli Sval- barða og Grænlands hefur verið kannað og enn fremur ís og lífríki fyrir sunnan Svalbarða, suður með Austur-Grænlandi. Hafrannsóknarskip og ískönn- unarflugvélar hafa verið notað- ar, einnig myndir veðurtungla, og ætlunin er að nota gögnin við gerð reiknilíkana af hreyfingum hafíssins. Rannsóknin í sumarhefurein- kum beinst að því að kanna eðli hafíssins sjálfs, en í því viðfangi ■ Þór Jakobsson veðurfræðingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.