Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg* 20 Kopavogi Simar (91 )7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 Sritnitra Ritstjorn 86300 -Auglysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoidsimar 86387 og 86306 Kleppsvegur: Kviknaði í feiti ■ Slökkviliðið var kvatt að Kleppsvegi 16 um kl. 16.00 í gær en þar hafði kviknað í feiti á eldavél og eldurínn síðan breiðst út. Þcgar slökkviliðið kom á stað- inn var að mestu leyti búið að slökkva eldinn með dufttæki en slökkviliðið notaði síðan reykblás- ara við að loftræsla íbúðina. Að sögn slökkviliðsins skemmd- ist fbúðin taisvert af sóti og reyk og eldhúsinnréttingin brann að hluta. v - GSH Lítil stúlka slasast í Eyjum ■ Lítil stúlka slasaðist lítillcga í Vcstmannaeyjum f gær þegar hún varð fyrir bíl á Slrandgötu. Mikið rigndi í Vestmannaeyjum í gær og stúlkan mun hafa verið að skýla andliti sínu með hendinni uni ieiðj og hún gekk út á götuna og sá því ekki bílinn fyrr en of seint. -GSH Mikill mismunur á gæðamati milli verstöðva: „GIORSAMLEGA OMUNH" — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra ■ „Þessi gagnrýni er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég tel engan vafa leika á því að matið hefur verið mismunandi í einhverjum mæli þótt erfitt sé að fuilyrða í hve miklum,“ sagði Halldór As- grímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtuli við Tímann í gær. „Það verður kannski aldrei hægt að samræma mat á sjávaraf- urðum algjörlega, en það breytir því ekki að mikill mismunur milli verstöðva er gersamlega óþolandi," sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að gæðamálin væru þau mál sem skiptu okkur höfuðmáli á næst- unni og þau yrði að taka föstum tökum. Taldi hann skýrslu Fiski- félagsins, sem ítarlega hefur ver- ið greint frá í blöðum, gott innlegg í umræðu um þessi mál, og alveg í samræmi við hans hugmyndir. - Það liggur fyrir frumvarp í sjávarútvegsráðuneytinu um gæðamálin? „Það liggur fyrir uppkast að frumvarpi sem við höfum gert ráð fyrir að lagt verði fram þegar Alþingi kemur saman í haust. Fullgert kemur það til með að fela í sér margs konar breytingar sem byggjast á þeirri reynslu sem fengist hefur að undan- förnu,“ sagði Halldór. Þessir vagnar verða meðal annarra boðnir upp á uppboðinu í Vökuportinu í dag. OVENJU MIKIÐ UM UPP- BODSBEIÐNIR Á BÍLUM — á fjórda tug bifreiða seldar á uppboði í dag að kröfu Gjaldheimtunnarog tollstjóra ■ „Það eru þegar komnir einir 35 bflar upp í Vökuport og við reiknum með að þeim eigi enn eftir að ijölga nokkuð. Við verð- um að leita þá uppi eitthvað fram á kvöld,“ sagði Ingólfur Sigurz, fulltrúi borgarfógeta, þegar hann var spurður um nauðungaruppboð á bflum og vinnuvélum, sem auglýst var í gær og haldið verður í Vökuport- inu við Smiðshöfða síðdegis í dag. Samkvæmt auglýsingum átti að bjóða upp næstum 200 bíla og vinnuvélar. Sagði Ingólfur að tekist hefði að semja við stóran hluta skuldaranna. Einnig vant- aði talsvert upp á að tekist hefði að hafa upp á öllum bílunum. „Þetta eru alls konar bílar, árgerðir allt frá 1967 upp í 1979. Ég reikna með að þeir verði slegnir á frá 500 krónum upp í 60 til 70 þúsund,“ sagði Ingólfur. Hann sagði ennfremur að óvenjumikið hefði verið um upp- boðsbeiðnir á bíla að undan- förnu - frá Gjaldheimtunni, tollstjóranum, lögmönnum, bönkum oe stofnunum. Nú lægju fyrir beiðnir um uppboð á um 400 bílum frá Gjaldheimtunni og nálægt 300 frá bönkum og lögmönnum, sem væri óvenju mikið. Einnig sagði Ingólfur að undanfarið hefði verið hirt tais- vert af bílum og bílhræjum, sem hefðu staðið lengi og verið til óprýðis í borginni, og yrði eitt- hvað af þeim á uppboðinu. Sjó. dropar Konurnar taka völdin! ■ AUt bcndir til þess að Ak- ureyrarbær verði fyrsta bæjar- félagið hér á landi sem stjórnað verður um lengri tíma af kven- mönnum, a.m.k. hafa þær möguleika á því. Eins og málum er nú háttað í bæjarstjóm Akureyrar, þá sitja þar fjórir kvenkyns bæjar- fulltrúar og sjö karlmenn. Tveir karlmannanna hyggja á fiutning úr bænum, a.m.k. tímabundið, og em varamenn þeirra beggja konur, sem taka þá sæti þeirra. Þannig hyggst Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins halda utan til framhaldsnáms í lögfræði til Kaupmannahafnar, og verður því forfallaður um eins árs skeið. Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins fer einnig í frí í vetur og flytur úr bænum. Með haustinu verða því kon- urnar orðnar sex, er karlkyns- bæjarfuUtrúar aðeins fimm. Verður merkUegt að fylgjast með því hvort pólitiskar fylk- ingar riðlast með kvennafans- inum í bæjarstjórninni. í heilsurækt með Sigrúnu ■ I dag kemur út hjá Bóka- forlaginu Vöku allnýstárleg bók sem vart mun eiga sér hliðstæðu hérlendis ef miðað er við fmmsamið innlent efni. Er þetta bók sem gagngert fjaUar um heUsurækt, og er höfundur hennar Sigrún Stef- ánsdóttir, fréttamaður hjá sjónvarpinu, en hún er sem kunnugt er einnig menntuð íþróttakennari. Heiti bókar- innar er „í fuUu fjöri.“ Er víða komið við í bókinni á sviði heUsuræktar sem m.a. sést af því að ummál hennar slagar hátt upp í símaskrána, ef ekki gott betur. Munu í henni finnast ráðleggingar tU aUra aldurshópa af báðum kynjum um líkamsrækt við hæfi, bæði keppnismenn í íþróttum og eins þá sem sitja aUan Uðlangan w abriel HÖGGDEYFAR Hamarshöfða 1 w QJvarahlutir .SXSS FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 ■ Ný blfreið lögreglunnar á Hvolsvelli, sem verður notuð í eftirUtsferðirnar um helgina, á Fagraskógi á Krossáraurum. Mynd Valgeir Guðmundsson. Lögreglan með sérstaka gæslu á ferðamanna- stöðum í óbyggdum: LÆKNIR TIL TOKUBLOD- PRUFA MEÐ I FORINNI! — til að koma grunuðum ökumönnum íopnaskjöldu ■ Lögreglan á Hvolsvelli mun verða með sérstaka iög- gæslu í Þórsmörk, Land- mannalaugum, viðVeiðivötn og á öðrum vinsælum ferðamannastöðum í óbyggð- um, um næstu helgi vegna þess að grunur leikur á að á þessum stöðum sé mikið um að öku- menn séu ölvaðir við akstur. Að sögn Valgeirs Guð- mundssonar lögreglumanns á Hvolsvelli hefur lögreglunni borist til eyma að ölvun við akstur á þessum stöðum sé algeng og setji stóran blett á þá. Þess vegna verður lögregl- an á fcrðinni alla næstu helgi og verður læknir með í förinni til að taka blóðprufuref þarf Þetta eftirlit nær frá Þórsmörk til Veiðivatna og geta því ökumenn búist við iögreglunni í þessum erindagcrðum hvar og hvenær sem er. Valgeir sagði ennfremur að lögreglan væri nú að taka í notkun nýjan lögreglubíl sem er sérútbúinn fyrir torfærur og vatnaakstur. Bíllinn er einnig búinn radarmælingartækjum af fullkomnustu gerð. Löggæslusvæði lögreglunnar á Hvoisvelli er mjög víðáttu- mikið og lögreglumenn hafa því þurft að taka tæknina í þjónustu sína í auknum mæli tii að geta sinnt gæslunni sem best. Fyrir nokkru fékk lög- reglan á Hvolsvelli, þyrlu til afnota og fór með henni upp á öræfi og stöðvaði þar ökumenn sem voru þar í leyfisleysi en öll umferð um fjallvegi fslands var þá bönnuð. GSH Krummi ...Heilinn er stórkostlegt verk- færí, hann byrjar að vinna þegar maður vaknar og hættir ekki fyrr en maður er kominn á skrifstofuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.