Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1983 Löggilt ekkja Howards Hughes skrifar bók aiiMífií ■ I fundarsal tyrkneska utanríkisráðuneytisins hanga senn 29 myndir af sendiráðsmönnum eða vandafólki þeirra, sem armenskir skæruliðar hafa myrt. Þetta eru myndir af Ijórum þeirra. Armenskir skærulidarad verki í þremur borgum Þeir vilja að Tyrkir vidurkenni þjóðarmorðið ■ Tyrkneski sendiráðsmaðurinn, sem var myrtur í Brössel ■ Bandaríska smástirninu fyrrverandi Terry Moore hefur tekist að fá það staðfest fyrir dómstóli, að hún hafi verið lögleg eiginkona milljarða- mæringsins Howard Hughes á banadægri hans fyrir átta árum. Það var árið 1949, sem þau voru vígð til hjónabands, sem síðan láðist að ógilda, þó að þau hefðu fyrir löngu slitið samvistum. ReyndargekkTerry Moore í hjónaband, eitt eða fleiri, á þessum tima, en það fær því ekki breytt, að lagalega séð er hún ekkja Howards Hughes. Howard Hughes sankaði að sér alveg ótrúlegum auðæfum á Utskinðugum ferli sínum í bandarísku fjármálalífl. Er sagt, að hann hafl verið orðinn svo auðugur, að hann hafi vakið öfund arabískra oiíu- rafeindaiönaö. Er það fyrsta tímarit sinnar teg- undar sem gefið er út á íslensku. „Hlutverk tímaritsins er að vera til upplýsingar, fróðleiks og skemmtunar. Helstu áherslur verða lagðar á hljómtæki, tölvur og myndbönd. Greinarnar eru á auðskildu máli þannig að hinn almenni lesandi geti meðtekið þær. Þetta er ekki blað fyrir sérfræðingana, alls ekki. Hins vegar er blaðið skrifað af færustu sérfræðingum á sínu sviði. T.d. skrifa í þetta fyrsta tölublað þeir. Ólafur Á. Guðmundsson, verk- fræðingur hjá Ríkisútvarpinu og Páll Theodórsson, eðlisfræð- ingur,“ sagði Steinþór. Hvað kom þér til að gefa þetta tímarit út? „Undanfarna mánuði hef ég aðeins unnið hálfan daginn sem rafeindavirki, þannig að ég hafði nógan tíma til að athuga grund- völlinn fyrir þessari tímaritsút- gáfu. Undirtektir hafa verið fursta, sem eru þó ekki á neinu nástrái. Þrátt fyrir misjafnlega velheppnaðar fjárfestingar síð- ustu árin, sem hann lifði, en þá var hann farinn að fara huldu höfði og þótti vægast sagt undarlegur í háttum, er álitið að hann hafl skilið eftir sig einn milljarð dollara, sem Terry gerir nú tilkall til sem einkaerf- ingi. En það eru fleiri, sem þykj- ast eiga rétt til fjárins, og má | búast við að ekki verði greitt úr þeirri flækju fyrst um sinn. Til að fleyta sér yflr þann tíma, sem það tekur að fá úrskurðinn um arflnn, hyggst Terry nú skrifa bók um sig og Howard Hughes og hjónaband þeirra. Þar sem Howard Hughes hefur lengi þótt forvitnilegur maður, má búast við að Terry þurfi ekki að kvíða sölutregðu á bókinni. alveg frábærar og þá ákvað ég að helga mig eingöngu tímaritsút- gáfunni. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan allt fór í gang,“ svaraði Steinþór. Nú er samkeppni á markaði tímarita geysihörð. Kemur þetta ekki til með að leggja upp laup- ana eins og mörg önnur hafa gert? „Ég tel alveg öruggt að það er markaður fyrir þetta tímarit og er mjög bjartsýnn á að það gangi vel í framtíðinni. Þetta hefur jú alveg vantað," svaraði Steinþór. „Annars hef ég aldrei staðið í blaða- eða tímaritaútgáfu áður, hafði faktískt ekki komið inn í prentsmiðju áður, en þetta er gaman og nú er bara að vona að vel gangi,“ sagði Steinþór að lokum. Tímaritið RAFEINDIN er 40 síður að stærð og greinilega mjög vandað til útgáfunnar. Blaðið fæst í lausasölu og áskrift, og verður því dreift um allt land. Útgefandi er útgáfufélagið Raf- eind h.f. ■ ÖFGAHÓPUR Armeníu- manna, sem telur sig vera leyni- her, er berst fyrir frelsun Armen- íu, hefur mjög komið við sögu að undanförnu. Hann hefur síð- an 14. þ.m. unnið þrjú hryllings- verk, sem hafa orðið fimmtán manns að bana. Öllum hefur þessum hryðju- verkum verið beint gegn Tyrkjum. Fyrst þessara þriggja hryðju- verka var framið í Brussel 14. þ.m., þegar tyrkneskur sendi- sveitarmaður var skotinn til bana í bifreið sinni. Annað hryðjuverkanna var framið á Orlyflugvellinum í París tveim dögum síðar, en þá sprakk sprengja, sem hafði verið komið fyrir við afgreiðsluborð tyrk- neska flugfélagsins, með þeim afleiðingum að sjö menn létust, en 65 særðust. Þriðja hryðjuverkið var svo framið í Lissabon 27. þ.m., þeg- ar fimm Armeníumenn réðust inn í bústað tyrkneska sendiherr- ans. Þeirri árás lauk þannig, að einn öryggisvörður og einn árás- armannanna voru skotnir til bana, en síðan frömdu hinir fjórir sjálfsmorð með sprengju, sem einnig varð konu sendiráðs- manns að bana, en særði eigin- mann hennar og son. Þetta eru ekki fyrstu hryðju- verkin, sem umræddur öfgahóp- ur hefur framið. Á vegg í fundar- sal tyrkneska utanríkisráðuneyt- isins í Ankara hanga 27 myndir af tyrkneskum sendisveitar- mönnum og aðstandendum þeirra, sem fallið hafa í morðár- ásum Armeníumanna síðan 1973. Nú hafa tvær myndir kom- ið til viðbótar. Öfgahópur sá, sem hefur framið þessi hryðjuverk, gengur undir skammstöfuninni Asala (Armenian Secret Army for the Liberation of Armenia). Svo virðist, sem honum hafi borizt nokkur liðsauki nýlega, því að hann hefur aldrei látið eins skammt högga á milli og nú. Á síðastl. ári tókst honum að gera vélbyssuárás á flugvöllinn í Ankara með þeim afleiðingum að nokkrir féllu en fleiri særðust. ÝMSIR fréttaskýrendur rekja upphaf þessa öfgahóps til þess, að hann telji Tyrki falsa sóguna um skipti þeirra við Armena. Einkum geri Tyrkir lítið úr þjóð- armorðinu, sem þeir fram- kvæmdu 1915, en þá og á næstu árum er talið, að Tyrkir hafi með ýmsum hætti útrýmt allt að 1.5 milljón Armena. Annars eru tölur um þetta mjög á reiki. Það var fyrsta krafa þessa öfgahóps að Tyrkir endurrituðu söguna. Síðar hefur hann bætt við fleiri kröfum og jafnvel þeirri, að sá hluti gömlu Armen- íu, sem nú er hluti Tyrklands, fái sjálfstæði. Á þessu er m.a. sá galli, að aðeins sárafáir Armeníumenn búa þar. Alls er talið, að um 50 þúsund Armeníumenn séu nú í Tyrklandi og flestir þeirra búa annars staðar í landinu. Sumir þeirra hafa komið sér vel fyrir í viðskiptalífinu, enda eru Ar- meníumenn góðir fésýslumenn. Armeníumenn eru stoltir af því, að þeir eiga langa sögu og meiri og betri bókmenntir en flestar þjóðir aðrar. Þeir tóku sér bólfestu löngu fyrir Krists- burð á því landsvæði, sem nú er norðausturhluti Tyrklands. Frá náttúrunnar hendi er þetta land erfitt til búsetu, vegna há- lendis, en Armeníumenn lærðu fljótt að nýta vel þá landkosti, sem voru fyrir hendi. Þeir hefðu því getað búið þar vel, ef ekki hefði legið straumurófriðarherja um land þeirra. Þeir hafa því verið undirokaðir af ýmsum þjóðum, en síðustu aldirnar af Tyrkjum eða fram til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, höfðu Rússar náð norðurhluta þess landsvæðis, þar sem Armenarbjuggu. Armenum og Rússum samdi allvel og óttað- ist því Tyrkjasoldán, að Armen- ar kynnu að snúast á sveif með Rússum í styrjöldinni. Hann ákvað því að flytja Armeníu- menn búferlum eða austur á bóginn til íraks og írans. Flutningar þessir fóru þó ekki fram nema að litlu leyti, því að fjöldi Armena var myrtur áður en þeir hófust. Þeir, sem voru fluttir burtu , fórust á leiðinni vegna vosbúðar og hungurs eða voru hreinlega drepnir Tyrkir kenna Kúrdum um þessi morð að miklu leyti. Flutn- ingarnir fóru fram um lönd þeirra, en frá fornu fari hefur verið mikill fjandskapur milli Kúrda og Armeníumanna. Deil- ur þeirra hafa verið trúarlegs eðlis. Armenar tóku kristna trú strax á 3. og 4. öld, en Kúrdar hafa verið strangtrúaðir áhangendur Múhameðs eftir að hann kom til sögu. Ágizkanir herma, að Armenar í Tyrklandi hafi verið 1.8 milljón, þegar flutningar hófust. Hófsamar ágizkanir telja, að þriðjungur þeirra hafi verið drepinn, þriðjungur fluttur í burtu og þriðjungur sloppið við hvort tveggja. Armeníumenn telja þessar tölur rangar og full- yrða, að 1.5 milljón Armena hafi misst lífið í þessum hörm- ungum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina nutu Armeníumenn mikillar samúðar. Á fundi í Sévres, þegar sigurvegararnir í styrjöldinni sömdu við Tyrki, var ákveðið að stofna sjálfstætt ríki Armena í norðausturhluta Tyrklands. Þessir samningar voru aldrei framkvæmdir. Liðsforingi í tyrk- neska hernum, Mustafa Kemal, gerði uppreisn gegn þeim, og kom í veg fyrir framkvæmd þeirra. Jafnframt var að frum- kvæði hans gert lítið úr því að þjóðarmorð hefði verið framið á Armenum. Þeirri sagnaritun er ákaft mót- mælt af Armeníumönnum. ÞAÐ er talið, að nú séu Arm- enar um 5.5 milljónir. Tæpur helmingur þeirra býr í einu af lýðveldum Sovétríkjanna, Arm- eníu, þar sem Armeníumenn hafa getað notið þess að viðhalda menningu sinni. Um þrjár milljónir Armena eru dreifðar víða um heim. Flest- ir búa í Bandaríkjunum eða um 600 þúsundir, en margir Armen- ar fluttu þangað fyrir þjóðar- morðið 1915. Margir höfðu einn- ig flutt til annarra landa áður. Um þessar mundir er haldið í Lausanne í Sviss eins konar þing eða ráðstefna samtaka Armen- íumanna í ýmsum löndum. Markmið ráðstefnunnar er að koma á alþjóðasamtökum Arm- ena, sem hafi það markmið, að þeir eignist eins konar þjóðar- heimili, líkt og ráðgert var eftir fyrri heimsstyrjöldina að Gyð- ingar eignuðust þjóðarheimili í Palestínu. Annars virðist það enn óljóst, hver niðurstaðan verður á ráðstefnunni í Lau- sanne. Talsmenn hennar hafa for- dæmt hryðjuverkin í Brussel, París og Lissabon. En fyrir þeim vaka þó ekki að öllu leyti ólík markmið, eins og þau, að Tyrkir hætti sögufölsuninni og Armen- íumenn fái eitthvert þjóðar- heimili, þótt ekki verði um sjálf- stætt ríki að ræða. Margir benda á fordæmi Gyðinga í Palestínu, en þeir voru orðnir fáir þar, þegar frumkvæði var hafið að stofnun Israels. Það er ekki ólíklegt að meira eigi eftir að heyrast frá Armen- um í framtíðinni. |§r f Þórarinn I / y Þórarinsson*, ritstjóri, skrifar ■ Terry Moore hefur nú fært sönnur á það, að hún hafi verið lögleg eiginkona Howards Hughes. Hér stendur hún fyrir framan risastóra mynd af honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.