Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 9 á vettvangi dagsins VELFERÐARRÍKI í ERFIÐLEIKUM ■ „Það hófst sem göfug og framsækin hugsjón. Velferðarriki Evrópu myndu skýla þegnum sínum fyrir fátækt, mennta þá, sjá um þá er þeir veiktust og halda þeim uppi á clliárunum. í stuttu máli vonuðust forvígismennirnir til að veita það sem fyrrum forsætisráðherra Hollands Joop den Uyl kallaði: „Fullt af huggulegum hlutum fyrir fólkið“. Um áratugaskcið hefur vclferðarríkið gert nákvæmlega þetta, veitt milljónum Evr- ópubúa þægindi og þjónustu frá vöggu til grafar. En kerfið hefur orðið hart úti vegna kreppu og ríkisstjórnir um alla Evrópu eru nú að skera niður félagsáætl- anir sem eitt sinn voru stolt þjóða þeirra“. Pannig hefst forsíðugrein í tímaritinu Newsweek 25. 7. um erfiðleika velferð- arríkja í Evrópu en gífurleg aukning kostnaðar við að halda velferðaíkerfinu gangandi hefur á undanfömum mánuð- um, og árum, kallað á mikinn samdrátt á þessu sviði, það er næstum því sama í hvaða landi gripið er niður alls staðar er verið að finna leiðir til niðurskurðar á þessu kerfi. Upphaf velferðarríkisins má rekja aftur á nítjándu öldina, til „járnkanslar- ans“ Otto von Bismarck sem kom á fót alhliða heilbrigðis og tryggingarkerfi innanlands. Markmið hans voru þó fremur pólitísk en af umhyggjusemi, hann vildi draga úr viðgangi verkalýðs- hreyfingarinnar og bauð fram „félags- málapakka" í skiptum fyrir bann á sósíalistaflokki landsins... „sá sem getur horft fram á ellilífeyri er ánægðari og auðveldari í meðhöndlun" sagði Bismarck. Um alla Evrópu var þetta kerfi síðan lagt til grundvallar hjá öðrum þjóðum. Uppúr 1930 komast svo jafnaðarmenna til valda á Norðurlöndunum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þeir juku við velferðarkerfið að miklum mun, tóku inn í það atriði eins og áætlanir um starfsmenntun fyrir atvinnulausa, ó- keypis hjálp til verðandi og nýorðinna mæðra og mun styrkara ellilífeyriskerfis. Það var hins vegar Bretland sem lagði línurnar, eða grunninn, að nútíma vel- ferðarríkinu. í skýrslu sem Oxford-mað- urinn William Henry Beveridge vann árið 1942 eru sett fram fimm atriði sem þjóðfélagið átti að tryggja; frelsi frá skorti, sjúkdómum, þekkingarleysi, ó- þrifnaði og aðgerðarleysi. Aðalatriðið var svo „allt fyrir alla“, heilbrigðisþjón- ustan, verkamannabústaðirnir og ellilíf- eyrinn áttu að vera fyrir alla, ekki bara þá fátæku. Stjórn Verkamannaflokksins sem kosin var eftir seinni heimsstyrjöld- ina kom þessu svo í framkvæmd og aðrar þjóðir fylgdu lit. Þannig að við endann á sjötta áratugnum var „velferðarríkiö" búið að skipa sér fastan sess víðast í Evrópu, þ.m.t. á íslandi. Erfiðleikarnir Erfiðleikarnir sem þessi ríki búa við í dag er nokkuð sem áætlanasmiðirnir á eftirstríðsárunum gátu vart séð fyrir. Lenging lífdaga eykur kostnaðinn við heilbrigðiskerfið meðan að færri barns- fæðingar setja meiri þrýsting á það launafólk sem verður að styðja hið æ kostnaðarsamara kerfi. Samkeppnin frá Japan og Bandaríkj- unum hefur svo dregið úr velmegun Evrópu og aukinn fjöldi atvinnulausra er að sprengja fjárhagsáætlanir fyrir atvinnuleysisbætur. Ekki er séð fyrir endann á þessari þróun þar sem gamal- gróinn iðnaður þessara landa er enn á niðurleið, og hagvöxtur fer dagminnk- andi. „Þegar maður hefur færra fólk er vinnur fyrir minni peningum, kemur minna af peningum inn í sjóði á sama tíma og meir verður að borga úr þeim“ segir Wolfgang Sschroeter starfsmaður í atvinnumálaráðuneytinu í Bonn. „Sár þörf er á aðlögun á einhvern hátt“. Á sama tíma og vandamálin hlaðast upp eiga ríkisstjórnir í Evrópu í æ meiri erfiðleikum að ráða við þau. Kostnaður við „velferðarríkið" stígur ört. Ríki sem greiddu að meðaltali 19,3% af vergum þjóöartekjum í félagsframkvæmdir 1970 greiða nú um þriðjung af heildarfram- leiðslu sinni til velferðarmála meðan skattabyrðir aukast að mun. Fjármunirnir sem Evrópuríkin eyða á hvert mannsbarn árlega eru allt frá 22.900 kr. á Ítalíu og upp í 52.400 kr. í Þýskalandi. Milljónir gestaverkamanna, sem eiga rétt á fullum bótum í kerfinu, eru svo aukabyrði. Algeng misnotkun á kerfinu heldur kostnaði háum og neðan- jarðarhagkerfi sviptir stjórnvöld nauð- synlegum tekjum af sköttum. í stuttu máli eru stjórnvöld í illvígum vítahring. Þau eyða æ meiru í félagslegar áætlanir, oft með lánsfé fengnu erlendis frá til að mæta greiðslunum og hafa því lítið aflögu til að fjárfesta í nýjum atvinnugreinum sem gætu hjálpað til við að létta álagið. Niðurskurður Er ríkisstjórnir, til hægri og vinstri, horfast í augu við þetta vandamál, taka þær æ harðari afstöðu til félagslegrar eyðslu. Hægri stjórnir sem komist hafa til valda um norðanverða álfuna hafa á undanförnum árum skorið niður fjár- magn á öllum sviðum, frá ríkisreknum dagheimilum og námslánum til húsa- leigustyrkja og ellilífeyris. í Frakklandi hefur ríkisstjórn Mitterrands þannig þurft að skera niður verulega hið tveggja ára framsækna prógramm sitt vegna efnahagsástandsins í dag. í sumum löndum er það spurningin um hornstein sjálfs velferðarkerfisins; í Danmörku sem eitt sinn var fyrirmyndarríki á þessum vettvangi, hefurforsætisráðherr- ann Poul Schluter kallað á „einkavæð- ingu“ iðnaðar og eftirlaunasjóða. í Bretlandi og Þýskalandi hafa verið um- ræður um að takmarka kerfið við aðeins þá sem raunverulega þurfa á því að halda. Engin ríkisstjórn virðist áköf, eða hæf, til að leggja niður velferðarkerfið. Domenico Mirone varaforseti Istitoto Nazionale della Previdenza Sociale lýsir velferðarríkinu sem „byggingu að hruni komna sem ekki er hægt að jafna við jörðu vegna þeirra milljón manna sem hanga á veggjum hennar“. Skoðanakannanir sýna að almenning- ur er mjög hlynntur velferðaráætlunum, jafnvel þeir sem hafa góða afkomu, og vill ekki gefa upp á bátinn þann hagnað sem og aðrir hafa af þeim. En niður- skurður er tilkynntur hafa iðulega orðið miklar mótmælagöngur. Kreppa Það sem einkum setur mikinn þrýsting á velferðarkerfið er hið mikla atvinnu- leysi sem ríkt hefur og ríkir í Evrópu um þessar mundir. Alls eru um 12 milljónir manna þar atvinnulausar nú og kostnað- ur við atvinnuleysisbætur er gífurlegur, en þetta er atriði sem við íslendingar höfum verið blessunarlega lausir við á undanförnum áratug. Atvinnuleysisbætur í Evrópulöndum eru víðast hvar verulega góðar. Sem dæmi má nefna að í Hollandi fá atvinnu- lausir 80% tekna sinna í bætur fyrstu tvö árin sem þeir eru atvinnulausir, í Bret- landi fá sumir atvinnulausir meira í bætur en þeir höfðu í laun, þannig var- Alan Marr sjúkraliði í London með um 200 kr. meira á viku sem atvinnulaus en hann hafði í starfinu. Og þar sem um er að ræða að sá tími sem hver og einn er atvinnulaus hefur orðið æ lengri á undanförnum árum hafa ríkisstjórnir í Evrópu ekki lengur efni á þessum háu bótum. „Kerfið er sniðið til að hjálpa fólki í skammtíma vandræðum. Nú eyða 1,7 ■ Kostnaðurinn við að halda uppi velferðarríkinu fer stöðugt vaxandi eins og sjá má á þessari töflu. Dekkri fletirnir eru félagsleg eyðsla sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Ljósari fletimir eru tekjur ríkisins af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun er kostnaður ríkisins vegna heilbrigð- is- og tryggingakerfis 1982 um 12% af vergri þjóðarframleiðslu á móti 9% 1972 en ríkistekjumar aftur á móti 31% 1982 á móti 25% 1972. Þessar tölur verður að taka með þeim fyrirvara að hér er einungis átt við ríkið sjálft, ef sveitarfélögin kæmu einnig inn í þetta dæmi mundi kostnaðurinn hækka um nokkur prósentustig og ýmsir aðrir liðir geta einnig komið inn í dæmið sem eriitt er að meta á millum okkar og annarra evrópulanda. Hins vegar virðist hlutfallið á milli þesara þátta og þróunin síðustu 10 ár vera nokkuð svipuð hérlendis og í öðram evrópulöndum. ■ Ókeypis máltið fyrir böm í Bretlandi. ■ Vestur-þýskir í kröfugöngu fyrir auknum starfsþjálfunarprógrömmum. milljón manns, undir 25 ára aldri, í Efnahagsbandalagslöndunum meir en ári í að leita að vinnu“ segir einn félagsmálasérfræðinga EBE í Brussel. Atvinnuleysið kemur verst niður á unga fólkinu og er atvinnuleysi meðal þess í sumum löndum allt að 35%. í Danmörku kveða nýjar reglur um bætur svo á um að þær skuli vera 5.520 kr. á mánuði fyrir ungt fólk sem býr eitt, þótt danska verkamannasambandið segi að algjört lágmark sé 7.590 kr á mánuði. „Ég bý í litlu skítugu herbergi" segir Robert Hansen 23 ára sem verið hefur atvinnulaus síðan hann hætti í skóla 17 ára gamall. „Síminn hefur verið lokaður. Það eru göt á báðum skónum mínum“. Wolfgang Krimm 24 ára gamall Vest- ur-Þjóðverji hefur verið atvinnulaus um 8 mánaða skeið er hann var látinn hætta í starfi sínu í stáliðjuveri í Duisburg. Kona hans, fyrrum verksmiðjukona, er einnig atvinnulaus, og hvorugt á nokkra von um vinnu á næstunni. „Kona mín og ég getum ekki lifað á 8.280 kr. á mánuði sem við fáum í atvinnuleysisbætur" segir Krimm. „Við verðum að segja okkur á sveitina. Það er nokkuð sem ég ólst ekki upp við að vænta". Aðgerðir Er ríkisstjórnir reyna að takast á við þennan vanda lenda þær á milli steðjans og sleggjunnar, annarsvegar er þörfin á að draga úr kostnaðinum og hinsvegar er þörfin á að mæta væntingum almenn- ings. Hér eru tvö dæmi um viðbrögð tveggja ólíkra ríkisstjórna, í Bretlandi og Frakklandi. Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands vill ekki einfaldlega minnka velferðarkerfið, hún vill ráðast á stoðir þess. Hún hefur aftur og aftur sagt að kerfið hafi verið alltof örlátt á almenning og hafi dregið úr sjálfsbjargarviðleitni hans. Hún vill að einkaframtakið taki við flestum ef ekki öllum þáttum velferð- arkerfisins. Hvað varðar eina milljón atvinnu- lausra ungmenna í Bretlandi segir Thatcher: „Það er of auðvelt fyrir þá að fara beint úr skólanum og á atvinnuleys- isbætur 16 ára. Þeim líkar það, þeir hafa vasana fulla af peningum og sumir þeirra læra lífstíl sem þeir hefðu aldrei átt að fá tækifæri til“. En orð hennar eru mun harðari en aðgerðir. Samfélagsleg eyðsla sem hlut- fall af þjóðartekjum hefur í rauninni aukist síðan hún komst til valda 1979 og hefur helstu þáttum kerfisins, ellilífeyri, örorkubótum og atvinnuleysisstyrkjum tekist að halda í við verðbólguna og andvelferðarstefna Thatcher á sér lítinn hljómgrunn með þjóðinni. Skoðana- könnun Gallup um þau mál sýnir að 80% þjóðarinnar vilja halda þessum málum á núverandi stigi. í Frakklandi horfist Mitterrand í augu við ólík vandamál. Þegar sósíalistar náðu völdum fyrir tveimur árum voru þeir fljótir að auka félagslega aðstoð. Þeir hækkuðu húsaleigustyrk til fátækra og aldraðra og gáfu verkamönnum viku sumarfrí í viðbót við það sem þeir höfðu. Það varð hinsvegar brátt augljóst að landið hafði ekki efni á auknum kostnaði þessu samfara þegar hagvöxtur- inn var á sama tíma við frostmarkið og ríkisstjórnin þurti því brátt að skera niður margar áætlanir sínar. Á undan- förnu ári hafa þeir svo hækkað skattana og lækkað bæturnar í harkalegu efna- hagsprógrammi sem ná á til ársins 1984. „Hinar félagslegu umbætur sem við höfum gert frá 1981 voru nauðsynlegar til að bæta úr misrétti. Þær hafa hinsveg- ar farið illa með okkur efnahagslega og því verðum við nú að herða sultarólina“ segir Pierre Mauroy forsætisráðherra. -FRI (byggt á Newsweek og upplýslngum frá Þjódhagsstofnun)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.