Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 10
10 Lestunar- áætlun Hutl/Goole: Jan .......................... 8/8 Jan..........................22/8i Jan .......................... 5/9 Rotterdam: Jan.......... Jan ......... Jan.......... Antwerpen: Jan.......... Jan.......... Jan ......... Hamborg: Jan ......... Jan ......... Jan ......... Jan ......... Helsinki: Helgafell.... Helgafell.... Larvik: Hvassafell .... Hvassafell .... Hvassafell.... Hvassafell.... 9/8: 23/8 6/9 ...............10/8 ................24/8 ................7/9f 29/7 12/8 26/8 9/9 11/7 7/9 1/8 15/8 29/ft 12/9 Gautaborg: Hvassafell..................... 2/8 Hvassafell.....................16/8 Hvassafell.....................30/8 Hvassafell.....................13/9 Kaupmannahöfn: Hvassafell.................. 3/8 Hvassafell..................17/8 Hvassafell..................31/8 Hvassafell..................14/9 Svendborg: Hvassafell.................. 4/8 Helgafell...................15/8 Hvassafell..................18/8 Hvassafell..................15/9 Árhus: Hvassafell.................. 4/8 Helgafell...................15/8 Hvassafell..................18/8 Hvassafell..................15/9 Gloucester, Mass: Skaftafell..................19/8 Skaftafell..................17/9 Halifax, Canada: Skaftafell........................20/8 Skaffafell........................19/9 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sámbaridshúsinu'£:t^ír;'>: Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1983 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1983 S 1 (1) H < 11 Éþröttir umsjón: Samúel Örn Eriingsson Víkingur-Keflavík íkvöld ■ í kvöld leika Víkingar og Keflvíkingar leik sinn sem upphaflega átti að fara fram hinn 12. júní síðastliðinn. Leiknum var þá frestað vegna heimsóknar Vestur-Þýska knattspyrnuliðsins Stuttgart til landsins. Leikurinn verður á Laugar- dalsvelli og hefst klukkan 20.00. Þessi leikur er afar mikilvægur fyrir bæði liðin, sigri Keflvíking- ar eru þeir komnir upp að hlið Skagamanna á toppi deildarinnar, en sigri Víkingar eru þeir búnir að laga vel stöðu sína í botnbaráttunni. Tapi Víkingar Ieiknum verður falldraugurinn orðinn þeim hættulega nærkominn..., svo það eru allar líkur á spennandi leik. Jaðarsmótið í golfi ■ Jaðarsmótið í golfi verður haldið um helg- ina. Mótið hefst í fyrramálið og lýkur á sunnudagskvöld. Mótið er boðsmót, allir mega taka þátt, en það mátti víst ekki kallast opið, því íslandsmótið er í gangi. Jaðarsvöllurinn, eða Stóri boli eins og golf- menn kalla hann er nú loksins orðinn sæmilegur, hann kom illa undan vetri. Boli þykir mjög skemmtilegur völlur. Heimsmet í 800 m ■ Tékkneska stúlkan Jarmila Kratochilova setti í vikunni nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi kvenna á móti í Þýskalandi. Kratochilova hljóp á 1:53,28 mín, en gamla metið átti rússneska stúlkan Olisarenko og var það 1:53,50 mín. Hoodle áfram hjá Tottenham ■ Glenn Hoddle, aðalstjarna þeirra í Totten- ham skrifaði í vikunni undir nýjan samning við félagið til eins árs. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Hoddle ætlaði jafnvel til meginlandsins, eða til Arsenal, en nú er sem sagt endi á það spjall bundinn. Annar einherji ■ Við skýrðum frá því í blaðinu í gær að Jón Þór Gunnarsson hefði farið holu í höggi í Olíubikarnum á Akureyri. Þetta sama gerði um daginn Guðmundur Ásgeir Geirsson í Nes- klúbbnum á Nesvellinum, í holukeppni sem nefnist Afmælisbikarinn. Ekki þýddi mótherjan- um að etja kappi meir við Guðmund, og hann sigraði á þessari holu, og reyndar síðan í keppninni. Kristján sigraði Sigurð ■ Kristján Gissurarson stangarstökkvari úr KR sigraði í fyrrakvöld félaga sinn Sigurð T. Sigurðsson í stangarstökkinu á innanfélagsmóti KR í Laugardal. Kristján stökk 5 metra slétta, og það gerði Sigurður reyndar líka . en notaði fleiri tilraunir en Kristján. Sigurður náði þarna ekki lágmarkinu fyrir HM í Helsinki, sem er 5,30 metrar, og má hann nú hafa sig allan við, lokað verður á að ná lágmarksárangri fyrir mótið í dag... SeHoss sigraði ■ Ungmennafélag Selfoss sigraði í Stigakeppni á aldursflokkamóti Héraðssambandsins Skarp- héðins í frjálsum íþróttum fyrr í mánuðinum á Selfossi. Selfyssingar hlutu langflest stig, 157, en Ungmennafélag Hrunamanna hlaut 99 stig í öðru sæti. í þriðja til fjórða sæti lentu ungmenna- félögin Njáll og Ungmennafélagið Vaka. Keppn- isgreinar á mótinu voru 24, og voru 188 keppend- ur skráðir til leiks frá 13 félögum. Ásgerdur sló best ■ Asgerður Sverrisdóttir GR sló betur öðrum konum á íslandsmótinu í golfi í gær. Ásgerður fór 18 holur í gær á 82 höggum, og sló sér þar með fram fyrir Kristínu Pálsdóttur GK sem hafði þriggja högga forystu eftir fyrsta daginn. Kristín lék á 86 höggum í gær og hefur Ásgerður því forystu með 170 högg, en Kristín er önnur með 171, hörkubarátta þama. I þriðja sæti eftir 36 holur er Sólveig Þorsteinsdóttir GR á 176 höggum. Eftir 36 holur í 1. flokki kvenna hefur forystu Ágústa Dúa Jónsdóttir GR á 182 höggum og hefur 10 högga forskot. Önnur er Elísabet A. Möller á 192 höggum, og í þriðja sæti er Aðalheiður Jörgensen GR á 195 höggum. Búið í 1., 2. og 3. fl. karla Keppni lauk í gær í fyrsta, öðrum og þriðja flokki karla. 1 þriðja flokki sigraði Elías Kristjánsson GS á 377 höggum, annar varð Sverrir Valgarðsson GS á 381 höggi og jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu Jóhann Steinsson GR og Gísli Á. Gunnarsson GR á 388 höggum. Þeir keppa í bráðabana í dag. í öðrum flokki karla sigraði Guð- brandur Sigurbergsson GK á 344 höggum, annar varð Pétur Pétursson GS á 354 og þriðji Jón V. Karlsson GK á 355. FH upp í 2. sætið! eftir sigur á Einherja 3:1 fgær ■ FH úr Hafnarfirði gerði sér litið fyrir og skaust upp í annað sætið í annarri deild ■ gærkvöldi með sigri á Einherja frá Vopnafirði á Kaplakrikavelli 3-1. Þar með er FH farið að blanda sér í toppbaráttuna, en það þótti fremur ólík- legt að FH mundi gera það eftir fyrstu umferðirnar í sumar, því liðið byrjaði mótið mjög illa. Þá gerðu botnliðin Reynir og Fylkir marklaust jafntefli á Laugardalsvelli í gærkvöldi, og grófu þar með endanlega hvors annars þriðju deildar gröf. Leikur FH og Einherja var leikinn á Sigurður Sig nú fyrstur ■ Kvennalandsliðið í knattspyrnu. Stelpumar em eldhressar eins og sjá má, og kvíða engu leiknum á morgun við Norðmenn. Á myndinni era, efri röð frá vinstrí Ama Steinsen, KR Laufey Sigurðardóttir, ÍA, Magnea H Magnúsdóttir UBK, Jóhanna Pálsdóttir Val, Erla Rafnsdóttir UBK, Margrét Sigurðardóttir UBK, Brynja Guðjónsdóttir Víkingi, Bryndís Einarsdóttir UBK og Guðmundur Þórðarson landsliðsþjálfari. Fremrí röð frá vinstri: Ásta María Reynisdóttir UBK, Ásta B Gunnlaugsdóttir UBK, Kristín Amþórsdóttir Val, Ema Lúðvíksdóttir Val, Guðríður Guðjónsdóttir UBK, Eva Baldursdóttir Fylki, og Ragnheiður Víkingsdóttir Val. Á myndina vantar Ragnheiði Jónasdóttur ÍA. Tímamynd ARI. ■ Sigurður Sigurðsson er nú fyrstur í meistaraflokki karla á íslandsmótinu í golfi, en keppni í flokknum er nú hálfnuð, 36 holur hafa verið leiknar. Sigurður lék vel í gær, á 76 höggum og þar sem Sigurði Péturssyni íslandsmeist- ara gekk illa í gær, náði Sigurður Sig. forystunni. Golfvöllurinn í Grafarholti var mjög blautur í gær og lá við vand- ræðum af þeim sökum. Efstu menn era þessir: Sigurður Sigurðsson GS ............ 153 Hilmar Björgvinsson GS........... 155 Gylfi Kristinsson Gs............... 156 Úlfar Jón’sson GK................. i5g Magnús Jónsson GS.................. 158 Sigurður Pétursson GR.............. 158 Páll Ketilsson GS ívar Hauksson GR . . 159 Sveinn Sigurbergsson GK . . . . . 159 Ragnar Ólafsson GR . . 160 Björgvin Þorsteinsson GA . . . . . 160 Gylfi Garðarsson GV . . 160 Ísland/Noregur íknattspyrnu á morgun: Eins og sjá má er keppnin hörð og jöfn og allt getur gerst. Athygli vekur að kylfingar úr Golfklúbbi Suðurnesja raða sér ofarlega, m.a. í þrjú fyrsti sætin, og Úlfar Jónsson úr Keili, sem er aðeins 14 ára er í 3-4 sæti og virðist til alls líklegur. mölinni í Krikanum, því grasvöllurinn var á floti. Fyrri hálfleikur var dæmigerð- ur malarslagur, og áttu Einherjar þá nokkur markskot, eitt í slá. FH-ingar voru mun sprækari í síðari hálfleik, og Jón Halldór Garðarsson skoraði með þrumuskoti af 35 metra færi sem mark- vörðurinn missti inn, sökum þess hve skotið var fast. 10 mínútum síðar skoraði Jón Erling Ragnarsson eftir góðan sam- leik við Pálma Jónsson, og þriðja markið hjá FH skoraði Ingi Ingason um miðjan síðari hálfleik með stórkostlegu skoti í vinkilinn nær úr vítateigshorninu. FH- ingar sóttu síðan stanslaust, en Einherjar skoruðu á síðustu mínútu, þegar Gísli Davíðsson komst í gegn eftir varnarmis- tök. Leikurinn í Laugardalnum varblautur og harður. Færi voru af skornum skammti, og þurftu þeir Ólafur mark- vörður Fylkis og Jón Örvar markvörður Reynis aðeins tvisvar að taka á. Leik- mönnum gekk illa að fóta sig á hálli Hallarflötinni. Staðan er þessi: KA ...............11 6 4 FH ...............12 6 4 Fram .............10 6 2 Völsungur.........12 6 2 Víðir.............12 5 4 Njarðvík..........12 5 2 Einherji..........11 4 4 KS............. 12 2 6 Fylkir............13 1 4 Reynir............13 1 4 Níu dómarar dæma alla úrvalsdeildar leiki í vetur segir Rafn Guðmundur Þórðarson kvenna- landslidsþjálfari ■ „Norska kvennalandsliðið er skammt að baki því sænska hvað getu varðar“, sagði Guðmundur Þórðarson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í samtali við Tímann í gær. „Svíar unnu þetta norska lið 2-0 í Sviþjóð ■ fyrrasum- ar, en okkur 6-0 hér heima. Við gerðum jafntefli við þetta lið verðskuldað í fyrra í Noregi, en þar fór saman algjör topp- leikur okkar, og vanmat Norðmanna á okkar liði. Það er því Ijóst að við verðum að taka á öllu sem við eigum til í leiknum á morgun“, bætti Guðmundur við. Leikur íslands og Noregs á laugardag er fjórði leikur kvennalandsliðsins okkar í knattspymu. Sá fyrsti var gegn Skotum í Skotlandi sumarið 1981, en síðan léku stúlkurnar tvo leiki í fyrrasumar, báða í Evorópukeppni landsliða, gegn Svíum og Norðmönnum. Auk okkar Svía og Norðmanna, eiga Finnar lið í þessum riðli Evrópukeppninnar. Úrslit leikja í riðlinum hafa orðið þessi: Noregur-Island....................2-0 Svíþjóð-Noregur...................2-0 Finnland-Noregur..................0-3 Ísland-Svíþjóð....................0-6 Svíþjóð-Finnland..................5-0 Finnland-Svíþjóð Staðan er nú þessi: Svíþjóð.......... Noregur.......... ísland........... Finnland......... Nafh féll niður í fyrisögn hér á síðunni í fyrra- dag var fjallað um skipan íslenska kvennalandsliðsins, og sagði í fyrirsögn að nýliðar vœru fjórir. Nafn einnar stúlkunnar í hópnum féll síðan niður í upptalningunni, og hún er einmitt nýliði. Það hefur því ekki passað niðurstaðan hjá þeim sem töldu núllin fyrir aftan nöfnin við fyrirsögnina. Timinn biðst afsökunar á þessum mis- tökum, en nafnið sem féll niður var Ragnheiður Jónasdóttir ÍA. Baráttan um 2. sætið Ljóst er að Svíar eiga alla möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Evrópukeppninni, en aðeins eitt lið kemst áfram úr hverjum riðli. íslenska liðið berst í raun um annað sætið við Norðmenn eins og stendur, og með heppni, góðri frammistöðu og dyggum stuðningi áhorfenda gætu íslensku stúlk- urnar skákað þeim norsku. „íslensku stelpumar eru nú orðnar töluvert skólaðri en í fyrra“, sagði Guðmundur Þórðarson. Það er samt ljóst að við verðum að leika varlega gegn þeim norsku á morgun, í raun væri jafntefli sigur fyrir okkur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að norska liðið er sterkara en við að öllu jöfnu, og taktíkin hjá okkur ber keim af því. En við munum mæta þeim af fullum krafti. Norska liðið er nokkuð leikreynt, flestir leikmennimir hafa leikið þetta 7-24 landsleiki. Leikreyndustu íslensku stúlkumar hjá okkur 3. Norska liðið kom mjög á óvart í Norðurlandamótinu í fyrra, tapaði þar ekki leik, gerði jafntefli við Svía og Dani. Ekki síst þess vegna bjuggust flestir við stómm nor- skum sigri í fyrra í Noregi, en okkar stúlkur leiddu bæði 1-0 og 2-1. -Það ætti að geta orðið gaman á Kópavogsvellin- um á morgun klukkan 14.00, ef íslensku stúlkunum tekst sæmilega upp. ■ Samkvæmt upplýsingum sem Tím- inn hefur aflað sér er nú mikið að gerast hjá körfuboltadómuram. Veríð er að skipuleggja starfið næsta vetur, og era ýmsar breytingar fyrírhugaðar. Ein aðalbreytingin sem gerð verður er sú að aðeins 9 dómarar munu dæma alla úrvalsdcildarleikina, og verður þeim skipt í kippur, þrír verða í hverri. Mikil óánægja var með störf dómara í körfuknattleik á síðasta keppnistím- abili, og oft hart á dómarana deilt. í umræðu sem um málið varð kom meðal annars fram að dómaramir kæmu litið saman og ræddu sín á milli um dómgæsluna, og lítið um að málin væru rædd við aðra sem málið snertir, svo sem leikmenn og þjálfara. Það er vonandi að þetta sé í framför hjá körfuboltadómurum, og ekki örgrannt um að slíkt mætti koma til hjá dómur- um í hinum innanhúss- boltagreinunum.... þúdrekkur sykurtaust Soda Stream með goðri sarrMSku! Héraðsmót HSS í frjálsum: Fjölmennasta í langan tíma Um 250 manns voru á mótinu hvorn dag ■ Héraðsmót HSS var haldið að Sæ- vangi á Ströndum 23. og 24. júlí s.l. Var mótið eitt hið fjölmennasta í mörg ár og hefur ekki veríð jafnmikið um áhorfend- ur og keppendur um langt skeið. Lætur nærri að um 250 manns hafi verið á mótinu hvorn daginn. Fyrri keppnisdag mótsins kepptu karl- ar og konur og öldungar 35 ára og eldri. Tvö Strandamet voru sett. Ragnar Torfason Leif heppna stökk 1,73 m í hástökki og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Hörpu hljóp lOOm á 13,5 sek. Ingibjörg er 13 ára og var þetta því Strandamet í telpnaflokki 13-14 ára. { stigakeppni félaga varð Leifur heppni í fyrsta sæti með 88 1/2 stig. Grettir varð í öðru sæti með 44 stig og Kolli í þriðja með 31 stig. Seinni daginn var keppt í aldursflokk- um 14 ára og yngri. Þá litu fjögur Strandamet dagsins Ijós. Bjami Sigurðs- son Kolla setti met í strákaflokki 11-12 ára í langstökki, stökk 4,39 m, og í hástökki, stökk 1,29 m. Kristján Guð- bjömsson Kolla setti met í spjótkasti pilta 13-14 ára, kastaði 39,53 m. Þá setti Sunneva Árnadóttir Geislanum met í 60 m hlaupi stelpna 10 ára og yngri, hljóp á 9,6 sek. f stigakeppni félaga varð Kolli í fyrsta sæti með 59 stig. Harpa varð í öðm sæti með 57 1/2 stig og Neisti í þriðja með 41 stig. Eftir tvo keppnisdaga af þremur, hef- ur Leifur heppni forystu í stigakeppn- inni, hefur hlotið samtals 103 1/2 stig. Kolli er í öðm sæti með 90 stig, Harpa í þriðja með 76 1/2 stig, Neisti í fjórða með 63 stig og Grettir í fimmta með 60 stig. Síðasti keppnisdagur Héraðsmóts HSS verður að Kollsá í Hrútafirði 6. ágúst n.k. þá fer fram keppni í aldurs- flokkum 15-18 ára. Siggi Grétars í leikbann ■ Sigurður Grétarsson úr Breiðabliki hefúr verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna 15 refsistiga. Siggi leikur því ekki með Breiðabliki gegn KR ■ næstu umferð fyrstu deildar, og ekki heldur með gegn Skagamönnum ■ undan- úrslitum bikarkeppninnar 10. ágúst á Skaganum. Það er slæmt fyrir Breiðabiik að missa Sigga út nú, hann hefúr verið einn burðarása liðsins í sumar, og verið í sífelldri framför. Nú fást fjórar tegundir: Appelsín, Cola, Límonaði og Ginger Ale. Þér er óhætt að drekka sykurlaust Soda Stream eftir æfingar því það er minna en ein kaloría í glasi. Sól hf. ÞVERHOLTI 19 SIMI26300 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.