Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 2
Umsjón Agnet Bragadóttir Norður-Kóreumenn segja: „BÖRNIN ERU OKKAR KONUNGAR” Sem ma vel vera satt, ef marka má fullkomleika fæðingarsjúkrahúss höfuðborgarinnar Pyongyang ■ Fullkomin heilsugæsla, tækjabúnaður í góðu lagi, sótthreinsun og hreinlæti til fyrir- myndar, - svona nokkuð dettur sjálfsagt fáum í hug, þegar og ef þeir á annað borö hugleiða hvernig heilsugæslu og hjúkrunarað- stöðu er fyrirkomið í löndum þriðja heimsins. Það land sem skarar hvað mest fram úr á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum í þriðja heiminum er kommúníska lýðveldið Norður-Korea, þar sem leiðtogi þjóðarinnar Kim II Sung er jafngildi almættisins í augum fólksins. Þegar ég sótti alþjóðlega ráðstefnu blaðamanna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þá var mér jafnframt boðið að skoða þá staði sem ég hcfði hug á og einn af þeim sem ég óskaði eftir að fá að skoða var sjúkrahús. Niðurstaðan varð sú að farið var mcð mig á fæðingar- spítala, þar sem fæðast á milli 40 og 50 börn á degi hverjum. Fæðingarspítali þessi er til þess að gera nýr. var tekinn í notkun 1976 og það verður að segjast eins og cr að hann er einkar glæsilegur, bæði hvað húsa- kynni, tækjabúnað og hreinlæti snertir. Við komuna á sjúkrahúsið tók á móti mér hinn geðþekkasti maður, yfirlæknir sjúkrahússinS, dr. Lim Wang Jung. Hann talaði hina ágætustu ensku, þannig að ég gat loks átt samræður við Kóreu- mann án milligöngu túlksins míns, hans Kim, sem annars’ túlkaði fyrir mig daginn út og daginn inn. Dr. Lim íylgdi mér í gegnum glæst anddyri, og inn í sal með fjölda lítilla króka og í hverjum krók var hægindastóll, sjónvarp, hljóð- nemi og hátalari. Dr. Lim kveikti á sjónvarpr fyrir mig, til þess að ég fengi skilið hvað um væri að vera. Jú, mikil ósköp, þarna birtist á skerminum Ijós- móðir sem var reiðubúin að svara öllum mínum spurningum. Tilgangur þessa litlu sjónvarpssendikerfa er sá, að feð- urnir fá ekki að koma inn í sjálft fæðingarheimilið eftir að móðirin hefur alið barnið. Móðirin kemur því og sest fyrir framan sjónvarpið uppi á deild, kveikir á sendikerfinu, hefur barn sitt í fanginu, og ræðir að svo búnu við mann sinn, sem getur um leið skoðað konu sína og afkvæmi. Svona gengur þetta fyrir sig allan tímann sem mæðurnar og börnin eru á fæðingarheimilinu, eða í sjö daga, og eftir því sem læknirinn sagði, þá er mjög almenn ánægja með þetta fyrirkomulag, sem einkum var sett á til þess að draga úr sýkingarhættu. Ekki vildi dr. Lim meina að feðurnir væru neitt þrúgaðir þótt þeir fengju ekki að komast í líkamlega snertingu við konu sína og barn þessa viku. Það nægði þeim alveg að fá að sjá þau á skjánum og tala við þau. Ég held svei mér þá að dr. Lim hafi hugsað að við íslendingar, eða Vesturlandabúar yfirleitt værum hálf- vanþróaðir, þegar égskýrði fyrir honum þátt föðurins í fæðingarundirbúningi, fæðingu'og eftir fæðingu. Á meðan á dvöl minni í Pyongyang stóð þá heyrði ég hvað eftir annað af vörum Kóreumanna að þeir meðhöndl- uðu börn sín eins konunga. Börnin væru cinu konungarnir í Norður-Kóreu. Ég læt þá fullyrðingu Iiggja á milli hluta, en hlýt hins vegar að greina frá því að mér virtist á skoðunarferð minni um þctta mikla fæðingarheimili, að það væri góð vísbcnding urn aö Kóreumenn mætu börn sín mikils, og vildu frá því fyrsta veita þeim eins góða aðhlynningu og tök væru á. Móðir, eða réttara sagt verðandi móðir, sem kemur á þetta fæðingarjúkra- hús hún fær allsherjar læknisskoðun, og rannsóknir. Hún fær tannviðgerðir, ef þörf er á, augnskoðun og ráðleggingar varðandi gleraugu eða annað ef þörf cr á. Kennslu fær móðirin í meðför ung- barná, og raunar allt sem nöfnurn tjáir að nefna. Ef læknisrannsóknirnar leiða í Ijós að einhvers staðar er pottur brotinn, þá er undinn bráður bugur að því að veita lækningu áður en fæðing fer fram, ef það veitist ókleift, þá bíður frekari meðför fram yfir fæðingu. Á göngu minni um sjúkrahúsið kom ég inn á sérstakar kvcnlækningadeildir sem að ég hygg að íslenskir starfsfélagar Kóreumanna hér á landi gætu rcnnt hýru auga til sumra af tækjunum. Til að mynda voru þarna nokkrir af þessum fullkomnu scannerum sem okkar lækna hefur dreymt um í langan tíma. Skurð- stofurnar virtust vera eins og klipptar út úr móðins læknatímariti, rannsóknastof- ur einnig og svo mætti lengi telja. Ég lenti inn á miðjum stofugangi þar sem hver og ein móðir var skoðuð rækilega og rætt við hana af natni og nærfærni. Verð ég að játa, að þó aðeins sé eitt ár liðið frá því ég var í sömu sporum og þessar konur, hér á Fæðingar- deildinni, þá minnist ég þess ekki nokk- urn tíma að læknar hafi farið stofugang á mínum gangi, þann tíma sem ég lá þar. Það var beinlínis elskulegt að sjá hversu góðan tíma læknar virtust hafa fyrir skjólstæðinga og einlægan áhuga á líðan þeirra. Varð mér aftur hugsað til þess að hér væri nú um hálfþversagnakenndan samanburð að ræða. Ég væri frá landi ■ Svona lítur sjúkrahúsið út að utan, hreint ekki svo austurlenskur byggingarstíll. Þar sem annars staðar eru mæðurnar ungu auðvitað alsælar með nýfædd börn sín. ■ Er hann ekki yndislcgur, þessi litli drcngur, sem er einn þriburanna sem ég segi frá í greininni? Tímamyndir - Agnes. ■ Ljósmæður og starfsstúlkur hugsa mjög vel um börnin á vöggustofunni. þar sem fjórfaldur íbúafjöldi landsins gæti rúmast í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, þannig að samanburðurinn hefði að mínu viti átt að vera jákvæður okkur í hag, en hann var það síður en svo að þessu leytinu. Það var einnig skemmtilegt að líta inn á stofurnar til ungu mæðranna og fylgjast með þeim við mjólkurgjöfina. Það er svo sannarlega mikið til í orðunum „Sinn er siður í landi hverju", þvi ungar mæður í Norður-Kóreu gefa börnum sínum brjóst á allt annan hátt en við, ungar mæður á íslandi gerum. Kóreu- mæðurnar gefa brjóst allar á sama hátt - þær sitja með krosslagða fætur, upprétt- ar í rúmum sínum og barnið hvílir í kjöltu þeirra, með höfuðið á neðra handlegg. Þetta virtist mér vera einkar þægileg stelling og lítt þreytandi fyrir móðurina, og kem ég henni hér með á framfæri til íslenskra mæðra, og til þess að ekkert fari nú á milli mála, birti ég einnig myndir af mæðrunum, sem ég tók við sama tækifæri. Aðbúnaður mæðranna virtist mér vera hinn ágætasti, enda komu þær mér fyrir sjónir sem glaðar og ánægðar. Sömu sögu er að segja af vöggustofunum en ég kom á tvær, af égheld sjö, ogá þeim sem ég kom á voru fjörutíu börn á hverri fyrir sig. Litlu krílin voru hreint yndisleg, og gráturinn frá þeim, ef þau á annað borð grétu var agnarlítið tíst. Á annarri vöggustofunni sá ég tvenna þríbura. Þeir stærri, sem reyndar voru aðeins þriggja daga gamlir, voru hreint ógurlega sætir, með slétta gulbrúna húð, mikið, úfið svart hár og agnarlítil og elskuleg tíst. Hina þríburana sá ég aðeins álengdar í sérstöku herbergi, inn af vöggustofunni, því þeim var þar fyrirkomið í hita- ' SUNNUdÁgUR 14. ÁGÚST 1983 ■ Svona fer brjóstagjöfin fram í Norður-Kóreu - lítur út fyrir að vera þægilegt, ekki satt? V ■ Tannlæknir að skoða tennur einnar verðandi móðurinnar. ■ Ljósmæður við fæðingarbekk, en þeir eru allir mjög fullkomnir. kössum, en þar höfðu þeir verið síðustu þrjár vikurnar. Þeir höfðu fæðst þremur mánuðum fyrir tímann, og virkuðu í mínum augumósköp litlirog veiklulegir, en læknirinn, dr. Lim, sem hafði tekið á móti þeim í heiminn var hins vegar hinn stoltasti af þeim, og sagði þá braggast bæði fljótt og vel, og þeir væru nú komnir ú; allri hættu. Hann var beinlínis eins og stoltur faðir þegar hann talaði um börnin. Að skoðunarferð minni lokinni þá var mér boðið til stofu, þar sem var boðið upp á hressingu, og blaðamaður Pyong Times þurfti allt um meiningar mínar að vita, varðandi fæðingarheimilið og fleira. Það sem var svo skemmtilegt við þetta eftirspjall var að rabba áfram við lækninn, því hann var svo áfram að heyra hvað mér hefði þótt um sjúkrahús- ið, svo og hvernig mér fyndist það í samanburði við það sem ég þekkti á íslandi. Var hann mætaglaður að heyra að mér hefði fallið allt sem ég hefði séð vel í geð, og reyndar hefði aðstaða öll og útbúnaður komið mér skemmtilega á óvart. Vildi hann endilega að ég kæmi til Norður-Kóreu á nýjan leik, og þá að sjálfsögðu komin vel á leið, því hann sagði: „Næst þegar þú eignast barn, þá skaltu koma hingað og ég skal taka á móti því fyrir þig, því þá er barnið í fullkomlega öruggum höndum!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.