Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 12
12
SUNNUDAGUR 14. AGUST 1983
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST1983
Þrír áratugir eru liðnir frá því að Rósenberg-hjónin í Bandaríkjunum
voru tekin af lífi fyrir kjarnorkuvopnanjósnir í þágu Sovétmanna:
EÐA
SAKLAUS?
Margir telja enn að Júlíus og Ethel Rósenberg hafi verið saklausir
píslarvottar kommúnistaofsókna í Bandaríkjunum. íslenskir sósíal-
istar kölluðu dóminn yfir þeim „réttarmorð99. Nýbirt leyndarskjöl
alríkislögreglunnar sýna ósæmilega hegðun ákæruvaldsins. Allar
líkur bendaþó tilað hjónin hafiverið flækt í njósnanet Sovétmanna
■ Júlíus Rósenberg og kona hans Ethel
voru dæmd til dauða í apríl 1951. Það var
Irving Kaufman dómari í New York sem
þann úrskurð kvað upp. Beiðni um náðun
var send til Hæstaréttar Bandaríkjanna,
en henni var synjað með 6 atkvæðum gegn
3. Hinn 19. júní 1953 voru Rósenberg
hjónin tekin af lífi í rafmagnsstól Sing Sing
fangelsisins í New York.
Júlíus og Ethel Rósenberg voru ákærð
fyrir að hafa tekið þátt í kjarnorkuvopna-
njósnum í þágu Sovétríkjanna á árum
síðari heimsstyrjaldar. Á þeim tíma voru
Sovétríkin og Bandaríkin bandamenn og
hjónin voru því ekki sökuð um að hafa
starfað fyrir óvini þjóðarinnar. Kaufman
dómari réttlætti aftur á móti hinn harðneskju-
lega dóm sinn með þeim orðum að sá
glæpur sem hjónin væru fundin sek um
væri einstaklega ógeðfelldur. Þau hefðu
ekki aðeins komið upplýsingum um það
hvernig framleiða mætti kjarnorku-
sprengju til Sovétmanna, heldur hefði
svikastarf þeirra leitt til þess að kommún-
istar hófu árásarstríð í Kóreu sem þegar
hefði leitt til dauða 50 þúsund manna.
Rósenberg hjónin héldu því fram allt til
hinstu stundar að þau væru saklaus, og
gengu til móts við dauðann með þá
vitneskju að örlög þeirra höfðu hrint af
stað víðtækri mótmælahreyfingu um allan
heim, og að margir kunnir stjórnmála-
leiðtogar, listamenn, vísindamenn og
kirkjunnar menn höfðu beðið þeim griða.
■ Júlíus Rósenberg. ÖII rök hníga að
því að hann hafi stundað njósnir í þágu
Sovétríkjanna.
„DÓMSMORГ
SÖGÐU ÍSLENSKIR
SÓSÍALISTAR
Mál Rósenberg hjónanna var eitt
helsta frétta- og frásagnarefni í Þjóðvilj-
anum í máí og júní 1953, eins og
meðfylgjandi úrklippur bera með sér, en
önnur blöð létu sér fátt um finnast.
Þjóðviljinn tók eindregna afstöðu gegn
dómnum yfir Rósenberg hjónunum,
taldi þau saklaus af ákærunni, og að
fullnæging dómsins væri villimennska. í
tímaritinu Rétti hefur aftaka Rósenberg
hjónanna nokkrum sinnum verið kölluð
„dómsmorð“, og líkt við herfilegustu
réttarglæpi sögunnar.
Akæran á Rósenberg hjónin og öriög
þeirra hefur verið deiluefni nianna allt
frá því málið kom fyrst fyrir almennings
sjónir árið 1951. Um það hafa verið
skrifaðar bækur, skáldsögur og leikrit,
en athygli vekur að yfirleitt er umræðan
mjög einhliða. Ýmist taka menn fyrir-
varalausa afstöðu með hjónunum eða
gegn þeim. Annars vegar þykir mönnum
mál þeirra sýna styrk réttlætis og góðs
siðferðis í bandarísku dómskerfi, eða
hjónin eru talin saklaus með öllu og
ákæran á hendur þeim réttarfarslegur
glæpur.
DREYFUSARMÁL
BANDARÍKJANNA?
Af öllum þeim aragrúa sem um Rósen-
berg hjónin hefur verið skrifað hefur
ein bók orðið áhrifamest. Það er rit
hjónanna Walters og Miriam Schneir
Invitation to an Inquest sem fyrst var
gefin út 1965, kom út endurskoðuð 1968
Eth«»i ag .Iulius Rosonbcrg
Erkibi
í’
og 1973, og er nú nýlega komin á
bókamarkað í Bandaríkjunum, aftur
endurskoðuðf. Höfundarnir halda því
ekki aðeins fram að Rósenberg hjónin
og samstarfsmaður þeirra Morton Sobell
hafi verið saklaus, heldur líka að sá
glæpur sem ákæran hljóðaði upp á hafi
aldrei verið framinn. Ákæruvaldið í
New York staðhæfði að Rósenberg hjón-
in tilheyrðu áhrifamiklum njósnahring
Bandaríkjamanna sem gæfu upplýsingar
um hernaðarleyndarmál til Sovétríkj-
anna. f augum bókarhöfunda er allt
samsæristalið uppfinning bandarísku al-
ríkislögreglunnar - FBI - og kaldastríðs-
sinna í ríkisstjórn Bandaríkjanna, og
málið sett á svið í því augnamiði að
brjóta hreyfingu vinstri manna í landinu
á bak aftur. Schneir-hjónin telja í fáum
orðum sagt að Rósenberg málið sé
Dreyfusarmál Bandaríkjanna.
Enda þótt kenning bókarhöfunda
virðist næsta fjarstæðukennd hafa margir
tekið hana trúanlega, ekki síst vegna
þess að í bókinni er staðhæft að í
ákæruskjölum, öðrum skýrslum yfir-
valda og framburði vitna gæti mikils
ósamræmis. Sú krafa var sett fram í
bókinni að allar staðreyndir málsins
yrðu gerðar opinberar.
SKJOL ALRIKISLÖG-
REGLUNNAR 3IRT
Nú hafa flest þau skjöl sem höfundar
óskuðu eftir að fá að sjá verið gerð
opinber vegna lagaákvæða um upplýs-
ingarskyldu stjórnvalda (Freedom of
Information Act). í hinni nýju útgáfu
bókar Schneir hjónanna, sem kemur á
bókamarkað nú þegar liðnir eru þrír
áratugir frá því að Rósenberg hjónin
voru tekin af lífi, fullyrða þau að þau
hafi pælt í gegnum 160 þúsund blaðsíður
gagna um mál Rósenberg hjónanna. Þau
gera hins vegar ekki ítarlega grein fyrir
öllum þessum efnivið, heldur kjósa að
endurprenta útgáfu bókarinnar frá 1973
orðrétta, og bæta aðeins við nýjum kafla
upp á 53 bls. þar sem reynt er að leiða
að því rök að hin nýbirtu skjöl FBI
„sanni“ upphaflega ásökun þeirra, og
gefi henni að auki meiri þunga.
Tveir bandarískir höfundar, Ronald
Radosh prófessor í sagnfræði við Ríkis-
háskólann í New York og rithöfundurinn
Joyce Milton, hafa einnig samið bók um
mál Rósenberg hjónanna og kemur hún
út í haust undir nafninu The Rosenberg
File. Niðurstaða þeirrar bókar er öll
önnur er ályktun Schneir hjónanna, og í
nýjasta hefti tímaritsins New York Revi-
ew of Books birta Radosh og Milton
ítarlegan ritdóm um Invitation to an
"4
heitir á Eisenhower að
þyrma lífi Rosenberg-<
hjónanna
Erkibiskup knþó’.sku klrkjtmní*
ar í Paris, Maurice Fcttin, hcíutf
•st-nl Ei i-ulHAVcr Bandarikjatnts
seta skeyli I>ar fcm bann lætutf
i 1 jós þá von að má! Roscntwrff*
Sijónamia, sem da-mct voru til
dauöa tyrir njtWiir, verSi tcki#
upp á ný moð tiltiit til þoínPal
nýjú ,45'nminargagna. scm frafBI
ÍMtkfttk IrfkmíA tuf víttfc*
Inquest, og hrekja þar af mikilli rökfestu
samsæriskenningu Schneir hjónanna.
Við btrtum þessa umsögn hér á eftir
lausl. þýdda og endursagða.
HLUTDRÆGNI
EINKENNIR BÓK
SCHNEIR HJÓNANNA
Viðbótarkaflinn í bók Schneir hjón-
anna er saminn af mikilli hlutdrægni.
Um mörg mikilvæg atriði er aðeins
fjallað í nokkrum málsgreinum. T.d. er
það ófullnægjandi hvernig þau afgreiða
það atriði í hinum nýbirtu gögnum FBI,
að fyrrum kommúnisti Elizabeth Bent-
ley greindi alríkislögreglunni frá því
þegar árið 1945 að hún þekkti til verk-
fræðings nokkurs, Júlíusar að nafni, sem
tæki þátt í njósnastarfi. Umfjöllun þeirra
um frásögn Jerome Trotakow af sam-
ræðum hans við Júlíus Rósenberg í
fangelsi í New York er líka ófullnægj-
andi, en þau segja hann einfaldlega
óáreiðanlegan. Um rannsókn FBI á
meintum samstarfsmönnum Rósenberg
hjónanna - sem margir hverjir flúðu
land þegar njósnirnar urðu uppvísar - er
fjallað á yfirborðslegan hátt.
í stað þess að fjalla um þessi mikilvægu
atriði hafa höfundar kosið að einbeita
sér að einu atriði sem mestu skipti í fyrri
útgáfum bókarinnar - hversu trúverðugt
höfuðvitni ákæruvaldsins, Harry nokkur
Gold, hafi verið. Gold hafði áður verið
fundinn sekur um að hafa verið tengilið-
ur breska kjarnorkufræðingsins Klaus
Fuchs og sovésku leyniþjónustunnar í
Bandaríkjunum. Hann var eina vitnið
gegn Rósenberg hjónunum sem viður-
kenndi að hafa unnið að kjarnorku-
njósnum með sovéskum ríkisborgara.
Við réttarhöldin hafði framburður hans
úrslitaþýðingu. Hann sór að fyrstu helgi
júnímánaðar 1945 hefði hann ferðast til
Nýju Mexikó að tilmælum sovésks yfir-
manns síns, Anatoli Yakovlev. Eftir að
hafa hitt Klaus Fuchs í Santa Fe síðdegis
laugardaginn 2. júní kvaðst Gold hafa
farið til borgarinnar Albuquerque þar
sem hann reyndi að hafa uppi á öðrum
manni, en Yakovlev hafði látið honum
náfn hans í té.
FRASOGN HARRY
GOLD
Sá maður var Davíð Greenglass, bróð-
ir Ethel Rósenberg, er þá starfaði sem
vélfræðingur Bandaríkjahers í Los Al-
amos, en átti íbúð í Albuquerque sem
hann dvaldi í um helgar ásamt Ruth
konu sinni. Þegar Qold uppgötvaði að
Greenglass hjónin voru ekki héima og öll
hótel í bænum voru fullbókuð eyddi
hann svefnlausri nótt á yfirfullu gisti-
heimili. Morguninn eftir fór hann á fund
Greenglass og fékk þær upplýsingar að
skjölin sem hann átti að sækja væru ekki
fullbúin og kom: sér því fyrir á hótelinu
Albuquerque Hilton og hvíldi sig þar í
nokkra klukkutíma. Seinna um daginn
fór hann aftur á fund Greeenglass í íbúð
hans, afhenti hjónunum 500 dollara og
fékk í staðinn upplýsingar um smíði
kjarnorkuvopna, og yfirgaf síðan borg-
ina með lest.
Davíð Greenglass neitaði því ekki að
hann hefði hitt Gold, en kvaðst hafa
verið að vinna að fyrirmælum svila síns,
Júlíusar Rósenbergs. Það kom mörgum
á óvart að verjandi Rósenberg hjón-
anna, Emanuel Bloch, fór ekki í saum-
ana á málflutningi Golds. f stað þess lét
hann nægja að halda því fram þegar
hann ávarpaði kviðdóminn að Gold
hefði ekki haldið fram neinum persónu-
legum tengslum við Rósenberg hjónin,
og það væru aðeins orð Greenglass fyrir
því að Júlíus Rósenberg hefði átt ein-
hvern þátt í því að koma þeim gögnum
um smíði kjarnorkuvopna áleiðis sem
Gold fékk í hendur.
VAR GOLD EKKI
NJÓSNARI?
Höfundar bókarinnar virðast átta sig
á því að það er ekki mjög yfirveguð
afstaða að neita að taka mark á frum-
burði Davíðs og Ruth Greenglass. Ef
Greenglass-hjónin voru að segja sann-
leikann um fund þeirra með Gold,
manni sem kvaðst hafa starfað sem
erindreki Sovétríkjanna, hvaða ástæða
er þá fyrir því að telja að þau fari með
ósannindi um samband sitt við Rósen-
berg hjónin. Þessa þversögn „leysa“
höfundar með því að ganga út frá og
reyna að styðja rökum að þegar allt
komi til alls hafi Gold ekki verið njósn-
ari. Saga hans sé uppspuni frá rótum og
hann sjálfur ekki með réttu ráði. Hann
hafi aðeins þekkt Greenglass hljónin
vegna þess að alríkislögreglan hafi áður
sýnt honum myndir af þeim. Enn fremur
að Gold hafi aldrei verið í Albuquerque
3. júní 1945.
Til að styðja þessa kenningu vitna
höfundar til segulbandsupptöku á sam-
ræðum Golds við lögmenn sína, en þar
kemur fram að Gold skýrði þeim ekki
frá ferðalagi sínu í júní 1945 fyrr en 14.
júní 1950 - aðeins degi áður en alríkis-
lögreglan handtók Davíð Greenglass.
Þá hafði Gold setið í gæsluvarðhaldi í
þrjár vikur, sem er nægilega langur tími
til að hægt hafi verið að innprenta
honum ranga sögu. Höfundar hafa einn-
ig athugað ljósrit af skráningarkorti
Hiltons hótels sem lagt var fram sem
málsskjal fyrir réttinn. Það kom þeim
mjög á óvart að á framhlið kortsins var
dagsetningin 3. júní 1945, en á bakhlið-
inni var dagstimpill sem á var letrað:
„Móttekið 4. júní, kl. 12.36. ’45.“ Hvers
vegna þetta ósamræmi? spyrja höfundar.
í augum þeirra er þetta augljóst merki
um fölsunarverk bandarísku alríkislög-
reglunnar.
ER SENNILEGT AÐ
FALSARARNIR HAFI
VERIÐ ERKI-
KLAUFAR?
Höfundar ræddu við Önnu Kindern-
echt, sem starfaði í gestamóttöku hótels-
ins en upphafsstafir hennar eru á um-
ræddu korti, og einnig á öðru korti er
Gold bjó þar í september sama ár.
Kindernecht lét höfundum í té sýnishorn
af rithönd sinni og þau fóru með það til
Elizabeth McCarthy, sem er rithandar-
sérfræðingur. Hún komst að þeirri niður-
stöðu að „verulegt álitaefni" væri hvort
á fyrra kortinu væri raunveruleg skrift
stúlkunnar, og hún benti einnig á að
skriffærin sem notuð voru á kortunum
tveimur væru ekki hin sömu.
Þegar bók Schneir hjónanna kom
fyrst út var þessari rökfærslu andmælt af
ýmsum ritdómurum. Herbert L. Packer
skrifaði t.d. í New York Review of
Books 3. feb. 1966: „Þau skýra ekki
hvers vegna falsararnir voru þeir klaufar
að setja eina dagsetningu á aðra hlið
Vakað Verður nóít og dag við Hvíta
vigna Rosenberghjénanna
13
.. Taki l>aadarífekir dóinstólar eða
Eisfinhower íprseíi ekkj í taum-
ana verða baadarísku hjóijin
Ethel og Juíiiis RoseuÍK'rg; tekhi
af lifj í rafiuagnsstólnum i Slng
Sing fangelhinu aðfaranótt íóstu-
daiísins i þesari viku. Samtók
þau í Batularikjumuu, sem niynri-
uð hafa verið t'l að vinna að
náðun hjónanna eða endurupp-
töku niáls þeirra hafa gengizt
fyrir þvi að frá og með deginum
í dag mun hðpur manna vaka
dag og nótt úti fyrir ífvíta hús-
imt í Wasliingtön til að leggja
áherslu á kröíuna um að Eisæn-
Jtawer triUfc bjánin.
Striðir g^fn r^réttri hugsun
Meðal þeirní xnörau, sem skor-
r5 hafa á Eisenhoyvcr a« ’í>yrma
lííi hjórtanna, er bandariski eð!-
isíræðmgurinn Harold Urey, sem
íengið hefur Nóbelsverð’aunin
fyrir afrek sin í kjamorkurann-
sóknum. Hann segir í skeyti sínu
fil forsetans að dómurinn yí'-r
Ípiii«4
in r
Rosenberghjónunum -stríði gegn
tökréttri luigsun os heílbrigðu
leUarfari. Aður hetur hann
voitað það sem kjamórkufræð-
ingur, >að víínisburðurinri, sem
hjónin voru dærnd eítir sek um
•kjarnorkunjóshig,’, standist' ckki
fræðilega gagnrýni,
Foringjar franskra sósíal-
demókrata
Parisarblöðin frá kommúnisía-
blaðinu THumanité ti! ihalds-
b!aða eins og Figaro ag Aurore
hafa látið þá von í Ijós að Eisen-
hower s$ni þann kiark að ganga
í berhögg við þá, sem ekkí mega
heyra annað netot en að Rosen-
bergbjónin verði tekín af lífí.
Ailir kunnustu foringiar Sósíal-
demok rataflokks Frakk’andr með
þá Guy Moliet og Jules Moch i
fararbroddi gengu í síðustu viku
á fund Douglas DiUons. sendi-
herra Bandarikianna i Paris, íil
að toera fram íyrir hönd flokks
Jns ósk um .að Eiseahower þyrmí
lifi hjónanna. Dillon hét að koroa
beíðni þeirra i
forsetann.
framfæri við
■ Sýnishorn af skrifum Þjóðriljans um mál Rósenberg hjónanna þegar dró að því
að þau yrðu tekin af lífi í júní 1953.
iosesiberffi
oTÍdaslaéur *
4 af 9 Hœsfaréitardómurum vildu
leyfa upptöku málsins
ttvrriot* inrsrti irítnska þjióAþinysins.
skorar á Eisenhotrer að náða þan
ÞaÓ uppiýstíst í qær. að 4 af 9 dcmurum, er eiga sæti i Heestarétti Banda-
| ri^íanna, vildu verða við beíðnínni um uppföku Rósenbergsmálsíns. Verj-
i anf1‘* bjónanna hafði farið fram á upptöku málsins, þar sem ný gögn laegju
j {ynf. sem sonnuðu meínsæri á höfuðvitnín gegn hjónunum.
Róscnbfrgslijónin báiVu Eiscnhower Bandaríkjaforscta i gœr um að’ þvrma lifi
i«, og lýstu jafnframt enn cinu slnni yflr saklcysi ssnu. Enn cr von til aO aúók-
uoum. s-.m ikvcðnar haía veriö aðra nótt kl. 3, vcrói frestaó. Meðal þcirra manna,
scm i gmr lögóu Rósenbcrgshjómmum llð, var hínn aldurhnigni forseti franska þjóó-
pmgsins, Edouard Herriot, cinn mikiMrtasti stjómmálamaóur franskra borgara.
Þ»8 var tilkynnt í Washinglon í gær, að pólsba sliómin heiði boðhl lil að
9*ila Bósenbergshjónanum griðastað í Pcllandi, of þau vorða náðuð og
Bandaríkjastjóra veitir þeim leyfi ti! að fara úr laudi.
V *rjarwií Ró»t>nb«Tgxh}<snanrMi
*Un t-ina tilraun í til
i r<4 íre»u.ð í fyrru-
§ <Utsí h;,rðl H«fftÍFéttur Bsn<íarík>
.* arscv, «_
Bandarísk stjórnarvöld tilkynntu í gær, að aftaka
ibcrgshjónanna ætti að fara fram » vikuimi sem hefst
14. júní n.k.
kortsins og aðra á hina hliðina, og það
kemur ekki fram í bók þeirra hvort
rithandarsérfræðingurinn vissi hvort sýn-
ishornið af rithönd stúlkunnar þótti
dularfullt, en slík vitneskja gat haft
áhrif á niðurstöðuna." Alexander M.
Bickel benti á það í tímaritinu Com-
mentary í janúar 1966 að fölsunartilgáta
væri lélegasta skýringin á ósamræminu á
kortinu. Það lægi í augum uppi að hver
sá sem gerði sér þá fyrirhöfn að reyna að
sanna að Gold hefði verið á hótelinu
umræddan dag mundi ekki láta henda
sig þau aulalegu mistök að setja ranga
dagsetningu á aðra hlið kortsins.
„ÉG KEM FRÁ
JÚLÍUSI“
Nú er hægt að ganga úr skugga um
hvort hin nýbirtu skjöl FBI sanna sam-
særiskenningu Schneir hjónanna, eins
og þau fullyrða að gögnin geri. Svo er
ekki. Staðreyndin er sú að skjöl FBI um
Harry Gold sýna að þegar hann gerði
játningu sína 22. maí 1950 þá sagði hann
fulltrúum FBI, þeim T. Scott Miller og
Richard Brennan, að tvisvar sinum, í
júní og september 1945, hefði hann
komið við í Albuquerque á leið sinni á
fund Klaus Fuchs í Santa Fe. Og 1. júní
1950 - ekki 14. júní - féllst Gold í fyrsta
sinn á að tala um þrjár manneskjur, auk
Fuchs, sem voru viðriðnarnjósnastarfið.
Tvær þeirra viðurkenndu sekt sína eftir
uppljóstrun Golds. Þriðja manninum
sem Gold nefndi og kvaðst ekki muna
hvað héti, lýsti hann sem „hermanni,
kvæntum, barnlausum."
Gold var að lýsa manni sem hann
hafði aðeins hitt einu sinni fyrir fimm
árum, og hann kvað minnið bregðast sér
um sum atriði. Hann mundi ekki hvaða
nafn maðurinn hafði notað, en við
réttarhöldin sagði hann að hann hefði
sagt við sig: „Ég kem frá Júlíusi." Hann
fullyrti að hermaðurinn hefði látið sig fá
heimilisfang ættingja síns í New York,
hugsanlega, sagði Gold 2. júní 1950,
tengdaföður:, „en nafn hans var kannski
Philip." Gold taldi einnig í fyrstu að
hann hefði hitt hermanninn í september
1945, en daginn eftir leiðrétti hann sig og
sagði að þeir hefðu hist í júní 1945.
RUTH GREENGLASS
LEGGUR 400
DOLLARA INN Á
BANKAREIKNING
Lítilsháttar minnisbrenglun Harry
Gold skiptir ekki máli í þessu sambandi,
heldur hitt að hann gaf FBI nægilegar
upplýsingar sem leiddu til þess að
Davíð Greenglass var handtekinn.
Raunar hafði Gold lýst manninum sem
hann hitti sem annað hvort vélvirkja eða
teiknara, Gyðing frá New York sem ætti
konu sem héti Ruth, þótt hann kvæðist
ekki vera alveg viss um það. Gold lýsti
einnig útliti Greenglass réttilega, hann
bauðst til að benda á staðsetningu íbúðar
hans á korti af Albuquerque, og hann
sagði Alríkislögreglunni að hann hefði
látið þau hjónin fá 500 dollara í skiptum
fyrir upplýsingar. Frekari rannsókn FBI
leiddi í ljós að Ruth Greenglass hafði
opnað bankareikning daginn eftir og
lagt inn á hann 400 dollara.
ÓSAMKVÆMNI OG
HLUTDRÆGNI í
ÁSÖKUNUM
HÖFUNDA
Hvernig skyldu nú höfundar fjalla um
þessi nýju gögn sem benda til þess að
mark verði að taka á framburði Harry
Golds? Þau viðurkenna, treg þó, að
nokkur atriði í framburði hans bendi á
Greenglass. Samt staðhæfa þau, án þess
að hafa fyrir því nokkrar heimildir, að
„allt sem sagt verði um framferði FBI
falli saman við þá skoðun að 1. júní hafi
Gold sagt sögu sem hann hafi verið
látinn læra áður.“ Höfundar geta þess
ekki hver ástæðan er þá fyrir því að FBI
falsar eigin yfirheyrsluskýrslur, skýrslur
sem aldrei átti að birta og voru aðeins til
eigin nota. Ekki útskýra höfundar heldur
hvernig á því stendur að alríkislögreglan
lét margs konar ósamræmi viðgangast ef
hún hefur matað Gold á sögu sem hún
spann sjálf upp. Það kemur heldur ekki
fram í bókinni að þeir sem yfirheyrðu
Gold héldu að óþekkti hermaðurinn
sem hann nefndi héti annaðhvort Hall
eða Saks.
Enn undarlegri er túlkun Schneir
hjónanna á dagbókum FBI um málið,
dagbókum sem skrifaðar voru á grund-
velli yfirheyrslunóta og vélritaðar skýrsl-
ur voru samdar eftir. Dagbók frá 1. júní
1950 sýnir að fyrir Gold var lesinn
nafnalisti grunaðra manna í því skyni að
hressa upp á minni hans varðandi her-
manninn sem hann hitti. Davíð Green-
glass hafði sætt lítils háttar rannsókn
FBI nokkrum mánuðum fyrr vegna þess
að hann hafði reynt að hafa á brott með
sér frá vinnustað sínum í Los Alamos
uraníumminjagrip, en slíkt hnupl var
ekki óvanalegt meðal starfsfólks þar. Af
þessum sökum var nafn hans á listanum
sem lesinn var fyrir Gold, og þegar að
því kom kinkaði Gold kolii, og valdi
nafnið sem seinni kost af tveimur. Hann
sagði: „Þegar ég heyri nafnið Greenglass
hringir bjalla í höfði mér.“ Sú staðhæfing
höfunda að nafn Greenglass hafi verið
eina líklega Gyðinganafnið á listanum er
út í hött. Þar voru nöfn eins og Max
Schwartz, Sid Gordon, Jacob Cohen,
David Isaacs og Joseph Lustig, sem öli
koma til greina sem Gyðinganöfn.
Höfundar vitna til dagbókar FBI frá
17. júní 1950. „Þótt ótrúlegt kunni að
virðast,“ skrifa þau, „skrifaði lögreglu-
fulltrúinn T. Scott Miller í dagbók sína
um Gold: „Hann man ekki eftir að hafa
skráð sig á Hilton hótelið á ferðalaginu
í júní. ““ En hvað fleira skyldi lögreglu-
fulltruinn hafa skrifað sem höfundar
fella út með punktalínu? Athugun leiðir
í Ijós að þar stendur til viðbótar: „...en
sagði að hann hefði auðveldlega getað
gert það - það væri hugsanlegt að hann
hefði skráð sig þar.“ Gold lét þessi orð
falla eftir að hann hafði í löngu máli
skýrt Miller frá blankheitum sínum í
septemberferð sinni til Albuquerque,
þegar hann neyddist til að bíða daglangt
í anddyri Hilton hótelsins eftir því að
honum bærust peningar frá vini sínum
Thomas L. Black. Það er ekki undarlegt
að þetta atvik frá sept. 1945 hafi verið
honum efst í huga þegar hann rifjaði upp
viðskipti sín við hótelið.
ÖNNUR GÖGN FBI
STAÐFESTA HÓTEL-
DVÖL GOLDS
Á þessum tíma, 17. júní 1950 hafði
alríkislögreglan þegar orðið sér út um
Ijósrit af skráningarkorti Golds á Hilton
hóteli frá 3. júní 1945. Höfundar viður-
kenna að til er minnismiði frá FBI,
dagsettur 6. júní 1950, þar sem fram
kemur að þetta gagn er komið í hendur
lögreglunnar. Aftur á móti hafa þeir
engar vöflur á því að fullyrða að hér sé
aðeins um að ræða enn einn lið í
„pappírssögu“ sem sett hafi verið á svið
til að leyna þeirri staðreynd að skráning-
arkortið var fölsunarverk FBL Einu
sannanir sem höfundar færa fram eru að
þeir lögreglufulltrúar, Miller og
Brennan, hafi ekki sagt Gold frá vitn-
eskju sinni um að kortið væri til, heldur
hafi leyft honum að velta vöngum yfir
. ferðum sínum 3. júní 1945. I augum
þeirra er FBl sökudólgurinn hvaða gögn
sem fram koma. Annars vegar er alríkis-
lögreglan sökuð um að fóðra Gold á
upplýsingum, og hins vegar er hún
sökuð um að leyna hann mikilvægum
upplýsingum. Þetta tvennt getur ekki
farið saman.
ÓSAMRÆMI RAKIÐ
TIL BILAÐRAR
STIMPILVÉLAR
Minnisbók FBI frá 6. júní 1950 leiðir
líka forvitnilegt atriði í ljós, það að
lögreglan vissi um ósamræmið á dagsetn-
ingunum á skráningarkorti hótelsins, en
höfundar láta hins vegar líta svo út sem
þetta sé þeirra eigin uppgötvun, og
sönnun fyrir því að fölsunarverk hafi
verið unnið. Spyrja má hvers vegna FBI
lét ekki falsa annað skráningarkort og
leiðrétta skekkjuna ef hún stóð að
fölsuninni á annað borð. Þeirrar spurn-
ingar spyrja höfundar aldrei. Gögn FBI
leiða í ljós að lögreglan reyndi að
komast að því hver ástæðan væri fyrir
ósamræminu. Svarið var að finna í