Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983
■ Nunnurnar
urðu dauðhræddar,
þegar barið var á
dyrnar. Hverjir gátu
barið að dyrum að
næturþeli í Napólí
nema ræningjar?
„Lögreglan“ var
hrópað úti:
„Opnið!“ en hinar
níu hugdjörfu nunn-
ur lögðust á dyrnar,
þar til þær voru loks
brotnar upp. „Hvar
er systir Aldína?“
spurðu komumenn.
Sú sem eftir var
spurt hljóp hljóð-
andi í burtu, en lög-
reglumennirnir
hlupu á eftir henni
til þess að fanga
hana. Þegar einn
lögreglumannanna
reyndi að koma á
hana handjárnum,
beit kerling hann af
krafti í þumalfingur-
inn.
856 handtökuskipanir
■ En þaö var ekki aðeins hjá þessum
„miskunnsömu dætrum hins heilaga
dreyra" sem allt var vitlaust þessa dag-
ana. í Róm var Enzo Tortora, 55 ára
gamall sjónvarpsleikari, - einn hinn
frægasti á Ítalíu, - tekinn fastur á Plaza
hótelinu, þar sem hann lá í rúminu. Á
Hótel Gallia var byggingaverktakinn
Antonio Sibilia 61 árs, handtekinn, en
hann var þá í miðju kafi að kaupa
miðherja fyrir fyrstu-deildar lið sitt
Avellino. Einnig voru þeir settir á bak
við fangelsisrimlana Mariano Santini,
fangelsisprestut, tveir borgarstjórar úr
röðum kristilegra demókrata, einn
hryðjuverkamaður úr röðum ' vinstri
manna og annar úr röðum hægri manna
og loks enn fleiri byggingaverktakar og
lögfræðingar.
Tíu þúsund lögreglumenn með 856
handtökuskipanir voru á ferð um alla
ftalíu þennan dag, - þennan „svarta
föstudag" „Camorra“-flokkanna, eins
og ítalska blaðið „Corriere della Sera“
komst að orði. 337 voru þegar komnir í
tugthús, 412 biðu varðhaldsúrskurðar,
en 100 varð að láta lausa, þar sem þeir
höfðu skipt um nafn. 107 tókst að flýja í
tæka tíð og þeirra á meðal var íþrótta og
ferðamálafrömuðurinn Salvatore La
Marca, sem er þekktur í röðum kristi-
legra demókrata og áberandi maður í
Napólí. Hann hafði það góð sambönd að
tveimur dögum fyrir fjöldahandtökurnar
skipti hann stórri fjárhæð í dollara og lét
sig hverfa. „Hann er í verslunarferð,"
var það svar sem lögreglan fékk, þegar
komið var að dyrunum á lúxusíbúð hans.
Stjórna eins og setulið
Tíu dagar voru til kosninga, þegar
ríkisvaldið lét til skarar skríða gegn
samtök glæpamanna hafa yfirtekið
lög og rétt í Napöll, þar sem mesta
I Evrópu geisar
„Camorra" hópunum. Margir ítalir efa
eigi að síður að þetta glæpamannafélag
sé úr sögunni. „Camorra" sem í Napólí
er nokkurs konar samnefndari þess sem
Mafían er á Sikiley, hefur ncfnilcga
margsinnis sýnt og sannað að samtökin
cru orðin að ríki í ríkinu. í nokkrum
sýslum í grcnnd við Napólí hefur „Cam-
orra“ meira að segja tekið að sér löggæsl-
una og bankastarfsemina, fésýslu og
dómsvald. Forseti dómarasamtakanna
á Ítalíu, Adolfó Beria d’Argentine segir:
„Undirheimaöflin stjórna stórum
hlutum þessa svæðis, eins og setulið.
Sums staðar er lögreglan höfuðsetin í
stöövum sínum, innikróuð í raun og
vcru.“
Ríkisstjórnin varð nú að sýna fram á
það fyrir kosningarnar hver væri herrann
á heimilinu. Störfum hlöðnum óg lág-
launuðum rannsóknadómurum vildi þá
til það happ, scm sjaldan gcrist í
viðskiptum þeirra við undirheimana:
Einn ógurlegasti glæpamaðurinn leysti
frá skjóðunni. Pasquale Barra, 41 árs,
sem nefndur hefur verið „dýrið“ (O’ani-
male) meðal kumpána sinna gaf upp
1040 nöfn. Nafnið hafði „dýrið“ fengið
vegna þess hve óvenjulega hryllilegum
aðferðum hann beitti. Ekki tók hann þó
upp á því að „syngja“, eins og það heitir
hjá glæpamönnunum að kjafta frá,
vegna þcss að hann iðraðist synda
sinna... Nei, það var vegna þess að
honum þótti hann hafa verið svikinn.
Hann hafði verið „slátrari innan tugt-
húsveggjanna" ( þágu síns gamla herra,
Tafaele Cutolo, sem stjórnaði samtök-
unum „Nuova Camorra Organizzata”.
Scm slíkur hafði hann drepið þrjá
keppinauta hans og þegið þann sæmdar-
vott af herra sínum, cftir 20 ára þjón-
ustu, aö hann tileinkaði honum Ijóð:
„hann stingur þig með hnífnum rétt
neðan við lungun, til þess að þú hóstir
og spýir dálitlu af rauðu slími. Hann
horfir á þig falla niður og lætur þig svo
einan eftir." Síðasta fórnarlamb sitt
skildi Barra þannig við að hann reif út
öll innyllin og það svo sóðalega að vinir
hans snéru sér skelfingu lostnir úndan:
„Hann cr orðinn brjálaður," sagði cin-
hver þeirra.~Við þau orð þótti Barra sér
slík óviröing gcrð sem drápara, að hann
fór og leysti frá skjóðunni.
Camorra og Matían
Systir Aldina, sent unt árabil hafði
verið sálusorgari fanganna, var sendi-
boði þeirra um leið og gekk jafnan með
skilaboð til foringjanna út úrfangelsinu.
falin á milli blaðsíðanna i Nýja-testa-
mentinu. Þannig mátti stjórna glæpa-
starfseminni út á milli rimlanna. Sjón-
varpsstjarnan Tortora mun hafa flækst
inn í eiturlyfjasöluna og fótboltaáhuga-
maðurinn Sibilia mun hafa verið notaður
til þess að koma á markað á virðulegan
hátt fjármunum setn fcngust við mann-
rán og fjárkúganir.
í 14 heftum, sem eru alls 300 síður er
rcynt að varpa Ijósi á það hvcrjir cru
aðilar að þessum blóðidrifnu glæpasam-
tökum, hverjir eru skálkaskjól þeirra og
hverjir skipta við þá. Það er þrátt fyrir
allt auðveldara að fá innsýn í Camorra
en í Mafíuna.
Þessi „æruvcrðugu" fclög eru að ýmsu
leyti mismunandi. Hinn alvörugefni og
fámálugi Sikileyjarbúi er í stíl við ma-
fíuna, sem ekki er vcrra við neitt annað
cn það þegar á hana er minnst opinber-
lega. Mafian var löngum nákomin þeim
sem með völdin fóru og var til að byrja
með „lögrcgla" og „tollheimtuyfirvald"
stórjarðeigenda. Síðar fór Mafían sjálf
að annast sinn eigin rekstur og fyrst uppi
í sveitum, cn síðar einnig í borgunum.
Svo var, uns mikil gróska hljóp í
eiturlyfjaverslunina um 1965. Mafían
ræður nú yfir um 80% af heróínsölunni
í heiminum og á í nokkrum erfiðleikum
með að koma öllum atiði sínum út á
markaðinn svo lítið beri á.
Þegar hætta steðjar að starfseminni
þá myrðir Mafían ekki „hina og þessa“
heldur einkum þá sem mestur skaði er
að fyrir andstöðuna. Dæmi um það var
þegar lögreglustjórinn nýskipaði í Pal-
ermo, Carlo Alberto Dalla Chiesa var
myrtur. (Frá því máli var ítarlega skýrt í
Helgar-Tímanum í fyrra). Völd Ma-
fíunnar á Sikiley sáust best á því að
Félagar í „Camurra“ eru flestir upprunnir meðal atvinnulausra unglinga borgarinnar.
þegar hryðjuverkabylgja fór um alla
_ítalíu kom ekki til neinna óhæfuverka á
Sikiley, þar sem Mafían „leyfði“ ekki
vopnað ofbcldi af hálfu annarra en
sjálfrar sín.
)4ins vegar var Napólí mikil miðstöð
hryðjuverka á sama tíma. „Rauðu her-
deildirnar" væntu sér stuðnings meðal
öreigalýðsins í borginni og á meðal hópa
afbrotaunglinga, en í þessa hópa hefur
Camorra einnig sótt liðsmenn sína, sem
taldir eru vera um 5000. Camorra hefur
meira að segja lýst ýmsum vígum á
hendur sér opinberlega, en slíkt mundi
Mafían aldrei gera. Camorra menn líta
fremur á sig sem hefnara „litla
mannsins" í þjóðfélaginu, en einhvers
konar „Hróa Hetti", en Mafían, sem
byggir á afar einfaldri yfirstjórnun, telur
sig starfa í þeim anda. Napólí, þar sem
meira en 300 morð eru framin á ári
hverju, er ein mesta ofbeldisborg sem í
Evrópu finnst. Antonio Riboldi biskup
af Acerra við Napólí segir: Camorra eru
lærlingar í list afbrotanna, en Mafían
meistararnir.
Undirheimamenning
Camorra-foringinn Cutolo hefur
kunnað að færa sér í nyt þá vonlausu
aðstöðu sem margir unglingar í Napólí
eru í. Hann reiknar dæmið þannig:
„Ef þjóðfélagið er ekki í stakk búið til
þess að gefa ungum atvinnuleysingjum
svo mikið sem minnsta tækifæri til þess
að sjá fyrir sér, þá verðum við að gera
það.“ 1 gömlu fátæktarhverfunum og í
nýju hverfunum utan við borgina, þar
sem ástandið er jafnvel enn verra, safn-
aði hann á stuttum tíma saman her
manna á aldrinum 15-40 ára og skipu-
lagði þá í vandlega öguðu.kerfi.
Þarna er undirheimamenningin komin
upp, þar sem tíðkast leyndardómsfullar
inntökuathafnir, kynleg ræningjaróm-
antík, bræðralagsbönd innsigluð með
blóði og hátíðlegt orðfæri, sem veldur
því að unglingunum þykir brátt sem þeir
séu aðilar að stórmerkum félagsskap. Sá
sem er dugandi í athöfnum þarf ekki að
vinna sig upp til metorða eftir þröngum
stíg, einsoggerðist ígömlu „fjölskyldun-
um“, heldur hlýtur hann þegar í stað
virðulega stöðu.
Því fremja 16 ára unglingar misk-
unnarlaus morð á andstæðingum Cutolo,
í því skyni að hljóta fyrr en varir virðulegt
„embætti“, sem laun fyrir dáðina. Cam-
orra er fyrir þeim frelsun, örugg atvinna,
föst laun og ef menn eru handteknir, -
framfæri handa aðstandendum. Ekki
má gleyma þeirri tilfinningu að „vera
einhver".
Hinn ósýnilegi Cutolo er hinn óum-
deildi herra. Hann lætur undirmenn sína
ávarpa sig sem „prinsinn", „furstann",
„guðinn“ o.s.frv. Framkoma hans fyrir
rétti er að nokkru leyti fíflagangur, en
að öðru leyti römm alvara. „Camorra?“
spurði hann dómarann eitt sinn. „Er það
eitthvað sem á að borða?"
Ótti og spilling
Ungur blaðamaður, Luca Rossi, hefur
sagt frá því í einstæðri bók sem hann
ritaði, hvernig valdakerfi Cutola er upp-
byggt í Napólí og nágrenni. Þar er um
það bil fjórðungur þeirra 2.4 milljóna
atvinnuyleysingja, sem eru á Ítalíu,
niður kominn.
Hann ræddi í heila viku við íbúa
bæjarins Ottaviano, en þaðan er Ottavi-
ano Cutolo ættaður. Rossi ræddi við
kennara og húsmæður, vændisunglinga
og saumakonur, borgarstjórann og
kirkjuþjóninn. Hann greinir án athuga-
semda frá því sem hann heyrði og sá.
Þegar rætt var við þá sem hæst voru
settir, mátti ætla að allt væri í besta lagi.
Fyrrverandi borgarstjóri í Ottaviano,
Salvatore La Marca, segir: „Það segi ég
meðan ég legg hönd að hjartastað, að
Ottaviano er fegursti bletturinn á allri
Ítalíu." Yfirmaður veitingaskólans:
„Blöðin hafa gert Camorra að einhverj-
um ógnarstórum hlut, - en þetta fyrir-
bæri er alls ekki til hérna." Borgarráðs-
maður sósíaldcmókrata: „Cutolo er
ágætis maður. gullheiðarlegur, já, og var